Morgunblaðið - 04.02.1969, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.02.1969, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1969. Einar O. Björnsson, Mýnesi Fjölbreytt atvinnulíf, víösýn utanríkis- stefna, ekki bölmóöur kommúnista UM ÁRAMÓTIN barst mér í hendur sögulegt plagg. Það var Þjóðviljinn 31. des. sl., en þar gat að líta yfirlýsingu frá mið- stjórn Sósíalistaflokksins, um að hann hætti störfum. Einnig var þar mynd af Einari Olgeirssyni formanini flokksins í ræðustól þar sem hann slítur síðasta fundi miðstjórnar. í baksýn var mynd af Sigfúsi heit. Sigurhjartarsyni, sem ævinlega er sýnd, þegar kommúnistum þykir mikils við þurfa að villa um fyrir fólki, á meðan þeir eru að skipta um gervi. Þá munar ekki um að nota sér vinsældir látinna manna til að breiða yfir sýndarmennsku þeirra og feluleik. Þegar ekki þykir öruggt að skírskota til lif- andi fólks, sem hefur þá í sjón- máli og getur fylgzt með atferli þeirra og blekkingum. Það er áíftæða til að vara ungt fólk við starfsemi kommúnista- forkólfanna eins og hún er rek- in. Svo þeiim takist ekki að tæla það til fylgis, þegar þeim ligg- ur á að skunda um stræti berj- andi bumbur í Reykjavíkur- göngu, sem þeir boða til í nafni alþýðu. til að vernda skoðana- frelsi, ásamt með fleiri slagorð- um. Hefur eittihvað vantað á að kommúnistar hefðu hér skoðana frelsi í seinni tíð? Þeir hafa meira að segja tekið sér frelsi til að kasta eggjum og grjóti, þegar þeim býður svo við að horfa. Það er sennilega slíkt frelsi, sem þeir vilja hafa í ríkum mæli að koma áformum sínum fram. Erfiðleikar þeir, sem nú blasa við öllum burtséð frá því hvaða skoðanir menn hafa á, hvernig hefði átt að fara að und- angengin ár, eru þess eðlis að allir verða leggjast á eitt til að komast út úr vandanum. Til þess þarf þjóðareiningu, sem borin væri uppi af víðsýn- um mönnum, er hefðu þrek til að leiða þjóðina inn á nýjar brautir í efnahags- og atvinnu- málum, og þar sem orkan í fall- vötnum og jarðhita landsins ásamt nýjum leiðum í sjávarút- vegi, landbúnaði og iðnaði, treysti ör-uggari efnaihagsþróun en áður hefur verið. Skilningur þjóðarinnar fer nú vaxandi á frjálsu og snurðulausu samstarfi og samskiptum við vestrænar lýðræðisþjóðir, til að leysa slík verkefni. Það er ein- mitt þess vegna, sem kommún- istar stinga sér á kaf eins og Grímur Ægir forðum og skjóta upp kollinum í „Alþýðubanda- laginu“ og finna bragðið af þeim erfiðleikum sem við blasa, sem nota á sem næringarefni fyrir upphlaupsstefnu og æsingar, sem tryggja á þeim mögulei'ka til að torvelda efnahagsframfar- ir hér á landi, sem þegar jr byrjað á með stórvirkjun í Þjórsá og byggingu álverksmiðju við Straum, sem Einar Olgeirs- son kallar „Hausaskeljastað" og skrifar froðufellandi áramóta- girein í fúkyrðastíl um Bamdarík in og Vesturlönd, þar sem frjáls ræðismenn ráða nú lögum og lofum og ætla sér að bægja frá ógnarstjórn bommúnista hvar sem hún birtist og byggja upp bjartari og betri heiim. Það er á slíkum tímamótum sem kommúnistar brjó'tast ‘il valda í Alþýðubandalaginu, og hu.gðust með því lokka til sín vinstri menn og keyra um torg í vagni símum sem á er Le‘rað: f nafni verkalýðslhreyfinigar, „þjóðfrelsis og sósíalisma", sem Stalín og dátar hans hræktu framan í alþýðuna og reyrðu hana í fjötra ófrelsis með aftök- um, morðurn og ógnaröld, er ekki var betri en brjálæðistíma- bil nazismans og nokkurs konar arftaki hans að stríði loknu, þar sem Stalín tróð slóð hans og þurrkaði út sjálfstæði þriggja smáríkja við Eystrasalt, og Einar O. Björnsson. reyrði Austur-Þjóðverja í viðj- ar auk þess sem hann setti til valda í Póllandi, Rúmeníu, Búlg aríu, Ungverjalandi og Tékkósló vakí-u leppstjórnir sínar að stríði loknu, með ægilegum blóðfórn- um, allt í nafni sósíaliismans. Nú hafa Tékkar reynt að koma á hjá sér mannúðlegri meðhöndl un á alþýðu, menntamönnum og ritlhöfundum þar í landi, en þá var sendur óvígur her sovétherr anna og fjögurra Austur-Evrópu ríkja inn í Tékkóslóvaéíu, sem átti að brjóta þá ágætu þjóð á bak aftur. Þá kom mannvit frjálsræðis og samstöðu til bjargar meðal samstilltrar þjóðar, sem stöðv- aði bryntröll einræðissegigjainna í Kreml og hefur enn haldið þeim í skefjum, þó við ofurefli sé að etja. Þetta er dökki blett- urinn á Evrópu, undirokun Rússa á þessum ágætiu þjóðum. En hin söguilegu rök Einars Ol- geirssonar og félaga fyrir þ-ví að gera Þjóðviljann að sjálfseignar- stofnun og setja aðrar eignir sem kommúnistar ráða yfir í Reykjavík í form hlutafélaga, eins og kraftar gerðu á sinni tíð og Einar OLgeirsson, Lúðvík og aðrir kommar ætluðu að springa af vandlætingu út af. Þannig er farið með eignir fá- tæks fólks, vítt um landið, sem lagði fjármuni sína í þær í góðri trú en forkólfar kommúnista svæla nú undir sig til að ge'a púað undir í Alþýðubandalaginu og haldið því í sömu snöruuni o.g sósíalistaflokknum eftir að þeir hreinsuðu þar til, einu ári eftir stofnun hans, og flæmdu aðalfor ustumann hans, Héðinn Valdi- marsson, úr honum er hann vildi ekki dásama með þeim að- farir Rússa í Finnlandi, en benti á aðrar leiðir heillavænlegri eins og hans var von ogvísa: Ætlar reykvísk alþýða og aðr- ir, sem stutt hafa þessa menn og vinnustéttir í öðrum kjördæm- um landsins, að ljá þeim brautar gengi. Ég held að slikt sé óhugsandi eins og nú er komið. Allar aðrar leiðir eru færari almenningi til heilla en tauga- bilunarpólitík kommúnista, sem birtist skírast í áramótagrein Ein ars Olgeirssonar, sem er graf- skriftin á hið pólitiska lík, sem nú er lagt í gröf sína af forustu- mönnum kommúniista, en síðan vakið upp og magnað í Alþýðu- bandalaginu af sömiU seiðmönn- um, sem þar ganga um garða og ráða ferðinni. í áramótagrein Einars Olgeirssonar segir svo eftir að hann hefur lýst hinum vestræna heimi, sem hálfgerðu víti á jörðu. „Hinsvegar heim- ur hins sóstíalíska efnahagsgrund vallar. í fyrra voru 50 ár liðin frá byltingunni í Rússlandi. Á komandi ári eru 20 ár frá bylt- ingunni í Kína og 10 ár frá bylt ingiunni á Kúbu, kraftaverk hafa verið unnin úr hinu frumstæða Rússlandi ólæsisins, er sköpuðu Sovétríkin annað mesta iðnaðar og vísinda land veraldar. Hungrinu er útrýmt í Kína hjá fjórðungi mannkynsins, með an það eykst í auðvaldisheimin- um. Sósíalisminn sannar alls staðar yfirburði stefnu sinnar gagnvart auðvaldinu". Svo mörg eru þau orð. Þetta er „mottóið“ í Alþýðubandalag- inu og gamli dýrðaróðurinn um velsældina og yfirburðina í lönd um, sem kommúnistar hafa brot- ið undir sig, og sett ógnarstjórn- ir til valda, sem skapað hafa ægilegustu lögregluriki verald- ar. Það eru einmitt slíkir postul- ar hins austræna einræðisskipu- lags, er nú skipa útgáfustjórn Þjóðviljans, sem hefur að eink- unnarorðum að vera fyrir verka lýðsihreyfingum. sóBÍa|isma og þjóðfrelsi. Hver er markalínan fyrir slíkri pólitík hér á landi, eða er hluti þjóðarinnar haldinn slíkri veilu að kommúnistafor- ingjarnir geti enn haldið sér á floti með því að bregða sér í eitt gerfið enn, sem á að villa um fyrir ungu kynslóðinni í land- inu, sem vissulega vantar líf- ræna þjóðmálabaráttu til að hrífast af og taka þátt í. Við, sem höfum bjargað okk- ur úr hinum rauða loga komm- únismans, er engu þyrmir nema þeim, sem verma sér við hann, og aðrir í þessu landi, sem vilja endurnæra og endurskoða bar- áttuaðferðir og skapa nýjar hug myndir um baráttu íslendinga, að vera ekki aftur úr í þessu sér- stæða en kalda landi, vegna þess að hafa ekki þor og framsýni, til að skapa þjóðinni eðlileigan starfsvettvang í samskiptum vestrænna þjóða, verðum að koma þeim málum í nútima horf Þar verða nokkrir að brjóta odd i bifreiðaeigendur LIQUI-MOLY HVAÐA ÞÝÐINGU HEFUR LIQUI - MOLy SMURHÚÐUN FYRIR BIFREIOAEIGANDANN ? Ein dós af LIQUI MOLY sem kostar innan við kr. 150.00 myndar slitlag á núningsfleti vélarinnar sem endist 4800 kílómetra. Á þessu tímabili er rétt að skipta um olíu eins og venjulega, en eiginleikar LIQUI MOLY slitlagsins breytast ekki við það. Þetta gífurlega sterka slitlag, sem er 50—60% hálla en olía, smýr því betur sem leguþrýsting- urinn er meiri og engin hætta er á að það þrýstist burt úr legunum eða renni af og niður í pönnuna eins og olía þó vélin kólni að næturlagi eða í löngum kyrrstöðum og útilokar því þurra (ósmurða) gangsetningu sem talin er valda 90% af öllu vélarsliti. LIQUI MOLY auðveldar gangsetningu og eykur endingu raf- geymsins, jafnvel í 20° frosti snýst vélin liðugt. LIQUI MOLY slitlagið minnkar núningsmótstöðuna, við það eykst snúningshraðinn og vélin gengur kaldari, afleiðing verður benzín- og olíusparnaður. ★ Minnkar sótun vélarinnar. ★ Veitir öryggi gegn úrbræðslu. ★ Eykur tvímælalaust endingu vélarinnar. LIQUI-MOLY fæst á benzínafgreiðslum ng smurstöðvum. Nánari uppl. vcittar hjá LIQUI-MOLY-umboðinu á íslandi. ÍSLENZKA VERZLUNARFÉLAGIÐ HF. Laugavegi 23. — Sími 19943. af oflæti sínu, sem ganga með þá grillu aS þeir hafi þau 20 ár, sem íslendingar hafa verið 1 þeim samtökum, valið það bezta. Ég held að ef þeim málum verði nú komið í e'ðlilegt horf eins og nú háttar og ég hef áður gert grein fyrir í tveimur grein- um í Mongunblaðinu. En þeir, sem með þau mál hafa farið sumir hverjir, vilja túlka það sem sérsta'ka greiðslu tii íslend- inga þótt hér á landi væru gerð- aæ svipaðar ráðistafanir í sam- göngumálum og byggingu flug- valla úr varanlegu efni vítt um landið og öruggri hafnaraðstöðu þar gem hentar eins og gert hefur verið í löndum Vestur-Evrópu og Vesturheims, sem er einn veiga- mesti þátturinn til að komást um þau lönd og aúðvelda fólki sem í þeim býr betri lífskjör og möguleika með sameiginlegu átaki í viðskiptum og atvinnu uppbyggingu. Að slíkt sé talin greiðsla til varðstöðva er fáran- legt. Var það greiðsla til Frakka, þegar bækistöðvar Atlantshafs- bandalagsins voru þar? Eða nú í Briissel? Það var nauðsyn fyrir allar Atlantshafsþjóðimar að hafa sameiginlegar bækistöðvar ísland, á miðju Atlantshafi, ein- mitt á því hafsvæði sem Vestræn ar þjóðir þurfa að vemda, svo samfelld vamarkeðja haldist. Það er því sameiginlegt mál, að hér á íslandi séu samgöngur og önnur aðstaða í samræmi við það. Við eigum ekki að standa í efna- hagslegum þrengingum og telja okkur trú um að hægt sé að lifa á fiskveiðum eingöngu sem út- flutningsframleiðslu og ætla samt að búa í velferðarríki, en selja fiskinn mest óunninn úr landi, en vera svo í samstarfi og sam- vinnu við ríkustu og voldugustu þjóð veraldar Bandaríki Norður- Ameríku, sem hefur fyrst allra þjóða fyrr og síðar virt okkar sjálfstæði og sjálfsákvörðunar- rétt og vilja samt ekki nota þá miklu möguleika, sem þjóðarinn- ar býður í þeim samskiptum ef rétt er á þeim málum haldið. íslendingar hafa látið stjóm- málamönnum sínum haldast það uppi að nota utamríkismálin sem þátt í hinni pólitísku togstreitu, sem hér hefur þrúgað alla og gert menn fráhverfa þjóðmála- starfi. Kommúnistar hafa verið iðniir við að smeygja sér inná milli manna í félagssamtök skóla og menningastofnanir, þar á meðal Ríkisútvarpið og hafa þannig geta beitt allskonar áróðri, sem hefur deyft eggjar frjálsræðis og sjálfsvirðingar og ýtt undir ýmsa óheillastarfssemi, sem smá- jarlar hingað og þangað um þjóð lífið og í hinum stjórnmálaflokk- unum hafa stutt sig við. Vonandi er sú tíð á enda, því nú fer ferskur andvari um hugi þjóðairinnar, sem vísar veginn inná sviði'ð þar sem íslendingar fara nú að skilja sinn vitjunar- tima og taka upp nánara sam- starf í samtökum Vestmanna sem hæfir einarðri og frjálsri þjóð. Ég taldi skylt eftir að hafa séð nýjasta blað Þjóðviljans á ný liðnu ári, sem hér hefur verið gert að umtalsefni og hafa áður tekið þátt í samtökum sósíal ista og Alþýðubandalagsins þó nú sé orðinn áratugur síðan ég hvarf þaðan, að vara enn einu sinni það ágætis fólk, sem ég hef haft allnáin kynni af og ber hlýhug til, við þeirri hættu, er stafar af atferli kommúnistafor- kólfanna og gerræði þeirra, þegar þeir brutu trndir sig Al- þýðubandalagið. Ég vísa að öðru leyti til greinar, er ég skrifaði um þau mál 14. nóvemJber sl. í Morgunblaðið. Það er ósk mili og von að nú verði kommúnistar einir á báti í hinu pólitíska brölti sínu, en þeir sem vinna vilja að velferð alþýðu, hasli sér völl með þeim, sem vilja skapa íslandi veglegan sesis í samtökum vest- rænna þjóða og heyja kjarabar- áttu í samtökum sínum með víð- sýni og bendi á leiðir til aukinn- ar velsældar með hjálp tækninn- ar til að nýta náttúrugæði lands- ins. Það er leiðin til bjargálna fyrir þessa þjóð. Mýnesi 6. jan. 1969.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.