Morgunblaðið - 04.02.1969, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.02.1969, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1969. 11 Leifur Sveinsson, lögfrœðingur: Miðilsstörf Guðrúnar Guðmunds- dóttur frá Berjanesi og Páll Kolka í LESBÓK Morgunblaðsins 26. jan. sl. birtist myndskreytt grein eítir P. V. G. Kolka, er hann nefnir: „Huldulækningar í Vest- mannaeyjum 1925“. Er þar ráð- izt með fádæma rætnum rógi að látinni mannkostakonu, miðlin- um Guðrúnu Guðmundsdóttur frá Berjanesi, og reynt að sánna þar á tveim blaðsíðum, það sem Theodóri Líndal, þáverandi hæstaréttarlögmanni, tókst ekki að sanna fyrir hönd ákæruvalds- ins í málinu nr. 52/1936, en í því var kveðinn upp dómur í Hæsta- rétti þann 14. maí 1937. Segir svo orðrétt í Hrd. VIII bindi, bls. 337: „Dómur Hæstaréttar. Verknað ur sá, sem hin ákærðu Sesselíus Sæmundsson og Guðrún Guð- mundsdóttir eru sökuð um í máli þessu, er sama eðli® og fólg in í því, að þau hafa ýmist með fyrirbænum, meinlausum híis- ráðum eða með andlegum kraf‘i, er þau nefna svo, gert tilraun til að ráða bót á meinum manna, sem leitað hafa til þeirra í því skyni. Halda þau því fram, að þessa andlega kraftar verði þeir, sem til þeirra leita .aðnjótandi fyrir milligöngu þeirra og at- beina framliðinna manna, sem þau komist í samband við. Hins vegar er ekki upplýst, að þau hafi gert nokkuð, beint eða óbeint til þess að aftra því eða afstýra, að þessir sömu menn leituðu sér lækninga hjá læknum, og sjálf skýra þau svo frá, og styðst þáð við fram- burð vitna, sem leidd hafa verið í málinu, að þau hafi oft hvatt menn til að snúa sér ti.1 lækna með veikindi sín. Þessar athafnir þeirra eru ekki þannig lagaðar, að þær verði taldar til lækningastarf- semi í þeirri merkingu, sem ætla verður að leggja beri í hugtakið lækningar i lögum um lækninga- leyfi o.f 1. nr. 47/1932. Hin ákærða Guðrún hefir stundum þegið smávegis þóknun fyrir nefndar aðgerðir sínar, en ekki er upplýst, að ákærður Sesselíus hafi sjálfur tekið við þóknun, en hann kveð- ur börnum sínum stundum hafa verið vikið lítilræði af þeim, sem hans hafa leitað, og þar sem ekki er ástæða til ann- ars en að ætla, að þau hafi sjálf álitið, að aðgerðir þeirra gætu orðið að liði, þá verður ekki tal- ið, að þær hafi verið fram- kvæmdar í blekkingarskyni til þess að hafa af mönnum fé. Hafa þau því ekki heldur með þessum aðgerðum gerzt sek um brot á neinum ákvæðum 26. kapitula hinna almennu hegningárlaga frá 25. júní 1869. Framangreind- ur verknaður þeirra varðar því ekki við lög, og ber þá að sýkna Guðrún Guðmundsdóttir frá Berjanesi. þau af ákæru réttvisinnar og valdstjórnarinnar í máli þessu“. Lögmaður Guðrúnar var Jón Ásbjörnsson hrl., sem nú er lát- inn. Guðrún Guðmundsdóttir fædd ist 17. maí árið 1900 og andaðist 13. nóv. 1967. Um tvítugt fór verulega að bera á miðilshæfi- leikium hennar, sem þroskuðust jafnt og þétt og urðu fjölþættir, bæði skyggnihæfileikar og lækn- ingamáttur. Leitaði fólk til henn ar svo hundruðum skipti með heimsóknum, bréfum og sím- tölum jafnt innan lands sem ut- an. Var heimili hennar seinni hluta ævinnar 'helgað þessu líkn- arstarfi og átti ég því láni að fagna að kynnast því Og sitja nokkra fundi hjá Guðrúnu. Heim ilið var einetakt að allri snyrti- mennsku og alúðarviðmóti, þann ig að það hafði sérstakt aðdrá*t- arafl fyrir þá gesti, sem þangað höfðu einu sinni komið. Allir voru svo samtaka um það, að styrkja húsmóðurina til þess að láta hæfileika hennar nýtast sem bezt í þágu þeirra mörgu, sem á dyr hennar knúðu og hjálpar voru þurfi. Meðal annars veitti Guðrún fjölskyldiU minni ómet- anlegan styrk og læknisaðstoð á örlagatímum og verður því aldrei gleymt né það þakkað að fullu. Guðrún fékk lömunarveiki snemma á ævinni og gekk þvi eigi heil til skógar, en lét það samt ekki aftra sér við störfin, því hún taldi mikla ábyrgð fylgja slíkum hæfileikum og sér skylt að nota þá öðrum til bless- unar. f þessum anda starfaði Guðrún allt til vistaskiptanna, sem urðú eins og fyrr segir í nóvember 1967. Guðrún ritaði sjálf bók um ævi sina og störf og kom hún út hjá Bókaútgáfunni Frón árið 1948 og nefndist: Tveir heimar. Geta menn þar kynnzt betur mið ilshæfileikum hennar en unnt er að gera grein fyrir hér. Páll Kolka læfur að því liggja í Lesbókargreininni, að Einar H. Kvaran hafi ekki staðið sér snún ing hvorki á ritvelli né í ræðu- stóli og varð mörgum á að brosa, er þeir lásu þetta. Ást manna og virðing á Einari H. Kvaran og verkum hans hef- ur aukizt með hverri nýrri bók, sem út hefur komið eftir knapa Silfurhestanna og sýnir það, að þjóðin er á réttri leið þrátt fyrir allt. Ég greip niðuir í smássögur Kvarans nú nýverið og tel rétt, að skáldið svari sjáltfur Kolka með þessum kafla úr: „Á Vega- mótum": „Af öllu því, sem okk- ur mönnunum er á hendur fal- ið, finnst mér sannleiksbanáttan vera flóknast og vandasamast viðfangsefni. Vafalaust er það veikleika mínum að kenna, að hún miklast mér svo í augum. En satt er þet*a samt. Mennirnir fjandskap- ast ekki jafnákaft gegn neinu eins og sannleika, sem birtist þeim í nýrri mynd. Og allur fjandskapur gefur illum öflum byr undir báða vængi. Fyrir all- an fjandskap, við menn eða hug- sjónir, verða einhverjir verri menn en þeir hefðu annars orð- ið ......“ Með þessi orð skáldsins í huga verður að telja mjög vafasamt fyrir metin að mata hin nei- kvæðu öfl tilverunnar á slíkum sera í máli og myndum, sem birtist í margnefndri Lesbókar- grein, heldur taka undir með einum samherja Kvarans, sem taldi, að hreinleikinn og góð- vildin til allra manna væri hið mikla takmark okkar. Sælutil- finningin væri þeim samfara. Hennar þyrfti ekki að leita sér- staklega. Reykjavík, 31. janúar 1969 Leifur Sveinsson. FRÍMERKI Norsk frímerki í skiptum fyrir íslenzk. Skrifið til T. Petersen, Stölsveien 14, Oslo 5. Bcnmnai Farfuglar Kvöldvaka í félagsheimil- inu Laufásveg 41, miðviku- dagskvöld kl. 9. Myndasýning og fl. til skemmtunar. Stúlka óskast til starfa í prentsmiðju, þarf að vera vön slíkum störf- Um. — Upplýsingar í prentsmiðjunni (ekki í síma). GUÐJÓN Ó., Hallveigarstíg 6. DALE CARNEGIE - NÁMSKEIÐIÐ Nýtt námskeið er að hefjast — mánudagskvöld. Örfá pláss laus. ★ Öðlast .hugrekki og sjálfstraust. ýr Tala af öryggi á fundum. ýir Auka tekjur þínar, með hæfileikum þínum að um- gangast fólk. 85% af velgengni þinni, eru komin und- ir því, hvernig þér tekst að umigangast aðra. ★ Afla þér vinsælda og áhrifa. in Verða betri sölumaður, hiugimynda þinna, þjónustu eöa vöru. ★ Baeta minni þitt á nöfn og andlit og staðreyndir. ★ Verða betri stjórnandi vegna þeikkingar þinnar á fólki Á Uppgötva ný áhugamál, ný markmið að stefna að. ★ Halda áhyggjum í skefjum og draga úr kvíða. NámSkeiðið hófst í Bandaríkj'unum árið 1912 og hafa yfir 1.000.006 karla og kvenna tekið þátt í því um allan heim. — Innrifcun og upplýsingar í síma 82930 og eftir kL 5 í síma 30216. KONRÁÐ ADOLPHSSON, viðskiptafræðingur. STANLEY Frá 1. nóvember 1968 höfum við tekið við umboði á íslandi fyrir STANLEY WORKS, NEW HEAVEN, CONN., U.S.A. og STANLEY WORKS (GREAT BRITAIN) Ltd., Sheffield. Umhoð þetta nær yfir allar vörur sem þessar verksmiðjur framleiða, þó eru, að svo stöddu, undanskilin rafmagnshandverkfæri og bíl- skúrsjám. Vörur frá STANLEYT munum við framvegis hafa á lager eftir því sem frekast er unnt, en verzlanir sem óska eftir að kaupa beint frá verksmiðjunum geta fengið mynda- og verðlista frá okkur og alla fyrirgreiðslu með pantanir. K. ÞORSTEINSSON & CO. Umboðs- og heildverzlun Tryggvagötu 10, sími 19340.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.