Morgunblaðið - 16.01.1969, Side 3

Morgunblaðið - 16.01.1969, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1969 3 Til þess að þynna brennsluolíu strætisvagnanna varð að blanda eldsneytið steinolíu. Hér eru starfsmenn SVR að hella á einn vagninn. — Ljósm.: ól. K. M. - STORVIÐRI Framhald af hls. 28 í Á hádegi í gær var örlítið ífarið að draga úr frostinu. ■Klukkan 06 hafði mælzt í •Reykjavík 14 gráðu frost, en um íhádegi voru 11 stig. Hlýjast var «á landinu á Dalatanga.Kambs- •nesi og á Fagurhólsmýri 10 stiga rfrost, en á Grímstöðum á Fjöll- •um voru 16 stig, 15 stig voru í Grímsey, á Nautaibúi og á Hæli •i Hreppum. Kaldara var þó í •fyrrinótt á þessum stöðum. • Helzta ljósglætan í öllum þess •um kulda, sem gekk yfir landið <í gær var að frostið á Jan May •en lækkaði snögglega. f fyrra •dag var þar um 20 stiga frost, en hríðlækkaði í gær og fór nið •ur í 4 stiga frost. Kuldastreng- urinn, sem yfir landið gengur kemur einmitt frá svæðinu í kringum eyna, isvo að veðurfræð ingar búast við hlýnandi veðri a.m.k. á Austurlandi. • HAFÍSINN Hafísinn sást ekki af ann- esjuim fyrir norðan í gær, enda ekki von, þar sem mikiill sorti var á. Þó er hætt við að ísinn nálgist landið, þar sem ísinn var kominn mjög austarlega og geit- ur norðanáttin, sem alla jafna er ekki ísátt, því hrakið hann upp að landinu. Anzi er hætt við að Norðlendingar sem á ann esjum búa sjái til hafíssins er birtir upp. Síðast er fréttist var íshrafl við Grímsey og 5. jan- úar sást ís frá Sigilunesi. Hann lagðist þó heldur frá eftir það og hefur hvorki sést frá ann- esjum né eyjum síðan. Síðast var farið í ísflug 5. janúar og var þá jakahrafl um 30 sjómíl ur norður af Melrakkasléttu. Þá var og krapaflekkur í sjónum 60 sjómílur norðaustur frá Langa nesi og norðan við þessa staði var vaxandi þykkt á ísnum eftir því sem norðar dró. Skammt norðan við Kolbeinsey var sjór inn hálfþakinn ís. Um þrjú leytið í gær gerði hríð í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar náði strengur sem gekk suður Húnaflóa og yfir Holtavörðu- heiði um Borgarfjörð hingað til borgarinnar. Fylgdi honum snjó koma, þar sem lítið háílendi varð á vegi hans. Hins vegar var kuldinn það mikil'l, að snjórinn var sem fíngarður salli og festi ekki á jörðu. Veðurhæðin komst upp í 11 vindstig sem er fárviðri. • SAMANBURÐUR VIÐ 1918. Gamlir menn, er muna frosta- veturinn 1918 hafa haft orð á því að veðurfari nú og í haust svipi mjög til veðurs þá. Að því tilefni fengum við þær upplýs- ingar hjá Veðurstofunni, að frem ur Mtið sé líkt með þessum tveim ur vetrum, a.m.k. enn sem kom- ið er. Haustið 1917 var miklum mun kaldara en 1968. Árið 1917 va meðalhiti í októbermánaðar 0,5 stig, í nóvember mínus 0,1 stig og í desember mínus 2,8 stig. Á tímabilinu frá 1. janúar 1918 til 14. janúar vra meðal- hitinn mínus 8,9 stig. í október síðastliðnum varð meðalhiti 3.2 stig, í nóvember 4.8 stig og í desember 0.5 stig. Síðastliðinn nóvember er einn af fjórum hlýustu nóvembermánuð um aldarinnar. Á tímabilinu frá 1. janúar til 14. janúar nú er meðalhiiti mínus 2.8 stig. Árið 1918 voru ekki hafnar úrkomumælingar í Reykjavík. Nú voru október og nóvember- mánuður innan við meðallag, hvað úrkomu varðar, en desem- bermánuður var 20 prs. úrkomu meiri, en í meðalári. BATAR Á SJÓ Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. aflaði sér voru aðeins 8 bátar á sjó í gær. Lágu þeir all- ir í vari og hvergi var verið að. Þrír bátar voru í vari við Malarrif, þrír undir Ingólfshöfða og 2 við Portland. Ekkert hafði frétzt um óhöpp. • VEÐURHAMURINN í REYKJAVÍK Svo sem fyrr segir var 14 stiga frost í Reykjavík um kl. 06 í gærmorgun. Frostinu fylgdi snörp norðanátt um 10 vindstig og varð því kæ'ling mjög ör. Þetta olli borgarbúum miklum erfiðleikum, sérstaklega bíleig- endum, sem komu ekki bifreið- um sínum í gang. Þó urðu þeir, sem að venju aka með strætis- vögnum einnig fyrir töfum og ó- þægindum, sem því fylgja að hýma á biðstöðvum vagnanna, því að flestir þeirra áttu í erf- iðleikum vegna þess að brennsiu olían þykknaði. Samkvæmt upplýsingum SVR var olían það þykk, að þegar vagnstjórar lögðu af stað i gaer morgun bar fljótt á því að þeir drægju úr ferðinni, unz þeir stöðvuðust að fullu. Hneig þá óMan varla ti'l vélanna. Reynt var að laga þettta með því að blanda steinolíu saman við dísil olíuna, en þrátt fyrir það voru vandkvæði við að halda vögn- unum gangandi og kl. 14 í gær vantaði enn vagna á 3 leiðir. Þá vildi og raki á lofthemlum og lokunarútbúnaði hurða frjósa og gera hvorttveggja óvirkt. Nauðsynlegt reyndist að blanda steinolíu í eldsneyti vagnanna þannig að steinolía varð a'Ut að fjórði hlut eld- sneytisins. Sagt er að það eigi ekki að skaða vélar vagnanna. • ERFIÐLEIKAR Víða hafa fyrirtæki, sem fyr- ir utan borgina eru, eigin bíla og aka þau starfsfólki sínu á vinnustað. Þrjú fyrirtæki, sem við hringdum í höfðu ekki átt í vandræðum en þeir sem þurftu að byggja allt sitt á strætisvögn unum gáitu ekki sagt hið sama. Maður, sem við töluðum við tók Árbæjarhverfi á LækjartorgiM hálf níu. Er vagninn var kom- inn svolítið áleiðis tók hann að hiksta og sífelllt dró úr ferð- inni unz hann gafst upp í Ár- túnsbrekkunni. Farþegar urðu að sitja í hrollköldum vagnin- um unz næsti vag.n kom hálfri klukkustund síðar. í Árbæjar- hverfi var mikilll moldarmökkur í gær svo að varla sást milli húsa. • RAFMAGNSBILANIR Er líða tók á daginn tóku rafmagnsbilanir að gera vart við sig. Verst var ásitandið á Sel- tjarnarnesi og var þar straum- laust í margar klukkustundir. Var víða orðið hrollkalit í húsum þar og hafði einn húsráðanda, er ræddi við okkur áhyggjur af miðstöðvarkyndingu sinni, ef straumleysið yrði öllu lengur. Hitinn í húsinu var þá kominn niður fyxir 10 gráður og sagði hann hitann lækka um tvær gráð ur á klukkustund. Orsök rafmagnsbi'lunarinnar var samkvæmt upplýsingum Raf veitu Reykjavíkur samsíláttur á línum. Gaatiti trufilananna í þeim hverfum, þar sem um loftlínur var að ræða og um tíma var rafmagnslaust í gtórum hverfuim í Hafnarfirði og Garðahreppi. Einn staur fauk um koll við Gnoðavog — við gamlla íþrótta- húsið að Hálogalandi. Sligaði lína, sem að húsinu Mggur staur inn og í gærkvöldi var unnið að því að reisa hann við. Á Kjal- arnesi og í Botnsda'l fór og raf- magn af vegna samsláttar á Mn- um. • SKAÐAR VIÐ HÖFNINA Engir stórskaðar urðu við Reykjavíkurhöfn. Þó sökk trilla í ágjöf og bátar voru orðnir töluvert sílaðir af sjógangi. Sjór gekk yfir Skúlagöitu og mátti víða isjá á húsum handan götunnar, hvernig sælöður myndaði grýlu kerti á ufsum húsanna. Við höfn ina var reynt að binda alla báta, sem kyrfilegast og mátti víða sjá eieendur huiga að bátum sínuro • LÖGREGLAN ÁTTI ANNRÍKT Lögreglan átti fremur annrík- an dag í gær. Sífellt var fólk að hringja og tilkynna að ýmis- legt dót, er skemmdum gæti vald ið væri að fjúka. Bar tö'luvent á þvi að járnplötur fykju og ann að drasl, sem illa hafði verið gengið frá, en engin stórslys urðu af slíku. Suður í Arnar- nesi fauk þak af húsi og munu það líklegast alvarlegustu skemmdir, sem frétzt hafði af. Eftir að snjóa tók um þrjú- leytið varð lögreglan oft og ein- att að aðstoða bifreiðaeigendur, er vélar bifreiðanna bleyttu sig. • FLUGUMFERÐ Ekkert innanlandsflug var í gær. Flug til útlanda gekk eðli- lega fram eftir degi, en Gull- faxi þota Flugfélags fslands kom þó ekki til landsins eins og á- ætlað var í gærkvöldi. Hún var í nótt í Glasgow. • FÆRÐIN UM LANDIÐ Meirihluti landsins var á kafi í byl í gærdag og varla ferða- fært. Því voru Mtlar fregnir af ástandd vega. Á Suðurlandi og Suðvesturlandi var færð þó góð og upp í Borgarfjörð. Ennfrem- ur voru fjallvegir á Snæfells- nesi færir fyirri hluta dagsins. Víða var enigin umferð á veg- unum, en hætt var við að færð myndi spi'llast mjög norðanlands og austan. Á Norðausturlandi hefur raunar um nokkurt skeið verið ófænt og á Héraði hefur aðeins verið fært í næsta ná- grenni við Egilsstaði. Ófært var niður á firðina. f fyrradag var á leiðinni Reykjavík—Akureyri. aðstoðardagur hjá Vegagerðinni Síðustu bílar komu til Akureyr- ar að sunnan í gærmorgun kl. 07 og ekki var vitað um annað en alMr hefðu komist leiðar sinn ar. Hér fara á eftir fréttir frétta ritara Mbíl. af veðrinu: • SAUÐÁRKRÓKUR Guðjón Sigurðsson sagði: Á Sauðárkróki er vetur kom- inn í öllu sínu veldi. Kuldi er og norðan siteytingur og snjó- koma hefur verið síðastliðinn sólarhrinig. Annars hefur verið bílfært um alla vegi fram að þessu, en ekkert má út af bera, svo að ekki verði a'lllt ófsert. Hvasst er og hefur hann verið óvenjulega lengi að norðan og norðaustan. Ekki hefur verið flogið til Sauðárkróks í tvo daga og því engin dagblöð bor- izt. 120 höfðu verið skráðir at- vinnulausir fyrir þremur dög- um, en annars var ekkert sér- stakt í fréttum. • AKUREYRI Sv-errir Pálsson sagði: Á Akureyri sér ekki út um glugga, því að snarvitlaus stór- hríð er, alveg glórulaus með fjórtán stiiga frosti Sá varla milli húsa. Færð hefur verið góð á Akureyri, og var ennþá um fjögurleytið í gær. Hríð hafði verið á köflum fyrir hádegið, en eftir hádegið gerði bliind- hríð og kóf. Mátti búast við því, hvað af hverju, að vegir teppt- usit. Engir færu um, að nauð- synjalausu núna, sagði hann. Rafmagnsskömmtun heldur áfram um álagstímann. • BÚRFELL Páll Sigairjónsson verkfræðing ur við Búrfell sagði: Við Búrfell genigur allt sinn vanagang. Frost hefur verið 17- 18 stig og var heiðskírt í gær- dag, og bezita veður, nema dálítið rok. Nokkrir ofnar biluðu um daginn í einum bragga, og fóru þá nokkrir menn í bæinn, en eru nú allir komnir aftur. • DALVÍK Helgi Þorsteinsson sagði: Frost var 12—14 stig á Dal- vík, töluverður skafrenningur og hvassviðri. Ágæt færð hefur Framhald á bls. 27 STAKSTEIMAR Æskan í Komm- únistaflokknum Á þeim tíma, sem liðinn er síð an kommúnistar settu „skírnar- veizluna“ á svið í Sigtúni hefur það komið æ berlegar í ljós að flestir áhrifamenn kommúnista hafa mjög takmarkaða trú á þessum síðustu tiltektum Einars Olgeirssonar og fylgisveina hans. Karl Guðjónsson lét varla sjá sig við skírnarathöfnina. og þver neitaði að taka kosningu í trún- aðarstöður og Lúðvík Jósepsson hefur gefið það mjög greinilega í skyn, að jafnvel hann sé van- trúaður á að þessi síðasti blekk- ingarleikur geri nokkurt gagn. M.a. þess vegna hefur Lúðvík ekki seilzt eftir vegtyllum í þess um samtökum og neitaði raunar alveg að taka sæti í æðstu stjórn þeirra, framkvæmdanefnd inni. Þetta og margt fleira hefur gert það að verkum, að mikil örvænting hefur gripið um sig meðal þeirra, sem settir hafa ver ið í forustu fyrir þessum nýj- ustu samtökum kommúnista á ís landi og hefur sú örvænting birzt í mörgum myndum m.a. þeirri, að kommúnistar hafa sent ungliða sína út á göturnar til þess að hafa þar uppi hvers kon ar ólæti og skrípaleik. Fyllsta ástæða er til að vekja athygli á, að kommúnistablaðið hefur jafnan skrifað með mikilli vel- þóknun um þetta framferði ung- kommúnista og er því greinilegt að göturápið og grjótkastið fer fram með vitund og vilja komm- únistaleiðtoganna og er á þeirra ábyrgð. Þess vegna skyldi fólk hafa þá staðreynd í huga, þegar götudeild ungkommúnista tekur til hendi, að þar fara fulltrúar þeirra manna, sem eru í forustu fyrir Kommúnistaflokknum og kommúnistablaðinu. Enn um Sósíalista- félag Reykjavíkur í nýjum lögum Kommúnista- flokksins, sem samþykkt voru á landsfundi hans í byrjun nóv- ember var sérstakt bráðabirgða- ákvæði þess efnis, að bann við aðild flokksmanna að öðrum flokkspólitiskum samtökum tæki gildi frá og með 1. janúar 1969. Kunnugt er um tvo flokksmenn hins nýja Kommúnistaflokksins, sem fylgdu þessu ákvæði út í yztu æsar og sögðu sig úr Sósíal istafélagi Reykjavíkur þegar ljóst varð að sá félagsskapur yrði ekki lagður niður um leið og Sósíalistaflokkurinn hætti starfsemi sinni. Þessir menn voru Guðmundur Vigfússon og Sig- urður Guðgeirsson. Hins vegar er ljóst, að ýmsir aðrir áhrifa- menn í hinum endurfæddu sam- tökum eru enn meðlimir í Sósíal- istafélagi Reykjavíkur, sem aug ljóslega hefur ekki verið lagt niður. Þess vegna eru þessir menn ólöglegir meðlimir í þess- um endurskipulögðu samtökum og að sjálfsögðu ber forustu þeirra að sjá til þess að allir þeir, sem þannig er ástatt um víki úr samtökunum. Fyllsta á- stæða er til að skýrar yfirlýs- ingar verði gefnar um það, hvort miðstjómarmenn í Kommúnista- flokknum, svo sem Eðvarð Sig- urðsson, Guðmundur J. Guð- mundsson, Magnús Kjartansson og aðrir slíkir hafi sagt sig úr Sósíalistafélagi Reykjavíkur og ennfremur maður eins og Einar Olgeirsson. Skýringar þær, sem kommúnistablaðið gaf á þessu máli fyrir skömmu vom engan veginn fullnægjandi og augsýni- lega þannig lagaðar, að þær voru settar fram í blekkingar- skyni. Þess vegna skal ennskor að á þá aðila, sem hér eiga hlut að máli að gefa skýr svör um það sem hér hefur verið vikið að. Víkist þeir undan því, hafa þeir einhverju að leyna. Sælöður fraus á bátunum í höfninni, sem var sem stórsjór.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.