Morgunblaðið - 04.02.1969, Blaðsíða 1
28 síður
28. tbl. 56. árg. ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRUAR 1969 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Verður ný álbræösla byggð á íslandi?
— viðræður uð hefjost um byggingu olíuhreinsunurstöðvur
1 ræðu er Jóhann Hafstein iðnaðarmálaráðherra hélt á
Atvinnumálaráðstefnu verkalýðsráðs SjálfStæðisflokksins
um helgina, kom fram, að verið er að ræða við álframleið-
endur um möguleika á nýrri álbræðslu á Islandi. Hafnar
hafa verið viðræður við bandarískt álfyrirtæki, en ráðherra
sagði að of snemmt væri að fullyrða nokkuð um þá mögu-
leika sem kynnu að vera fyrir hendi.
Ráðherra sagði ennfremur að nú að undanförnu hefði
aftur verið hafin athugun á möguleikum þess að koma hér
upp olíuhreinsunarstöð og væru nú hafnar viðræður við
nýjan aðila um það mál, sem sýnt hefði því áhuga.
Þá gat ráðherra þess, að ákveðið væri nú að hraða bygg-
ingu álverksmiðjunnar í Straumsvík, þannig að henni yrði
lokið á þremur árum, og sagði að ef vel tækist til með rekstur
hennar kynni að vera fyrir hendi áhugi á að stækka hana
enn frekar. Albræðslan í Straumsvík kemur til með að gefa
um 700 milljónir króna á ári í hreinar gjaldeyristekjur, og
samkvæmt fyrri reynslu, sagði ráðherra að það ætti að þýða
aukningu þjóðartekna sem næmi að minnsta kosti fjórum
sinnum þessari upphæð, eða 2800 millj. kr.
Ráðherra ræddi einnig um sjóefnavinnslu, svo og nýjar
framleiðslugreinar í sjávarútvegi og eflingu þeirra atvinnu-
greina sem fyrir eru.
Hér á eftir fer úrdráttur úr ræðu Jóhanns Hafsteins:
Iðnaðarmálaráðherra, Jóhann
Hafstein, ávarpaði ráðstefnuna.
Lét hann í ljósi ánægju yfir því
að eiga þess kost að mæta á
þessari atvinnumálaráðstefnu,
sem haldin væri í þeim tilgangi
að ræða af álvöru atvinnumálin
og með þeim ásetningi að gera
sér grein fyrir þeim möguleik-
um, sem kynnu meðal annarra
að vera fyrir hendi til þess að
ráða fram úr erfiðleikum eins og
þeim, sem nú steðja að. Stjórn
PRflVDfl
RÆÐST Á
Noidekdætlunina!
Maskvu, 3. febrúar. NTB.
HÆTTURNAR við Nordek-'
áætlunina eru þær, að áætlun- 1
in mun gera veginn greiðari (
fyrir þá, sem tengja vilja Norð ,
urlönd Efnahagsbandalaginu
og fá alþjóðlegum einokunar- !
aðilum stjórn á þjóðlegum |
hagsmunum sínum, skrifar,
Stokkhólms fréttaritari Mosk-
vublaðsins Fravda í blaði sínu
í dag.
Heldur fréttaritarinn því
fram, að stefna Efnahags-
bandalagsins miði svo aftur
að því að styðja NATO. Segir
hann ennfremur, að fundurinn
hafi haft það að markmiði að
draga úr ótta almenningsálits-
ins og jafna ágreining á milli
þátttakenda.
A sunnudag skýrði Pravda
ýtarlega frá ræðu finnska
kommúnistaleiðtogans Wille
Pessi, er hann hélt gegn
Nordek-áætluninni á fundi í
miðstjórn finnska kommúnista
flokksins. Mælti Pessi með
nánari samvmnu milli Finn-
lands og Sovétríkjanna.
Sá ótti, sem Stokkhólms-
fréttaritari Pravda lætur í
ljós, er orðaður næstum á
sama veg og yfirlýsing, sem
miðstjórn finnska kommún-
Framhald á bls. 3
arandstöðublöðin tö'luðu nú allt
að því glaðklakkalega um 5500
atvinnuleysingja, sem þau segðu
að skráðir væru á íslandi. Eng-
an þyrfti að furða, sagði ráð-
herrann, þó að margur væri at-
vinwulaus þegar fiskifloti lands
manna lægi í höfn vegna verk-
fallls á há-vertíð. Hins vegar
taldi hann ljóst, að þó svoværi
ekki, mundi vera um nokkurt
atvinnuleysi að ræða, sem sjálf-
sagt væri að gera ráðstafanir
til að losna við jafnframt því,
sem menn gleymdu ekki að íhuga
möguleika, sem fyrir hendi
kynnu að vera til þess að
tryggja atvinnuöryggi í fram-
tíðinni.
Við heyrum stundum í blöð-
um stjórnarandstæðinganna,
sagði ráðherrann, að eftir að nú
verandi stjórnarsamstarf sé búið
að standa í 9 ár sé hér allt kom-
ið í kalda kol og þessvegna eigi
stjórnin að segja af sér. At-
hugum þetta svolítið betur. Þeg
ar núverandi stjórnarsamstarf
hafði staðið í 7 ár var meiri
velgengni og velmegun hér á
landi en við nokkru sinni áður
höfum haft kynni af og meiri
eignamyndun hafði þá átt sér
stað í landinu en nokkru sinni
áður á sambærilegu tímabili. Var
þetta þá ekki meiri velgengni
en svo, spyrja menn, að nú eftir
2 ár sé allt í rústum. f því sam-
bandi er að athuga að áföllin í
þjóðarbúskapnum á síðustu tveim
árum eru miklu geigvænlegri
heldur en menn almennt hafa
gert sér grein fyrir. Þetta sést
meðal annars bezt af því að á
árinu 1966 er talið, að veiðst
hafí. fiskur rúmlega 12 hundr-
uð þúsund tonn en aflinn
á árinu 196® er ekki talinn
vera nema rúmlega 500 þús.
tomn. Hér við bætist að verð afl
ans á erlendum mörkuðum hefur
stórkostlega lækkað. Slíkt áfall
Framhald á bls. 12
Jóhann Hafsteins,
iðnaðarmálaráðherra
Nasser í viðtali við Newsweek:
Reiðubúinn að aflétta
styrjaldarástandi
svo fremi ísraelar flytji sveitir
sínar af herteknu svœðunum
New York, 3. febr. NTB-AP.
NASSER, forseti Egyptalands,
segir í viðtali við tímaritið
Newsweek, að hann sé fús til að
gera fimm tilslakanir og meðal
annars lýsa yfir afnámi styrjald-
arástands svo fremi ísraelar
flytji á brott sveitir sínar af
svæðum þeim, sem þeir lögðu
undir sig í júní-styrjöldinni.
Þetta er fyrsta viðtal sem Egypta
landsforseti veitir í rúmlega ár.
Aðspurður nánar um þær til-
slakanir, sem hann myndi fall-
ast á að gera, verði gengið að
skilyrðum hans, sagði hann þær
vera:
1. að gefa út yfirlýsingu um
Forsætisráðherrar N oröurlanda
bjartsýnir á framhaldsviðræður
Embœttismannanefndin skilar
áliti fyrir 15. júlí
Að öðru leyti lýstu forsætis-
ráðherrar Norðurlanda allir yfir
Framhald á bls. 17
afnám styrjaldarástands.
2. að viðurkenna rétt allra
þjóða til að lifa í friði.
3. að viðurkenna landamæri
allra landa í Miðausturlöndum,
þ.á.m. ísraels.
4. að viðurkenna siglingarétt á
alþjóðlegum siglingaleiðum.
5. að fallast á réttláta lausn
Palestínuflóttamanna.
Nasser færðist undan að
svara því, hvort 'hann væri einn-
ig reiðuibúinn að mœta fulltrú-
um íisraels til beinna samninga
eins og þeir hafa krafizt. Nastser
sagðist ekkert geta um þetta
sagt, fyrr en ísraelar hefðu horf-
ið brott af herteknu svæðunum.
Hins vegar minnti hann á að
Egyptar hefðu hitt ísraela að
máli til samningaviðræðna eftir
1948 í samræmi við þann sátt-
mála sem gilti til ársins 1956, og
'sagði að Bgyptar væru ekki frá-
hverfir að hitta þá aftur.
Nasser neitaði því að hann
gæti fallizt á að Sinai yrði hlutl
laust svæði, ef Ísraelar flyttu
hersveitir sínar aftuir til þeirra
staða sem þær voru á fyrir styrj-
öldina. Nasser sagði, að eini
möguleiki ísraela í þá átt að ná
Framhald á bls. 17
Stokkhólmi sunnudag AP
Á TVEGGJA daga fundi forsæt-
isráðherra Norðurlanda og for-
seta Norðurlandaráðs í Karlbergs
höll var rætt um að samnorræn
nefnd skyldi kanna upplýsinga-
starf norrænnar samvinnu. Tage
Erlander, forsætisráðherra, hafði
sem gestgjafi orð fyrir mönnum
á blaðamannafundi, sem kom í
stað ályktunar í fundarlok.
Hann sagði, að á lokafundi ár-
degis á sunnudag hefði aftur ver-
ið farið yfir skýrslu embættis-
mannanefndarinnar, til að kanna
hvort fleira í henni þyrfti sér-
stakrar athugunar við en þau sjö
atriði, sem rætt var um á laug-
ardag, en af þeim snerta fjögur
aðalásteytingarsteininn, landbún-
aðinn. Það eina nýja, sem fram
kom í þessa átt, var tillaga frá
Bertil Ohlin prófessor í Svíþjóð
um nánari könnun á sviði fjár-
munahreyfingar á vegum við-
skiptabankanna og ef til vill einn
ig lög um einkaleyfi.
Tage Erlander lagði áherzlu á,
að upplýsingastarfsemin lyti að
því fyrst og fremst að gera efni
aðgengilegt í fjölmiðlunartækj-
um á Norðurlöndum, en hann
bætti því við, að þessi upplýs-
ingastarfsemi þyrfti einnig að ná
út fyrir Norðurlöndin, enda þótt
ekki hefði gætt misskilnings ut-
an Norðurlandanna á viðleitni
þeirra til nánari samvinnu.
Viljo ekki
danska lækna
Kaupmannahöfn 2. febr. NTB.
GRÍSKA stjórnin hefur vísað á
bug tillögu frá Danmörku um að
tveir danskir læknar fái áð koma
til Grikklands og fylgjast með
líðan kvenfanga í Halikarnassos-
fangelsinu á Krít. Það var Bodil
Koch, sem bar tillöguna fram,
eftir að 137 konur í téðu fangelsi
höfðu beðið Evrópuráðið um
hjálp. I svari gsríska utanríkis-
ráðuneytisins var sagt, að yfrið
nóg væri af læknum í Grikk-
landi til þessara starfa.
Kínverskur Philby
gefur sig fram
— hann er nú á leið til Bandaríkjanna
London 2. febrúar. NTB.
BREZKA bláðið Sunday
Times heldur því fram í daig,
að sennilega muni það koma
í ljós, að kínverski sendifull-
trúinn, sem leitaði hælis í
Hollandi á dögunum, sé eitt
mesta njósnafang sem rekið
hafi á fjörur vestrænna leyni
þjónustustarfsmanna um ára-
bil.
Blaðið segir í frétt frá Haag,
að sendifulltrúinn Liao Ho
Shu, sem starfaði við kín-
verska sendiráðið þar í borg,
sé nú á leið til Bandaríkjanna.
Með réttu megi kalla hann
Kim Philby þeirra Kínverja.
Blaðið segir, áð Kínverjar
hafi sett allt á annan endann
til að reyna að komast að því,
hvar Ho Shu væri niðurkom-
inn og hafi hollenzka öryggis-
lögreglan fylgzt með Kínverj-
unum við þá iðju.
Að endingu segir Sunday
Times, að engin ástæða sé til
að ætla að kinverski sendi-
fulltrúinn leiki tveimur skjöld
um.