Morgunblaðið - 18.01.1969, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.01.1969, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1969 Flugvélaránin: í gærkvöldi frumsýndi Leikfélag Reykjavíkur „Orfeus og Evrý- dis eftir franska leikritaskáldið Jean Anouith. Þetta verk sem stundum hefur verið nefnt Rómeó og Júlía nútímans er eitt af þekktustu verkum höfundarins og hefur verið leikið í flestum borgum Evrópu. Myndin er af ungu elskendunum, sem leikin eru af Valgerði Dan og Guðmundi Magnússyni. Leikstjóri er Helga Bachmann. IST I LEIKINN Biður flugfélög innan samtakanna að rœða málið við ríkisstjórnir sínar t FRÉTTABRÉFI, sem Mbl. hef- ur borizt frá Alþjóðasamtökum flugfélaga (IATA), segir að sam- tökin hvetji einstök flugfélög innan vébanda sinna til þess að fara þess á leit við ríkisstjórnir sínar að þær fái því framgengt, að Sameinuðu þjóðimar grípi til sérstakra ráðstafana verðandi rán á farþegaflugvélum í áætl- unarflugi, en þau hafa verið tíð að undanförnu. í tilkynningu til þeirra 103 flugfélaga, sem eru meðlimir í IATA (Fluigfélag íslands er eitt þeirra), segir Knut Hammar- skjöld, aðalframkvæmdastjóri samtakanna, að aíla verði stuðn- ings ríkisstjórna í sambandi við að fá því framgengt að fá vopn- uð flugvélarrán og aðrar athafn- ir, þar sem vopnum er beitt eða notuð til ógnunar í farþegaflug- vélum, lýst sem alþjóðlegum glæp á borð við sjórán og þjóð- armorð. Hann fer þess einnig á leit, að meðlimaríki SÞ höfði sakamál gegn þeim, sem gerast brotlegir í þessum efnum. IATA hefur einnig lagt til, að ,Útlendingarnir fundu ekki síldina' - segir Devold og á við Islendinga og Rússa — Síldin var dreifð um allan sjó, segir Jakob Jakobsson Kristjánsandi 17. jan. NTB. „SÍLDARTORFURNAR standa nú þéttar en áður, og ástandið er nú líkara því, sem við þekkt- um það áður en Rússar og ts- lendingar fóru að elta síldina frá því snemma á haustin", segir Finn Devold fiskifræðingur, sem var um borð í hafrannsóknarskip lnu Johan Hjort, er kom í höfn i dag. „Síldin hefur í þetta sinn leik ið á útlendingana því að torfurn ar hafa verið um 150 mílum aust- ar og um 100 mílum norðar en á síðari árum“, segir Devold. Hann segir einnig, að allt bendi til þess að síldin verði um 4. febrúar komin til Grip og norðar, þar Bem sjórinn við strandlengju Noregs hafi hagstætt hitastig fyrir hana. Samtals fundust í Norgshafi 100 síldartorfur. Tvær torfur fundust á 30—80 m dýpi en hinar voru á milli 125—200 metra dýpi. Síldartorfurnar eru nú við hita skil í sjónum og þegar hún er komin í hlýrri sjóinn mun hún hraða sér að landi. Devold telur, að sú staðreynd, hve síldin er norðarlega, sé í samhengi við sjávarhitann, sem var er síldin kom frá Svalbarða. Þá hélt síld- in sig í austurjaðri kalda sjávar- ins, og þess vegna fundu útlendu skipin hana ekki, segir Devold. Sú spá, að vefrarsíldveiðar Norðmanna nemi 2 millj. hektó- lítrum, er óbreytt eftir þessa síðustu athugunarferð, en að sjálfsögðu fer allt eftir veður- skilyrðum. Devold segir að hann telji það merkilegt, að ekkert hefur bætzt í síldarárgangana frá 1963 og 1964. ------0------- Mbl. sneri sér til Jakobs Jakobs sonar, fiskifræðings í gær, og spurði hann álits á ummælum Devolds. Jakob sagði, að það svæði, sem Devold vitnaði til, og segði að síidin hafi haldið sig án þess að finnast, hafi verið margleitað í haust. „Yið teljum öruggt að síldin var ekki á þeim islóðum þá, sem Devold fann hana nú í janúar, heldur hafði hún verið dreifð um allan sjó, en síðan þétzt upp úr áramótun um. Reknetaveiði Rússa sanna þetta raunar, en hún var allgóð hjá þeim á stóru svæði í nóvem- ber sl.“, sagði Jakob. Fiskverðið til óramóto ókveðið Á FUNDI yfirnefndar Verðlags- ráðs sjávarútvegsins í gær var ákveðið, að lágmarfcsverð á bol- fiski og flatifiski frá og með 15. nóvember til og með 31. des- ember 1968, skuli vera 8% hærra en það var til þess tima sbr. til- kynningar ráðsins nr. 3 og 9, 1968. Verðákvörðun þessi vax gerð með þrem samhljóða atfcvæðum. Fulltrúar útgerðarmanna og sjó- manna í nefndinni greiddu ekki aitkvæði. Jafnframt ákvað yfirnefndin að fresta ákvörðun fiskverðs frá 1. janúar 1969, með tilliti til þess að slík ákvörðun nú myndi geta tcxrveldað lausn þeirra kjara- samninga, sem nú standa yfir. Fulltrúar fiskkaupenda stóðu ekki að þessari áikvörðun. Frá Verðlagsráði sjávarútvegsins. hin sérstaka stofnun SÞ, sem fjallar um alþjóðlegt farþega- flug, verði látin vita af slíkum sakamálum og að komið verði á fót aþjóðlegum rannsóknarnefnd um með hlutlausum formönnum er rannsakí hvert einstakt mál, þar sem vopnum er beitt í far- þegaflugi. Að auki hvatti Hammarskjöld til þess að hraðað verði undir- ritun og staðfestingu ríkisstjórna á 'hinum svonefnda Tókíósamn- ingi, sem fjallar um ólöglegt at- hæfi um borð í flugvélum. Hann lagði sérstaka áherzlu á 11. grein samningsins, sem kveður svo á um að rændum flugvélum skuli tafarlaust skilað aftur, ásamt far þegum og áhöfn. í því skyni að fyrirbyggja að því marki, sem hægt er, að vopnuð rán séu framkvæmd á flugvélum, hvetur IATA til þess að sérstök löggjöf verðj sett í hverju landi um nefsingu þeim til handa, sem stofna lífi og lim- um hins almenna borgara á flug- ferðalagi í hættu. Fjölþætt starf á dag- skrá Norræna hússins Bókavörður ráðinn fil Norrœna hússins — Dönsk skemmtikvöld í nœstu viku — Margvíslegir fyrirlestrar í vetur ÞAÐ kom fram á blaðamanna- fundi í gær með ívari Eskeland Else Mia Sigurðsson bókavörður Norræna hússins. forstöðumanni Norræna hiíssins, að liðlega 50 þúsund gestir hafa Skákmótið í Hollandi: Biðskák hjá Friðrik Úlafssyni og Geller Botvinnik hefur tekið forystu Isafoldarprentsmiðja stöðvast vegna elds ELDUR kom upp í ísafoldar- prentsmiðju um hádegið í gær og var slökkviliðið þegar kvaft á Staðinn. Vax þá allmikill reykur f kjallara hússins, og fcom hann frá rafmagnstöflu, sem kviknað hafði í. Varð straumur strax tek- inn af húsinu og slökkt með kolsýrutækjum. Skemmdir urðu litlar, en starfsemi prentsmiðj- unnar stöðvaðist vegna raf- magnsleysis. Verður reynt að Ijúika viðgerð um helgina. Nokkru síðar var slöfckviliðið kvatt að bílskúr við Sogaveg, en þar hafði kviknað í út frá ölíú- kyndingu. Engar skemmdir urðu. Beverwijk 17/1 (Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá AP). ÚRSLIT í fjórðu umferð á al- þjóðaskákmótinu hér í dag urðu þau að Keres, Sovétríkj- unum vann Lombardy, Banda ríkjunum, Botvinnik, Sovét- ríkjunum vann van Schelt- inga, Hollandi, Portisch, Ung- verjalandi vann Ree, Hol- landi, Benkö, Bandaríkjunum vann Ostojic, Júgóslavíu og Langeweg, HoIIandi v. Med- ina, Spáni. Þá gerðu þeir Doda, Póllandi og Ciric, Júgó- slavíu jafntefli, en skák þeirra Friðriks Ólafssonar og Rúss- ans Geller fór í bið eftir 40 leiki. Staðan á mótinu eftir fjórar umferðir er þessi: Botvinnik hefur 3V2 vinning, Ciric, Langeweg og Keres 3 vinn- inga hver, Friðrik ólafsson er með 214 vinning og eina bið- skák, Benkö og Donner 214 vinning hvor, Gcller 2 vinn- inga og eina biðskák, Portisch og Doda 2 hvor, Lombardy 114, Kavalek, Ostojic og Med- ina 1 vinning hver, Ree 14 vinning og van Scheltinga engan. f fimmtu umferð teflir Friðrik gegn Pólverjanum Doda og stýrir Friðrik hvítu mönnunum. heimsótt húsið síðan það var formlega opnað í ágúst sl. ár. Þá gat fvar um nokkur mál, sem eru á dagskrá Norræna hússins þetta ár, en starfsemin í húsinu verður mjög fjölbreytt ogi yfirgripsmik- il. Nýlega var ráðinn bókavörður fyrir bókasafn Norræna hússins og hefur frú Else Mia Sigurðsson það starf með höndum. Það sem er næst á dagskrá Norræna hússins eru tvö dönsk skemmtikvöld, sem verða baldin miðvikudaginn 22. janúar ©g fimmtudaginn 23. janúar. Verður þar um að ræða bókmennta- kynningar, upplestur og fleira með fjórum dönskum skáldum, sem koma til íslands í þessu til- efni. Þá verða í vetur m. a. fyrir- lestrar ýmissa fræðimanna og sérfræðinga frá Norðurlöndun- um um ýmis mái bæði um at- vinnumál og rannsóknir og svo bókmenntalegs eðlis. M. a. mun sænsk-amerískj matvælasérfræð- ingurinn Georg Borgström flytja í vetur erindi um sjávarútveg, nýtingu fisks ogi fiskimiða og fleira því viðvíkjandi. Kaffistofa Norræna hússins. sem er opin daglega frá 10—1* er vel sótt. Frá því að Norræna húsið var opnað í ágúst sl. ár hafa liðlega 50 þúsund gestii komið í húsið. í Norræna húsinu er nú daglega opin norræn bókasýnintg með tæplega 2000 bókatitlum og jafn- framt er kaffistofa hússins opin daglega frá kl. 10—10 daglega. Æði margt er á dagskrá Nor- ræna hússin® í vetur, en næst á dagskrá eru tvö dönsk skemmti- kvöld. Á þessum skemmtikvöld- um mun fara fram upplestur, bókmenntakynning og fleira. Framhald á bls. 23 Akroborgin lask aðist í drekstri AKRABORGIN var um kyrrt á Akranesi í gær og fyrradag, með an verið var að gera við skemmd ir, sem urðu á skipinu er vél- báturinn Viðey RE rakst á það skamrnt frá Reykjavík. Brotnuðu gluggar á yfirbyggingu og dæld- aðist skipið nokkuð. Atti að reyna að ljúka viðgerð í gær- kvöld, svo að skipið gæti bafið áætlunarferðir á ný í morgun. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Mbl. fékk í gærkvöldi var þá enn ekfci búið að áfcveða hve- nær sjópróf verða, þar sem Við- ey var á sjó. IATA VILL AÐ S.Þ. SKER-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.