Morgunblaðið - 16.01.1969, Page 15

Morgunblaðið - 16.01.1969, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1969 15 ERLENT YFIRLIT -¥ Bjartsýni Araha hefur aukizt ¥ Friðartilraunum haldið áfram •¥■ ísrael gerir Líbanon tilboð -¥ Sovézkur floti á Indlandshafi -¥- Umbótaforingjum fœkkar í Prag Vopnasala til Araba bönnuð? SÚ ákvörðun de Gaulles Frakk- landsforseta að banna allar vopnasendingar tiil ísraels, mun sennilega auka ófriðarhættuna fyrir botni Miðjarðarhafs í stað þess að draga úr henni. Arabar geta sannfærzt um, að aðstaða ísraelsmanna hafi veikzt og að vígstaða þeirra sjálfra hafi batn að. Fyrst í stað verða áhrif vopna bannsins þau, að fsraölsmenn verða algerlega háðir bandarísk- um hergögnum. Bandaríkjamenn höfðu þegar fyrir Beirút-árás- ina fal'lizt á að senda ísraels- mönnum 50 Fhantom-þotur. Rúss ar geta ekki sent Aröbum her- þotur af jafnfullkominni gerð. En Plhantom-þoturnar verða ekki teknar í notkun fyrr en í lok þessa árs, og þangað til verður ísraelski flugherinn að langmestu leyti skipaður frönsk- um flugvélum, þar á meðal þyrl- um þeim, sem notaðair voru í Beirút-árásinni. — ★ — Vígstaða ísraelsmaruna gagn- vart Anabaríkjunum hefur aldrei verið eins sterk, en um leið hefur aðstaða Rússa heldur aldrei verið eins sterk í nálæg- ari Austurföndum. Aðstaða Rússa gæti veikzt, ef þeir sam- þykktu að stöðva eða takmarka verulega hinar gífurlegu vopna- sendingar sínar til Arabaríkj- anna og hætta ánnarri aðstoð- sem einkum felst í þjálfun og menntun egypzkna hermanna, en sú aðstoð er sízt áhrifaminni en vopnin sjálf. Samkomulag um takmörkun vopnasendinga er hins vegar ein þeirra leiða sem stórveldin kunna að reyna að ná samkomulagi um, þótt slík tak- mörkun hafi verið reynd áður með litlum árangri. Til að knýja fram lausn er þetta ein hugsan- legra leiða. Rússar hafa talið skipta mestu máli að ná fótfestu í ná'lægari Austurlöndum á þann hátt, að þeir geti haft áhrif á gang mála. Þeir vilja vafalaust afstýra nýrri júnístyrjöld, en ef til nýrr air styrjaldar kemur, verða þeir í miklu betri aðstöðu til að hafa áhrif á úrslitin en seinast. Póli- tísk áhrif þeirra í Arabalönd- um og hin hernaðarlegu áhrif þeirra með tilkomu hins stóra Miðjarðarhafsflota þeinra, sem hefur aðgang að mörgum ara- bískum höfnum, hafa dregið úr ibrúnni á því að Bandaríkjamenn muni standa við óskráða trygg- ingu sína um að ábyrgjast ör- yggi ísraels, þar sem hættan á beinum árekstrum milli Banda- ríkjamanna og Rússa hefur auk izt. Þetta ástand gerir að verk- um, að Bandaríkjamenn auka hergagnafiutninga til ísraels í von um, að ísraelsmenn séu fær- ir um að halda Aröbum í skerfj- um. — ★ — ísraelsmenn telja mestu máli skipta að tryggja sér hernaðar- legt öryggi, en það hefur þeim ekki tekizt þrátt fyrir sigra sína á Aröbum í þremur styrjöldum í röð. Hins vegar hafa landa- mæri fsraels aldrei verið eins örugg og nú. Ógnuninni frá jór danska hernum á vesturbakka Jórdan hefur verið eytt, og eg- ypski flugherinn hefur minni möguleika en áður til þess að gera skyndiárásir á skotmörk í ísrael. Þess vegna krefjast ísra elsmenn tryggingar fyrir öryggi sínu, áður en þeir hö’rfa frá her- teknu svæðunum. Vegna vaxandi skæruhernaðar og skemmdarverka Araba, hafa Israelsmenn talið sig tilneydda til að grípa til æ umfangs- meiri hefndaraðgerða, sem draga úr þeirri samúð, sem þeir hafa notið í heiminum, og gætu haft ófyrirsjáanlegar keðjuverkanir í för með sér eins og Beirútárás- in hefur gefið til kynna. Sam- tök arabískra skæruliða reyna bersýnilega að egna fsraelsmenn til hefndaraðgerða, sem geta aflað þeim nauðsynlegs stuðn- ings í þeim löndum, sem þeiir starfa í, og gert þeim kleift að halda áfram skæruhernaði sín- um og auka hann. En um leið er greinilegt, að þessi skæru- hernaður þjónar þeim tilgangi að koma í stað sameiginflegs hérnaðarátaks, sem enn er Ar- abaþjóðunum ofvaxið. Ef stórveldin ná samkomulagi um að binda enda á þessa ó- heil'laþróun og neyða deiluaðila að samningaborði er tafarlaus og alger stöðvun vopnasendinga eitt þeirra ráða, sem til greina koma. Óstöðvandi straumur her- gagna grefuir undan öryggi ís- raels og neyðir Arabaríkin til að taka herskáa afstöðu sem gæti leitt til styrjaldar eins og árið 1967. En erfitt er að sjá hvernig hægt er að koma slíku vopnabanni til leifJar auk þess sem vafiasamt er talið að það beri tilætllaðan árangur. Stór- veldin virðast hafa takmarkaða möguleika til að hafa áhrif á þróunina fyrir botni Miðjarðar- hafs. Stórveldin tortryggð ÞÓTT ísraelsmenn hafi lýst yf- Einvígið. ir því að þeir muni aldrei sætta sig við lausn, sem utanaðkom- andi aðiilar knýja fram, bendir þó margt til þess, að þeir gætu orðið tilleiðanlegir til að láta af þeirri rígbundnu afstöðu sinni, að einungis beinar samningavið- ræður við Araba um lausm deilu málanna komi til greina og fall- izt á að samningaviðræður fari fram með þátttöku fulltrúa fjór veldanna, ef Arabar veita sam- þykki sitt. Afstaða Araba til friðarvið- ræðna er mjög á reiki. Mikill fjöldi Araba með palestínska skæruliða í broddi fylkingar tekur þær ekki í mál. En all- mikill fjöldi Araba, einkum í Jórdaníu, felllst á að betra sé að friðarsarpningar verði knún- ir fram en að búa við stöðuga hættu á nýrri styrjöld. Þeir geta fallizt á, að stórveldin skerist í leikinn, en þrátt fyrir það hafa þeir ímugust á lausn, sem Banda- ríkjamenn og Rússar skipa þeim að fallast á. — ★ — Almenningur í Jórdaníu og flesitum Arabalöndum er jafn- tortrygginn í garð Rússa og Bandaríkjamanna. Báðir eru taldir líta á heiminn sem hags- munasvæði, er þeir skipti á milli sín. Eftir Glassborofund Kosy- gins og Johnsons skömmu eftir sex daga stríðið 1967, óttuðust Arabar að Rússar og Banda- ríkjamenn gerðu með sér sam- komulag, er bitna mundi á hags- munum Arabaríkjanna. Heim sókn Gromykos til Karó fyrir skömmu hefur aukið á þennan ótta, ekki sízt vegna þess að staðgengilll Gromykos, Semenov sem tók þátt í viðræðunum, hafði skömmu áður rætt við sendiherra ísraels í New York. Aðgerðir Rússa í Tékkóslóvak- íu hafa aukið svo tortryggni Ar- aba í gairð Rússa, að allar nýj- ar til'Iögur Rússa um framtíð heimshlutans vekja mikinn ugg. Síðan í júnístyrjöldnni hefur afstaða Araba verið sú, að þar sem vestræn ríki styðji ísraelt verði Arabar að halla sér að Rússum, þar sem þeir voru reiðu búnir að senda þeim vopn og vistir. Samt hafa Arabar aldrei verið úrkula vonar um, að vest- urveldin bjargi Aröbum frá því að grípa tiil örþrifaráða og hætti að taka einhliða afstöðu með fs- raelsmönnum eins og þeir orða það. Þótt Arabar hafi viður- kennt nauðsyn þess að fá að- stoð frá Rússum hafa margir þeirra óttazt aukin áhrif Rússa fyrir botni Miðjarðarhafs ekki síður en Vesturlandabúar, bæði hinn aukna flotastyrk Rússa á Miðjarðarhafi og áhrif þeirra í Egyptalandi. — ★ — Þar til nú fyrir skemmstu voru Arabar almennt þeirnar skoð unar, að stórveldin gætu ekki knúið fram lausn á dei'lumálun- um fyrir botni Miðjarðarhafs nema með samþykki Nassers. En upp á síðkastið hafa þeir gert sér æ betur grein fyrir hinum dvínandi áhrifum Nassers. Hið nána samstarf hans við Rússa hefur stuðlað að því að hanin hefur einangrazt meir og meir frá almenningi í Arabalöndum, sem telur hann varla lengur leið toga sinn. Hófsamir Arabar vilja að á- lyktun Öryggisráðsins frá 22. nóvember veði hrundið í fram- kvæmd. Þar var kveðið á um, að ísraeismenn hörfuðu frá her- teknu svæðunum og að endi yrði bundinn á styrjaldarástand það, er ríkt hefur milli Araba og Israelsmanna síðan 1948. Margir telja, að tillaga Frakka um að leieðtogair fjórveldanna ha'ldi með sér fund til að reyna að finna leiðiir till að hrinda á- ætluninni í framkvæmd, sé væn- legust til að bera árangur. Þeir eru sammála þeirri röksemd Frakka að þar sem fastafulltrú- ar fjórveldanna í Öryggisráð- inu stóðu í sameiningu að álykt- uniinni, sé það þeirra verk að reyna að hrinda henni í fram- kvæmd. Öfgafullir Arabar einkum Palestínumenn, sem eru 75 prs. íbúanna í Jórdaníu og öflugir og áhrifamiklir minnih'lutahópair í öðrum Arabalöndum, eru firá hverfir nýrri „ friðarsókn" og halda því fram, að hún snerti aðeins deilumál Araba og ísra- elsmanna en ekki kjarna máls- ins: málstað Palestínumanna. Þeiir hafna fyrirfram ölium á- kvörðunum og hverri þeirri lausn, sen nýjar sáttaumleitan- ir kunna að leiða til. Ef Arabar viðurkenni ísrael eins og almennt er krafizt viðurkenni þeir um 'leið, að ekkert Palestínuríki Ar- aba sé tfl. Ottast nýja Beirút-árás fsraelsmenn hafa hafið brottflutning allra íbúa bæjarins E1 Quantara við Súez-skurð, 855 að tölu. Sagt er, að ákvörðunin hafi verið tekin af „mannúðarástæðum“ og þar sem E1 Quantara er á bannsvæði. YFIRVÖLD í Líbanon hafa gert ráðstafank- til að koma í veg fyrir að Israelsmenn komi þeim aftur gersamlega á óvart með nýrri árás í líkingu við Beirút- árásina. Á hinn bóginn er stefna Israelsstjórnar sú að reyna að koma aftur á þeim tiltölulega góðu samskiptum, sem hún hefur átt við Líbanon um tuttugu ára skeið. ísraelsmenn benda Líban onsmönnum á að þessi afstaða sjáist bezt á því að þeir svöruðu ekki í sömu mynt, þegar skot- árás var gerð frá Líbanon á ís- raelskt þorp í síðustu viku. Erfiðleikarnir í sambúð ríkj- anna stafa af nærveru skæru- liða úr E1 Fatah-samtökunum í Suður-Líbanon. ísraelsmenn telja að þeir séu 500 talsins og segjast hafa fyrst komizt að raun um návist þeirra fyrir þrem- ur mánuðum, en þá segja þeir að yfirvöld í Líbanon hafi í fyrsta skipti leyft Ell Fatah að koma upp herbúðum í 'landinu. Viðræð ur fsraelsmanna og Libanons- manna um þetta mál hafa ekki borið árangur, en ísraelsmenn telja þó að Líbanonsstjórn muni banna skæruliðum að nota land- ið fyrir athafnasvæði. Þeir eru þeirrar skoðunar, að her Líban- ons sé andvígur nærveru skæru liðanna, þar sem þeir gætu vald- ið svipuðum erfiðleikum og Jór- daníuher á nú við að stríða. — ★ — Eftirtektarvert er, að engin illindi hafa verið með herjum fsraels og Líbanons, en ísna- elsmenn óttast að ef skærulið- um verði leyft að halda áfram árásum sínum á ísraelskar landa mærabyggðir muni það einnig leiða ti'l átaka við Líbanonsher. fsraelsmenn telja, að það þurfi ekki að valda Líbanonstjócn nokkrum erfiðleikum að reka EI Fatah-skæruliða úr landi og benda á að skæruliðum sé bann- að að gera árásir frá Sýrlandi, þótt stjórnin þar sé herskáasti fjandmaður fsraelynanna. Líban onssítjórn hefur hins vegar verið hófsamasta ríkisstjórnin i nálæg ari Austurlöndum, en þrátt fyr ir það segja ísraelsmenn að hún hafi ekki aðeins skotið skjólshúsi yfir E1 Faitah heldur einnig helzta keppinaut þeirra samtaka Þjóðfrelsisfylkingu Palestínu, sem hefur bækistöðvar í Beirút Hún stóð á bak við rán E1 Al- flugvélarinnar, sem flogið var til Algeirsborgar, og árásina á E1 Al-flugvélina í Aþenu, að því er ísraelsmenn halda fram. Ljóst er, að þrátt fyrir þá miklu reiði, sem gripið hefur um sig í Líbanon vegna Beirút-ár- ásarinnar og ónógra öryggisráð- tsafana, og þrátt fyrir afsögn Framliald á bls. 17

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.