Morgunblaðið - 16.01.1969, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 16.01.1969, Qupperneq 17
MOBGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1969 17 — Erlent yfirlit Framhald af bls. 15. forsætisráðherrans og stjórnar hans vegna árásorinnar, þá vetrð ur ekki gengið að öllum kröfum almennings og blaða með þeim ráðstöfunum, sem nýja stjórnin hyggst grípa til í því skyni að auka öryggi landsins. Stúdent- ar, stjórnmálaflokkar og verka- lýðsforimgjar hafa lengi krafizt þess, að íbúar þo>rpa nálægt landamærum ísraels verði vopn- aðir, að stúdentar fái þegar í stað herþjálfun og að herskýlda verði innleidd. En jafnhliða þess- um kröfum hafa einnig verið uppi háværar raddir um, að pal- estínskir skæruliðar fái ó- takmarkað athafnafrelsi í bar- á'ttu þeirra gegn fsraelsmönnum. Beirút-árásin hefur ýtt undir Ceta truflað olíuflutninga TVÖ rússmesk herskip sáust ný- lega á leið til Hodeida, hafnar- borgar í Jemen við Rauðahaf, og þar með bætist við enn ein höfn sem rússneski flotinn notar að staðáldri. Á undanförnum 12 mán uðum hafa rússnesk herskip oft haft viðkomu í írak, íran, Ind- landi, Pakistan, Ceyion, Aden, Kenya og nú seinast í Jemen. Þannig hefur flotastyrkur Rússa á Indlandshafi verið efldur. Sérfræðingar NATO, sem fylgj ast með ferðum rússneskra her- skipa, segja að 20 rússnesk her- skip hafi sézt í síðasta mánuði á sveimi millli Rauðahéifs, Ind- landshafs og suðurhluta Afríku. Sum þessara skipa geta hafa ver ið á þessum slóðum í sambandi við sovézk geimskot, en á það er lögð áherzla að kafbátar hafi verið meðal þessara skipa og þeir geti varla hafa átt að fylgj- ast með geimtilraununum. Síðan í júniístyrjöld Araba og ísraelsmanna 1967, þegar Súez- skurður var lokaður, hefur olía til Vesturlanda frá nálægari Aust urlöndum verið flutt sjóleiðina yfir Indllandshaf og vestur fyrir Góðravonarhöfða. í fyrra vor.u 4.200.000 oílutunnur fluttar á degi hverjum eftir þessari „olíu leið“. Það veldur NATO áhyggj- um, að rússneski flotinn getur truflað þessa olíuflutninga. — ★ — Að því er NATO heldur fram, er efiling flotastyrks Rússa á Indlandi ’liður í alhliða eflingu rússneska flotans á ölium heims- höfum. Efling flotastyrks Rússa á Miðjarðarhafi er aðeins einn liður í þessari alhliða eflingu. Rauði flotinn á Rauðahafi er talinn fyrst og fremst gegnapóli tísku Mutverki á sama hátt og Miðjarðarhafsfloti Rússa. Nær- vera filotans gerir Rússum kleift að hafa áhrif í Arabalöndum með vopnasendingum, efnahags- legri og tæknilegri aðstoð og stjórnmálalegum stuðningi gegn ísrael. En einnig er fylgzt náið með hinum hernaðarlegu afleiðingum, sem efling flotastyrks Riússa hef ur í för með sér. Talið er, að Rússar séu nú annað voldugasta flotaveldi heims næst á eftir Bandaríkjamönmum. Nýlega áæti aði yfirstjórn NATO, að flota- styrkur Rússa væri 29 beitiskip, 111 tundurspilllar, 400 kafbát- ar, 700 fylgdarskip og hundruð smærri skipa. Sagt er, að Rúss- ar stefni að því að kaupskipa- floti þeirra verði 27 milljónir lesta árið 1980. Unnið er að smíði stórrar tölvumiðsttöðvar í Moskvu, og þaðan á að stjórna rússneskum kaupskipum um víða veröld. Hvað verður gert við Kriegl? TVEIR framfarasinnaðir leiðtog- ar fengu ekki sæti í himnd nýju ríkisstjórn Tékkóslóvakíu, sem tók formlega við störfum í síð- ustu viku. Þeir eru Kadlec, sem ásamt prófessor Ota Sik á heið- urinn af þeim umbótum, sem gerð- ar hafa verið í efnahagsmálum Tékkóslóvakíu og Boruvka fyrr verandi landbúnaðarráðherra. Fastlega hafði verið búizt við, að þeir fengju sæti í hinni nýju ríkisstjórn. Engu að síður hafia bæði Kad lec og Boruvka í hyggju að halda áfram afskiptum af opin- berum málum, ef það reynist klleift. Líklegt er talið að Kad- lec verði kjörinn í mikilvægt em bætti í verkalýðshreyfingunni, sem nú er að verða æ mikil- vægara mótvægi gegn Rússum. Boruvka hættir afskiptum sín- um af málefnum flokksins og læt ur af störfum í ríkisstjórninni, en heldur áfram virkum afskipt- um af landbúnaðarmálum. Hann mun eftir fremsta megni styðja tilraunir framfarasinna til að bjarga því sem bjargað verður af umbótastefnuskránni. Þrjár ríkisstjórnir eru nú við völd í Tékkóslóvakíu samkvæmt hinum nýju lögum um stofinun sambandsríkis Tékka og Slovaka stjóm Stanislav Razl í tékk- neska sósíalistalýðveldinu stjórn Stefan Sadovsky í Sló- vakíu og sambandsstjórn öld- rich Cerniks. Mikla athygli hefur vakið í Prag, að Frantisek Kriégl, sem Rússar leggja greinilega mikið hatur á, hefur verið kosinn í tékkóslóvakíska læknasamband- ið. Kriegl, sem er Gyðingur, er fyrrverandi fulltrúi í forsæt- isnefnd kommúnistaflokksins, og eftir innrás Rússa fór hann á- samt Svoboda forseta, Dubcek flokksritara, Smrkovsky og öðr um leiðtogum til Moskvu. Það var vegna þess að Svoboda for- seti og aðrir meðlimir tékkósló- vakísku nefndarinnar neituðu að snúa aftur tiil Prag án Kriegls að heimkoma þeirra dróst á lang inn, og olli það miklum heila- brotum. Eftir brottför þeirra frá Moskvu var tilkynnt, að þeir væru enn ekki farnir. Það var ekki fy-rr en nokkr- um dögum síðar að það spurðist að Rússair hefðu sagt Svoboda forseta að „Kriegl yrði kynr.“ Bæði vegna þess að hann er Gyðingur og einn hugrakkasti leið togi frjálslyndra manna í Tékkó- slövakíu leggja Rússar svo mik- ið hatur á hann. Hann var einn fjögurra nefndarmanna sem greiddu atkvæði gegn samþykki tékkóslóvakísku stjórnarinnar við því að rússneskir hermenn yrðu um kyrrt í landinu. Svo- boda forseti og hinir leiðtogarn ir sögðu Rússum, að þeir færu ekki til Prag án Kriegls. Rússar urðu að láta undan eftir 40 klukkustundiir. VerkáLýðshreyfingin er nú tal in geta orðið öflugasta and- spyrnuhreyfingin gegn Rússum, en vafasamt er hvort barátta hennar ber árangur samtímis því sem andspyrna Dubceks, Smr- kovskys og féliaga þeiirra gegn Rússahollri sitefnu Gustav Hus- aks virðist vera að fjara út. - NIXON Framhald af bls. 10 var og ég vildi fá að hitta hana: og af minni há'lfu að minnsta kosti, þá var það ást við fyrstu sýn. Það sem ég hugsaði mest um þá var það að kvænast og gerast fjölskyldumaður. Við gengum í hjónaband í júní 1940, fluttum í íbúð fyrir ofan bílskúr nokkurn og héldum bæði áfram að vinna — við þurftum á pen- ingum að halda. Ég tók þátt í margs konar fé- lagsmálum á staðnum og ég lék dálíltið hjá áhugamannaleikfélag inu þar, en það var þar, sem ég hitti konuna mína í fyrsta skiptd. Ég kynntist lögfræðingunum I bænum, var meðlimur í félagi ungra verzthmarmamna og við- hélt tengslum mínum við Whitti- er Coliege — ég var reyndar beðinn um að gefa kost á mér sem rektor þar. Þá tók ég einn- ig þátt í félagsstörfum kirkjunn ar okkar og hliðarstofnunum hennar o.s.firv. Þér vitið, hvern- ig þetta er. Sumir menn dragast sjálfkrafa inn í félagsmál og þanndg var um mig. Og eins og oft á sér stað, þegar slíkt ger- ist, var fólk vant að segja: „Hvers vegna ferð þú ekki út í pólitík?“. Jafnvel fyrir stríð, þegar ég var 26—27 ára gamall, var fólk farið að spyrja mig, hvort ég kynni að hefja afskipti af stjórn málum og það var rætt um það jafnvel, að ég byði mig fram til ríkisþingsins í Kaliforníu. Árið 1940 varð ég fyrir áhrifum af Wendell Wilkie og flutti nokkr- ar ræður til stuðnings honum. En síðan skall stríðið á og skömmu síðar var ég kominn í flotann. Harris: Hvað gerðuð þér í flotanum? Sem kvekari hefði mátt búast við því, að þér hefð- uð af samvizkuástæðum verið því mótfallinn? (Þ.e. að ganga í herþjónustu). Nixon: Ég hefði getað verið það. Strangt á litið hefði ég átt að vera það. Foreldirar mínir gerðu ráð fyrir því, að ég myndi verða það. Frændi minn var það í fyrri heimstyrjöldinni. En þegar hér var komið, var ég tek inn að lesa mikið af bókum um sagnfiræði og hugsaði mikið um það, sem ég las. Og mér fannst ég gera mér grein fyrir því, hvað var í húfi í síðari heims- styrjöldinni, svo að ég ákvað að ganga í herinn. Til þess að draga úr því, að ég hafði farið í bága við vilja foreldra minna, þá fór ég til Washington og varð mér út um stöðu á vegum ríkisstjórn arinnar. Tíu mánuðum síðar fór ég í flotann og fyrr en varði var ég á leið til eyjar einnar á Suður-Kyrrahafi sem liðsforingi í þeirri deild, sem annaðist filug- flutndnga fyrir flotann. Harris: Hvað olll því að lok- um, að þér lögðuð stjórnmál fyr- ir yður? Nixon: Mér var boðið það. Og víst var það aðlaðandi boð. Árið 1945 var hópur ungra republik- ana í því kjördæmi, sem ég var búsettur í, að leitast við að koma skoðunum sínum á framfæri við þá eldri úr hópi republikana þar. Það mætti ef til vil'l segja, að það hafi verið „áhugamenn" eða „ungir menn“ á meðal repu blikana þar, sem voru að sýna „atvinnu" eða „gömlu“ republik önunum, hvað í þeim bjó, — það sama og á sér stað í öllum flokkum og við og við. Afleiðingin varð sú, að í mínu kjördæmi var stofnuð nefnd borg ara til þess að velja hæfa menn, sem síðan væri unnt að velja frambjóðanda republikana úr. í þessari nefnd voru um 100 manns og hún átti fund með og hafnaði mörgum frambjóðendum — milli 8 og 12. Ég man ekki nákvæm- lega töluna nú. Þessi nefnd komst að þeiirri niðurstöðu, að enginn úr hópi þeirra, sem verða vildu í fram- boði, var jafnheppilegur og mað ur nokkur að niafni Walter Dext er, sem þá var yfirmaður mennta mála í Kaliforníu. En Dexter vildi ekki gefa kost á sér. Hann tjáði nefndinni hins vegar, að hann téldi mann, sem verið hafði nemandi hans, er hann var rekt or í Whiittier College, geta orð- ið góðan frambjóðanda. Þessi fyrrverandi nemandi hans var ég. Því fór á þann veg að repu- blikanar hringdu í mig frá Balti- more, þar sem ég beið þess, að verða leystur úr herþjónustu og spurðu mdg, hvort ég væri til reiðu. Ég taliaði við Pat um það og hún sagði: — Hikaðu ekki. - ÁRÍÐANDI Framliald af bls. 5 þessari vöru í eitt ár o.s.frv. En enginn einn aðili getur haft ráð okkar í hendi sér. Ef einn stór aðiíli hefur aftur á móti náð þannig valdi á viðskiptunum, þá kreistir hann og pínir niður verðið. Það gera allir, sem hafa til þess einkarétt og aðstöðu. — Gærur seljum við sútaðar og eins og þær koma fyrir, með löngu hárunum, sem gera þær svo sérstæðar. Ég kaupi þær af Vinnufatagerðinni, Sláturfé- iagi Suðurlands og sútunarverk smiðjunni á Akranesi. Ég hefi selt nokkurt magn af gærum síð an 1963, en þann markað verð- ur að vinna upp hægt og bít- andi eins og ullarvörumarkað- inn. Vandræðin eru, að við get- um ekki fengið nema sáralítið magn af mórauðum gærum. Ekki er til of mikið af þeim og stór hluti fer út saltaður 'og óunn- inn. En auðviitað gefa skinn, sem sútuð eru og unnin hér, meira verð í erlendum gjaldeyri. — Hafið þið ekki eitthvað verið með vörur á öðrum mörk- uðum en bandarískum? — Jú, ég hefi samvinnu við tyrkneskan aðila, þannig að þar sem hann er kominn inn á mark- að fyrir tyrkneska vöru, selur hann líka íslenzka ullarvöru, og ég tek tyrkneskar vörur inn í mín sambönd. Þannig samvinnu höfum við í Evrópu,. Suður-Af- ríku og á fleiri fjarlægum stöð- um. En það er sameiginlegt með vörum frá Islandi og Tyrklandi, að bæði löndin verða að se'lja sínar vörur sem nokkuð dýra gæðavöru og halda þeim þar í flokki. Hvorugt landið getur keppt á sviði ódýrrar massa- framleiðslu við löndin með stóru verksmiðjurnar. — En við höfum ekki bundið okkur eingöngu við að selja ís- lenzkar ullarvörur, sagði Tomas Holton ennfremur. Okkur hefur ekki síður langað til að sýna og kynna Bandaríkjamönnum ís land og íslendinga. Þessvegna reynum við að kynna landið, þar sem við tökum þátt í sýn- ingum, segjum frá því í fyrir- llestrarsölum stórverz'lananna og í sjónvarpsþátbum og blöðum. Þetta er stórkostlegt land. Fleiri ættu að kynnast því og sjá það. Og við erum með áform í sam- bandi við ferðamál sem við von- um að geti orðið til einhvers góðs. Þó að ferðamenn gefi góð- an arð í aðra hönd, þá mega þeir ekki trufla líf og menn- ingu íslendinga, með það sjónar- mið í huga verður að skipu- leggja ferðamálin. Það sem ég hefi í huga eru smáir hópar af lúxus-sportmönnum og áhuga- fólki um náttúruna, sem mundi eyða mestum tímanum í það að njóta íslenzkrar náttúru úti á landi, fyrir utan stutta dvöl í Reykjavík. Ég er að vinna að at- hugunum í þessu sambandi, sem ég vil ekki ræða í bili. í lok samtálsins barst talið að igengisfellingunni. Og Tomas Holton sagði: — Það var slæmt að hún skyldi nauðsymTeg. En ástæðan til allra gengisfeillinga, er sú að gera vörur landsins seljanlegri erlendis. Þetta ætti því að bæta markaðinn og hjálpa útflutningsfyrirtækjunum með að koma út sínum vörum fyrir hærra verð. Hvað okkur viðkem ur, ættum við að geta eytt meiru í tilraunir og söluaukningu, þann ig að sem allra stærstur hluti verði seldur í formi fullunninn- ar vöru. Land með svo lítil nátt- úruauðæfi þarf vissulega á því að halda að flytja hvern hlut út sem fullunna vöru en ekki sem hráefni. Að lokum kvaðst Tomas Holt- on vi'lja taka það fram, að hann væri reiðubúinn til að aðstoða þá, sem áhuga hafa á að koma einhverri íálenzkri vöru á mark- að erlendis, miðla af reynslu sinni og hjálpa til við að ná í sambönd, burt séð frá hans eig in viðskiptum. - BÆKUR Framhald af bls. 11. Stúlkan úr Svartaskógi. Hún greinir frá skemmtilegum þætti þjóðlífsins, þegar þýzkar stúlk- ur réðust til starfa hér á landi. Ég var ékki lengi búinn að lesa, þegar ég uppgötvaði að eitthvað var öðru vísi við þessa sögu en aðrar af svipuðum toga spunn- ar. Og leyndardómurinn kom i Ijós og var þá reyndar enginn leyndardómur. Þráitt fyrir fjöl- mörg torskilin orð og orðasam- bönd, sem höfundur notar, er málið skýrt og einfialt án þess þó að vera nokkurn tima það, sem mætti kalla „simpilt". Ég hef aldrei kunnað að meta það í bók- um, þegar sögupersónur á borð við kotbændur og sjóara fara að taka sér í munn hátíðlegt orð- bragð og jafnvel þylja upp úr sér heilurti ræðum, svipað og klerkar á stóli. Kannski er það af því, að maður veit, að slíkt gerist ekki í raunveruleikanum og er eingöngu ritmál. En í þess- ari bók er slíkt ekki að finna. Öll samtök eru gkýr og gagn- orð og laus við óþarfa mælgi og fjálgleika. Og einfaldleikinm gerir þau að hrífandi meistara- verki, svona talar allt venju- legt alþýðufólk saman sín á milli. Þegair ég var strábur, lifði ég mig gersamlega inn í sögurnar sem ég las og tók fullan þátt í gleði og andstreymi söguhetj- cinna. Og við lestur þessar- ar bókar gerðist hið sama. Það er ekki hægt annað en láta sér þykja vænt um fólkið í Hamra- koti, brosa með því og hryggj- ast. Hún Gabriella, þýzka stúlk- an sem er ekkert nema góðvildin og hjálpsemin, þótt gamli mað- urinn kalli hana opingopu. Bóndasonurinn feimni, sem aldrei ætlar að koma sér að jafn sjálfsögðum hlut og þeim að skríða upp í rúmið á móti. Og svo gömlu hjónin á heimilinu, annað með guðsorð og bænir á vörum allan daginn og hitt, sem ákallar önnur öfl sér til full- tingis. Allt ógleymanlegar per- sónur, þótt teknar séu beint úr raunveruleikanum, og hver og einn þekki líklega nákvæma hlið stæðu þeirra úr daglegu lífi. Sagan er brátt áfram og hisp- urslaus, og feimnismálin eru ekki nein feimnismál án þess, að höfundur sé nokkurn tíma klúr. Eitt snilldarverkið enn. Og þótt margar góðar bækur hafi bætzt í bókaskápinn minn á síðasta ári, skipar Stúlkan úr Svartaskógi þar heiðurssessinn, og á trúlega eftir að gera það áfram, nema Guðmundur Frímann korni með aðra enn betri á þessu ári. - MINNING Framhald af bls. 18 var kominn aftur til starfa, áður en fullt ár var liðið frá upphafi veikindanna. Oss er efst í huga þakklæti fyrir það, að oss skyldu veitast persónuleg kynni af Vilhjálmi Grétari og að oss gafst samleið með honum um nokkurt skeið. Vér finnum Qss auðugari en áð- ur, eftdr kynni við slíka menn, menn, sem svo eru gerðir, að hjarta þeirra bærist ávallt í takt við lífið í kringum þá og rúmar meðkenningu með öllum þeim, sem einhverra hluta vegna eiga bágt, öllum þeim, sem metnir eru undirmáls af samtíð sinni. Vér fáum ekki skilið rök lífs og dauða, verðum aðeins að taka því, sem að höndum ber, hver og einn svo, sem hann hefur styrk til. Vér hljótum að lúta höfði, fullir lotningar og jafnframt undr-unar gagmvart því andans þreki, sem fjölskylduföðurnum að Garðavegi 5, Árna Magnús- syni, hefur gefizt. Verði oss litið í eigin barm, sjáum vér skjótt, hve reynsla hams er takmarka- 'lítil, borin saman við reynslu, isem oss hefur þó oftlega brostið 'afl til að mæta á þann veg, sem skyldi. Vér viljum Árna Magnússyni dýpstu . sa-múð vora, jafnframt því, sem vér stöndum í þögulli auðmýkt gagnvart styrklei-ka hans. Vér vottum Guðrúnu Árna- dótt-ur samúð vora í sjúkleika hennar og harmi. Vér vottum samúð vora litlu stúlk-unum þremur, dætrum Guðrúnar, sem svo mikið hafa misst. Vér geymum minninguna um góðan dreng, hógværan og hljóð- látan, vakandi og gjörhugulan, leitandi og spyrjandi. Ef til vill hafa hon-um nú gefizt svör við einhverjum þeirra spu-rninga, sem honum voru efst í h-uga og mest knúðu á. Tryggvi Kristvinsson. AU6LYSINGAR SÍMI SS*4*SO

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.