Morgunblaðið - 16.01.1969, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 16.01.1969, Qupperneq 2
2 MOBGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1969 Skipverjar af Erninum fara aftur Mögulegt oð fleiri skip fari SKIPVERJAR af Eminum RE áætluSu að fara flugleiðis til Bandaríkjanna í nótt, en skip þeirra hefur verið í Gloster síð- an þeir komu heim í jólaleyfi skömmu fyrir jólin. Við spjöll- uðum stuttlega við Sævax Bryn- jólfsson skipstjóra á Eminum í gærkvöldi og sagði hann að þeir myndu fara 11 út. Áhöfnin var 13, en tveir hættu við að fara og verða þeir 11 á um sinn. Sævar sagði að e< vel gengi hjá þeim myndi örfirisey RE einnig fara til síldveiða við aust- urströnd Bandaríkjanna. Sævar sagði að ef illa gengi hjá þeim í vetur kæmi til greina að koma heim í loðnusa, en frekar taldi hann það ólíklegt. Mestar von- ir taldi hann til veiða á þessum miðum í vor, en venjulega hefj- ast veiðar þar á þeim tíma. Akveðið er að öminn veiði við Ameríkustrendur í vor þó að skipið komi ef til vill heim í millitíðinni. —BRETAR Framhald af bls. 1 Opinberir talsmenn frönsku stjórnarinnar lögðu áherzlu á að það sem fyrir Frökkum vekti væru ráðfæringar innan Örygg- isráðsins en ekki fundur æðstu manna Bandaríkjanna, Sovétríkj anna og Frakklands. í kvöld sagði talsmaður franska utanríkisráðu neytisins, að Frakkar gætu ekki virt að vettugi hótanir, sem hafð ar hefðu verið í frammi við Lí- banonsmenn, en um það var ekk ert sagt hvað Frakkar mundu taka til bragðs til að svara slík- um hótunum. Sagt var, að bann ið við vopnasölu til ísraels hefði þjónað hagsmunum Líbanons og gefið í skyn að landinu yrði veitt aðstoð ef það yrði fyrir érás. Fréttaritari AP hafði eftir á- reiðanlegum heimildum í dag, að franska stjórnin mundi inn- an fárra daga leggja til að ut- anríkisráðherrar fjórveldanna héldu fund með sér á vegum Sameinuðu þjóðanna til að reyna að finna lausn á deilumálum Ar- aba og ísraelsmanna. Skautahöll fyrir 450 manns opnuð innan skamms í Reykjavík — 1400 fermetra skautasvell með aðstöðu til ísknattíeiks Það líður væntanlega ekki á löngu, þar til Reykvíking- ar geta farið að stunda skauta íþróttir innanhúss. Þvi að í iok febrúar er áformað að SKAUTAHÖLLIN verði opn uð. Eru það nokkrir íþrótta- áhugamenn, sem að henni standa, en þar verður um 1400 fermetra skautasvell og eiga 450 manns að geta verið þar í senn. Skautahöllin verður til húsa í einum af skálunum í Iðngörðum, en eigendur hans eru Sveinn Egilsson h.f. og Þ Jónsson og Co. Er umsókn um leyfi til rekstursins til af- greiðslu hjá borgarráði. Þórir Jónsson, sem urrnið hef ur að undirbúningi þessa máls, gaf Morgunblaðinu þær upplýsingar að flest tæki sem til þarf, væru þegar fyrir hendi og yrði brátt farið að setja þau upp. Verða plast- leiðslur frá Reykjalundi lagð ar í gólfið og um þær lát- inn renna frystivökvi. Með því að sprauta vatni yf ir leiðslurnar má fá um 3 sm. þykkan ís, en það er álitin nægileg þykkt. Er miðað við að hitinn í skálanum verði 10-15 gráður. Húsnæði Skautahallarinn- ar er um 1700 fermetrar, en svel'lið sjálft um 1400 fermetr ar. Er það 40 metrar á ann- an veginn en 30 og 40 metr- ar á hinn veginn. Er ætlun in að á svæðinu sem er um 40x20 metrar verði hægt að stunda ísknattleik og geta á- horfendur fylgzt með af bekkjum, sem þeim eru ætlað- ir (sjá teikningu). Þegar allt svæðið er opið almenningi verður um 150 fermetra svæði fyrir framan áhorfendabekk- ina afmarkað og ætlað börn- um. Skautahöllin verður rekin eins og hvert annað skemmti- fyrirtæki og aðgangur seldur. Mun verðið fara eftir því hve nær dagsins komið er, en svellið verður væntanlega op 962 skráðir atvinnu- lausir í Reykjavík — í GÆR voru 962 skráðir at- vinnulausir í Reykjavík, og hef- ur orðið töluverð aukning á at- vinnuleysi nú siðustu dagana, að því er Ragnar Lárusson for- stöðumaður Ráðningarskrifstofu Reykjavíkurborgar tjáði Mbl. í gær. Af þeim 962 sem atvinnulausir eru í Reykjavík eru 773 karl- menn og 189 konur. Skipting at- vinnuiausra milli starfsstétta er þannig að verkamenn eru 465, sjómenn 82, verzlunarmenn 30. matsveinar 12, trésmiðir 77, mál- arar 18, múrarar 36 og iðnverka- menn 10. Þá eru innan við 10 at- vinnulausir í 15 atvinnugreinum. 104 verkakonur eru atvinnu- lausar, 29 verzlunarkonur, 11 starfsstúlkur á sjúkrahúsum, 30 iðnverkakonur og 15 í þremur öðrum starfsgreinum. í þeim kaupstöðum, sem við fengum upplýsingar um atvinnu- leysi í gær, var svipaða sögu að Skákmótið í Hollandi: Friðrik vann Portisch Donner, Hollandi vann landa sinn Langeweg. Aðr- ar skákir fóru í bið. Þá Beverwijk, 15. jan. (Einkaskeyti til Mbl. frá AP). FRIÐRIK Ólafsson vann ungverska stórmeistarann gerðu þeir Donner og Ker- Lajos Portisch í annari um es jafntefli 1 fy,rstu U,nferð motsins. Friðrik, sem hafoi svart gegn Portisch, hefur nú tekið forystu í mótinu með 2 vinninga eftir tvær umferðir. Keres og Donner hafa 1% vinning hvor. í dag teflir Friðrik Ólafs- son gegn Pal Benkö frá Bandaríkjunum og hefur Friðrik hvítt. segja. Aukning atvinnulausra hefur orðið síðustu dagana, enda hefur tíð verið með afbrigðum slæm sumstaðar. Kópavogur: Um áramót voru 24 skráðir atvinnulausir í bæn- um, en síðustu daga hefur orðið töluverð aukning og í gær voru 86 komnir á skrá. Flestir eru verkamenn. Hafnarfjörður: Þar hafa um 100 látið skrá sig atvinnulausa í þessum mánuði. Akranes: Þar hafa verið skráð- ir 50 atvinnulausir frá éiramót- um, en nú síðustu daga hefur atvinna glæðst nokkuð og muniu þar nú vera um 30 á atvinnu- leysisskrá, þar af 8 konur. Sauðárkrókur: Síðast er skrán- ing fór fram þar voru 127 at- vinnulausir, voru konur í meiri- 'hluta. i Húsavík: Þar eru 59 á skrá og skiptast þannig: 37 verkamenn, 10 verkakonur, 7 sjómenn, 2 smiðir, 1 múrari, 1 bifvélavirki. Neskaupstaður: Þar voru á skrá 24 atvinnuleysingjar. Seyðisfjörður: Sl. mámudag voru þar 62 á atvinnuleysisskrá. ísafjörður: Á fsafirði hefur nánast ekkert atvinnuleysi verið. Er skráning fór þar fram fyrir u. þ. b viku, voru 2 menn at- vinnulausir. Ólafsfjörður: Á atvinnuleysis- skrá voru í gær 57 karlar og 9 konur. ferð á skákmótinu, sem stendur yfir hér í borg. Önnur úrslit í 2. umferð urðu þau að Keres, Sovét- ríkjunum vann Hollend- inginn van Scheltinga, Benkö, Bandaríkjunum vann Rússann Geller, Osto jic, Júgóslavíu vann Kava- lek, Tékkóslóvakíu og Kammertónleikar á Suðurnesjum Fimmtudgainn 16. janúar verða Kammertónleikar haldnir á vegum Tónlistarfélags Kefla- víkur í félagsheimilinu Stapa og hefjast þeir kl. 8.30 um kvöldið. f fyrrihluta tónleikanna verð- ur leikin strengj akvartett í f- moll op 95, eftir L. van Beet- hoven, sem er í 4 köflum. Flytj- endur eru strengjakvartett Tón ligtarskólans í Reykjavík, allt þekktir og víðfrægir tónlistar- Teikning af Skautahöllinni. Gert er ráð fyrir að gestir renni sér í hring, kringum h víldarbekkina. ið frá kl. 10 á morgnana til kl. 11.30 á kvöldin. Verður einhvers konar veitingasala starfrækt í Skautahöllinni. Borgaryfirvöld og fþrótta- bandalag Reykjavíkur hafa oflt um það rætt að reyna að koma upp skautasvelli inn- Hitaveitan í gœr: anhúss, en ekki talið sig ráða við slíkt fyrirtæki. Sagði Þór ir Jónsson að reynsla sú sem fást mun af rekstri Skauta- hallarinnar ætti að geta orð- ið þessum aðilum mikilvæg ef þeir síðar ráðast í að koma upp almenningsskautasvelli. að spara Nauðsyn heita vatnið — — og fylgjast vel með röralögnum ÞAÐ var mikið að gera hjá starfsmönnum Hitaveitunnar, er við höfðum samband við þá í gærkvöldi, en starf þeirra hjá Hitaveitunni beindist aðallega að því að leiðbeina fólki, sem var í vandræðum. Að sögn Gunnars Kristinssonar hjá Hitaveitunni var ekki um að ræða almenn vandræði hjá fólki, eins og í kuldakastinu sl. ár, heldur væri um að ræða einstaka hús, en ekki heilar götur eða hverfi. Gunnar sagði að það væri mest áríðandi að þétta allsstaðar í húsum, sem eitthvað næddi um, gæta röralagninga á háaloftum, svo sem í yfirlögnum og svo- kölluðum slaufulögnum. Frost í þeim gæti stöðvað allt kerfið. Þá er talið ráð, ef frost stöðvar aðalrennslið, að loka fyrir inn- rennslið á kerfið og tæma það til þess að koma í veg fyrir skemmdir. Æskilegt er að fólk fari eins sparlega með heita vatnið og hægt er, því að hvað sem sparast kemur til góða þar sem vandræði kunna að skapast. Nóg vatn er ennþá á Hitaveitu- geymunum, en það fer minnk- andi. Hitaveitan þolir ekki marga daga með þessu ofsaveðri, en strax og vindinn lægir skapast miklu betra ástand. - STOFNUN Framhald af bls. 28 ir menn úr Ólafsfirði og frá Akureyri bundizt samtökum um að vinna að stofnun félags á þessum grundvelli, en einnig koma fleiri aðilar innlendir og erlendir til greina. Einnig hefur undirbúningur verð kannaður í samráði við eina stærstu lagtrés- verksmiðju á Norðurlöndum. Stofnkostnaður lagtrésverk- smiðju í ólafsfirði er áætlaður um 20 milljónir kr., en fram- leiðsluverðmæti gæti orðið allt að 70 milljónir á ári með 20—60 manna starfsliði. Þessi afköst eru áætluð hjá stærri verksmiðju en til greina kemur strax í byrjun í Ólafsfirði. Lagtré hefur verið notað hér- lendis til bygginga á útihúsum í sveitum, í sjóhús, vöruskemm- ur. íþróttahús, skóla og jafnvel íbúðarhús. Happdrætti Háskðlans MIÐVIKUDAGINN 15. janúar var dregið í 1. flokki Happ- drættis Háskóla íslands. Dregn- ir voru 1,400 vinningar að fjár- hæð 5,200,000 krónur. Hæsti vinningurinn, 500,000 krónur, kom á heilmfða númer 50624. Voru báðir heilmiðarnir seldir í umboði Guðrúnar Ólafs- dóttur, Austurstræti 18. 100,000 krónur komu á hálf- miða númer 19844. Voru tveir hálfmiðar seldir i umboðinu á Patreksfirði, einn á Fáskrúðs- firði og sá fjórði í umboði Guð- rúnar Ólafsdóttur, Austur- stræti 18. 10,000 krónur: 306 25122 5581 7850 8000 8033 19381 20499 20856 22130 23131 24391 25759 26287 26426 27714 28103 30506 30895 31249 32274 33453 33798 33858 34236 34414 36096 36134 36642 39020 39727 40777 40898 42217 42694 46730 49086 49580 50623 50625 51008 51750 53387 53435 55874 56568 57613. (Birt án ábyrgðar).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.