Morgunblaðið - 04.02.1969, Blaðsíða 24
24
MORGUNRLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1969.
það mögulegt að bera stuttbux-
ur, svo að í lagi faeri. Það gæti
verið gott að sitja í sólinni í
klúbbnum og verða almennilega
brún. Buxurnar voru úr grænu
lérefti og þeim fylgdi skyrta
sniðin eins og karlmannaskyrta
með grænum röndum. Svo setti
hún upp ilskóna sína, tók sam-
an sundfötin sín ásamt pappírs-
blokk og hálfkláruðu bréfi til
Simonar. En við dyrnar stanz-
aði hún og fór í snatri í bóm-
ullarpils utan yfir stuttbuxurn
ar.
Garðurinn í klúbbnum var
yndislegur og sundlaugin full af
fólki. Lísa fór úr pilsinu og karl
mennirnir í nánd við hana blístr-
uðu í hálfum hljóðum. Þetta
gramdist henni, því að þarna var
fjöldi stúlkna sem voru alveg
eins klæddar. Hún ákvað að
skoða sig um í klúbbnum áður
en hún færi í sundfötin.
Hún gekk inn í borðsalinn,
sem var ósköp alvanalegur og
síðan inn í barinn, sem hefði
getað verið úr einhverjum ó-
merkilegum golfklúbb heima. En
hún þreyttist brátt á þessari
rannsóknarferð og fór út til hins
fólksins við sundlaugina.
Flest fólkið var þegar komið
ofan í og nú fór hún í sund-
fötin sín og synti eftir endi-
langri lauginni til þess að hitta
félaga sína.
Þegar Lísa lá í sólinni á eftir,
kom hún aiuga á Blake McCall,
sem kom gangandi í áttina til
þeirra. Hann sýndist þreyttur og
eldri en hann átti að sér. Kannski
hafði hann áhyggjur af þessari
töf, sem orðin var. Hann hafði
sýnilega verið á flugvellinum,
því að hann var í einkennisbún-
ingi. Hún leit í hina áttina.
Sundfötin hennar voru farin
að þorna á blettum og hárið á
henni hékk niður í lufsum. Hún
hafði fyrst reynt að halda því
þurru, en piltarnir höfðu séð um
að það yrði það ekki lengi. Hún
vafði höfuðið í handklæði, setti
upp sólgleraugu og bjóst til að
mæta augnatililti hans. En það
var óþarfi. Hann hafði stanzað
og horfði nú til baka í áttina,
sem hann 'hafði komið úr. Dökk-
hærð stúlka í eldrauðum stutt-
buxum og axlaber í sólskyrtu
kom þjótandi til hans út úr
klúbbhúsinu. Það leyndi sér ekki
af mjaðmarhreyfingunum, að
þetta var Roxane. Falleg og lit-
skrúðug að vanda.
Án þess að horfa frekar á hóp-
inn við laugina, gekk Blake Mc-
Call á móti henni og svo rangl-
uðu þau arm í arm, aftur inn í
húsið. Lísu fannst, að nú gæti
eniginn vafi leikið á sambandi
þeirra lengur.
Þessir karlmenn! hugsaði Lísa
gröm. Hræsnisfullir, eigingjarn-
ir, allir með tölunni. Nei, það
var nú ofmikið sagt. En hvers-
vegna í dauðanum þurfti hún
endilega að sækjast eftir þeim,
sem voru svona? Hversvegna gat
hún ekki sótzt eftir einhverjum
áreiðanlegum, góðum og venju-
legum manni?
Sólin var afskaplega heit, þrátt
fyrir rykið í loftinu. Hún los-
aði handklæðið af höfðinu og
neri hárið duglega í nokkrar
mínútur, áður en hún fann, að
Benny hlaut að vera búinn að
horfa á hana góða stund.
— Seisei! sagði hann, en vildi
22
ekki útskýra það frekar. En svo
kom hann nær henni og hvíslaði:
— Af hverju hefurðu svona
miklar áhyggjur? Þú ert yngri
en hún og hefur betri fótleggi.
Og auk þess á hún sjálfsagt
mann, eða er það ekki?
— Láttu ekki eins og bjáni,
Benny, sagði Lísa, — og hvað
koma fótleggir þessu máli við?
— Þú yrðir nú hissa ef þú
vissir það, sagði Benny.
— Æ, góði haltu þér saman,
Benny.
Hún kom nú einhverju lagi á
hárið á sér og lét það þorna.
Hún gleymdi brátt áhyggjum sín
um og fór að leika sér við hitt
fólkið úr áhöfninni. Það var
verulega róandi að drekka kald
an sítrónusafa og finna sólina
brúna sig.
Þau borðuðu hádegisverð sitj-
andi á grasblettinum, undir helj-
arstórri sólhlíf. Umhverfið var
glæsilegt, en maturinn, sem þau
CETID ÞÉR CERT BETRI
INNKAUP?
Aðeins krónur /4,50 í smásölu
OPAL
30 denier GOLDSTRIPE
sokkarnir fara sigurför um
landið vegna frábærra
gæða.
OPAL sokkamir eru fram
leiddir af stærstu sokka-
verksmiðju V-Þýzkalands,
úr fyrsta flokks perlon-
þræði.
Berið saman verð og gæði
OPAL sokkanna við aðra
sokka, og þér raun/uð
sannfæra.st ura, að OPAL
sokkamir eru beztu fáan-
legu sokkamir á mark-
aðnum.
OPAL sokkamir eru fram-
leiddir í tízkulitumun,
Jasmín, Inka og Roma.
OPAL sokkarnir eru fáan-
legir í 20 denier, 30 denier
og 60 dender.
OPAL krepsokkar 30 og
60 denier.
OPAL - OPAL - OPAL
Einkaumboðsmenn fyrir OPAL Textilwerke G.m.b.h.
Horstmar/Westfalen.
KR. ÞORVALDSSON & CO., heildverzlun
Grettisgötu 6, símar 24730—24478—23165.
fengu var ekki betri en í ein-
hverju sveita-veitingahúsi heima
Lísa bað um bolla af tyrkn-
esku kaffi, en það líktist ekkert
hinum sætbeizka guðadrykk, sem
hún fékk kvöldinu áður. Hún
skildi eftir helminginn af því
og fór að teikna í bréfið til Sím-
onar. Hún bað Benny að gera
eina teikningu af sér, þar sem
hún stóð uppi á stökkbrettinu.
— Ef ég lít raunjveruilega
svona út, sagði hún, er hann
hafði lokið við teikninguna, —
þá ætla ég aldrei að synda fram
ar.
— Þú vilt láta drenginn sjá
þig feita og ánægða, er það
ekki? sagði Benny. — Það er
gailli á þér, hvað þú ert hégóm-
leg.
Lísa gerði sér ekki það ómak
að svara þessu. Líklega hafði
hann alveg á réttu að standa.
Kannski var hún svona hégóm-
leg vegna þess hve lengi hún
var búin að vera innilokuð með
Símoni í kofanum ,og hafði þá
ekki kært sig um útlit sitt. En
nú fann hún, að hún gat snyrt
sig og litið vel út.
Samt sem áður fann hún, að
stundum öfundaði hún aðrar kon
ur. Til dæmis Roxane af hreyf-
ingum hennar og glaðlegri fram-
koirnu. Hún velti því fyrir sér
‘hvort hún ætti í ástarbralli við
Blake McCall.
Fólk, sem var alltof fullkom-
ið, fór heldur í taugarnar á
henni. Hún gat ekki horft á
blaðamynd af Grace furstafrú í
Monaco, án þess að óska þess,
að eitthver.t meinlaust en helzt
óvirðulegt slys kæmi fyrir þessa
konu.
Þau komu nógu snemma til
gistihússins til að fara í ein-
kennisbúningana. Enn sást ekk-
ert til flugstjórans. Jafnvel þeg
ar þau stigu upp í vagninn, til
þess að aka á flugvöllinn, var
hann hvergi nærri. Hún leit
kring um sig til þess að svipast
eftir honum og loks þoldi hún
ekki lengur mátið og sagði við
loftskeytamanninn og reyndi eft
ir föngum að vera kæruleysis-
4. FEBRÚAR 1969
Hrúturinn 21. marz — 19. apríl
Það borgar sig, hvað þú hélzt aftur af þér í gær, og allt
gengur betur. Láttu tilfinningamálin ekki snerta viðskiptamálin,
því að þeir, sem þú átt veraldleg viðskipti við, eru ekki þeir
sem þér hafa skapað mesta örðugleikana.
Nautið 20. apríl — 20. maí
Fylgdu fast eftir, meðan þú ert að störfum. Ef eitthvað það
er, sem þú ættir að skýra þeim frá, er þú átt samskipti við,
skaltu gera það í kvöld því að ef þú dregur það, verður það
þér aðeins til óþægmda.
Tvíburarnir21. mai — 20. júnl
Fréttir af fjarstöödu fólki eru nærri. Ymsar upplýsingar gleym-
ast þó, sem gefið gætu betri yfirlit. Leyfðu fólki að flakka. Það
kemur ábyggilega aitur.
Krabbinn 21. júní — 22. júlí
Byrjaðu á einhveijum framkvæmdum, sem breyta mætti síð-
ar vegna fjölskyldu eða sambýlismanna. Segðu fátt um úrslita-
kosti þína en berðu bækur þínar saman við einhvern í kvöld.
Ljónið 23. júlí — 22. ágúst
Það eru ýmsir börundsárir fyrir því sem þú kannt að segja
eða gera. Með því að leiða þá hjá þér skaparðu þér óþægindi
næstu daga.
Meyjan 23. ágúst — 22. september
Einhversstaðar á næstu grösum bíður þín næg hjálp annarra
Reyndu að starfa einn, þar til þú sérð þér hag í að vinna
í fé:agi við aðra.
Vogin 23. september — 22. október
Smámunirnir eru allstaðar. Láttu samt hlutina ganga sinn
gang eins og hægt er. Framkvæmdirnax og ástamálin eru þér
mikilvægari.
Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember
Vertu framsýnn cg skipuleggðu framkvæmdir þínar. Þú getur
orðið heppinn í sambandi við eitthvað, sem ættingjar þínir að-
hafast.
Bogamaðurinn 22. nóvember — 21. desember
Heimspekileg ró hvílir yfir hlutunum í dag. Nýjar upplýsing-
ar’skaltu athuga hið bráðasta. Kvöldið verður upplífgandi.
Steingeitin 22. desember — 19. janúar
Stöðug vinna er hagkvæmari en eilíf áhlaup. Tilfinningamálin
taka furðulega stefnu.Þú átt þess engan kost að búa þig undir
það sem koma skal, en taktu nýstárlegu ástandi með jafn-
aðargeði um stund.
Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar
Þær ákvarðanir, sem þú tekur í dag munu hafa varanleg
áhril á framtíðina. jafnvel þótt þær virðist í dag vera smá-
vægilegar. Gefðu því öllu svo mikinn gaum, sem um höfuðatriði
væri að ræða.
Fiskarnirl9. febúrar — 20. marz
Framkvæmdaviðleitnin borgar sig í dag. Gerðu samt ekki úlf-
alda úr mýflugu, heldur aðeins það, sem þér þykir rétt vera.