Morgunblaðið - 18.01.1969, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.01.1969, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1969 Einstaklinga vill fdlk lofa eða níða við höfunda bókanna Menn í öndvegi Rætt Gissur var óheppinn með eftirmæli ÁRIÐ 1966 hóf fsafoldar- prentsmiðja útgáfu nýs bóka flokks, sem ber heitið Menn í öndvegi. í kynningu á bókaflokki þessum sagði, að ætlunin væri að gefa út ævi- sögur nokkurra íslenzkra manna, sem borið hefur hátt í lífi þjóðarinnar og skapað henni örlög. Höfundar yrðu valdir úr hópi fræðimanna, en leitazt við að gera bæk- urnar þannig úr garði að þær yrðu aðgengilegar hin- urn almenna lesara. Ritstjóri bókaflokksins Menn í önd- vegi er Egill Jónasson Star- dal cand. mag. en eftirtald- ar fjórar bækur hafa komið út: Gissur jarl eftir Ólaf Hansson, prófessor, Skúli fógeti eftir Lýð Björnsson cand. mag-, Jón Loftsson eftir EgiII J. Stardal cand. mag, og Jón Arason eftir Þórhall Guttormsson cand. mag. Fleiri bækur um önd- vegismenn eru boðaðar á næstunni. Blaðamaður Mbl. átti stutt viðtöl við höfunda þessara fjög urra 'bóka fyrir skemmstu og spurði þá lítillega um viðfangs- efnin, vinnubrögðin og ýmis- legt fleira í því sambandi. Fyrst hittum við að máli Ólaf Hansson, prófessor, og rædd- um við hann um bók hans um Gissur jarl. Fyrsti kafli þeirr- ar bókar heitir: fslenzkt þjóð- félag á þrettándu öld og hon- um lýkur þannig: „Gissur Þorvaldseon fæddist í þennan heim, inn í þetta póli- tíska og siðferðilega upplausn- arástand á íslandi þrettándu aldar, og hann var auðvitað barn sinnar aldar. Margir þeir lestir, sem hann hefur hlotið ámæli fyrir, eru almennt ein- kennandi fyrir aldarfarið. En Ólafur Hansson mannfólkinu er nú einu sinni þannig farið, að það vill hafa einstaklinga til að lofa eða níða, og því hættir til að sleppa öll- um blæbrigðum, sjá allt 1 svörtu og hvítu. — Ekki þarf annað en líta á Stjórnmál nú- tímans til að sannfærast um þetta. — Gissur Þorvaldsson hefur orðið fyrir því óláni, að almenningsálitið hefur dregið alla lesti Sturlungaaldar sam- an í honum eins og í brenni- depli. — Og þetta hefur gert mynd þjóðarinnar af honum óhæfilega dökka". — Þér finnst Gissur hafa fengið of neikvæðan dóm í sög- unni? — Já, Gissur var ákaflega óheppinn með eftirmæli og hafa fáir menn verið jafn ðheppnir. Allt hans líf er séð með óvinaraugum. Það væri skrýtin útkoma ef Sjálfstæðis- menn hefðu skrifað ævisögu Jónasar Jónssonar um 1930 og ekkert annað væri til um hann. Aðalheimldarmaður um ævi Gissurar er Sturla Þórðar- son, sem hataði Gislur. Skamm vinnar tengdir þeirra virðast ekki hafa breytt neinu þar um. Sturla er stórmerkur sagnarit- ari og oftast hófsamur og hlut- laus. En þegar Gissur á í hlut, gera þessir eiginleikar hann varasaman. Oftast reynir hann að halda hatrinu til Gissurar í skefjum, en stundum gýs það upp, svo sem í frásögn af að- förum Gissurar við Sturlu Sig- hvatsson á Örlygsstöðum. — >ú telur þá, að saga Giss- urar hefði getað orðið með öðr- um svip? — Já, vissulega. Hefði Hauk- dælingur ritað ævisögur Giss- urar má telja vafalítið, að hon- um hefði verið lýst sem ágæt- asta höfðingja og göfugmenni, sennilega eitthvað svipað því sem þeim er lýst forfeðrum hans, ísleifi og Gissuri Skál- holtisbiskupum. Draumar Jó- reiðar í Miðjumdal gefa dálít- inn forsmekk af því, hvernig sú saga hefði orðið. En hún var aldrei rituð, og mynd Sturlu af Gissuri var sú, sem lifði. — Hvað annað hefur mótað þessa mynd? — Á 19. og 20. öld var litið á Gissur sem dæmigerðan land ráðamann, enda þótt þjóðernis- etefna þessara alda væri ekki til um hans daga. Nú var Giss- ur ekki manna óðfúsastur að koma landinu undir konung. Það var efnahagsástandið, sem mestu réði. íslendingar voru svo háðir öðrum. Þá hafa menn aldrei getað fyrirgefið Gissuri víg Snorra. En hann var ekki að drepa sagnasnill- inginn, hann var að drepa stjórnmálamanninn, eins og Sig urður Nordal hefur sagt. Skáld in íslenzku hafa líka farið illa með Gissur, Matthías Jochums- son, í drápu sinni um víg Snorra, Hannes Hafstein í nið- urlagserindi kvæðisins Þegar hnígur húm að Þorra, og Ind- riði Einarsson í Gissur ríður góð um fáki. Öll hafa þessi kvæði verið lifandi á vörum fólks og átt sinn þátt í að móta dökka mynd af Gissuri. — >ú víkur að því í bókar- lok, að skoðanir á Gissuri muni ekki á einn veg í öllum héruð- um landsins. — Ég ferðaðist mikið fótgang andi um mörg héruð landsins fyrir u.þ.b. aldarfjórðungi. Virt ist mér sveitafólk vel heima í Sturlungu, en andinn í garð að- alpersóna var misjafn eftir sveitum. Var áberandi, hve flestir Árnesingar vildu bera blak af Gissuri og töldu hann ómaklega leikinn af almenn- ingsálitinu. Sumir voru svo ákafir í málflutningi sínum, að mér varð hugsað til drauma Jóreiðar í Miðjumdal. Var sem andi Haukdæla fornu svifi þarna yfir vötnum. Austan Þjórsár var andinn í garð GiSs- urar allur annar. Á Norðurlandi er áþekkur munur, því að Skag firðingar tala yfirleitt betur um Gissur en Eyfirðingar. Það væri freistandi að halda, að þessu valdi arfsagnir, sem lifað hafi um aldir í héruðum. Sá ýmsar dýrustu hugsjónir rætast Lýður Björnsson cand. mag. ritar bókina um Skúla fógeta og segir á þessa leið í lok inn- gangsorða: „Saga 18. aldar geymir marg- an ritríkan persónuleika. Óvenjumikið er um stórbrotna menn, sem halda Vilja hlut sín- um fyrir hverjum sem er. Stór- deilur höfðingja verða því dag legt brauð, en þær bera hæst á öndverðri of ofanverðri öld- inni. Þetta er eðlilegt, ef haft er í huga, að í hretviðrum 18. aldar átti sú manngerð bezt uppdráttar, sem auðveldast átti með að bjóða þrengingum byrg inn, hvort sem þær áttu rætur að rekja til náttúrunnar eða manna. Telja verður og senni- legt, að sjaldan eða aldrei hafi jafnþrautvalinn stofn frá nátt- úrunnar hendi byggt þetta land og á þeim tveim tímabilum“. í framhaldi af þessu er svo Lýður Bjömsson fjallað um ævi Skúla fógeta, sagt frá uppvexti hans og mann dómsárum og lætur höfundur fljóta með ýmsar sögur úr ævi Skúla, sem gera frásögnina litríka. — En hvað telur þú nú merki legast um Skúla, Lýður? — Hann var brautryðjandi í atvinnumálum, sérstaklega verzlunarmálum. Jafnframt reyndi hann að koma öðrum at vinnuvegum á betri grundvöll. Iðnaðurinn kallaði á betri hrá- efni á dögum Skúla, sérstak- lega ull, og því varð að styrkja landbúnaðinn líka. n — Kemur eitthvað nýtt fram um Skúla í þinni bók? — Varla held ég það. Það er þá einna helzt, að mér finnst Skúli hafa verið gerður helzt til gallalaus sem maður í því, sem fyrr hefur verið um hann ritað. En verk hans munu standa enn um hríð. Ég er einn ig þeirrar skoðunar, að Danir hafi ekki verið jafn illir og oft er talið á árunum eftir 1750. Til glöggvunar vil ég leyfa mér að vitna í eftirfarandi orð bók- arinnar: „Skúli Magnúisson lifði og starfaði á einu atburðaríkasta tíma/bili felandssögu síðari alda. Er hann tók við landfógetaem- bætti árið 1750, var að vísu nokkur umbótahugur í mönn- um, en meira var rætt en fram kvæmt. Við lát Skúla höfðu flest framfaramál þokazt nokk uð í.rétta átt. Hafði landfógeti haft forgöngu í flestum þess- ara mála, en ekki má gleymast, að hann naut drengilegs stuðn- ings hina beztu íslendinga, og danska stjórnin reyndist oft góður haukur í horni. Tillögur Skúla í framfaramálum, eru ekki ýkja frumlegar. Aðrir höfðu oft hreyft við slíku áður. En landfógeti vinzaði hið líf- vænlega úr og barðist fyrir því með góðum árangri. Skúli fó- geti naut þeirrar gæfu að sjá ýmsar dýrustu hugsjónir sínar rætast. Honum auðnaðist að standa yfir höfðuðsvörðum ein- okunarverzlunarinnar, og ný tækni og verkleg menning ruddi sér braut að honum látn- um“. — Er fleira í eldri ritum um Skúla, sem þú ert ekki sam- mála? — Já, ég er ekki alls kostar sáttur við þann fjandskap, sem gerður er milli Skúla og Bjarna Halldórssonar á Þingeyrum, sem var einn svipme®ti embætt ismaður landsins í þann tíð. Þeir Bjarni og Skúli virðast um margt hafa verið skaplíkir menn, enda báðir stóryndir og kappgjarnir. Glettur voru oft með þeim og sumar broslegar. Einu sinni er t.d. sagt, að þeg- ar Bjarni hafi tapað máli fyrir Skúla og verið gert að greiða talsverða upphæð hafi hann boðið Skúla heim og veitt hon- um rausnarlega. Þegar Skúli var að fara minntist hann á greiðslu sektarfjárins, en þá sagði Bjarni, að hann hefði nú etið það og drukkið. Þessi við- skipti minna á kunningjaglett- ur og víst er, að Bjarni gerðist síðar góður stuðningsmaður Skúla í sambandi við iðnaðar- stofnanirnar. Maður friðar, sann- girni og stjórnvizku Ritstjóri bókaflokksins, Egill Jónasson Stardal, ritar þriðju bókina, sem út kom í haust og fjallar um Jón Loftsson, samtíð hans og syni. Við spurðum Egil fyrst um bókaflokkinn. — Tilgangurinn með þessum bókaflokki er einfaldlega sá, að útvega hinum almenna lesanda handhægar bækur um sögu ís- lendinga, gjarnan í formi ævi- sagna. Við, sem stöndum að Egill J. Stardal. þessari útgáfu, höfum notfært okkur, að allmikið efni í þessari grein liggur hjá mörgum þeim, sem útskrifazt hafa úr_ heim- spekideild Háskóla íslands. Margt af þessu efni er um menn og málefni og á erindi til almennra lesenda, þegar nánar hefur verið unnið úr því. Pétur Ólafsson stakk upp á því við mig einu sinni, að við gæfum út stutta ævisögu Jóns Sigurðssonar, og ef til vill fleiri 19. aldar manna, sem hent uðu ungu fólki til lestrar. Ég gerði það að tillögu minni á móti, að við hæfum útgáfu bókaflokks, sem hefði að geyma ævisögur manna frá sem flest- um tímabilum íslandssögunnar. Væru t.d. í þeim flokki einn eða tveir ménn frá þjóðveldis- öld og jafnmargir úr kaþólskri tíð, frá upphafi Lútherskunnar o.s.frv. Sjálfsagt er margt ágóðavæn- legra en að gefa út sagnfræði- bækur á íslandi, en þrátt fyrir það lögðum við í þetta. Við þóttumst mjög heppnir, er vfð gátum fengið einn kunnasta sagnfræðing þjóðarinnar, Ólaf Hansson prófessor, til að skrifa um einn umdeildasta mann sög- unnar, Gissur jarl. Og þegar loforð var fengið fyrir tveimur bókum í viðbót, var hafizt handa. Þetta er rammaútgáfa og ekki skipulögð að öðru leyti en þvi, að ætlunin er, ef guð lofar, eins og amma mín var vön að segja, að birta ævisögur eins eða tveggja manna, sem skcfða má sem fulltrúa fyrir ákveðið tímabil í íslandssög- unni, eða ákveðna pólitíska eða trúarlega þróun. Þjóðveldisöld- inni hafa verið gerð nokkur skil þegar, fjallað hefur verið um mann frá tímabili fjörbrota kaþólskunnar og Skúli Magnús- son má teljast fulltrúi fyrir dagrenningu endurreisnax Is- lands. En nú vantar t.d. ævi- sögu einhvers öndvegisbiskups í Lúthersfcum sið og stíðan vant ar sögu tveggja eða þriggja merkisbera í sjálfstæðisbarátt- unni á 19. öld. Þá væri ef til vill rétt að fjalla um mann frá tímabili skynsemisstefnunn ar og ef til vill einn e'ða svo frá lokasókn sjálfstæðisbarátt- xmnar 1908 til 1918, en efcki er ráðgert að fara nær samtíman- um. Ýmsir yngri rithöfundar í hópi menntamanna hafa sýnt þessu áhuga. Þá hafði einn af kunnustu klerkum þjóðarinnar, sem bæði var skáld og rithöf- undur, haft góð orð um að rita ævisögu Hallgríms Péturs- sonar, en hann lézt áður en af því yrði. — Hvers vegna valdir þú þér Jón Loftsson að viðfangsefni? — Þetta verk varð til í fyrstu drögum sem kandídatsritgerð vfð Háskóla Islands, en í bófc- inni er búningi hennaæ gjör- breytt, sumu sleppt, en annað aukið við. En ég vona að þessi uppistaða tryggi lesendum sann fræðilega meðferð efnisins. Ástæðan til þess, að ég skrifaði um Jón Loftsson, var fyrst og fremst sú, að mig langaði til að draga upp mynd af manni, sem að minni hyggju kemst næst því a'ð vera ídeal stjóm- málamaður. Auðvitað hefur Jón haf t sína galla og heimildir um hann eru hvergi nærri tæm- andi til þess að hægt sé að meta persónuna til hlítar. En samkvæmt heimildum hefur Jón undantekningarlaust komið fram sem sáttasemjari, maður friðar og sanngirni og þeirrar stjórnvizku, sem á að einkenna menningarþjóðfélag á hverjum tíma. Eitthvert örlagaríkasta tímabil íslandssögunnar Nú fyrir jólin kom svo einnig út fjórða bókin í þessum bóka- flokki, Jón biskup Arason eftiir Þórhall Guttormsson cand. mag. Hefst sú bók á inngangi, þar sem í stuttu máli er rakin kirkj usagan frá öndverðu og fram á daga Jóns biskups. Þá er rakin ætt biskups, lýst upp-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.