Morgunblaðið - 25.02.1969, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1969.
Á Búnaðaþingi
BÚNAÐARÞING stendur nú yfir og sitja það 25 fulltrúar úr
öllum landshlutum. Morgunblaðið hitti fjóra þeirra að máli
og spurði þá frétta úr sveitinni og af hag bænda.
Lárus Á. Gíslason, bóndi á
Miðhúsum í Hvolhreppi situr nú
3ja Búnaðarþing sitt. Við spurð-
um hann tíðinda úr sveit hans
og hann svaraði:
— Nýlega voru menn á ferð
þar austur frá og keyptu hross
til útflutnings á Ameríkumark-
að. Ég hef frétt að í sumar
myndu þeir kaupa enn 600 hross
fyrir sama markað. Útflutning-
Lárus Á. Gíslason.
ur þessi mun vera á vegum SÍS
og það var Páll Sigurðsson, sem
fór um sýsluna og keypti.
Hrossaeign Rangæinga erfrem
ur misjöfn. Sumir bændur eiga
góð hrossakyn, aðrir leggja mest
upp úr að rækta hross til slátr-
unar.
— Veturinn hefur verið góður.
Að vísu hafa komið nokkrir
harðir frostakaflar, en snjór hef
ur ekki verið mikill fyrr en nú.
Heyin eru fremur vond eftir
sumarið og held ég að bændur
hafi sparað þau mikið með fóð-
urbæti eftir því sem aðstæður
hafa leyft. Yfirleitt voru hey
slæm á Suðurlandi síðastliðið
sumar.
— Allt fram í janúarmánuð
mun mjólkurmagn til Flóabús-
ins hafa minnkað, en eitthvað
mun þó hafa rætzt úr nú. Vegir
hafa verið óvenjugóðir í vetur
og flutningar allir gengið af
burðavel. í Hvol'hreppi fækkar
hins vegar mjóllcurframleiðend-
um og af 30 bændum eru nú
aðeins 17 eftir sem framleiða
mjólk til sölu. Bændum hefur
ekki þótt fást nógu hátt verð
fyrir mjólkina mjaltir eru
kannski að því er sumum finnst
of bindandi. Dæmi eru til að
menn hafi farið út í svínarækt
og hænsnarækt. Afkoman af því
hefur hins vegar farið versn-
andi nú við hækkað fóðurverð,
en er þó líklega nokkuð góð.
— í sumar var nokkuð um ný-
rækt í Hvolhreppi. Nýbýli eru
hins vegar engin síðan 1953, en
þá voru stofnuð 4 nýbýli í Mið
húsalandi.
— Mikið er talað um það að
nýta alla möguleika og tæki-
færi, sem gengisbreytingin skap
ar viðvíkjandi útflutningi. Við
íslendingar eigum að leggja alla
áherzlu á að flytja út gærur og
ull, fullunnar afurðir. Slí'k starf
semi skapar atvinnu og eykur
gjaldeyristekjur þjóðarinnar.
Skoðun mín er sú að fjöldi
’ manna sé enn ekki búinn að
gera sér grein fyrir því hvað
landbúnaðurinn getur gefið í
aðra hönd, séu allir möguleik-
ar innan hans nýttir og að hon
um hlynnt af alúð.
— Ef unnt reynist að halda
efnahagsmálunum í horfinu nú
og unnt væri að hækka persónu
frádráttinn held ég að það yrði
mjög vel séð. Mikið er nú rætt
\um það að hefja framleiðslu á
Éjarnfóðri, stækka kögglaverk-
emiðjuna í Gunnarsholti og jafn
vel koma slíkri starfsemi upp
víðar á landinu. Einnig er nú
rætt um stækkun Áburðarverk
smiðjunnar og líkur á að hafizt
verði ef til vill handa í vor.
Skapast þá möguleikar á fram-
leiðslu kornáburðar, sagði Lár-
us að lokum.
★
Magnús Sigurðsson bóndi á
Gilsbakka í Hvtársíðu situr
Búnaðarþing í 3. sinn. Við spurð
um hann frétta úr sveit hans og
nærsveitum og þá fyrst af tíð-
arfari, því að bændur eiga ekki
svo lítið undir því.
— Veturinn hefur verið hag-
felldur, að vísu komu nautgrip-
ir snemma á gjöf vegna snjóa-
kaflans, sem stóð mikinn hluta
október, en sauðfé aftur á móti
ekki fyrr en undir jól. Síðan
um hátíðar hafa komið allharðir
frostakaflar hvað eftir annað á
snjólitla jörð og má búast við að
frostið sé gengið nokkuð djúpt
í jörðu. Við það eru menn dá-
lítið hræddir, bæði vegna þess
að hætt er við að seint grói að
vorinu þegar mikill klaki kemst
í jörðu og eins geta frostnar
vatnsleiðslur og þrotnir brunn
ar valdið feikilegri aukafyrir-
höfn fyrir menn, sem eru störf-
um hlaðnir. fyrir. Kal í túnum
var dálítið í sumum uppsveit-
um á s.l. ári, en ekki þurfum
við að bera okkur illa út af
því, ef borið er saman við á-
föll Norðlendinga af þeim sökum.
— Vegir hafa verið auðir í
allan vetur um héraðið og sam-
göngur greiðar. I sambandi við
það má geta þess, að í haust
var tekið upp nýtt mjólkurflutn
ingakerfi á öllu flutningasvæði
Kaupfélagfs Borgfirðinga. Er
mjólkin nú sótt annan hvern
dag á tankbílum og koma þeir
alveg upp að mjólkurhúsvegg og
soga mjólkina upp úr brúsum
eða kælitönkum, sem nú eru
komnir á marga bæi. Er þanmg
verið að „tankvæða" héraðið,
eins og sagt er á heldur leiðin-
legu máli. Þessir tankbílar flytjc
ekki vörur, en hafa hólf fyrir
pakka. Sérstök pokarúta kemur
með vörur einu sinni í viku.
— Hefur mjólkurframleiðsla
ekki minnkað talsvert?
— Hún hefur minnkað mikið
og síðustu mánuði ársins 1968
barst samlaginu í Borgarnesi um
20 prs. minni mjólk en í fyrra.
Ég held að aðalástæðurnar séu
þrjár. í fyrsta lagi hefur kúm
fækkað eitthvað — bústofninn
hefur dregizt saman. í öðru lagi
hafa menn hlífzt við að gefa fóð
urbæti, en hann hefur hækkað
mikið í verði og í þriðja lagi
hafa hey reynzt heldur létt.
— Gengisfellingin hefur kom-
ið illa við fyrirtæki bænda. Sum
ræktunarsambönd héraðsins
eiga nýlegar vélar sem keyptar
hafa verið fyrir eriend lán eða
gengistryggð lán úr Stofnlána-
deild og ennfremur er í Borg-
arnesi nýbyggt sláturhús, sem
svipað gildir um, og þessar
skuldir hækka mjög í krónu-
tölu. Það er brýn nauðsyn á leið
réttingu á þessum málum. Okk-
ur bændum er sagt, að aðstaða
til útlfutnings hafi batnað mjög,
en hækkun á rekstrarvörum
okkar er líka stórfelld og menn
bíða þess með eftirvæntingu að
eitthvað verði gert til að halda
áburðarverði niðri í vor. Áburð
urinn er pantaður fyrir jól, en
margir sveitungar mínir höfðu
þann fyrirvara þegar þeir skil-
uðu pöntunum í haust, að þetta
magn af áburði þyrftu þeir að
vísu, en þeir áskildu sér frjáls-
ar hendur að taka minna, ef
verðhækkun yrði stórfelld. Okk
ur gengur illa að skilja að ekki
sé skynsamlegt að leitast við að
draga úr framleiðskukostnað-
inum með því að ráðast til at-
lögu við hann á frumstigi.
— Tekjur manna almennt hafa
dregizt saman hjá bændum
vegna þess að erfiðlega gengur
að ná fullu afurðaverði skv.
verðlagsgrundvelli, en hjá þorps
búum í Borgarnesi vegna minni
vinnu, en þar eru nú allmargir
atvinnulausir. Þar hefur verið
mikil atvinna við byggingar á
undanförnum árum.
— Hvað er að frétta úr skóla-
málum?
— í héraðinu starfa margir
skólar og setja mjög svip sinn á
héraðið á vetrum. Bændaskóli,
húsmæðraskóli, samvinnuskóli og
héraðsskóli auk þriggja heima-
vistarbarnaskóla. Við erum því
vel settir eftir því sem gerist í
dreifbýli. Samt vantar mjög mik
ið á að börn og unglingar njóti
jafnréttis í þeim efnum við jafn
aldra sína í stærri bæjum og hér
vildi ég gjarnan minna á sam-
þykkt Búnaðarþings 1968 um
þetta efni, þar sem m.a. er far-
ið fram á að aðstaðan verði jöfn
uð með námsstyrkjum til ungl-
inga, sem þurfa að sækja fram-
haldsskóla fjarri heimilum sín-
um. I barnaskólum sveitanna eru
börnin ekki nema aðra hvora
viku í skólanum, heima hina vik
una.
— Mér þykir gaman að geta
sagt frá því nýmæli í skólamál
um okkar að Tónlistarskóli Borg
arfjarðar starfar nú sinn ann-
an vetur. Hann er rekinn af
báðum sýslufélögunum og Tón-
Magnús Sigurðsson.
listarfélagi Borgarfjarðar og
skólastjóri er Jón Þ. Björnsson.
Skólinn er starfræktur við alla
fjóra barnaskóla héraðsins og
við bindum miklar vonir við að
hann verði til að auka menning-
arreisn héraðsins.
— Borgfirðingar eiga mikilla
hagsmuna að gæta í laxveiði-
málum?
— Þau hafa nú verið nokkuð
á dagskrá um áramótin. Hefur
nýskeð verið samið um leigu á
tveimur helztu bergvatnsánum,
Þverá og Norðurá. Þær hafa
báðar hækkað nokkuð í leigu
frá því, sem verið hefur næsta
leigutímabil á undan, en hvergi
nærri því, sem nemur verðfalli
peninga. Þess vegna er ekki
hægt að neita því, að veiðieigend
ut líta öfundarauga til þeirra,
sem hafa leigt veiði'ár sín-
ar útlendingum og þannig tryggt
leigutekjur sínar fyrir gengis-
falli. Þau fordæmi eru freist-
andi.
★
Sigmundur Sigurðsson bóndi í
Syðra-Langholti í Hrunamanna-
hreppi og setið 15 Búnaðar-
þing og spurðum við hann al-
mennt um hag bænda.
— Aðaláhyggjuefni mitt vegna
bændastéttarinnar er hið kóln-
andi og versnandi tíðarfar, sem
virðist vera að færast yfir land
ið nú í bili að minnsta kosti og
valdið hefur bændum óútreikn-
anlegu tjóni til dæmis þrjú síð-
ustu árin. Kuldinn og gróður-
leysið á vorin krefst meira fóð-
Sigmundur Sigurðsson.
urs, bæði í heyi og kraftfóðri.
Kuldinn á sumrin krefst meiri
áburðar á hvern hektara, og
ekki má gleyma kalinu og erfið
leikum við kartöfluræktina, sem
nú tekst varla nema í veðursæl-
ustu sveitum landsins.
— En þrátt fyrir þetta geng
ur það kraftaverki næst hvað
bændur hafa getað bætt búskap
araðstöðu sína á síðustu árum,
hvað snertir ræktun, vélakost
og húsakost sinn, bæði yfir fólk
og fénað. Ég hef haft sérstaka
aðstöðu til að kynnast þessu í
Árnessýslu, þar sem ég hefi
starfað í fasteignamati sýslunn-
ar síðustu árin og þekki auk
þess vel til í fleiri sýslum. Það
er einmitt þessum dugnaði
bænda að þakka og þeirri um-
bótastefnu í landbúnaðarmálum
sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur
beitt sér fyrir á síðustu árum
undir ótrauðri forystu Ingólfs
Jónssonar landbúnaðarráðherra,
að við bændur höfum yfirleitt
getað staðið af okkur harðind-
in og erum staðráðnir í að gera
það áfram þar til aftur rofar til.
En við væntum meiri skilnings
sumra ráðamanna þjóðarinnar en
hingað til á hinni mikilvægu
þýðingu landbúnaðarins í þjóð-
arbúinu og leyfi ég mér að benda
á allan þann fjölda í þéttbýl-
inu, sem lifir á þjónustustörf-
um vegna landbúnaðar. Fróðir
menn segja mér að það sé mikið
stærri hópur en þeir, sem í sveit
unum eru búsettir.
— Alveg er það yfirgengi-
legt, þegar ýmsir drengstaular,
sem lítt þekkja til landbúnaðar
belgja sig út yfir rangri land-
búnaðarstefnu og ætla sér jafn-
vel að taka landbúnaðarráðherra
á kné og kenna honum aðra
landbúnaðarstefnu, hvað þá okk
ur hinum. En það fer jafnan
svo, þegar tekið er í miðsnesið
á þessum kálfum, að þeir skyn-
samari gefast upp og játa sína
vanþekkingu. Hinir halda áfram
að berja nautshausnum við stein
inn, sjálfum sér til skammar og
öðrum til óþurftar.
— Það er nú orðinn þjóðar-
löstur háj okkur fslendingum,
líklega í öllum stéttum, að for-
svarsmenn telja sig svobezt
þjóna sinni stétt að þeir geti
málað erfiðleika hennar og þann
vonda með svörtustu litum á
vegginn. Þetta tel ég ljótan og
hættuilegan ávana og miklu
heilladrýgra að líta til beggja
hliða og reyna með raunsæi og
karlmennsku að bjarga því sem
bjarga þarf. Mér er það full-
ljóst að nú eru meiri erfiðleik-
ar framundan hjá bændum en
oft áður. Það verður að hjálpa
þeim sem verst eru staddir, en
þeir eru sízt fleiri en hjá öðrum
stéttum. Umfram allt verða
bændur að geta eignazt nægan
áburð á komandi vori. Það er
undirstaðan undir fóðuröflun-
inni en heyin eru undirstaða bú
skaparins.
— Við bændur munum nú í
bili fresta verðfesti.ngu að
mestu og snúa okkur að því að
ilaga og fullgera framkvæmdir
síðustu ára, meðan þjóðin öll er
að rífa sig upp úr erfiðleikum
yfirstandandi tíma.
★
EgiH Bjarnason héraðsráðu-
nautur Búnaðursambands Skag-
firðinga situr nú Búniaðarþing í
þriðja skipti. Við spurðum hann
fyrst fregna af heyfeng
skagfirzkra bænda og veðurfari.
— Það voraði seint og hlýn-
aði ekki fyrr en kcmið var fram
í júlí en þá kom góð og hlý
veðrátta. Búfénaður gekk þó alls
staðar vel frrm og ekki bar á
heyskorti. Hins vegar var mikil
fóðurbætisnotkun. bæði í fyrra
vetur og vor, m.a. vegna þess að
menn voru að tryggja sig með
hey, ef vorið yrði hart eins og
raun varð á. Kulskemmdir urðu
nokkrar, sérstaklega í úthluta
héraðsins vestanverðu, en ó-
víða tilfinnanlegar. Spretta á ó-
skemmdu landi varð mjög góð
og veðurfar hagstætt til hey-
skapar. Var heyfengur yfirleitt
góður, en þó með nokkrum und-
antekningum.
— Mikla norðanhríð gerði á
s.l. hausti og setti mikinn snjó
niður um allt hérað. Þetta kom
sér illa vegna þess að víðast
hvar hafði aðeins verið farið í
einar göngur. Var margt fé eftir
á sumum afréttum, því að illa
smalaðist í fyrri leitum vegna
þoku. Leiddi það af sér óþæg-
indi og aukinn kostnað við að
ná fénu af fjöllum, auk þess sem
eitthvað fennti, en þó ekki í
stórum stíl. Varð þetta þess vald
andi að sláturlömb lögðu mjög
af eftir þann tíma, en þá var
eftir að slátra miklu. Þá tók og
skyndilega fyrir alla kúabeit en
beitin var óvenjugóð á þessum
tíma. Eyðilagðist mikið af græn
fóðri og sömuleiðis töluvert af
kartöflum. — I nóvember hlýn-
aði og hefur tíð síðan verið
stillt og hagstæð þótt frost hafi
stigið hátt. Hefur úrkoma verið
lítil og aldrei sett niður veru-
legan snjó.
— Hefur verið mikið um rækt
unar og byggingaframkvæmdir?
— Ræktunarframkvæmdir voru
yfirleitt svipaðar í fyrra og
undanfarin ár, en aukning varð
allveruleg á framræsílu miðað
við næsta ár á undan. Bygginga
framkvæmdir drógust nokkuð
saman og er nú óráðnara en oft
áður hvert framkvæmdamagn í
byggingaiðnaði og ræktun verð-
ur í héraðinu. Eins og útlitið er
í dag má reikna með að það
dragist verulega saman.
— Rekstraraðstaða ýmissa fyr
irtækja bænda versnaði á síð
asta ári vegna rekstrarfjárskorts
samfara auknurn tilkostnaði og
síðasta gengisbreyting kemur til
með að auka mjög á þessa erfið-
leika vegna gengistryggðra lána
sem þessi fyrirtæki eru með.
— Hefur mjólkurframleiðsia
aukizt, minnKað eða staðið í
stað?
— Mjólkurframieiðslan á síð-
asta ári jókst um 2.5 prs. frá
árinu áður og nam um 7 milljón-
um lítra.
— Hvað er að frétta af fé-
lagsmálum?
Egill Bjarnason.
— í félagsmálum er fátt stór-
tíðinda. Félagsheimilið Miðgarð-
ur í Varmahlíð, sem tekið var í
notkun fyrir tveimur árum hef
ur bætt mjög aðstöðu til aukins
skemmtanahalds og félagslífs í
nálægum sveitum. Skapaðist með
tilkomu þess ma. aðstaða til
stofnunar Leikfé'lags Skagfirð-
inga, sem hóf störf um s.l. ára-
mót og er fyrsta verkefnið þess
leikritið „Maður og kona“, sem
sýnt hefur verið að undan-
förnu.