Morgunblaðið - 04.02.1969, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1969.
27
Bruninn á Öxnalæk. Ljósmynd Mbl. Georg.
Brann ofan af 6
manna fjölskyldu
• • • •
— íbúðarhúsið að Oxnalœk í Olfusi brann
Samvinnu komið á milli
hagsmunahópanna
— komið verði upp hlutlausri upplýs-
ingamiðstöð prót. Leit Hobœk skilar
norsku stjórninni álitsgerð
ÍBÚÐARHÚSIÐ að Öxnalæk í
Ölfusi brann til kaldra kola síð-
astliðinn laugardag, en það var
tevggja hæða hús járnvarið, og
bjó þar danskur maður Jacob
Eldur ú Gríms-
stnðaholtinu
í GÆRJCVÖLDI varð elds vart í
húsinu Hólar á Grímsstaðaholti.
Húsið hefur staðið autt um ára-
bil, en var opið veðrum og vindi.
Talið er líklegt að krakkar hafi
verið með eld þarrna á lausu og
að kviknað hafi í út frá því. Nokk
ur eldur var í þiljum og rjáfri
þegar slökkviliðið kom að, en
eldurinn varð fljótt slökktur.
Músíkelskir
þjófur
RAFMAGNSGÍTAR, hljóðnem-
nm og „piek-up“, samtals að
verðmæti um 91 þúsund krónur,
var stolið úr hljóðfæraverzlun-
inni Rin aðfaranótt sl. laugar-
dags. Sex önnur innbrot voru
framin þessa nótt, en lítið höfðu
þeir, sem þar voru að verki,
upp úr krafsinu, mest eitthvað
af fötum á einum staðnum.
Rafmagnsgítarinn er af gerð-
inni „Gibson“ en hljóðnemamir,
fimm talsins, af gerðlnni
„Shure“.
Börnin sufnu!
til Binfrn 1
BÖRNIN i Kópavogi hafa ver- \
ið dugleg við söfnun til styrkt t
ar hinum fátæku og sveltandi i
í Biafra. f blaðinu á sunnudag J
inn var skýrt frá söfnun barna }
í Kópavogsskóla, og í gær kom i
hópur barna, úr 6. bekk Þ, í í
Kársnesskólanum til blaðsins 7
með kvittun frá biskupsritara, )
þar sem staðfest var, að þau t
hefðu skilað af sér rúmlega l
12 þús. kr. til Biafra-söfnunar
innar.
Krakkamir sögðu, að þetta
væri ágóði af bazar, sem þau
héldu I skólanum. Þau söfn-
uðu munum á bazarinn og
suma þeirra bjuggu þau til
Hansen ásamt konu sinni og fjór
um börnum þeirra á aldrinum
7-17 ára.
Eldurinn kom upp um nónbil
á laugardaginn. Var Jacob bóndi
þá við vinnu sína í hænsnahúsi,
sem er í 50 metra fjarlægð frá
sjálfu íbúðarhúsinu. Var honum
strax gert viðvart. Þegar hann
kom að bæjarhúsinu var það svo
til alelda orðið, en hann hljóp
þó inn til þess að freista þess
að bjarga einhverju af innbúi
sínu. Tókst honum að bjarga sjón
varpstæki heimilisins, en öðru
ekki. Svo breiddist eldurinn um
húsið með leifturhraða, að hús-
freyjunni vannst aðeins tími til
að hringja í slökkviliðið, en varð
síðan að hlaupa út úr brennandi
húsinu án þess að geta gripið yf-
irhöfn sína. Brann allt innbú fjöl
skyldunnar svo og föt öll.
Þegar slökkviliðið í Hveragerði
kom á vettvang var eldurinn svo
magnaður orðinn að Ijóst var, að
vonlaust var að bjarga húsinu.
Var því lögð áherzla áað bjarga
áföstum úti'húsum, fjósinu og
hlöðunni. Gripir voru í útihús-
um og hleypti Jacob bóndi þeim
strax út. Nokkurt magn var af
heyi í hlöðunni. Tókst slökkvilið
inu að bjarga útihúsunum.
Eldurinn kom upp í kjallara
hússins, en þar var meðal ann-
ars kyndiklefi hússins.
Innbú fjölskyldunnar var lágt
vátryggt.
— Sjómannadeilan
Framhald af bls. 28
sjómanns á mánuði mundi jafn-
gilda 2%—3% fiskverðáhækkun
en með þessari aðferð renna all-
ar tekjur af hærra fiskverði til
þessa sjóðs er greiddi umræddan
fæðiskostnað.
Önnur höfuðkrafa sjómanna
var um lífeyrissjóð. Skv. upp-
lýsingum þeim, sem Mbl. hefur
aflað sér munu útgerðarmenn nú
hafa fallizt á óiskir sjómanna um
lífeyrissjóð, sem kæmi í áföng-
um og byrjaði að taka gildi 1.
janúar 1970. Það seon aðallega
ber á milli er hins vegar það,
að útgerðarmenn vilja að sjó-
menn hafi frjálsar hendur um
það, hvort þeir gerist aðilar að
slíkum sjóði en samnmgamenn
sjómanna vilja, að sjómenn verði
allir aðilar að lífeyrissjóði.
Eins og kunnugt er, er almenna
reglan sú, að þátttakandi í líf-
eyrissjóði greiði 4% atf launum
sínum til sjóðsins en vinnuveit-
andi 6%.
Osló, 3. febrúar. NTB.
NORSKA fiskimálaráðuneytið
fól fyrir nokkru prófessor Leif
Hobæk Hansen að kynna sér sem
flesta þætti norsks sjávarútvegs
og gera tillögur til úrbóta. Pró-
fessorinn hefur nú skilað álits-
gerð og fjallar um ýmsa þætti
útvegs, ekki hvað sízt hraðfrysti-
iðnaðarins. Hann leggur til að
meiri áhcrzla verði lögð á mark-
aðsöflun fyrir sjávarafurðir og
Norðmenn kynni sér í ríkara
mæli þarfir markaðanna til að
átta sig á, hvemig framleiðslan
þurfi að vera til að seljast.
Snmningngerð
FRÉTTATILKYNNING frá fjár-
málaráðuneytinu og Bandalagi
starfsmanna ríkis og bæja um
samningagierð.
Með lögum nr. 33/1967 var
ákveðið að fresta gerð þess hluta
aðalkjarasamnings ríkisstarfs-
manna fyrir árið 1968 og 1969,
sem fjallar um skipun starfs-
manna í launaflokba.
Samningar hafa nú tekizt milli
aðila. í samningnum felst til-
færsla á ýmsum starfsheitum
milli launaflokka.
Ekið á kyrrstœðan bíl
EKIÐ var á R-229T5, sem er
steingrár Fiat, þar sem bíllinn
stóð á móts við Hrafnistu milli
klukkan 16 og 17,30 sl. sunnu-
dag. Var bílliinn mikið skemmd-
ur að framan.
Rannsóknarlögreglan skorar á
ökumanninn, sem tjóninu olli,
svo og vitni að gefa sig fram.
Stokkseyri, 3. janúar.
SÍÐASTLIÐINN laugardag kom
til Stokkseyrar mb. Hásteinn ann
ar þeirra tveggja báta, sem hafa
verið í smíðum fyrir Stokkseyr-
inga hjá skipasmíðastöðinni
Skipavík og Vélsmiðju Kristjáns
Rögnvaldssonar í Stykkishólmi.
Báturinn er smíðaður úr þurrk
aðri eik, samkvæmt nýjustu
reglum skipaskoðunar ríkisins,
og er það fyrsti báturinn, sem
smíðaður er hér á landi með sér-
stakri vörn gegn þurrafúa. Allar
’teikningar voru gerðar af Agli
Þorfinnssyni skipasmið í Kefla-
vík. Báturinn er 49 tonn að stærð
búinn 240 hestafla Relvin disei
aðalvél.Lister ljósavél og Kelvin
Hann bendir og á, að þar sem
útflytjendur keppi á sama mark-
aði þurfi að koma sér saman um
ákve'ðna skiptingu, svo að sam-
keppnin skaði þá ekki. Einnig
sé nauðsynlegt fyrir ferskfisk-
framleiðendur, sölusamtök og
framleiðendur og útflytjendur að
hafa sem mesta samvinnu með
sér. Ekki sé fráleitt að framleið-
endur og útflytjendur stofni með
sér innkaupasamband og með því
fengju þeir betri aðstöðu við
samningagerð. Prófessorinn er og
fýlgjandi rekstri stórfyrirtækja
og ræður frá byggingu margra
lítilla frystihúsa. Hann ber og
fram þá tillögu að komið verði á
laggirnar hlutlausri upplýsinga-
miðstöð á vegum þeirra aðila,
sem eiga hagsmuna að gæta inn-
an sjávarútvegsins og þar verði
safnað gögnum um arðsemi hverr
Stnðn bókn-
iulltrún
STAÐA bökatfulltrúa var auglýst
laus til umsóknar 27. desember
s.l. með umsóknarfresti til 25.
janúar. Um'siækjendur eru:
Anna Guðmundsdóttir, bóka-
vörður.
Báldur Pálmason, fulltrúL
Haraldur Jóhannsson, prótfess-
or.
Hilmar Jónsson, bókavörður.
Indriði G. Þorsteinsson, rit-
'h'öfundur.
Kristín H. Pétursdóttir, bóka-
vörður, og
Stefán Júlíusson, rithötfundur.
(Frá menntamiálaráðuneytinu)
Hughes 45 mílna radar og öðr-
um fullkomnum siglingatækjum.
Ganghraði bátsins í reynsluför
reyndist vera 9 mílur. Eigendur
eru Hraðfrystihús Stokkseynar
h.f. og Stokkseyrarhreppur.
Skipstjóri á bátnum verður
Henning Frederiksen tSokkseyri.
Síðari báturinn mun tilbúinn til
afhendingar í apríl n.k.
Þess skal og getið að í sam-
bandi við nýsmiði þessara báta
hafa Stokkseyringar notið sér-
stakrar fyrirgreiðslu þeirra Ing-
ólfs Jónssonar, ráðherra og
Tryggva Péturssonar bankastjóra
Búnaðarbanakns í Hveragerði.
— Steingrímur.
ar greinar sjávarútvegsins á
hverjum tíma. Þá er og gert ráð
fyrir ráðningu sérfræðinga til að
gera tillögur um og marka stefnu
í markaðsmálum til langs tíma.
Prófessorinn leggur til að fram
leiðendur, útflytjendur og sölu-
samtök ferskfisks semji um verð
á sjávaxafur'ðum á hverjum táma
og verðið skuli byggt á upplýsing
um frá fyrmetfndri upplýsinga-
miðstöð. Einnig sé þeirri mið-
stöð ætlað að hafa á hraðbergi
upplýsingar um starfsemi hvers
og eins þáttar útvegs, með hlið-
sjón af aflahrögðum, framleiðslu
háttum og söluhorfum á erlend-
um mörkuðum. Hansen segir að
frekari athugana sé þörf etf eigi
að takast að reka fyrirtæki án
ríkisstuðnings og því þurfi að
kanna þá styrki, sem veiíbtir eru
til þess að unnt sé að selja sjávar
afurði Norðmanna á lægra verði
en ella. Meðan slíkir styrkir eru
veittir gangi Norðmönnum erfið
lega í samningaviðræðum um að
fá tolla fellda nfður í löndum
Fríverzlunarbandalagsins og
þetta hafi og komið fram í við-
ræðum við Breta og kunni að
koma fram í viðræðum við Efna-
hagsbandalagsríkin og Bandarík-
in. Hins vegar sé athugandL
hvort ekki mæbti nota ríkisfram-
lög til að lækka verð framleiðslu
þeirrar, sem Norðmenn flytja út,
með það fyrir augum að vinna
markáði. Prófessorinn kemst
þannig að þeirri niðurstöðu að
sá stuðningur, sem ríkið veitir nú
sjávarútvegi í Noregi muni ekki
koma að fullum notum, þar sem
hann sé litinn óhýru auga af
ýmsum aðilum í þeim ríkjum,
sem Norðmenn flytji út til. Hann
vill þó ekki fella styrkina niður,
heldur verði þeir notaðir þannig,
að örðugra verði áð koma auga
á að þeir séu notaðir til beinna
niðurgreiðslna.
- LOÐNUVEIÐAR
Framhald af hls. 28
ing loðnunnar til mjölvinnslu er
um 16%.
Útflutningsverðmæti loðnu-
mjölsins í fyrra var rúmlega 70
milljón krónur, verðmætið 1967
var tæpar 96 milljónir og árið
1966 rúmar 124 milljónir. Á þess-
um þremur árum hefur verið
flutt út loðnulýsi fyrir um 39
milljónir króna.
Engar birgðir eru nú í landinu
af loðnumjöli.
ÁHUGALEYSI ÞAR JIL VERÐ-
IÐ VERÐUR ÁKEVIÐ.
Verð á loðnumjöli hetfur enn
ekki verið ákveðið eins og kunn-
ugt er og sagði Rafn Kristjáns-
son skipstjóri á Gjafari VE í við-
tali við Mbl. í gær, að takmark-
aður áhugi væri hjá skipstjórum
á loðnuveiðum, meðan ekki væri
vitað um verðið. En etf sæmilegt
verð fæst fyrir loðnuna til
vinnslu yrði áreiðanlega áhugi á
veiðunum — þegar verktfaUið
leysist. Var hann undrandi á fyr-
irætlunum Norðmanna og taldi,
að ef það borgaði sig fyrir þá að
gera báta út á íslandismið til
loðnuveiða hlytum við að geta
verið samkeppnisfærir — með
loðnuna við bæjardyrnar. —
Sagði Rafn útgerðarmenn einnig
hafa sýnt loðnunni lítinn áhuga,
þar sem verðið hefði ekki ve»ið
ákveðið.
Er Mbl. hatfði samband við Jón
Sigurðsson formann Sjómanna-
sambandsins sagði hann að hann
teldi engan vafa á því, að þegar
deilan leystist verði farið á
loðnuveiðar, ef útlit er fyrir að
um eitthvert magn sé að ræða.
MjöUð sé í háu verði og ætti því
góður hagur að verða af þeim
veiðum — hjá sjómönnum væri
alltaf áhugi að sækja þangað
sem aflavon væri mest. Aðspurð-
ur sagði hann að von um loðnu-
veiði breytti engu í atfstöðu sjó-
manna við samningana.
Hásteinn hið nýja skip Stokkseyringa.
Nýr bátur til
Stokkseyrar
— annar vœntanlegur í vetur