Morgunblaðið - 04.02.1969, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1969.
19
Um lýsisgjöf og fleira
EFTIR JON KONRAÐSSON
ALLIR viðurkenna ágæti lýsis-
ins til aukins þroska og góðrar
heilsu fólks og fénaðar.
Vilhjálmur Stefánsson mann-
fræðingur, landkönnuður og
norðuTfari segir, að hollast sé
hverri þjóð að lifa sem mest á
þeirri fæðu, sem hennar land gef
ur af sér eða sem fæst úr sjón-
um kringum strendur lands
hennar.
Af öllum fæðutegundvim er
ufsalýsið sennilega kraftmest og
bætiefnaríkast. Það er framleitt
úr lifur dýra, sem 'lifa í sjón-
um, dýra sem fá að afla sér fæðu
án sérvizkulegrar og dómgreind
arlítillar íhlutunar mannanna.
Og sjórinn er minna mengaður
eiturefnum en þurrlendið, þar
sem maðurinn hefur meiri tök tii
áhrifa.
Þær upplýsingar, sem ég hef
getað aflað mér frá öðrum og
samkv. minni liitlu reynslu benda
til þess að gott ufsalýsi (bama-
lýsi) sé það bezta sem nokkur
bóndi getur gefið fénaði sínum.
Þó mistök hafi orðið, stöku
sinnum vegna ofmikil'lar lýsis-
gjafar, þá er það ekki lýsinu
að kenna, en það sýnir kraftinn.
Fyrsta sinn sem ég gaf lýsi
var snjóa og glerungsveturinn
1920, þá var ég við fjármennsku
á Hofsstöðum í Helgafellssveit
við Stykkishólm. Þetta stendur í
Kindabókinni: „Þegar ég fór að
gefa ánum lýsi, þá fóru húsin
að mylsna". Innistaða var á án-
um en lýsisgjöfin ofmikil af
þekkingarskorti hjá mér, en kom
ekki að sök, því lýsisgjafatím-
inn var svo stuttur.
Þetta atriði samfara lýsisgjöf
virðist mér rétt vera. Húsin
verða þurrari en ella. Náttúr
lega sést ekki munur á þessu ef
húsin eru forblaut.
Er þetta ekki í samræmi við
manninn. Lýsið eykur harðlífi,
jafnvel svo að sumir geta ekki
tekið það. Margt er líkt með
skyldum.
Fyrir nokkrum árum er ég
staddur hjá bónda hér í Flóan-
um. Stærðar kuldasformur var
og frost, jörð var auð. Ærnar
voru á beit úti í mýrinni. Mig
undraði hvað þær stóðu lengi á
beitinni í þeim kulda. Ég vissi
að bóndinn gaf lýsi. Ég bað
hann að sýna mér, hvað hann
gæfi stóran skammt. Hann reynd
ist vera 10—12 gr. á kind. Þarna
var auðséð að ærnar voru að
brenna lýsinu og fá nóg af létt-
ingi með, því var fóður í beit-
inni, þó ekki væri fullnægjandi,
samanburði við fyrirferð.
Þetta er í samræmi við það,
sem er gert erlendis. Þar er hálm
urinn gefinn til að fylla, og hjálp
ar til að mélið notist betur.
Um lýsisgjöf handa ám er
þetta að segja. Það er mjög gott
að fara að hygla mjólkurám sem
Jón Konráðsson
fyrst f.p. vetrar, og gleyma þá
ekki lýsinu. Þær braggast betur
og ullin vex og verður betri og
hlýrri, og hún veitir betri vörn
fyrir hrökum. Þetta býr ána vel
undir veturinn, hún verður
hraustari og þolnari, ef eitthvað
kemur fyrir. Hún verður frek-
ctr tvílembd.
Þetta er undirstaða þess að
sauðburður gangi vel að vori, og
margborgar sig með mikið aukn-
um afurðum.
Ef hagkvæmara er t.d. fyrri-
part vetrar, þá má alveg eins
gefa lýsið, hrært saman við mél-
ið, í stokka úti í haganum eins
og í garða inni
Dæmi: Bóndi, sem var með 68
ær á fóðri s.l. vetur, gaf ánum
lýsi og fóðurblöndu í stekk úti í
haganum frá því seint í október
og fram í nóvemberlok, en þá
versnaði tið svo hann varð að
taka þær heim. Lýsisgjöfin var
6 gr á dag á kind allan tímann,
en fóðurblönduna jók hann
smátt og smátt upp í 115 gr. á
kind. Hann sparaði hey og ærn-
ar fóru vel að stofni.
Nú var ákveðið að byrja að
hleypa til 20. des., þurfti því
fengieldið aðeins að byrja 6. des.
Var ákveðið að haílda áfram með
sömu lýsisgjöf, 6. gr. á kind.
Fóðurblandan var svo aukin
smátt og smátt upp í 200 gr. á
kind og heyfóðrið var einnig
bætt og aukið smátt og smátt
eins og fóðurblandan, var eld-
ið komið á toppinn 14. des. og
því haldið áfram fram yfiir ára-
mót svo síðbærur yrðu ekki ein-
'lembdar. Heyfóðrið var ágætt,
taða og úthey, .sumt stör. Ærn-
ar höfðu aðgang að vatni og þær
lágu alltaf við opið. (Meðan
fengieldi atendur yfir má ekki
beita ám, þær verða að hafa það
sem allra rólegast — líða sem
bezt).
Um vorið varð útkoman sú, að
131 lamb fæddist á þessar 68 ær,
var þó ein algeld, en tvær voru
þrílembdar. Lambahöild voru á-
gæt og ærnar fæddu vel. Þetta
er blandaður fjárstofn, ærnar
stórar og virkjamiklar.
Þessi bóndi gefur lömbunum
oftast lýsi á vetrum og hann
lætur lömbin fá nóga hreifingu
annað hvort úti eða inni í ær-
húsinu. Þegar ærnar eru að
snultra um úti. Á þessum bæ er
ekki hægt að beita á vetrum svo
að neinu nemi. Það eru aðeins 6
ár síðan þessi bóndi byrjaði sín-
ar kynbætur með tvílembingskví
... af frjósömum stofni, og með
því að setja á tvílembingsgimbr-
ar. En með bættu fóðri og lýs
isgjöf tókst honum að fá ærnar
stórvaxnari og virkjameiri en
þær voru. Enn standa þessar
kynbætur mikið til bóta.
Veturinn 1929—30 var ég á
Kaldárhöfða.
Lömbin voru um 20, voru þau
í húsi heima á túni, en ærnar
við beitarhús. Ég gegndi þess-
um lömbum um veturinn. Auk
útiheysins sem þau fengu, hafði
ég lifur í tunnu til að gefa. Var
sjálfrunnið lýsi efst í tunnunni,
fengu lömbin meðan það entist
ofaná heyið sitt og svo lifrina
óbrædda, þegar það’ var búið.
Var hún eins og grautur og
reynt var að hafa trefjarnar
ekki stórar. Meira magn var gef
ið af lifrinni en lýsinu. Því mið-
ur var ekki athugað hvað dags-
skammturinn var stór. Lömbin
fóru alltaf út, þegar fært veður
var en tíð var góð þennan vet-
ur. Fóru þau upp á Hesthólinn
og voru þar á beit állan daginn.
Um vorið virtist mér fóðrið á
þessum lömbum ekki eins gott og
ég var vanur að hafa það, t.d.
höfðu lítil eða engin horna-
hlaup komið, en ég var vanur
að fóðra svo að talsvert horna-
hlaup yrði. Ég var vanur að
gefa lömbunum alveg inni en
þessi höfðu útivist og hreyfirugu.
Þau hafa eflaust stækkað.
Nú líður til hausts.
Hef ég haft mesta ánægju af
að sjá prúðar veturgamlar gimbr
ar á haustdegi. Sjá breytinguna
sem gemlingarnir höfðu tekið.
Sjá hvernig hin væntanlegu ær-
efni litu út.
En eftir þennan vetur hef ég
mest orðið undrandi á að sjá það
stökk, sem gemsamir höfðu tek-
ið. Veturgömlu gimbramar voru
metfé. Einni þeirra var óvart
slátrað fyrir gelda á. Þetta var
gam'li fjárstofninn. Þessar miklu
framfarir þakkaði ég lýsinu,
hreyfingunni og beitinni á gott
land. Svo má eflaust þakka þess
ar miklu framfarir því að alveg
óskyldur hrútur var fenginn til
ánna og gimbrarnar voru und-
an honum.
Ég vill geta þess að stærstu
og fallegustu gimbrarnar voru
valdar til ásetnings. Þá var ekki
hugsað um að fá tvílembt. Ég hef
alltaf vanizt því að vænstu lömb
in væru látin lifa, þau eru und-
an beztu mjólkuránum, það er
bezta ráðið til að auka vaxtar-
hraða lambanna með kynbótun-
um, en allir vilja fá sem vænsta
dilka.
Nú kemur 30 ára hlé í minni
fjármennsku en alltaf fylgdist ég
með í fjárræktinni. Ég flyt nið-
ur í „svarta Flóann" og hef átt
þar heima síðan, og hann hefur
reynst mér vel. Kindaeign minni
hélt ég áfram þar efra, þar sem
sauðfé hefur afrétt milli Lyng-
dalsheiðar og Skjaldbreiðar.
Heyjaði fyrir sumt en kom öðru
í fóður.
Svo var mæðiveikin flutt inn.
„Okkur skortir oft dómgreind
en eðlishvötinni sem við höfðum
í firndinni og dýrin hafa enn
höfum við um of útrýmt“.
Ég ákvað að hætta allri kinda-
eign. Síðustu ærnar mínar voru
reknar til Reykjavíkur. (Þá var
ekki komið sláturhús á Selfossi.)
Ég var staddur í bænum, var
að útvega tæki til skólans þar
sem ég var kennari. Ég fór inn
í Sláturhús tiil að sjá og kveðja
síðustu ærnar mínar. Þær munu
hafa verið tæplega 10 talsins.
Þær yngstu hafði ég ekki séð.
Voru þetta góðar ær af samtín-
ing að vera. Hef ég frá fyrstu
tíð reynt að eiga fé yfir meðal-
lag að stærð og afurðum.
Svo flytzt ég úr sveitinni að
Selfossi og er búinn að eiga þar
heima um nokkurra ára bil, er
ég fæ löngun ti'l að eignast kind-
ur á ný.
Haustið 1960, 27. sept. kaupi
ég svo þrjár ær, 2 þingeyskar
og eina Vestfirska. Þær voru all
ar hyrndar en sú vestf. af koll-
óttu fé í bland. Þessar ær höfðu
gengið á slæmu haglendi og voru
rýrar. Tek ég þær til mín í skúr,
sem er fyrir utan gluggann á
húsinu mínu mér til ánægju og
til að geta braggað þær svolítið.
i Báðar þingeysku ærnar voru
steingeldar, en talsverð mjólk
var í þeirri vestf., þó hold-
grönn væri, græddist hún stór-
lega við e'ldið, hefði getað mjólk-
að unglambi að fullu.
Ekki gleymdi ég lýsisgjöfinn.i
enda hófust nú mínar tilraunir
með lýsisgjöf. Ærnar fóru svo í
[ gott fóður upp í sveit eftir smá
tíma.
Tveim árum seinna voru settir
á tvílembingar undan vestf. ánni
og vigtuðu þeir í byrjun nóvem-
ber, er þeir voru teknir á gjöf,
hrúturinn 51 kg. og gimbrin 40
kg. Hafði ærin gengið á venju-
legri Flóamýri og ekki komið á
tún eða fóðurkál, svo mikið hef-
ur hún mjólkað það sumarið.
Hún fékk lýsi um veturinn. Síð-
asta sumarið sem hún lifði, gekk
hún með tvo kollótta hrúta und-
ir sér, höfðu þeir um 16 kg. fall
hvor. Bóndinn gaf ánum lýsi á
vetrum til aukinnar frjósemi og
vænni dilka.
Þetta haust, 1960, og næstu
sjö haustin voru meðal þeirra
kinda sem ég tók í skúrinn um
lengri eða skemmri tíma, 10 smá
tvílembingar, 5 hrútar og 5 gimbr
ar. Þau höfðu undir 30 kg. með-
alvigt, er þau voru tekin á gjöf.
Framhald á bls. 21
SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM:
KVIKMYNDIR
_____________i_V----. .....
Það átti ekki að verða btm.
Þýzk mynd
Leikstjóri: Ulrich Schamoni
Aðalhlutverk:
Sabine Sinjen
Bruno Dietrich
Ung „hjónaleysi“ eru leidd
fyrir sjónir okkar. Við sjáum
þau striplast í rúminu og úti í
náttúrunni, þau eru hamingju-
söm yfir því að vera til og elsk
ast. Þau búa saman í lítflli og
snoturri íbúð, hafa bæði góða
atvinnu. Efnahagsleg vandamál
trufla ekki hamingju þeirra.
Manni finnst næstum að lífið
brosi of mikið við þeim, til að
um þau get myndast dramiatísk
saga. — En sagt er, að sorgin
gleymi engum.
Þótt þau vinni bæði þannig
störf, að ætla megi, að þau séu
allvel upplýst, þá hafa þau víst
ekki næga þekkingu á „pill-
unni“. Raunar sýnast ung, barn-
laus samasemhjón, sem búa sam-
an og elska hvort annað, ekki í
knýjandi þörf fyrir pilluna. En
Hilke virðist sú hugsun óbæri-
leg að eignast barn að svo
stöddu „ekki nema tuttugu og
tveggja ára gömul“. Hennifinnst
það muni spilla hamingju þeirra
Því tekur hún áhyggujr þungar,
er hún kemst að því, að hún er
sínum vanda vaxin. Þær útvega
henni meðöl, sprautur og hvað
eina, til að reyna að hindra sig-
urgöngu hins tilvonandi þýzka
ríkisborgara. En sá þýzki sækir
fram af óskeikulli hollustu við
lögmál náttúrunnar.
f örvæntingu sinni tekur hún
að ganga á milli lækna, til að
vita hvað þeir geti fyrr hana
gert.
„Okkar hlutverk er að vernda
líf, en ekki eyðileggja það“
svara margir, en aðrir beita öðr
um, sannfærandi rökum til
styrktar hinum smávaxna ferða-
manni. — Hvað á hún að gera?
Hún var að því komin að bera
málið undir Manfred, en kom
ekki orðum að því. Og Manfred
grunar ekkert fyrr en dag nokk
urn, að hann fær óvænta síma-
kvaðningu.
Mjög mikill hraði og tíð senu
skipti eru í þessari mynd Fellur
sá hraði vel að þeirri hamingju
og áhyggjuleysi, sem einkennir
fyrri hluta myndarinnar. Lifað
ærzl og ástarleikir eru mestu
ráðandi. Afbrýðisemi, smá rifr-
ildisköst, sættir, enn heitari ást
áeftir. — Brugðið er upp skyndi
myndum af vinnu þeirra utan
heimilis, einkum vinnu hans.
Hann vinnur hjá fasteignasala,
er duglegur starfsmaður. treyst
ir sjálfum sér vel, vegnar vel.
— Hún vinnur á teiknistofu,
eignast þar fjölda vinstúlkna.
Þó er sú útskýring hennar ekki
sannfærandi, að hún vilji ekki
eignast barn, þar sem hún muni
þá missa vinnuna: Hún er ófrísk
eftir mann sinn (þótt ógift séu)
sem hún elskar. — Fleiri skýr-
inga hlýtur a.m.k. að vera þörf.
Sjálfsagt er kvikmynd þess-
ari í og með ætlað það hlutverk
að mæla gegn fóstureyðingum.
Það gerir hún líka. En trúlega
hefði hún gert það enn sterkar,
orðið áhrifameira verk, ef unnt
hefði verið að gera ákefð Hilke
í að losna við barnið trúverð-
ugri. Ástæðurnar fyrir þeirri
ákvörðun hennar taka ekki á
sig nógu sannferðuga mynd. Sú
tilhugsun virðist henni frá upp-
hafi óeðlilega óbærileg, að hún
eigi að ala manni sínum þetta
barn.
Hin snöggu skapbrigði afbrýðis
seminnar og smávægilegra á
nekstra allt er þetta skiljanlegt
hinum almenna áhorfanda, en úr
því að „óhappið“ skeði á annað
borð, fyrir „augnabliks óaðgætni"
þá er lítt skiljanlegt, að ástin
skyldi ekki geta breytt þessu
óhappi í hamingju. f fáum orð-
um sagt: mótívið fyrir glæpnum
kemur ekki nógu skýrt fram.
Mynd þessi hefur eigi að síð-
ur ýmsa góða kosti. Hraðinn og
hin snöggu og tíðu senuskipti
koma í veg fyrir, að hún verði
nokkru sinni þreytandi. Ástar-
leikir elskendanna eru tilgerð
ar'lausir, og óþvingaðir, án þess
að vera óhæfilega „djarfir". Hin
ir ungu leikendur, sem leika
Manfred og Hilke njóta sín sem
leikendur bezt í gleði og á-
hyggjuleysi, en tekst miður, þeg
ar þau eiga að fara að taka á
sig sorgarhjúp. — Sumum þótti
myndin fullendaslepp, en mér
fundust lokin segja nóg og lofa
góðu um framtíð hinna ungu elsk
enda. Þau höfðu hlotið eldskírn
Ferðafélag
íslands
heldur kvöldvöku í Sigtúni
þriðjiudaginn 4. febrúar. Hún-
ið opið kl. 20.00.
EFNI:
1. Gunnar B. Guðmundsson,
skólastjóri, segir frá Veiði-
vatnasvæðinu og sýnir lit-
myndir þaðan.
2. Myndagetraun, verðlaun
veitt.
3. Ný íslandskvikmynd tek-
in af Centralfilm í Stokk-
hólmi fyrir SAAB-fyrirtæk
ið.
4. Dans til kl. 1.00.
Aðgöngumiðar seldir í bóka
verzlunum Sigfúsar Eymunds
sonar og ísafoldar. Verð kr.
100,00.
sorgarinnar, sem kannski var
nauðsynleg, til að þau lærðu að
meta ti'l fulls þá hamingju, sem
ungum, hraustum elskéndum er
búin.
— í lokin sá ég hilla undir
nýjan, smávaxinn ferðalang, sem
er að hefja nýja sigurgöngu.
S.K.
Einangrun
Góð plasteinangrun hefur hita
leiðnistaðal 0,028 til 0,030
Kcal/mh. °C, sem er verulega
minni hitaleiðni, en flest önn-
ur einangrunarefni hafa, þar
á meðal glerull, auk þess sem
plasteinangrun tekur nálega
engan raka eða vatn í sig. —
Vatnsdrægni margra annarra
einangrunarefna gerir þau, ef
svo ber undir, að mjög lélegri
einangrun.
Vé hófum fyrstir allra, hér á
landi, framleiðslu á einangrun
úr plasti (Polystyrene) og
framleiðum góða vöru með
hagstæðu verði.
REYPLAST H.F.
Armúla 26 - Sími 30978