Morgunblaðið - 04.02.1969, Blaðsíða 3
MORGUN'BLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1969.
3
Isafirði, 3. janúar.
í DAG fóru fram sjópróf hjá
bæjarfógetaembættinu á ísa-
firði út af sjóslysinu, sem
varð s.l. miðvikudag er mb.
Svanur frá Súðavík fórst út
af Vestfjörðum. Björgvin
Bjarnason bæjarfógeti þing-
aði í málinu og honum til að-
stoðar voru Guðmundur Guð
mundsson skipstjóri og Símon
Helgason skipaeftirlitsmaður.
Það kom fram í sjóprófi, að
Ömólfur Grétar Hálfdánar-
son skipastjóri sýndi fádæma
snarræði, þegar honum tókst
að ná gúmbjörgunarbátnum
frammi á skipinu, eftir að
hinn báturinn sem var uppi á
stýrishúsinu hafði rifnað iila
og skemmzt, en skipverjar
urðu fyrst að fara um borð í
rifna björgunarbátinn.
5 skipbrotsmanna komu fyr
ir í réttinn, en sá sjötti; Þórð-
ur Sigurðsson matsveinn, er í
sjúkráhúsi, því að í ljós kom
Þessi mynd var tekin af skipbrotsmönnunum af Svani ÍS skömmu eftir að varðskipið kom
mcð þá til ísafjarðar. Frá vinstri: Örnólfur Grétar Hálfdánarson skipstjóri, Brynjólfur Bjarna-
son stýrimaður, Þórður Sigurðsson matsveinn, Jón Ragnarsson vélstjóri, Jóhann Alexands-
son annar vélstjóri og Kjartan Ragnarsson háseti. Jón og Ragnar em bræður. Ljósm. MJbl. Leó.
Skipstjórinn á Svani brást við hœttunni gf fádœma karlmennsku:
Kastaði sér í sjóinn í brunagaddi
á eftir björgunarbátnum
að hann hafði farið úr axlar-
liðnum þegar báturinn fórst.
Skipstjórinn lagði fram
skýrslu um slysið, sem skip-
verjar staðfestu síðan með
framburði sínum.
í skýrslunni kom fram að
báturinn hafði fengið á sig
harðan brotsjó framan til og
voru þá 9—10 vindstiig. Skall
báturinn þegar á stjórnborðs-
sáðuna þannig að bæði möstr-
in voru í sjó og þegar skip-
stjórinn gerði tilraun til þess
að keyra bátinn upp stöðvað-
ist vélin strax og halda skip-
verjar að sjór hafi farið inn
um ventil, sem liggur með
pústgreininni beint uppi yfir
forþjöppu, og tekið sjó inn
með loftinu.
- PRAVDA
Framhald af bls 1
istaflokksins lét frá sér fara
eftir inngangsræðu Pessis.
Blaðið Izvestija, málgagn
sovézku stjórnarinnar, ræðir í
dag um forsætisráðherrafund-
inn í Stokkhólmi. Lýsir blað-
Lestarlúgur voru lokaðar og
segl yfir og allt lokað þannig
að sjór hefur hvergi komizt
í bátinn nema þarna.
Fjórir skipverja komust
fljótlega upp á stýrishúsið
bakborðsmegin og gátu losað
út björgunarbát, sem var/ í
kistu þar, og blásið hann upp,
en þeim gekk mjög illa að
koma honum frá því að radar,
radarljósið o.fl. þvældust fyr-
ir. Rifnaði þakið af bátnum
og annar flothringurinn og
var þá aðeins einn flothring-
ur eftir.
Örnólfur Grétar skipstjóri
gerði tilraun til þess að kalia
upp í talstöðinni, en ek'ki
kviknaði á henni og tók hann
þá neyðartalstöðina og rétti
ið Nordek sem „norrænu af-
brigði af EBE“. Þessi frétt er
skrifuð af fréttaritara Izvestija
í Skandinavíu, Dejnitsjenko.
Kveðst hann hafa verið fyrir
skemmstu í Noregi og Dan-
mörk og komizt að þeirri nið-
urstöðu, að bæði norskir og
upp á stýrishúsið. Fór hann
síðan inn aftur og n'áði í ullar
fatnað og gat rétt upp á stýris
húsið einnig.
Kjartan Ragnarsson háseti
var í koju í káetunni, þegar
báturinn skall á síðuna og lá
hann þar illa á sig kominn úti
í stjórnborðssíðunni og gekk
illa að komast upp og ætlaði
ekki að finna dyrnar, en þá
kallaði skipstjórinn niður til
hans og gat aðstoðað hann
við að komast upp.
Eftir nokkra enfiðleika
tókst þeim félögum að losa
skemmda bátinn fná stýris-
húsinu og gátú rennt 'honum
á sjóinn fram á móts við
lestarlúguna og þar kastaði
skipstjórinn sér í sjóinn og
gat náð í hinn gúmbátinn,
sem var bundinn við skæl-
egtið á milli borðstokks og
masturs.
Gátu þeir félagar tekið bát-
inn með sér óútblásinn, en
þeim gekk illa að losna frá
skipinu, sem rak á þá. iÞegar
þeir losnuðu frá blésu þeir
upp þann bátinn sem heill var
og færu sig og dótið yfir í
hann, en við þær til’flæringar
brotnaði 3 metra bútur af
loftneti neyðartalstiöðivarinn-
ar og var ekki nema um
metri eftir.
Skipstjórinn telur að bát-
urinn hafi ekkert brotnað og
t.d. losnuðu upp lóðabalar,
sem bundnir voru á þilfarinu
og segl var breitt yfir. Töldu
skipverjar að báturinn hefði
sokkið vegna þess hve mikill
sjór fór inn um ventlana.
— H. T.
danskir atvinnurekendur líti
neikvæðum augum á Nordek-
áætlunina og sama gerir bún-
aðarsambönd í Skandinavíu.
Samkvæmt frásögn Dejnits-
jenkos verða áhyggjur á sviði
utanríkismála stöðugt meira
áberandi. — Þessar áhyggjur
eru heilbrigðar með tilliti til
þess, að Danmörk, Noregur og
ísland eru í NATO, en Sví-
þjóð og Finnland eru hlut-
iaus. t stuttu máli sagt, það
verður stöðugt Ijósara, að það
verður ekki auðvelt að fram-
kvæma áætlunina.
<@> KARNABÆR
TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS — TÝSGÖTU I — SÍMI 12330.
Vetrarsalan í fullum gangi
Ótrúlegt verð — 40%,50%,60% nislúttur
DOMUDEILD
• PEYSUR frá 250.—
. o KJÓLAR frá 400—
• PILS frá 400—
" • DRAGTIR frá 800—
• SÍÐBUXUR frá 350—
• REGNKÁPUR frá 1.200—
’ • KÁPUR frá 1.200—
• SOKKAR þunnir frá 25—
• SOKKAR þykkir frá 35—
• MITTISJAKKAR
þykkir — ull frá 900—
*»* • SKOKKAR frá 800—
:*v. • VESTI — ull frá 500—
• SLÁ frá 600—
NYJAR YORUR
ÁVETRARSÖL-
UNA TEKNAR
UPP í DAG.
t. d. DRENGJA-
SKYRTUR —
MINI PEYSUR
HERRAPEYSUR
HERRASKYRT-
UR o. m. fl.
HERRADEILD
• SPARIFÖT frá 2.800.—
• JAKKAR frá 1.500.—
• DRENGJAJAKKAR
frlá 1.000.—
O SÍÐBUXUR
terylene frá
• SPORT-síðbuxur frá
• ULLAR- —
• SKYRTUR
• PEYSUR
• FRAKKAR ull
• IIÁLSKLÚTAR
• BELTI — leður
• SPORTPEYSU-
SKYRTUR
frá
frá
frá
frá
frá
frá
600,-
350-
400-
350-
350-
1.800-
90-
90-
frá 280.—
STAKSTEIEVAR
Framsókn og
verðbólgan
Af skrifum Tímans sð. sunnn-
dag mætti ætla, að Framsóknar-
flokkurinn hefði barizt rösklega
gegn verðbólgunni, en hins veg-
ar telur blaðið, að Sjálfstæðis-
flokkurinn hafi ekki séð sér-
'staka ástæðu til slíkrar bar-
áttu og ekki talið verðbolguna
ýkja hættulega. Þessar fullyrð-
ingar eru fjarri öllu sanni. Það
hefur jafnan reynzt mjög erfitt
að hamla gegn verðbólgunni hér,
og er Það raunar ekkert eins-
dæmi. Reynsla annarra þjóða er
mjöjg svipuð og um þessar mund-
ir er það t. d. eitt helzta
áhyggjuefni stjórnmálamanna i
Bandaríkjunum, hvernig draga
megi úr verðbólgunni þar, sem
farið hefur sívaxandi m. a.
vegna styrjaldarinnar í Víetnam
og áhrifa hennar á efnahagslíf
Bandaríkjanna. Þegar litið er yf-
ir stjórnarferil núverandi ríkis-
stjórnar kemur í ljós, að ríkis-
Stjórnin og stuðningsflokkar
hennar hafa sí og æ lagt áherzlu
á að halda yrði verðbólgunni í
skefjum og beitt öllum hugsan-
legum ráðum til þess. En' fleiri
aðilar í landinu geta haft áhrif
á það, hvort verðbólga verður
mikil eða lítil. Framan af stjórn-
artímabili núverandi ríkisstjóm-
ar voru launahækkanir mjölg
tíðar og í engu samræmi við
framleiðniaukninguna í landinu.
Afleiðingin varð auðvitað sú, að
verðlag hækkaði að sama skapi.
Þá sem nú beitti Framsóknar-
flokkurinn öllum áróðursmætti
sínum að því að hvetja samtök
launþega til aukinnar kröfu-
gerðar og til þess að halda fast
við óraunhæfar kaupkröfur. í
þesisari baráttu sinni fyrir vax-
andi verðbólgu sveifst Fram-
sóknarflokkurinn einskis og mis-
notaði m. a. hina öflugu sam-
vinnuihreyfingu til þess að gera
kjarasamninga. sem augljóslega
sköpuðu stórfellda verðbólgu-
hættu sem og varð raunin á, þar
sem þá var ekki lengur hægt að
standa jgegn því, að aðrir fylgdu
á eftir.
Þóttaskil
i júni 1964 urðu þáttaskil í
gerð kjarasamninga. Þá fór að
gæta vaxandi skilnings forustu-
manna verkalýðssamtakanna á
því, að meðlimum þeirra væri
enginn greiði gerður með stór-
felldum kauphækkunum, sem
þegar í stað voru að engu gerð-
ar vegna verðlagshækkana, sem
fylgdu í kjölfarið. Jafnan siðan
hefur tekizt að koma á skikkan-
legum kjarasamningum. En
Framsóknarflokkurinn hefur bar
izt eins og Ijón og af fullkomnu
ábyrgðarleysi Jgegn þessari
stefnu verkal ýðssamtakanna. —
Þessi flokkur hefur jafnan beitt
öllu afli sínu til þess að ýta und-
ir óraunhæfa kröfugerð og aldrei
getað leynt gremju sinni yfir því
að forustumenn launþegasam-
takanna hafa ekki farið að þeirra
ráðum. Þannig hefur Framsókn-
arflokkurinn unnið að þvi sl. 10
ár að verðbólgan færi vaxandi,
en ekki beitt sér gegn henni.
Síðari hluta árs 1966 fór að
gæta neikvæðrar verðlagsþróun-
ar á erlendum mörkuðum. Ríkis
stjórnin greip þá til þess ráðs að
koma á verðstöðvun um eins árs
skeið, sem stóð fram á haust
1967. Framsóknarflokkurinn
barðist á móti þessari verð-
stöðvun. — Haustið 1967 og
á árinu 1938 var öllum orðið
ljóst, að kjaraskerðing vegna
áfalla á erlendum mörkuð-
um og vegna aflabrests var
orðin staðreynd. Gengisbreyting
arnar 1967 og 1968 voru viður-
kenning á þessari óhagganlegu
staðreynd. Framsóknarflokkur-
inn neitaði að horfast í augu við
þessar staðreyndir. Hann hefur
jafnan verið sannkallaður verð-
bólguflokkur.