Morgunblaðið - 16.01.1969, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1969
19
LEIDBEININGAR VIÐ SKATTAFRAMTÖL
Á fundi með fréttamönn-
um í fyrradag, sagði ríkis-
skattstjóri, Sigurbjöm Þor-
björnsson, að við framtölin sín
þyrftu skattgreiðendur að
hafa eftirfarandi hugstætt:
í fyrsta lagi, að þeir fari nú
þegar að huga að því, hvaða
gagna eða upplýsinga þeir
muni þarfnast í sambandi við
framtal sitt og afla þeirra.
í öðru lagi, að þeir geymi
vandlega öli gögn, sem þeir
hafa stuðzt við í gerð framtals
síns, þar sem skattyfirvöldin
geta krafizt framlagningar
þessara gagna, til stuðnings
réttmætis framtals.
I þriðja iagi, að þeir sann-
prófi þær upplýsingar, sem
þeir styðjast við í gerð fram-
tals. T. d. að þeir, með sam-
anburði við launakvittanir,
sannprófi þá launaupphæð,
sem launagreiðandi telur sig
hafa greitt þeim, þvi ávallt
geta mistök hent. Framtalin
launaupphæð í framtali er á
ábyrgð framteljanda sjálfs,
en eki launagreiðanda.
1 fjórða lagi, að skil fram-
tals á réttum tíma til skatt-
yfirvalda, er á ábyrgð fram-
teljanda sjálfs, hvort hann
hefir gert framtalið sjálfur,
eða leitað aðstoðar til þess
hjá öðrum.
í fimmta lagi, að senda
óundirritað framtal jafn-
gildir því, að skattþegn hafi
eigi talið fram. Sérstök at-
hygli skal vakin á þvi, að
sameiginleg framtal hjóna ber
bæði eiginkonu og eiginmanni
að undirrita.
í sjötta lagi, og síðast en
ekki sízt, að framteljendur
vandi allan frágang framtala
sinna. Aðalstefna skattyfir-
valda er að treysta réttmæti
framtala. Hins vegar ber skatt
yfirvöldum að kynna sér rétt-
mæti þeirra, leiðrétta skekkj
ur, hvort heldur það er skatt-
þegni í hag eða óhag og gera
athugasemdir og/eða breyt-
ingar á framtölum Berist at-
hugasemd frá skattyfirvöldum,
er nauðsyn skjótra svara og
að styðja svörin gögnum, ef
krafizt er, eða álitið nauðsyn-
legt.
NOTA skal framtalseyðublaðið,
sem áritað er í skýrsluvélum,
Sbr. þó 3. mgr. Framteljanda skal
bent á að athuga, hvort þar gerð
ar áritanir, nöfn, fæðingardagar,
— mán. og ár, svo ag heimilis-
fang, eru réttar, miðað við 1. des.
s. l. Ef svo er ekki, skal leiðrétta
það á framtalinu. Einnig skal
bæta við uipplýsingum um breyt
ingar á fjölskyldu í desember,
t. d. giftur (gift), hverri (hverj-
um), hvaða dag, nafn barns og
fæðingardagur eða óskírður son
ur ellegar óskírð dóttur, fædd
hvaða dag.
Ef áritanir gerðar í skýrslu-
vélum eru ekki réttar, miðað við
L des., þá skal framteljanda
bent á að senda einnig leiðrétt-
ingu til Hagstofu fslands (þjóð-
skrá) Reykjavik.
Ef eyðublað áritað í skýrslu-
vélum er ekki fyrir (hendi, þá
skal fyrst útfylla þær eyður
framtalsins, sem ætlaðar eru fyr-
ir nafn og nafnnúmer framtelj-
anda, fæðingardag hans, — mán.
og — ár, svo og heimilisfang
hans I. des. s.l. Einnig nafn eig-
in'konu, fæðingardag hennar, —
mán. og — ár, svo og nöfn, fæð-
ingardag, — mán. og fæðingar-
ár barna, sem fædd eru árið
1953 eða síðar, til heimilis hjá
framteljanda 31. desember.
Fengið meðlag, svo og barna-
lífeyrir frá almannatryggingum,
sem greiddur er, ef faðir er lát-
inn, skal færa í þar til ætlaða
eyðu neðan við nöfn barnanna.
Barnalífeyrir frá öðrum (úr ýms
um lífeyrissjóðum), svo og barna
lífeyrir, sem almannatryggingar
greiða, vegna elli- eða örorku
foreldra (framfæranda) skal
hins vagar telja undir tekjulið
13 „Aðrar tekjur".
Upplýsingar viðkomandi greidd
um meðlögum skal færa í þar til
ætlaðan reit á fyrstu síðu fram-
talsins.
I. EIGNIR 31. DES. 1968.
1. Hrein eign samkvæmt með-
fylgjandi efnahagsreikningi.
í flestum tilfellum er hér um
atvinnurekendur að ræða. Þessi
liður er því aðeins útfylltur, að
efnahagsreikningur fylgi fram-
tali.
2. Bústofn skv. landbúnaðar-
skýrslu og eignir skv. sjávar-
útvegsskýrslu.
Þessi liður er því aðeins út-
fyiltur, að landbúnaðar- eða sjáv
arútvegsskýrsla fylgi framtali.
3. Fasteignir
í lesmálsdálk skal færa nafn
og núrner fasteignar eða fast-
eigna og fasteignamat skv. gild-
andi faeteignamati í kr. dálk.
Ef framteljandi á aðeins Ibúð
eða hluta af fasteign, skal til-
greina, hve eignarhluti hans er
mikill, t.d. % eða 20%. Lóð eða
land er fasteign. Eignarlóð eða
— land færist á sama hátt og
önnur fasteign, en fasteignamat
leigulóðar ber að færa í les-
málsdálk: Ll. kr.........
Margföldun fasteignamatsins
með 9 eða 4%, eftir því sem við
á, verður gerð af skattstjórum.
Hafi framteljandi keypt eða
selt fasteign á árinu, ber að út-
fylla D-lið á bls. 4, eins og þar
segir til um.
Ef framteljandi á hús eða íbúð
í smíðum, ber að útfylla húsbygg
ingarskýrslu og færa nafn og
númer húss undir eignalið 3 og
kostnaðarverð í kr. dálk, hafi
húsið ekki verið tekið í faisteigna
mat. Sama gildir um bílskúra,
sumarbústaði, svo og hverjar aðr
ar bygigingar.
Bezt er að ganga um leið frá
öðrum þeim liðum framtalsins,
sem fasteign varða, en þeir eru:
Húsaleigutekjur. Tekjuliður 3,
bls. 2.
í a-lið skal færa til tekna einka
afnot af húsi eða íbúð. Sé hús-
eignin öll til eigin nota, skal eig-
in húsaleiga til tekna reiknast
11% af fasteignamati húss og
lóðar, eins þó um leigulóð sé að
ræða. Ef húseign er útleigð að
hluta, skal reikna eigin leigu kr.
2.064.00 á ári, þ.e. kr. 172.00 á
mánuði, fyrir hvert herbergi.
Sama gildir um eldhús.
Víkja má þó frá herbergja-
gjaldi, ef húseign er mjög göm-
ul og ófullkomin eða herbergi
smá eða húsaleiga í viðkomandi
byggðalagi sannanlega lægri.
Ennfremur má víkja frá fullu
fasteignamati lóðar, þar sem mat
lóðar er óeðlilega hátt miðað við
mat hússins. Ef þessar heimildir
um frávik óskast notaðar, skulu
skýringar gefnar t.d. í G-lið fram
tals eða á fylgiskjali með því.
í ófullgerðum og ómetnum
íbúðum, sem teknar hafa verið í
notkun, skal eigin leiga reiknuð
1% á ári af kostnaðarverði í árs
lok eða hlutfallslega lægri eftir
því, hvenær húsið var tekið í not
kun á árinu.
í b-lið skal færa reiknaða leigu
fyrir eigin atvinnurekstur og í c-
lið skal færa húsaleiigutekjur fyr-
ir útleigu. Tilgreina skal stærð
húsnæðisins í fermetrum og her-
bergjafjölda.
Kostnaður við húseignir. Frá-
dráttarliður 1, bls. 2.
a. Fasteignagjöld: Hér skal
færa fasteignaskatt, brunabóta-
gjald, vatnsskatt o.fl., og færa í
dálk samanlögð þau gjöld, sem
einu nafni eru nefnd fasteigna-
gjöld.
b. Fyrning: Fyrning reiknast
aðeins af fasteignamati hússins
eða húshlutans sjálfs samkv.
þeim hundraðshluta, sem um get
ur í framtali. Af lóð eða landi
reiknast ekki fyrning.
c. Viðhald: Tilgreina skal
hvaða viðhald hefur verið fram-
kvæmt á árinu. í liðinn „Vinna
skv. launamiðum" skal færa
greidd laun, svo og grei-ðslur til
verktaka og verkstæða fyrir efni
og vinnu skv. launamiðum. í
liðinn „E’fni“ færist aðkeypt
efni til viðhalds annað en það,
sem innifalið er í greiðslum skv.
launamiðum.
Vinna húseiganda við viðhald
fasteignar færist ekki á viðhalds-
kostnað, nema hún sé þá jafn-
framt færð til tekna.
4. Vélar, verkfæri og áhöld.
Hér skal færa land'búnaðar-
vélar o.g tæki, þegar frá eru
dregnar fyrnin.gar skv. landbún-
aðarskýrslu, svo og ýmisar vélar,
verkfæri og áhöld annarra aðila.
Slíkar eignir keyptar á árinu, að
viðbættri fyrri eign, en að frá-
dreginni fyrningu, ber að færa
hér.
Um hámarksfyrningu sjá 28.
gr. reglugerðar nr. 245/1963, sbr.
reglugerð nr. 79/1966. EÞað athug-
ist, að þar greindir fyrningar-
hundraðshlutar miðast við kaup-
eða kostnaðarverð að frádregnu
10% niðurlagsverði.
Sé fyrningin reiknuð að kaup-
eða kostnaðarverði, án þess að
niðurlagsverðið sé dregið frá,
skal reikna með þeim mun lægri
hámarksfyrningu. Sé fyrningin
t.d. 20% skv. 28. gr. reglugerðar-
innar, þá er hámarksfyrning 18%
af kaupverði, ef 16% skv. 28. gr.
reglugerðar, þá 13%% af kaup-
verði o.s.frv. Halda má áfram að
afskrifa þar til eftir standa 10%
af kaupverðinu. Eftirstöðvarnar
skal afskrifa árið, sem eigriin
verður ónothæf, þó að frádregnu
því, sem fyrir hana kynni að fást.
Ef um er að ræða vélar, verk-
færi og áhöld, sem notuð eru til
tekjuöflunar, þá skal færa fyrn-
inguna bæði til lækkunar á eign
undir eignarlið 4 og til frádrátt-
ar tekjum undix frádráttarlið 15.
Sé eignin ekki notuð til tekju-
öflunar, þá færist fyrningin að-
eins til lækkunar á eign.
Hafi framteljandi keypt eða
selt vélar, verkfæri og áhöld á ár
inu, ber að útfylla D-lið á bls. 4,
eins og þar segir til um.
5. Bifreið.
Hér skal útfylla eins og eyðu-
blaðið segir til um, og færa kaup
verð í kr. dálk. Heimilt er þó að
lækka einkabifreið um 13% af
kaupverði fyrir ársnotkun. Leigu
og vörubifreiðir má fyrna um
18% af kaupverði og jeppabif-
reiðir um 13 %%.
Fyrning kemur aðeins til lækk
unar á eignarlið, en dregst ekki
frá tekjum nema bifreiðin sé not-
uð til tekjuöflunar. Fyming til
gjalda skal færð á rekstrarreikn-
ing bifreiðarinnar. Sjá nánar um
fyrningar í tölulið 4, hér á und-
an.
Hafi framteljandi keypt eða
selt bifreið, ber að útfylla D-lið
á bls. 4 eins og þar segir til um.
6. Peningar.
Hér á aðeins að færa peninga-
eign um áramót, en ekki aðrar
eignir, svo sem víxla og verð-
bréf.
7. Inneignir.
í A-lið framtals, bls. 3, þarf að
sundurliða, eins og þar segir til
um, inneignir í bönkum, spari-
sjóðum og innlánsdeildum, svo
og verðbréf, sem skattfrjáls eru
á sama hátt skv. sérstökum lög-
um. Síðan skal færa samtalstöl-
ur skattskyldra inneigna á eign-
arlið 7.
Undanþegnar framtalsskyldu
og eignarskatti eru ofannefndar
innstæður og verðbréf, að því
leyti sem þær eru umfram skuld-
ir. Til skulda í þessu sambandi
teljast þó ekki fasteignaveðlán,
tekin til 10 ára eða lengri tíma
og sannanlega notuð til þess ,.ð
afla fasteignanna eða endurbæta
þær. Hámark slíkra veðskulda er
kr. 200.000.—. Það sem umfram
er, telst með öðrum skuldum og
skerðist skattfrelsi sparifjár og
verðbréfa, sem þvi nemur.
Ákvæði um fasteignaverðskuldir
nær ekki til félaga, sjóða eða
stofnana.
Víxlar eða verðbréf, þótt
geymt sé í bönkum eða eru þar
til innheimtu, teljast ekki hér,
heldur undir tölulið 9.
8. Hlutabréf.
Rita skal nafn félags i lesmáls-
dálk og nafnverð bréfa í kr. dálk,
ef hlutafé er óskert, en annars
með hlutfallslegri upphæð, mið-
að við upphaflegt hlutafé.
Hafi framteljandi keypt eða
selt hlutabréf á árinu, ber að út-
fylla D-lið á bls. 4 eins og þar
segir til um.
9. Verðbréf, útlán, stofnsjóðsinn-
stæður o.fl.
Útfylla skal B-lið bls. 3 eins
og eyðublaðið segir til um og
færa samtalstölu á eignarlið 9.
Hafi framteljandi keypt eða
selt verðbréf á árinu, ber að út-
.fylla D-lið á bls. 4 eins og þar
segir til um.
10. Eignir bama.
Útfylla skal E-lið bls. 4 eins
og eyðublaðið segir til um og
færa samtalstöluna, að frádregn-
um skattfrjálsum innstæðum og
verðbréfum (sbr. tölulið 7), á
eignarlið 10. Ef framteljandi ósk
ar þess, að eignir barns séu ekki
taldar með sínum eignum, skal
ekki færa eignir barnsins í eign
arlið 10, og ,geta þess sérstaklega
í G-lið bls. 4, að það sé ósk fram-
teljanda, að barnið verði sjálf-
stæður skattgreiðandL
11. Aðrar eignir.
Hér skal færa ýmsar eignir
(aðrar en fatnað, bækur, hús-
gögn og aðra persónulega muni),
svo sem vöru- og efnisbirgðir,
þegar ekki fylgir efnahagsreikn-
ingur, hesta og annan búpening,
sem ekki er talinn á landbúnaðar
skýrslu, báta, svo og hverja aðra
skattskylda eign, sem ótalin er
áður.
n. SKULDIR ALLS.
Útfylla skal C-lið á bls. 3 eins
og eyðublaðið segir til um og
færa samtalstölu á þennan lið.
in. TEKJUR ÁRIÐ 1968.
1. Hreinar tekjur samk. með-
fylgjandi rekstrarreikningi.
Liður þessi er því aðeins út-
fylltur, að rekstrarreikningur
fylgi framtalL
2. Tekjur samkv. landbúnaðar-
eða sjávarútvegsskýrslu.
Liður þessi er því aðeins út-
fylltur, að landbúnaðar- eða sjáv
arútvagsskýrsla fylgi framtali.
3. Húsaleigutekjur.
Um útfyllingu þessa liðar sjá
„Húsaleigutekjur“ í leiðbeining-
um um útfyllingu eignarliðar 3.
Fasteignir.
4. Vaxtatekjur.
Hér skal færa skattskyldar
vaxtatekjur samkv. A- og B-lið
bls. 3. Það athugist, að undan-
þegnir framtalsskyldu og tekju-
skatti eru allir vextir af eignar-
skattsfrjálsum innstæðum og
verðbréfum, Sbr. tölulið 7, I. um
eignir.
5. Arður af hlutabréfum.
Hér skal færa arð, sem fram-
teljandi fékk úthlutaðan á árinu
af hlutabréfum sínum.
6. Laun greidd í peningum.
í lesmálsdálk skal rita nöfn
launagreiðenda og launaupphæð
í kr. dálk.
Ef vinnutímabil framteljanda
er aðeins hluti úr ári eða árslaun
óeðlilega lág, skal hann gefa skýr
ingar í G-lið, bls. 4, ef ástæður
koma ekki fram á annan hátt í
framtali, t.d. vegna náms, aldurs,
veikinda o.fl.
7. Laun greidd í hlunnindum.
a. Fæði: Rita skal dagafjölda,
sem framteljandi (og fjölskylda
hans) hafði frítt fæði í mötu-
neyti, matstofu eða á heimili
vinnuveitanda síns og reiknast
það til tekna kr. 73,— á dag fyrir
karlmann, kr. 58,— fyrir kven-
mann og kr. 58,— fyrir börn
yngri en 16 ára, margfalda síðan
dagafjöldann með 73 eða 58, eft-
ir því sem við á, óg færa útkomu
í kr. dálk.
Frítt fæði sjómanna er undan-
þegið skatti og færist því ekki
hér.
Séu fæðishlunnindi látin end-
urgjaldslaust í té á annan hátt,
skulu þau teljast til tekna á
kostnaðarverði.
b. Húsnæði: Hafi framteljandi
(og fjölskylda hans) haft afnot
af húsnæði hjá vinnuveitanda
sínum endurgjaldslaust, skal rita
hér fjölda herbergja og mánaða.
Afnot húsnæðis í eigu vinnuveit-
anda reiknast til tekna kr. 165.—
á mánuði fyrir hvert herbergi í
kaupstöðum og kauptúnum, en
kr. 182,— á mánuði í sveitum.
Margfalda skal herbergjafjölda,
þar með talið eldhús, með 165
eða 18'2 eftir því sem við á og þá
upphæð síðan með mánaðafjölda
og færa útkomu í kr. dálk.
Sama skal gilda um húsnæði,
sem ekki er í eigu vinnuveitanda,
en hann lætur framteljanda í té
án endurgjalds, ef upplýsingar
liggja ekki fyrir um verðmæti
hlunnindanna. Sé vitað um kostn
aðarverð hlunnindanna skulu
þau teljast til tekna á því verði.
c. Fatnaður eða önnur hlunn-
indi: Til tekna skal færa fatnað,
sem vinnuveitandi lætur fram-
teljanda í té án endurgjalds, og
ekki er reiknað til tekna í öðr-
um launum. Tilgreina skal hver
fatnaður er og útfæra í kr. dálk,
sem hér segir: Einkennisföt kr.
2.900,—. Einkennisfrakki kr.
2.200,—. Annar einkennisfatnað-
ur, sem ekki telst einkennisfatn-
aður, skal talinn til tekna á kostn
aðarverði. Sé greidd ákveðin
fjárhæð í stað fatnaðar, ber að
telja þá upphæð til tekna.
Önnur hlunnindi, sem látin eru
1 té fyrir vinnu, ber að meta til
peningaverðs eftir gangverði á
hverjum stað og tíma og reikna
til tekna.
Fæði, húsnæði og annað fram-
færi framteljanda, sem býr í
foreldrahúsum, telst ekki til
tekna og færist því ekki á þenn-
an lið, nema foreldri sé atvinnu-
rekandi og telji sér nefnda liði
til gjalda.
8. Elli- og örorkulífeyrir.
'Hér skal telja elli- og örorku-
lífeyri úr almannatryggingum,
þar með örorkustyrk og ekkjulíf-
eyri.
Upphæðir geta verið mismun-
andi af ýmsum ástæðum. T.d.
greiðist ellilífeyrir í fyrsta lagi
fyrir næsta mánuð eftir að líf-
eyrisþegi varð fullra 67 ára, Heim
ilt er að fresta töku ellilífeyris
og fá þá þeir, sem það gera,
hækkandi lífeyri, eftir því seni
lengur er frestað að taka lífeyr-
inn.
Almennur ellilífeyrir allt árið
1968 var sem hér segir:
Fyrst tekinn
frá 67 ára aldri
_ 68 — —
— 69 — —
— 70 — —
— 71 — —
Einstaklingar
kr. 36.880,—
— 40.036,—
— 44.646,—
— 49.256,—
— 55.322,—
Fr&mhald k bls. 2*