Morgunblaðið - 16.01.1969, Side 28

Morgunblaðið - 16.01.1969, Side 28
 AUGLYSINGAR SÍMI SS*4*8Q FIMMTUDAGUR 16. JANUAR 1969 RITSTJÓRIM • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA SÍMI IQ.IOQ Stofnun lagtrésverk- smiðju undirbúin - Á ÓLAFSFIRÐI í lengdina á sérstakan hátt með límingu. Lagtrén eru oftast brunavarin með sérstöku lakki, sem þolir allt að 800 stiga hita. Mbl. hafði samband í gær við Ásgrím Hartmannsson bæjar- stjóra í Ólafsfirði og innti hann frétta af þessu máli. Ásgrímur sagði að hugmyndin væri komin frá Edgar Guðmunds syni verkfræðingi, en hann mun hafa stundað sérnám í gerð á lagtré í Þrándheimi. Edgar hefur samið gtofn- og rekstraráætlanir, og kynnt sér markaðsmöguleika fyrir slíka verksmiðju. Samkvæmt þeim athugunum virðist rekstur á lagtrésverk- smiðju í Ólafsfirði geta' orðið mjög hagstæðuT. Hafa nú nokkr- FramUald á bls. 2 Stdrslysalaust stórviöri um allt land — Miklar tafir hjá SVR í gœrmorgun vegna kulda — hœtt er v/ð oð hafísinn nálgist landið í norðanáttinni — — stórhríð um allt Norðurland, og ofsa- rok sunnanlands Trillur í stórsjó í Reykjavíkurhöfn. A.m.k. ein trilla sökk. AÐ undanförnu hafa farið fram viðtaekar athuganir á hugsan- 'legri stofnun lagtrésverksmiðju á ólafsfirði, en þeim athugunum hefur Edgar Guðmundsson verk- fræðingur, Ólafsfjarðar og Dal- víkur, stjórnað. Verksmiðja eins •og um ræðir í tillögu Edgars hefur afkastamöguleika á efni fyrir u.þ.b. 70 milljónir á ári og starfsmannafjöldi við verksmiðj- tina þarf að vera 20—G0 menn, eftir því hvort unnið er á einni eða þremur vöktum. Lagtré eru timburbitar, sem gerðir eru úr gæðatimbri á þann hátt að það er límt í lögum í hæðina og hvert lag er svo skeytt nœsta sólarhring VEÐURSTOFAN gerir ráð fyrir óbreyttu veðri næsta sólarhring, en á morgun er gert ráð fyrir að hlýni um austanvert landið. A Vest- fjörðum er gert ráð fyrir áframhaldandi frosti um 10 stigum og éljagangi um Norð- urland. Við sunnanverðan Faxaflóa og á Suðurströnd- inni verður léttskýjað og kannski smáél í Reykjavík. Frostið verður svipað, en bú- izt er þó við að það lægi lít- illega. Stórviðri geisaði á íslandi í gær. Fyrir norðan var moldbyl ■ur og náði úrkoman allt suður .til Reykjavíkur um nónhil í gær. •Mbl. hafði tal af ýmsum frétta- ■riturum sínum umhverfis land og munu hvergi hafa orðið skemmdir vegna veðursins. í JReykjavík urðu tilfinnanlegastar •truflanir á ferðum strætisvagn- anna og þar sem rafmagn er leitt í loftlínum varð víða samsláttur og urðu hverfi rafmagnslaus, m. ■a. Seltjarnarnes og hlutar Hafn arfjarðar. Nokkuð var um það að jámplötur fykju af húsum, en engin slys hlutust af. • VEÐRIÐ • Samkvæmt upplýsingum Veð- •urstofunnar v-ar norðanátt um •allt land og um tíma náði veðr- •ið mestri hæð í Reykjavík 10 •vindstig. Sömuleiðis voru 10 •vindstig í Æðey ísafjarðardjúpi, •en þar var þó skyggni sýnu •verra — moldbylur, svo sem einn •ig á Norðurlandi. í útsveitum •var skyggni víða ekki nema eitt •til tvö hundruð metrar. 11 vindstig voru í Vestmanna- eyjum í gærmorgun og 16 stiga gaddur. Framtaalð á tals. 3 Úlöf Pálsdóttir sýnir með „Lille gruppe" VERKFALL VÉLSTJÚRA ÞEGAR Mbl. fór í prentun í nótt stóðu yfir fundir sjómanna og útvegsmanna með sáttasemjara í Alþingishúsinu. Verkfall vélstjóra kom til framkvæmda á miðnætti í nótt, en samninganefnd vélstjóra var meðal þeirra sem þinguðu í nótt í Alþingishúsinu. Talið var að fundir stæðu fram á nótt a.m.k. og jafnvel talið að mál myndu eitthvað skýrast. — Verkfall vélstjóra nær til vélstjóra I Mótorvélstjórafélagi Islands og Vélstjórafélagi fslands. Undan- skyldir eru vélstjórar á Vest- fjörðum, Vestmannaeyjum og á Suðurnesjum, en á síðastgreinda staðnum mun þó koma til verk- falla vélstjóra, hafi samningar ekki tekizt fyrir föstudag. Verkfallið nær aðeins til vél- stjóra er starfa á bátaflotanum, eða til um 300 af um 1300 með- lima fyrrgreindra félaga. Á föstudaginn mun síðan hefj ast verkfall hjá skipstjórnar- og stýrimanafélögunum Vísi í Keflavík, Kára i Hafnarfirði og Öldunni, sem er landsfélag. Þá hafa ennfremur 14 félög boðað til verkfalls 20. janúar, hafi samningar ekki tekizt. Eru þau félög öll innan Sjómanna- sambands fslands og eru eftir- talin: Sjómannafélag Reykjavík ur, Sjómannafélag Hafnarfjarð- ar, Matsveinafélag SSÍ, Verka- lýðs- og sjómannafélag Kefla- víkur, Verkalýðs- og sjómanna- félag Grindavíkur, Verkamanna og sjómannafélag Sandgerði, Sjó mannafélagið Jötunn í Vest- mannaeyjum, Vélstjórafélag Vest mannaeyja, SjómannaféiagAkra ness, Verkalýðsfélagið Aftureld ing á Hellissandi, Verkalýðsfé- lagið Stjarnan Grundarfirði, Verkalýðsfélag Stykkishólms og Sjómannafélag Akureyrar. f ráði mun vera að veita nokkrum minni bátum undan- þágu til róðra, og munu þeir eingöngu afla neyzlufisks fyrir borgina og bæjarfélög. í KAUPMANNAHÖFN HINN 25. janúar nk. verður opn- uð í Kaupmannahöfn listsýning á vegum listamannafélagsins „Lille gruppe". Listakonurnar Gudrun Henningsen íistmálari, Gudrun Poulsen listmálari og Lisa Engqwist, sem vinnur að keramik, stofnuðu þessj samtök fyrir 10 árum. En fljótlega bætt- ist skáldkonan E1 Forman í hóp- inn. Hefur hún birt ljóð um íistakonurnar í sýningarskrá þeirra æ síðan. Nú hefur Ólöfu Pálsdóttur myndhöggvara verið boðið að gerast meðlimur í félaginu og taka í fyrsta skiptj þátt í sýn- ingu „Lille gruppe“, sem haldin verður samkvæmt venju á „Den frie“ og hefst 25. janúar, eins og fyrr segir. Munu verða 10 listaverk eftir hana á sýning- unni. Ólöf Pálsdóttir HUNDAR LÖGÐUST ÚT OG DRÁPU FÉ bitu sauðfé og hröktu í sjó fram við Snœfellsnes ÞAÐ bar til á Skógarströnd á Snæfellsnesi sl. laugardag að tveir hundar struku fram í eyjar, sem tilheyra bænum Hálsi á Skógarströnd, og lögð ust hundarnir þar út. Eyjarn- ar sem tilheyra bænum heita Hálsey og Snæfoksey, en þær eru um 100—200 metra undan 'landi. Vegna óveðurs og eins vegna þess að íshröngl var og ísinn á milli lands og eyja 'ekki nógu þéttur var ekki hægt að komast fram í eyjar þessar fyrr en í fyrradag. Þá itókst að komast út á ísnum og var aðkoman þá þannig að af 21 gemling, sem þar voru í vetrarbeit, votu 7 horfnir og tveir voru bitnir til dauða. Þrír voru aðeins særðir af 'bitum og ul'lin nokkuð tætt af þeim. Er talið líklegt að hund arnir hafi hrakið gemlingana 17 fyrir björg í sjó fram. Gemlingarnir voru í eyj- unni Hálsey, sem er nær landi, en Snæfoksey. Þegar menn komu út í Hálsey voru Framhald á bls. 27 Þetta er í sjötta sinn, sem „Lille gruppe“ hefur listsýningar. Félagið sýnir annað hvert ár. Eru þátttakendur allir mjög kunnir listamenn. í fréttatilkynningu, sem blað- inu barst frá félaginu í gær seg- ir m. a. að það bjóði Ólöfu Páls- dóttur gérstaklega velkomna i samtökin. Hún hafi síðan hún sýndi verk sín í fyrsta skipti á Gharlottenborg tekið þátt í sýn- ingum á Norðurlöndum og víða annars s,taðar i Evrópu, auk þess sem hún hafi stundað nám í Egyptalandi, ítalíu og fleiri löndum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.