Morgunblaðið - 16.01.1969, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1969
Sæþörungaiðnaður við jarðhita
einhver arbvænasti nýiðnaður á Islandi
' FYRIRSJÁANLBGT er, að við
íslandsstrendur megi á næstu ár-
um reisa árVissan sæþörungaiðn-
að, sem skapaði tugum manna
góða atvinnu, nýtti raf- og varma
orku sem orkufrekur iðnaður og
veitti árlega yfir 100 milljónum
króna inn í þjóðarbúið að mestu
í erlendum gjaldeyri. Hér er um
að ræða framleiðslu á mjöli úr
þangi og þara og þurrkun á sölv-
um og fjörugrösum. Hér eru
ekki meðtaldir möiguleikar á nýt-
ingu kalkþörungalaga, sem fund
izt hafa á Vestfjörðum. Er mögu-
leikar skapast á framleiðslu und-
irstöðu efnavöru, svo sem sóda og
ólífrænum sýrum, hér á landi,
opnast leiðir til vinnslu dýrmætra
lífrænna efna úr þörungum á ís-
landi. Fullnýting á þörungum
gæti aukið verðmætasköpun sæ-
þörungaiðnaðar í 300-400 milljón
ir króna á ári ihverju, einnig að
mestu í erlendum gjaldeyri.
Mætti þá tala um sæþörungaiðn-
að sem stóriðnað. Ofangreindar
tölur eru varlega áætlaðar út frá
þeim fáu þörungasvæðum, sem
vitað er um. Líklegt er að við
nánari rannsóknir komi í ljós
enn meiri möiguleikar.
Augljóst er nú, að vinnsla á
þaramjöli við jarðhita er tækni-
lega möguleg og var hagkvæm
jafnvel fyrir síðustu gengisfell-
ingu, og með notkun frumstæðra
öflunartækja, en án jarðhita yrði
þurrkun á þara ekki framkvæmd
hér á hagkvæman m/áta. Gert er
ráð fyrir, að vélræn öflunartæki
verði prófuð á næsta sumri. Þör-
ungasvæði þau, sem helzt kemur
til greina að nýta við jarðhita,
eru Breiðafjörður, nokkur önnur
svæði á Vestfjörðum, Eyrar-
bakka og Stokkseyrarfjörur, og
e.t.v. fjörur vestan Ölfusár og
nokkur svæði við Faxaflóa. Einn
ig er líklegt, að þörungasvæði á
Austfjörðum, og e.t.v. norðan-
lands, svo sem við Grímsey,
mætti og nýta, en þar er þó eng-
inn jarðvarmi, og mætti í sum-
um tilfellum nota fiskimjölsverk
smiðjur til þurrkunar. Jarðvarm-
inn tryggir þó ódýra þurrkun,
og betri vöru en þurrkun er yfir-
leitt mjög nauðsynlegur frum-
vinnsluliður í sæþörungaiðnaði,
einkum við nýtingu þara, jafnvel
í hinu sólríka Frakklandi.
Strönd ísland samisvarar gróf-
lega 25 m strandlengju á hvern Í3
lending. Þessi strönd er einkum
auðug af þangi, þara og sölvum,
og það á heimsmælikvarða.
Óhætt er því að segja, að á milli
flóð- og fjörumarka á milli sjáv-
ar og sveita eigi íslendingar
ónumdar lendur, sem eiga eftir
að veita fjölda manns atvinnu og
skapa verðmæti, sem um munar.
Enda þótt miklir möguleikar
hafi skapazt með rannsóknum og
tilraunum fyrir nýtingu á þangi
og þara við okkar sérstöku að-
stæður, sem jarðvarminn skapar,
er þörungaiðnaður ekki orðinn að
veruleika ennþá á íslandi. Hvern-
ig okkur tekst að nýta þessa
möguleika, fer m.a. eftir því,
hvort við berum igæfu til að hlúa
að þeim rannsóknum og tilraun-
um, sem enn er þörf á að fram-
kvæma til uppbyggingar á öflug-
um sæþörungaiðnaði á íslandi.
Til þessa hefir ríkisvaldið, og
reyndar þjóðin öll, sýnt minni
áhuga en skyldi, jafnvel minni
áhuga en Danir sýndu starfi okk-
ar merka sæþörungafræðings,
Helga Jónssyni, fyrir rúmlega
hálfri öld. Miðað við Norðmenn
ættum við að hafa hér sístarfandi
tvo sérfræðinga við undirstöðu-
og hagnýtar þörunigarannsóknir,
en nú starfa tveir íslendingar að
þessum rannsóknum aðeins af og
til.
Hér þarf að verða mikil breyt-
ing á til batnaðar, ef við ætlum
ekki að stöðva alveg hina alltof
hægfara þróun, sem stefnir þó í
þá átt að nýta þá tiltölulega fáu
nýiðnaðar-möguleika, sem við
eigum að geta nýtt sjálfir.
21. desember 1968
Sigurður V. Hallsson.
- GEIMFARAR
Framhald af bls. 1
manna séu liður í smíði fastr-
ar geimstöðvar á braut um-
hverfis jörðu. Segja þeir að
ef sovézku vísindamönnunum
takist að koma upp þesskon-
ar geimstöð á næstunni,
verði þeir um tveimur árum
á undan Bandaríkjunum, en
ekki er fyrirhugað að hefja
smíði bandarískra geim-
stöðva fyrr en í fyrsta lagi á
árunum 1971—72.
Geimskotið í morgun tókst
mjög vel að sögn Tass-frétta-
sfcofunnar. Geimfaramir þrír,
sem eru um borð í Soyuz-5, eru
óþekktir utan Sovétríkjanna, og
hafa efcki á'ður farið út 1 geim-
inn. Þeir eru: Boris Volynov
ofursti, sem er stjómandi geim-
farsins, Yevgeny Khrunov og
Alexei Yeliseyev, allir um hálf-
fertugt.
Skötnmu eftir að Soyuz-5 var
skotið á loft, skýrði Vladimir
Sjatalov geimfari í Soyuz-4 frá
því að hann hefði séð geimskot-
ið er hann fór yfir Baikonur í
rúmlega 200 kílómetra hæð.
Bæði geimskipin, Soyuz-4 og
Soyuz-5 eru á braut, sem mynd-
ar 51,4 gráðu hom við miðbaug
jarðar, og er jarðnánd þeirra 200
fcílómetrar, en jarðfirð 230 km.
SffiSdegis í dag var frá því skýrt
í Moskvu að Soyuz-4 hefði lok-
ið 22 hringferðum umhverfis
jörðu, og Soyuz-5 sex hringferð-
um. Haíði Vladimir Sjatalov,
sem er einn um borð í Soyuz-4,
lagt sig til svefns í „bvíldar-
stofu“ geimskipsins. Soyuz-
geimskipin tvö eru svipuð að
gerð, og er þeim skipt í tvo
hluta, stjómklefa og hvíldarsal
Alls er rými hvors skips um níu
rúmmetrar, en það er aðeins
stjómklefinn, sem látimn verð-
ur lenda aftur á jörðinni.
Ekki er vitað hvenær ferð
geimfaranna fjögurra á að ljúka,
en getgátur em uppi um það að
öðruvísi verði skipað í geim-
skipin þegar þau lenda. Talið
er líklegt að Khmnv skipti um
skip úti í geimnum og lendi með
Sjatalov í Soyuz-4.
Sjónvarpað var í Sovétríkj-un-
um frá geimskotinu í dag, eins
og gert var í gær. Vom mynd-
imar góðar, og sáust geimfar-
amir þrír brosandi við störf sín
um borð í geimíarinu.
FYLGJAST VEL MEÐ
Stanfsmenn vi'ð bandarísku
geimferðastofnunina, NASA hafa
ekki viljað segja neitt opinber-
lega um þessar nýju tilraunir
starfsbræðra sinna í Sovétríkj-
unum, og benda á að enn hafi
verið lítið látið uppi um til-
gang tilraunanna. Hins vegar er
fylgzt vel með ferðum sovézku
geimskipanna í Bandaríkjunum,
og hafa sumir sérfræðingar tek-
ið undir þær ágizkanir er ætl-
unin sé að tengja skipin tvö
saman. Væri það stórt spor í átt-
ina til frekari rannsókna í geimn
um, segja þeir, því samtenging-
in gæti verið upphafið að stærri
geimstöð, er nota mætti tli
geimrannsókna, og sem stökk-
pall fyrir væntanlegar manna'ð-
ar ferðir út í himingeiminn til
annarra hnatta.
Bandarísku sérfræðingarnir
segja að örugglega megi reikna
með því að sovézku geimskipin
leiki eftir ferðum bandarísku
geimskipanna Gemini-6 og Gem-
ini-7, sem skotið var á loft fyr-
ir rúmum þremur árum, en þau
sigldu samhliða um geiminn í
margar klukkustundir, og voru
aðeins um 30 sentímetrar á milli
þeirra. Þeir geta þess til að
Soyuz-2, sem verið hefur á braut
frá þvl í oktðber í fyrra, verði
einnig notað við tilraunir til
samtengingar í geimnum.
STEFNUMÓT 1 GEIMNUM
Heinz Kaminski, forstöðumað-
ur Boohum-rannsóknarsfcöðvar-
innar í Vestur-Þýzkalandi, sagð-
ist í dag reikna með því að
sovézkir vísindamenn væru að
undirbúa smíði mannaðrar
geimsfcöðvar, sem yrði á fastri
braut umhverfis jörðu. Spáði
hann þvi að skotið yrði á loft
þriðja geimfarinu af Soyuz-gerð
á morgun, fimmtudag. Einnig
taldi hann fullvíst að Soyuz-4
og Soyuz-5 geimförin yrðu
tengd saman úti í geimnum, og
að geimfaramir fjórir yrðu látn-
ir fara á milli geimfaranna
tveggja eftir vild. Sagði Kam-
inksi að förin tvö yrðu tengd
saman með svipuðum festingum
og eru milli jámbrautarvagna,
þannig að geimfaramir þyrftu
ekki að fara út til að skipta um
geimför. Benti hann á að svo
virtist sem enginn geimfaranna
fjögurra væri klæddur geim-
búningum.
A'ðrir sérfræðingar hjá Boch-
um telja efcki ósennilegt að
Soyuz-2, sem skotið var á loft
í okfcóber sl., verði notað við
tenglingartilraunimar á næst-
unni, því sennilega væri geim-
farið enn á braut umhverfis
jörðu.
Mjög mifcla nákvæmni þarf
til að tengja saman tvö geimför
á braut úti í geimnum, og segja
sérfræðingamir hjá Bochum að
aðallega þurfi þrennt til að teng
ing takist:
1. Bæði geimförin þurfa að
vera á nákvæmlega sömu afstöðu
til mi'ðhaugs jarðar.
2. Annað geimfarið verður að
vera aðeins hærra eða lægra en
hitt.
3. Hraðamunur má ekki vera
of mikill. Þegar geimförin tvö
nálgast hvort annað úti í geimn
um má hraðamunurinn ekki
vera meiri en 10—15 sentimetr-
ar á sefcúndu.
GEIMF ARARNIR
Sovézku geimfaramir fjórir í
Soyuz-4 og Soyuz-5 eru allir
kvæntir, og allir skráðir félagar
í kommúnistaflokki Sovétríkj-
anna. Samtals eiga þeir sex
böm, og konur þeirra vinna all-
ar úti, eins og mjög algengt er
þar í landi.
Vladimir Sjatalov í Soyuz-4
er elztur geimfaranna, 41 árs að
aldri. Hann er ofursti í flug-
hernum, og hefur verið við
geimferðaþjálfun frá 1963. Var
hann varama'ður Bergovoys
geimfara, sem skotið var á loft
með Soyuz í október í fyrra.
Eiginkona hans heitir Muza
Andreevna og starfar að vís-
indarannsóknum á vegum land-
búnaðarráðuneytisins. Þau hjón
eiga tvö böm, Igor 16 ára og
Yelena 10 ára.
Stjómandi Soyuz-5 er Boris
Volynov ofursti í flughernum.
Hann er 34 ára, fæddur í Ir-
kutsk í Síberíu, og hefur verið
við geimferðaþjálfun í rúm tvö
ár. í fyrra lauk hann einnig
verkfræðiprófi frá háskóla flug-
hersins í Moskvu. Tamara, kona
hans er einnig verkfræðingur.
Þau eiga tvö böm, Andrei 10 ára
og Tatiana, þriggja ára.
Yevgeny Krunov ofursti í
flughemum er 35 ára, og hóf
geimferðaþjálfun um leið og
Sjatalov. Hann var varama'ður
Alexei Leonovs, sem skotið var
á loft í marz 1965 með geimfar-
inu Vostok-2, en Leonov varð
fyrstur allra til að fara út úr
geimfari á braut umhverfis
iörðu og fá sér „gönguferð í
geimnum". Kona Khrunovs,
Sigríour Sigtryggs-
dóttir 75 ára —
FRÚ Sigríður Sigtryggsdóttir,
Otrateig 56, Reykjavík ekkja
Péturs Hannessonar, póst og sím
stjóra á Sauðárkróki, er 75 ára
í dag. Hún er fædd á Möðru-
völlum í Eyjafirði 16. janúar
1894. Foreldar hennar voru
Sigtryggur Benediktsson frá
Hvassafelli í Eyjafirði, síðar hót
elstjóri á Akureyri og kona hans
Guðrún Guðjónsdóttir Hálf-
dánarsonar í Saurbæ í Eyja-
Ifirði. Þegar Sigríður var níu
ára gömul lézt móðir hennar og
fór hún þá í fóstur að Breiða-
bólstað í Vestur-Hópi-til móður-
bróður síns sr. Hálfdáns Guð-
jónssonar. Hún gekk í Kvenna-
skólann í Reykjavik og lauk
þaðan prófi 1913. Sigríður gift-
ist á Jónsmessu 1920 Pétri Hann
essyni frá Skíðastöðum á Neðri-
byggð, síðar sparisjóðsstjóra og
póstmeistara á Sauðárkróki.
Pétur var orðlagður gáfu- og
mannkostamaður og var um
langt Skeið í forysfcusveit Skag-
firðinga á ýmsum sviðum. Þeim
varð þriggja barna auðið, sem
öll eru á lífi, en þau eru Sig-
rún, gift Árna Þorbjörnssyni,
lögfræðingi, Hanna, gift Svav-
ari Júlíussyni, verkstjóra og
Hannes skáld, kvæntur Ingi-
björgu Hauksdóttur.
Ég hefi ekki þann kunnug-
leika á lífi og ætt Sigríðar að
ég treysti mér til að fjalla þar
nánar um, enda yrði varla nema
um þurra upptalningu að ræða
af minni hendi. Þessi fáu orð
eru ekki ævisaga hennar heldur
árnaðarósk á merkisdegi.
„Næsta hús fyrir sunnan
kirkjuna", eins og við krakkar-
nir í Norður-Króknum nefndum
það í daglegu tali, var heimili
Sigríðar og Póturs, þegar ég
man fyrst eftir mér. Ekki var
ég kunnugur þar innan dyra,
en ekki fór hjá því að ég yrði
þess var af tali fullorðna fólks-
ins að þar byggju virtir borg-
arar. Nokkur tengsl haðfi ég þó
við þetta hús og fólkið, sem þar
bjó. Ég man Ijóslega eftir gam-
alli, hvíthærðri konu, sem var
tíður gesitur í herbergi ömmu
minnar, Guðnýjar Jónasdóttur.
Það var móðir Péturs, Ingi-
björg Jónsdóttir. Það kom nokkr
-25 FÓRUST
Framhald af bls. 1}
reynt að lenda á skipinu heldur
haldið til Barbers-flotastöðvar-
innar á Oahu-eyju eins og Reu-
ter greinir frá.
Gríðarstórt ga/t sjö metrar í
þvermál var á skipinu og reyk
lagði enn upp frá flugþilfarinu
þegar „Enterprise" sigldi á hægri
ferð inn í höfnina á Pearl Har-
bour. Sérfræðingar Bandaríkja-
flota rannsaka nú úysið. Eld-
sneyti frá þotunum er stóðu á
flugþilfarinu magnaði brunann
og þilfarið varð eifct eldhaf á
augabragði. Eftir slysið voru
slasaðir áhafnarmeðQimir fluttir í
þyriu frá flugvélamóðurskipinu
til Pearl Harbour. Ekki er vitað
um líðan þeirra, en þrír voru
fluttir til San Antonio vegna
brunasára og var von á átta til
viðbótar.
Bandaríski flotinn segir að
kjarnorkuofnar og venju'legar
aflvélar skipsins hafi ekki orð-
ið fyrir tjóni.
Svetlana, er kennari, og eiga
þau hjónin niu ára son, sem
heitir Valery.
Alexei Yeliseyev er sá eini
fjórmenninganna, sem ébki er
hermaður að atvinnu. Hann er
flug-vélfræðinguT, og 34 ára að
aldri, en hefur verið við geim-
ferðaþj áfun í rúm tvö ár. Móð-
ir hans, Valentina Ivanova, er
dokfcor í efnafræði og prófessor
við háskóla í Moskvu. Kona
Alexeis er Larisa. Hún er verk-
fræðingur, og eiga þau hjón átta
ára dóttur, sem heitir Yelena.
um sinnum í minn hlut að fylgja
henni frá ömmu til heimilis Sig-
ríðar og Péturs. Ég tel alveg
víst, að ég hafi að launum þeg-
ið vænan kökubita þó ég muni
það ekki nú. Mörgum árum síð-
ar, eftir að Pétur hafði tekið
við starfi póstmieistara á Sauð-
árkróki, hófust kynni okkar
Hannesar sonar þeirra, sem
leiddu til þess að ég var nær
daglegur gestur á heimili for-
eldra hans. Þar með hófst vin-
átta, sem varað hefur fram á
þennan dag. Milli okkar Sigríð-
ar eru fjórir t ugir ára. Það
mætti ætla að slíkur aldursmun-
ur skapaði djúp, sem gerði okk-
ur óskyldum manneskjum erfitt
fyrir að umgangast og skilja
hvort annað. En svo hefur ekki
verið í samskiptum okkar Sig-
ríðar. í fari hennar er ótal margt
sem gerir hana að mjög eftir-
sóknarverðum vini. Hún er ágæt
um gáfum búin, listelsk, víðles-
in, hjartahlý og hreinskilin. Hún
hefur ríka skapsmuni, heilta og
viðkvæma lund. Sá, sem eignast
vináttu hennar, glatar henni
ekki nerna fyrir eigin tilverkn-
að. Af löngum kynnum hef ég
margoft fundið næma réttlætis-
kennd hennar. Hún má ekkert
aumt sjá án þess að reyna að
bæta þar um, en hún gerir það
á sinn hljóðláta hátt, því hún
hefur skömm á sýndarmennsku
og yfirlæti. Ókunnugir gætu ætl
að að Sigríður væri mikil alvöru
manneskja og vissulega má segja
að svo sé, en engu að síður er
hún einstaklega glaðvær í vina-
hópi og hláturmildari konu hef
ég ekki efþkkt. Gleði hennar
ler ætíð einlæg og fölskvalaus,
eins og annað í fari hennar.
Hvort sem heimili Sigríðar hef
ur staðið á Sauðárkróki eða í
Reykjavík hefur það borið vott
um marga beztu kostina í skap-
gerð hennar. Þar hefur ríkt
kyrrð, fegurð og festa. En þar
hefur einnig gestrisnin verið í
öndvegi því betri gestgjafi er
vandfundinn. Sigríður Sigtryggs
dóttir er kona fríð sýnum og
engum, sem sér hana, dylst að
þar fer höfðingskona. Hún berst
ekki á, framkoma hennar er hæg
lát og tilgerðarlaus. Hún hefur
ákveðnar skoðanir á mönnum
og málefnum, en hún setzt sjald-
an í dómarasæti og aldrei hef
ég heyrt hana leggja öðrum til
illt, því hún er gætin til orðs
og æðis svo af ber. Sigríður
fylgist vel með því, sem gerist
í þjóðlífi okkar, en þó er hugur
hennar fyrst og fremst bundinn
fjölskyldunni, sem hún hefur
skapað og mótað. Velferð henn
ar er henni fyrir öllu.
Sigríður og Pétur Hannesson
bjuggu um áratugaskeið á Sauð-
árkróki. Þau komu víða við
sögu og átti sinn mikla þátt í
að móta umhverfi sitt. Það var
gæfa Sauðárkróks að heimili
.þeirra Skyldi standa hér. Án
.þeirra væri staðurinn fátækari.
Héðan að norðan berast Sigríði
árnaðar- og heillaóskir á 75
ára afmælinu. Sjálfur þakka ég
.henni vináttu hennar. Hún hef
.ur verið mér mikill ávinningur.
•Kári Jónsson.