Morgunblaðið - 16.02.1969, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.02.1969, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1969. Úitgiefandi H.f. Árvafcur, Reykjavlk. Fjnandavaamdiaisitjóri Haralidur Sveinsaon. 'Ritstjórai' Sigurður Bjaraasion frá Vigíuir. Matbhías Jdharmesslen. EyjóMur Konráð Jónssson, Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttaistjóri Bjiörn J óhannssorr. Auiglýsihgia'sitjóri Árni Garðar Kristin'SBOn. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstrætd 6. Sími 10-106. Auiglýsingar Aðalstræti 0. Sími 22-4-SO. Askriftargjald kr. 160.00 á miánuði innanlands. í lausasölu kr. 10.00 eintakið. OLLU SNUIÐ OFUGT T umræðum um afkomu at- vinnuveganna og al- mennings annars vegar og efnahagsráðstafana ríkis- stjórnar hins vegar snúa stjómarandstæðingar, Fram- sóknarmenn og kommúnistar öllu öfugt. Þeir segja að ríkis- stjórnin hafi með efnahagsað- gerðum sínum „hafið styrj- öld“ við sjómennina. Þarna er staðreyndum gjör samlega snúið við. Hver ein- asti sjómaður og útgerðar- maður veit, að aflabresturinn og verðhrunið á útflutnings- afurðum sjávarútvegsins hafði leikið útgerðina þannig, að skipin voru almennt að stöðvast. Sama gilti um hrað- frystihúsin víðsvegar um land. Þau stöðvuðust hvert. á fætur öðm. Það var gagnvart þessu ástandi, sem ríkisstjórnin gerði þær róttæku ráðstafan- ir sem óhjákvæmlegar vom á sl. hausti. Ef þær hefðu ekki verið gerðar, hefðu hrað frystihúsin haldið áfram að stöðvast og bátaflotinn allur verið bundinn í höfn. Ef slíkt ástand hefði skapast, hefði sannarlega mátt deila með rökum á ríkisstjórnina fyrir að aðhafast ekkert. En hún hikaði ekki við að gera það sem gera þurfti, enda þótt henni væri það lj óst að það væri ekki vinsælt í bili, hjá verulegum hluta þjóðarinnar. En útflutningsframleiðslan er lífæð íslenzks efnahagslífs. Ef hún stöðvast skapast ekki aðeins atvinnuleysi um land allt, heldur leiðir af því efna- hagslegt hmn. Kjarni málsins er sá, að hvaða ríkisstjórn, sem setið hefði við völd á sl. ári hefði gripið til sömu ráðstafana og þeirra, sem núverandi ríkis- stjórn hefur framkvæmt. Það er óskapleg skammsýni þegar upplausnaröfl þjóðfélagsins, undir forystu stjómarand- stæðinga leggja sig nú fram um að brjóta þessar ráðstaf- anir niður. Það sem þjóðinni ríður nú lífið á er að fram- leiðslutækin séu rekin af full- um krafti. Það er eina leiðin til þess að útrýma því at- vinnuleysi, sem gert hefur vart við sig víðsvegar um land. Meðan verkfallið stend- ur á fiskiskipaflotanum er vonlaust að atvinnuleysinu verði útrýmt, hvaða ráðstaf- anir sem ríkisstjómin gerir að öðru leyti til þess að draga úr því. í þessu sambandi má minna á það, að ríkisstjórnin hefur gert fjölþættar ráðstafanir til þess að koma þeim hraðfrysti húsum í gang, sem höfðu stöðvast og ráða fram úr láns fjárskorti og margháttuðum erfiðleikum sjávarútvegsins. En allt verður þetta erfiðara og ber minni árangur vegna verkfallsins. Það er þannig ljóst öllum heilvita mönnum að haldi verkfallið áfram, hlýtur at- vinnuleysið að aukast og efna hagur þjóðarinnar að verða ótraustari. En um það þarf ekki að fara í neinar grafgötur, að það em til öfl í þjóðfélaginu, sem vilja brjóta hinar nauð- synlegu ráðstafanir niður, sem vilja að verkföllin standi sem lengst, sem leggja áherzlu á að kynda elda sundmngar og upplausnar. En allir ábyrgir og hugsandi menn, gera sér ljóst, að þessi öfl mega ekki verða ofan á. Þjóðin verður að snúast gegn vandanum af manndómi og ábyrgðartilfinningu. Þá verða erfiðleikarnir sigraðir, at- vinnuleysinu útrýmt og þró- un og uppbygging getur hald- ið áfram í hinu íslenzka þjóð- félagi. SKÓLAÆSKAN KREFST UMBÓTA f Tndanfarna daga hefur skóla æskan í Reykjavík hald- ið fundi og sett fram óskir sínar um úrbætur á því ástandi, sem nú ríkir í skóla- málum. Á föstudag fóra lands prófsnemendur hópgöngu á fund menntamálaráðherra og afhentu fulltrúa hans í fjar- vistum ráðherra óskir sínar. Öll fór þessi hópganga lands- prófsnemendanna fram prúð- mannlega og af glæsibrag. í gær efndu svo nemendur Háskóla íslands, Kennara- skóla íslands, Menntaskólans í Reykjavík og Menntaskól- ans í Hamrahlíð til útifundar að lokinni hópgöngu til þess að leggja áherzlu á kröfur sínar. Þrjú meginatriði þeirra vom þessi: 1. Bætt verði úr brýnni hús næðisþörf skólanna. 2. Endur skoðun og samræming verði framkvæmd á fræðslukerf- inu, og í þriðja lagi verði námslýðræði aukið. Mun þar fyrst og fremst átt við aukin áhrif nemenda á stjóm skól- anna. Enginn neitar því að miklar framkvæmdir hafa verið unn- ar í íslenzkum skólamálum á undanförnum árum. Sérstak- uh kf&m iii ys j u 1 ÍAN UR HEIMI Togstreita Rússa og Kínverja um SA-Asíu Sií trú Kínverja að hinir sundurleitu ,,óvinir" þeirra séu að undirbúa sam- sœri gegn þeim, kann að hafa alvar- legar afleiðingar Singapore. — ÞEIR tímar, er líta mátti kín- verskan sendiráðsstarfsmann í London sveifla öxi með trú- arlegu Mao ofstæki að brezk- um lögreglumanni fyrir utan aðsetur sendisveitar Kína í Portland Place, eru löngu liðn ir, og nú telja leiðtogarnir í Peking sér sæma, að láta full- trúa sína setjast að borði með Bandaríkjamönnum í Varsjá og ræða um friðsamlega sam- búð. Hinu er naumast að leyna, að hin nýja og skyndilega þörf fyrir að láta byltingarofstæki víkja fyrir „diplómatískum" aðgerðum, geldur þess að Kín verjar óttast mjög að hinir sundurleitu óvinir þeirra séu að undirþúa á laun snörur, sem eigi að bregða um háls Kína. »0. janúar sl. ásakaði Pekingútvarpið hástöfum , ,Kosygin-Br ezhnevklí kuna“ fyrir að hafa dregið saman enn meira sovézkt lið við landamæri Kína. í kjölfar þessa sigldu ásak- anir þess efnis að „sovézkir endurskoðunarsinnar" hefðu brotið lofthelgi Kína 110 sinn um á sl. ári, og að þeir væru að vinna að samsæri með bandarrékum heimsvaldasinn um og japönskum afturhalds- sinnum með það fyrir augum að slá „hernaðarlegan hring“ umhverfís Alþýðulýðveldið. í þessu skyni hefðu Rússar opn að dyr Síberíu „fyrir jap- önsku einokunarfjármagni“. Jafnvel nokkur varfærin orð af munni sendiherra Sovét- rikjanna í Kuala Lumpur, þess efnis að auka á gagn- kvæman skilning (og „hag- kvæm“ viðskipti) urðu þegar í stað til þess að Peking réð- ist harðlega að „sovézkum endurskoðunarsinnum“, se,m væru að „auka á samvinnu sína við lepp brezkra og bandarískra heimsvaldasinna, Malasíu“. RÚSSNESKAR ELDFLAUG- AR. Vera má, að Kínverjar sýn- ist nokkuð „byssubráðir”, ef svo mætti segja, en líta verð- uf á málin frá þeirra eigin bæjardyrum, ef þau eiga að skiljast. Hin miskunnarlausa innrás Sovétríkjanna í Tékkó slóvakíu olli mikilli gremju í Peking, þar sem úthrópun Rússa hefur verið stunduð af miklu meiri kostgæfni en í Prag, og tímarit eitt í Moskvu sem áhrifamikið er talið, hef- ur svarað með þeirri hálfgild- ings hótun, að „atburðir í Kína eru ekki að öllu leyti einka-innanríkismál lands- ins“, þar sem kenningar Mao Tse Tung „eru að spilla mál- stað sósíalismans í heimin- um“. Talið er fullvíst, að Rússar hafi ekki aðeins flutt hreyf- anlegar eldflaugastöðvair til Ytri-Mongólíu, heldur einnig langdræg flugskeyti, sem væru þess megnug að ná til iðnaðarsvæðanna í Mansjúríu og leggja Peking í rúst. Einn- ig er hermt, að Rússar hafi komið upp kjarnorkuvopnum á hinum geysimiklu landa- mærum Sovétríkjanna og Sinkiang, og að þeir hafi á reiðum höndum áætlanir um að eyðileggja kjarnorkuver Kínverja þar ef nauðsyn krefji. ÍÞað eru því lítil undur að Kínverjar séu taugaóstyrkir er þeir sj á rússneskt herlið hrúgast upp á landamærum sínum í norðri, og rússnesk herskip hæði á Kyrrahafi, austan Kína, og einnig á Ind- landshafi SV af Kína. Við þetta bætist, að erki- óvinurinn sjálfur, Þjóðernis- sinnar á Formósu, hafa að undanförnu ekkert misjafnt sagt um Sovétríkin í hinum venjulega og dagvissa and- komúnrétaáróðri sínum. Þetta mun naumast hafa farið fram hjá ráðamönnum í Peking. VAXANDI VANTRAUST Vantraustið vex á báða bóga, og ein grunsemdin leið- ir til annarar verri. Rússar hafa einnig áhyggjur af því, sem yrði hreinasta martröð fyrir þá, að viðræður Kín- verja og Bandaríkjamanna í Varsjá kynnu einn góðan veð urdag að leiða til bætts sam- komulags Wasihington og Peking. Ekki dró úr þesisum ótta er Edward Kennedy, öld- ungadeildarþingmaður lagði fyrir skemmstu fram tillögur sínar í fimm liðum um að „brjóta niður hinn mikla múr“, er skildi þessi tvö lönd að. Á sama tíma sýnist Moskva ákveðin í að tryggja sér, að fylgi Bandaríkjamenn for- dæmi Breta og verði á brott úr SA-Asíu, verði það ekki Kínverjar, sem komi til með að fylla hið pólitíska „tóma- rúm“, sem þar myndaðrét. Samkvæmt þessu hafa Rússar enn áreitt Kínverja með því að smeygja sér smátt og smátt til áhrifa í álfunni, þar sem margir stjórnmálaleiðleiðtog- ar taka þeim vel sem nýju afli, er gæti orðið til þess að þeir þyrftu ekki að velja ein- t göngu milli Kína, sem vill komast að, og Vesturveld- anna, sem vilja helzt ekki sitja þama endalaust. Er umræður fóru fram um varnarmál Malasíu fyrir nokkru, hvöttu margir stjórn arþingmenn til þess, að stjórn in sneri sér til Sovétríkj- anna og reyndi að afla her- gagna þaðan. Almennt er tal- ið, að Sovétríkin telji heppi- legast að öll SA-Asía yrði hlut laust svæði, er loks hefur ver ið fundinn botn í Vietnam- málinu. Diplómatar segja, að Moskva sé reiðubúin að láta N-Vietnam í té gífurlega efna hagsaðstoð til endurbygging- ar, svo „sósíalískt" Vietnam geti haldizt uitan krumlu Kína. FRÁ KÚBU TIL CAMBODIA Hinn nýi sendiherra Sovét- ríkjanna í Pnom Penh, höfuð borg Cambodia, er Sergei Koudriavtsev, sem mun áður hafa verið maður Moskvu á Kúbu er eldflaugadeilan stóð um það land. Áður hafði hann lent í opinberri rannsókn í Kanada, er hann var þar í diplómatastöðu. Hann hefur því mikla reynslu að baki, og er talið að það sé Koudriavt- sev, sem samræmi aðgerðir Sovétmanna — bæði neðan- jarðarstarfsemi, og það sem gert er fyrir opnum tjöldum — í gjörvallri SA-Asíu. Nú hafa Sovétmenn og Jap- anir undirritað fimm ára samning er nemur 20 millj. sterlingspundum, og felur í sér að Japanir og Sovétmenn vinni saman að því að nýta hinar óhemju auðlindir, sem liggja í skógavíðáttum Síber- íu. Til umræðu er önnur mál, sem krefjast mundu þess að japanskir menn og peningar myndu koma fram á sjónar- sviðið við sovézkar olíulindir, koparnámur, jarðgassvæðj og ýmislegt annað. Hvort samvinna Rússa og Japana er raunverulega hluti Framhald á bls. 22 lega hefur verið unnið rösk- lega að skólabyggingum. Þrátt fyrir það er ástandið í húsnæðismálum margra skóla algjörlega ófullnægjandi. Þess vegna er ekki óeðlilegt að kröfur komi fram hjá skólaæskunni og kennurum hennar um að bætt verði úr brýnni húsnæðisþörf ein- stakra skóla. Önnur krafa skólaæskunn- ar, endurskoðun og samræm- ing á fræðslukerfinu er þó ekki síður rökstudd. Sú stað- reynd verður ekki umflúin að hið íslenzka skólakerfi er meira og minna staðnað. Það hefur ekki fylgzt með kröfum tímans. Loks er ástæða til þess að leggja áherzlu á auk- ið valfrelsi um námsgreinar í framhaídsskólum og æðri skólum. Þeir sem stjórnað hafa skólamálunum undanfarið mega ekki fyrtast við þessar ábendingar og óskir skóla- æskunnar, hvað þá heldur daufheyrast algjörlega við þeim. Það væri hin mesta fá- einna. Æskan er ókomna tím- ans von. Á henni veltur fram- tíð þjóðarinnar í ríkara mæli en nokkru öðm. Menntun hennar og menningarlegt upp eldi, þegnlegur þroski og ábyrgðartilfinning, ræður ör- lögum þessarar þjóðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.