Morgunblaðið - 25.02.1969, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1909.
17
aði í skólanum. Á síðastliðnu
vori nutu yfir 150 kennaraefni
vettvangsfræðslu í náttúrufræði.
Veitti Einar þeim öllum nokkra
tilsögn og fyrirgreiðslu. Var
skólanum ómetanlegur styrkur
að ráðum og dáð Einars, en kunn
ugir einir munu gera sér ljósa
grein fyrir því, hversu kröfuhart
verkefni það er að koma jafn-
ifjölmennum hópi að verklegu
námi á skömmum tíma, svo að
gagn verði að.
Þau kynni hafði ég af Einari,
að viðbröigð hans og verk voru
öll á eina lund. Hann var skjót-
ráður og úrræðagóður, öruggur í
hverri forsögn verks, ákveðinn
og ljúfmannlegur í senn, fyrir-
mynd um snyrtimennsku, hvort
heldur var í samskiptum við
landið, gróðurinn, verkfærin eða
ungmennin. Hann lét sér annt
um árangur starfa sinna og
lagði á sig mikla fyrirhöfn að
lesa og ræða ritgerðir nemenda
til þess að geta hagað verkum
og kennislu sem bezt í hverri
nýrri lotu. Eg flyt honum þakkir
Kennarafkólans fyrir kennsluna,
alúðina og umhyggjuna, en vinir
sjá á bak alvörumiklum gleði-
manni, vöskum dreng og fá-
gætum félaga og minnast ástvina
hans í sárum harmi.
Broddi Jóhannesson.
Kveðja frá félögum í Rotary-
klúbb Kópavogs.
Grimmt vörum hlið,
þats hrönn of braut
föður míns
á frændgarði;.
veitk ófullt
ok opit standa
sonar skarð
es mér sær of vann.
Við fráfall Einars G. E. Sæ-
mundsen er rofið stærra skarð í
raðir klúbbfélaganna en svo að
það verði fyllt í bráð. Okkur er
horfinn sá félagi sem við getum
allir verið sammála um að okkur
er mest eftirsjá í.
Mitt í sárum harmi er það þó
huggun að eiga minninguna um
þær samverustundir, er við átt-
um með honum þessi ár, sem
kMbbur okkar hefur starfað.
Einar Sæmundsen var ekki að-
eins góður og einlægur félagi í
klúbb okkar, hann var einnig
sjálfkjörinn í fremstu forustu-
sveit, þannig var hann einn af
fyrstu forsetum okkar og sá sem
bar það embætti af mestri reisn
og sóma. Þegar þurfti að koma
fram fyrir klúbbsins hönd út á
við þóttt jafnan sjálfsaigt að fyrst
væri leitað til Einars Sæmund-
sen; — þar sem hann kom fram
efaðist enginn um að vel væri á
miálum haldið og að sóma kiúbbs
ins væri borgið.
Þegar við minnumst þes?a ný-
látna félaga okkar þá er okkur
eifst í huga þakklæti til hans,
ekki aðeins fyrir allar þá ánægju
stundir, sem við höfum átt með
honum, heldur miklu fremur
fyrir þann skerf sem hann hefur
gefið okkar sameiginlegu hug-
sjón — þjónustuhugsjón rotary-
hreyfingarinnar.
Við skulum heiðra minningu
Einars G.E. Sæmundsens með því
að bera rotary-merkið með þeirri
reisn og víðsýni, sem han.n gerði
— og við skulum reyna að hlúa
að því fræi skilnings og mann-
kærleika se-m hann sáði á meðal
okkar Rotaryfélaganna.
Okkar harmur er sár, en harm-
ur konunnar hans sem liggur
í sjúkraihúsi og barnanna hans,
aldraðrar móður og annarra ná-
kominna ættingja er meiri.
Megi almáttugur guð styrkja
þau í >hinni djúpu sorg.
ÝMSIR munu verða til þess að
skrifa um Einar G. E. Sæmund-
sen látinn og geta þess helzta í
lífsferli hans. — Það litla, sem
hér verður sagt, ber hvorki að
líta á sem viðhlítandi eftirmæli
né ágrip af lífs9Ögu, heldur fyrst
og fremst sem kveðju einstaks
manns, ásamt þakklæti fyrir sam
skiptin á nokkrum hluta ævi-
skeiðsins. Og um leið er þetta
horið frarn af innri þörf, til að
reyna að komast út úr vítahring
saknaðar um ógleymanlegan
mann.
— Fullyrða má að óvenjulega
marga hafi sett hljóða við hið
hörmulega fráfall Einars G. E.
Sæmundsens, því hann var þekkt
ur um land allt og svo vinsæll
að af bar. Störf hans, ferðalög,
framkoma og eðliskostir áttu þar
allt hlut að. Hann var allt í senn:
Virtur, dáður og elskaður.
— Það er sagt, að maður komi
í manns stað, og svo er það yfir-
leitt. í þessu tilfelli verður það
ekki, — að ég held, — því það
eru svo fáir menn til sem skipað
geta eins vel hin ýmsu sæti, sem
hann fyllti, ýmist í forsæti, við
stjórnarborð, eða á hinum al-
menna bekk. Áhugi hans á aðal-
störfum og hugðaarmálum var
heilsteyptur og markviss, en skóg
ræktin og hestamennskan skip-
uðu þar öndvegi.
Það mun fáum þykja ofmælt
þótt fullyrt sé að Einar hafi um
margt verið óvenjulegur maður
— miðað við það sem við erum
flest, — því hann var fjölhæfur,
betri og skemmtilegri, en menn
eru yfirleitt. —
— Vera má að einhverjum
þyki hér nokkuð sterklega til
orða tekið og því skal það sagt,
að þetta er ekki slkrifað í geð-
hrifum augnabliksins, heldur að
yfirveguðu ráði um það, að hér
sé ekkert ofsagt.
— Vinsældir Einars skutu sprot
um um land all't, gáfur og góð-
vild voru honum meðfæddir eig-
inleikar og orðheppni og virðu-
leg framikoma voru honum einn-
ig ásköpuð. Hann var manna
slyngastur að bera klæði á vopn-
in ef í odda skarst en gat jafn-
framt beitt áhrifavaldi eínu og
myifdugleik ef á þurfti að halda.
Og þó jafnan þannig að vel var
við unað.
— Með honum var gott að
vera og margur á ógleymanlegar
endurminningar um liðnar
ánægjustundir vegna samskipta
sinna við Einar Sæmundsen. Því
er honum þakkað og harns saknað
umfram aðra menn.
Guðm. Þorláksson.
Kveðja frá starfsmönnum
Skógræktarfélags Reykjavíkur
STÆRSTI og styrkasti hlekkur-
inn brostinn.
Hvernig geta örlögin verið svo
grimm og miskunnarlaus?
Þeirri sipurningu verður aldrei
isvarað. í áhyggjuleysi liðinna
daga, kom okkur aldrei annað í
hug, en að Einar yrði okkur ei-
lífur, og því er sannleikurinn s>vo
bitur.
Hann sem var okkur svo mik-
ilsvirði þegar litið er til liðsins
tíma, allt í senn, sem umhyggju-
samur faðir, bróðir, og heimilis-
vinur okkar allra.
Til hans var leitað með öll
vandamál og áhyggjur sem hann
ávall't leysti úr með sinni eðlis-
lægu nærfærni og alúð. Hann
átti til svo ríka samkennd með
náunganum, jafnframt vitsmuni
og sannleiksást, sem varð til þess,
að öllum leið vel í mávist
hans bæði í starfi og leik. Ujúf-
ur og hófsamuir leiðbeinandi er
tók fulit tillit til iskoðana ann-
arra og jók þar með sjálfstraust
þeirra. Næmleiki hans á sálarlíf
samferðamannsins var einstakt.
Við minnumst athafnamanns-
ins er gaf okkur aðeins beztu for
dæmin. Hann gerði mestar kröf-
urnar til sjálfs sín, leysti verk-
efnin skjótt og óaðfinnanlega og
hreif okkur alla með gjörfuleik
sínum og ósérhlífni.
Við söknum vinar meira en
orð fá sagt, en þó er söknuður-
j inn sárastur hjá elskaðri eigin-
[ konu, börnum, tengdadætrum,
aldraðri móður, systu'', systur-
sonum og öðrum venzlamönnum.
Alfaðir 'Styr'ki þau í sárri raun.
Megi allt líf hans verða okkur
(hvatning til meiri afreka, mann-
dóms og mannkærleika.
Blessuð sé minning hans.
Laugardaginn 15. þ. m. var
ég á heimleið .sunnan af sveit“,
. er mér barst sú helfregn, að
I stórt bílslys hefði rétt áður orð-
ið á veginum skammt austur frá
Vatnsleysu, og að þar hefðu
tveir menn beðið bana, þeir Ein
ar G.E. Sæmundssen skógarvörð
ur og Tryggvi Guðmundsson
verzlunarmaður úr Reykjavík.
Einar hafði ásamt félögum sín-
um keypt jörðina Bergsstaði,
sem liggur austan Tungufljóts.
Voru þeir tveir á leið þangað og
í för með þeim voru konur
beggja er slysið varð. Einar
taldi sig orðið með Tungnamönn
um og hugðum við gott til þess
í framtíðinni að eiga svo góðan
granna og nytsemdarmann á með
al okkar. Mér flugu í hug orð
Gríms, er ég ók um slysstað-
inn: „Þeir, sem ganga þar hjá
segja: Þessi átti ei svo fljótt að
deyja". Einar Sæmundsen var
51 árs gamall.
Faðir Einars var Einar E. Sæ-
mundsen. Hann var einn af
fyrstu skógarvörðum landsins.
Var hann góðum gáfum gæddur,
vaskleikamaður, vinsæll og au-
fúsugestur hvar hann kom. Hann
var kvæntur Guðrúnu Sigfríði
Guðmundsdóttur frá Hrafnhóli í
Hjaltadal. Er hún enn á lífi. Bróð
ir Guðrúnar var Þorleifur Guð-
mundsson. Var hann ráðsmaður
á Vífilsstöðum 1916—1925. Hafði
hann áður verið sjúklingur þar.
Þorleifur var fágætur dugnað-
armaður og áhugasámur um all-
ar framfarir, einkum jarðrækt.
Melar og móa út frá Vífilsstöð-
um breyttust í tún og akra og
fúamýrar ræstar til ræktunar.
Þó var heilían á svo veikum
þræði, að hann varð jafnan að
hlífast við að framfylgja sterk-
um vilja til athafna. Ráðs-
mennska Þorleifs var vítt róm-
uð og maðurinn mjög minnis-
stæður þeim sem kynntust hon-
um. Af þessum stofni var Einar
yngri vaxinn, og bar hann glöggt
svipmót þessara sinna ættmenna.
Snemma fylgdi Einar föður sín
um í lengri jg skemmri ferðum
víðsvegar um 'andið og þá jafn-
an á hestbaki. Þannig kynntist
hinn ungi maði'.r „landi og þjóð
í lifandi myndum“. Hvarvetna
blöstu við sjónum stórbrotin,
óleyst verkefni, að græða hrjóstr
in og klæða nliðina. Neistinn
var kveiktur í brjósti mannsins
og förinni var heitið fram á leið
til nýrra skógarlunda.
Einar aflaði sér víðtækrar
þekkingar um skógrækt og
dvaldi árum saman erlendis við
nám í því skyni, fylgdist hann
jafnan vel með nýjungum á þessu
sviði og ferðuðist er'lendis til
nánari kynna. Einari voru brátt
falin fjölþætt trúnaðarstörf á
vegum Skógræktar ríkisins, hafði
hann og víðtæk leiðbeiningar-
störf með hönium á vegum Skóg
ræktarinnar. Millum hans og
skógræktarstjóra, Hákonar
Bjarnasonar, var ágætt samstarf
heil vinátta og gagnkvæmt traust
Fyrir 30 ár'im hófust nokkur
kynni með okkur Einari og hafa
þau jafnan haldist síðan og
hvergi borið þar skugga yfir, er
mér því ljúft eð minnast þessa.
Leið Einars lá oft að Hauka-
dal á vegum Skógræktar ríkis-
ins að leysa þar ýms verkefni,
sem honum var falin umsjá með.
Var hann þá oft með flokk manna
bæði inn'lenda og erlenda, stund
um dögum saman, er hann varð
að hafa verkstjórn með og
margs konar umsvif.
Einar var „morgunglaður" og
þó súld væri í lofti var bjart
um manninn, 'eiftrandi bros og
gamanyrði. Hvar sem hik, eða
nokkurn vanda bar að virtist
Einar kunna úrræði, og ef hönd
um þurfti til að taka gekk
hann hiklaust bar að með karl-
mennsku og verklagni. „Og þó
komi mold á kné og hendur, þá
hvað um það?“
Einar var maður vasklegur og
sviphreinn, ljúfur og háttvís í
allri framkomu, léttur í má'li, en
þó orðvar um aðra menn, fróð-
ur og minnugur ljóðelskur og
vel hagmæltur. svo sem hann
átti kyn til. Var gott að eiga
hann að málvini, því honum
fylgdi jafnan ferskt loft og hress
andi blær.
Æviatriði þessa mæta og góða
drengs verða ekki nánar rakin
frá minni hendi, munu aðrir mér
kunnugri það gera.
Leiðin til nýrra skóga á fs-
landi er 'löng og torsótt. Inn á
þá braut leggja þeir einir sem
eiga stóra hugsjón, sterka trú
og umbótahug. Fyrstu brautryðj
endur í skógrækt reistu nokk-
ur vegamerki, sem bentu fram á
leið. Framfarir í skógrækt hafa
einkum aukist á síðustu áratug-
um, byggist það á reynslu
liðinna tíma, aukinni þekkingu
og samstarfi við aðrar þjóðir um
skógræktarmál. Að þessu hafa
að sjálfsögðu margir unnið, en
efalaust hefur Einar Sæmunds-
sen átt þar drjúga hlutdeild að.
Hann hafði líka öðrum fremur
kynnt sér skjplbeltaræktun og
var þar um merkilegt leiðbein-
ingarstarf að ræða.
Það er mikill skaði fyrir fá-
menna þjóð að missa menn á
miðjum aldri .fiá stórum verk-
efnum, sem gátu vísað veginn til
framtíðarinnar, kveikt lífsfjör,
eflt kjark og áræði með þjóð-
inni.
Yfir breiðri byggð liggur gljá
andi hjarnið og glampandi sól
útmánaðar, sjónskynið blindast
af geislaflóðinu, jörðin er krop-
in í klaka langt niður. Landið
liggur í dvala, fræið í moldinni
sefur og bíður vorsins. Og senn
kemur vorið, vonandi gott vor.
En það vantar í vorið, þegar góð
ur vinur hefur kvatt í hinsta
sinn. Veit ég að sár sorg býr í
sinni nánustu ástvina og ætt-
ingja Einars.
En harmabót er hverjum ein-
um góð minning um genginn vin.
Sigurður Greipsson.
Hinn 15. þ.m. fórst af slys-
förum fornvinur minn og ágætur
féliagi Einar GE Sæmundsen,
skógarvörður. Að Einari er mik
il'l mannskaði, því að hann var
mannkostamaður.
Einar var vel á sig kominn
og vel gefinn til munns og handa
Hann var vel lesinn og hafði
áhuga á mörgu og ekki hvað
sízt öilu er snerti gróðurfar og
jarðfræði íslands, þjóðlegum
fræðum og ferðasögum. Minnið
var gott og hugsunin skýr, enda
ötull afkastarnaður.
Áhugamálin voru mörg og allt
af horft fram á veginn, talað
um hvað bæri að gera næst, því
'lífsorkan og kjarkurinn var mik
ill. Félagslyndur var Einar, vak
andi og áhug csamur að hverju
sem hann gekk.
Með starfi hans sem skógar-
varðar fór ekki hjá því, að hann
ætti samskipti við marga menn í
öllum landsfjórðungum og sæi
um margar framkvæmdir. í starfi
sínu átti Einar talsvert samstarf
við unglinga og um skeið stjórn
aði hann unglingavinnu fyrir
Reykjavíkurborg. Allir báru
þeir hlýjan hug til hans eftir
þau kynni. Oft heyrði ég ungl-
inga segja: ,,Ég má til að gera
það, ég verð t.ð gera það fyrir
hann Einar.“
Ungur að árum ferðaðist Ein-
ar mikið með föður sínum, sem
var 'landskunnur hestamaður og
hagyrðingur. f fyrstu landferð-
unum var Einar litli bundinn of
an í kvensöðul, eins og þá var
títt.
Ég átti því láni að fagna að
ferðast með Einari á hestum um
mörg sumar í sumarleyfum, víða
um land. f fyrstu ferðum okkar
fórum við tveir saman ásamt
ungum meðreiðarsveini. Er árin
liðu og börnin uxu úr grasi,
bættust fleiri í hópinn, sameigin
legir vinir og félagar.
Einar var ávallt sjálfkjörinn
fararstjóri. Alltaf var farið að
hans ráðum, án þess að nokkru
sinni væri á það minnst. Svo
sjálfsagt þótti það, enda hafði
hann mesta reynzlu að baki sem
ferðamaður og kunni öðrum frem
ur betur til verka Hann kann-
aði vöð í ám og vötnum, er á
vegi hans urðu, og reið ávallt
fyrstur á vaðið. Aldrei henti
neitt óhapp eða slys á þessum
ferðum, hvorki á mönnum né
hestum. Það var gaman að ferð-
ast með Einari. Hann kunni skil
á öllu sem fj'rir augum bar,
gróðri, ám og vötnum, þekkti öll
kennileiti og sogur þeim tengd-
ar.
í náttstað var glatt á hjalla,
lundin var létt og lífsorkan mik
il. Einar var vel máli farinn og
ágætur hagyrðingui og oft flugu
honum vísur af munni, stund-
um svo ört að varla varð lát á.
Ými'st var það græskulaust gam-
an um menn og málleysingja eða
minnisstæðar perlur um það sem
fyrir augun bar.
Einar fór ekki varhluta af
ýmsu andstrevni. Hann var ó-
vílinn og minnt.ist aldrei á slíkt
að fyrra bragði. Lánsmaður var
hann einnig og eignaðist margt
góðra vina og kunningja, þó um
fram allt ágæta myndarkonu,
sem .bjó honum og börnum þeirra
gott og fagurt heimili, sem hann
mat að verðleikum. Þá gekk Ein-
ar þrem ungum systursonum sín
um í föðurstað, fyrir fimmtán
árum er faðir þeirra féll frá.
Reyndust þau hjónin systur Ein
ars svo vel, að betra varð ei á
kosið.
Víða sér verka Einars stað.
Þau munu ásamt hugsunum hans
í lausu og bundnu máli lifa um
langa framtíð.
Nú að leiðarlokum, sem bar
svo brátt og óvænt að, þökkum
við félagar hans og fjölskyldur
okkar, Einari fyrir al'lar yndis-
stundir liðinna ára Við sam-
hryggjumst konu hans, aldraðri
móður, systur og börnum. Þeirra
er misserinn mestur.
Við munum öll varðveita minn
inguna um afbragðs mann og góð
an dreng.
Jón Á. Bjarnason.
★
Einar Guðmundur Einarsson
Sæmundsen fæddist á Þjótanda í
Árnessýslu 18. september 1917.
Einar faðir hans var Einarsson,
en hans faðir var Einar hattari
og borgari í Reykjavík Sæmund
sen, kenndur við Brekkubæ í
Grjótaþorpi. Móðir Einars er
Guðrún Sigfríður Guðmundsdótt
ir frá Hrafnhóli í Skagafirði.
Hún er nú 83 :.ra
Árið 1934 lauk Einar prófi frá
Gagnfræðaskóla Reykvíkinga og
var síðan við verklegt og bók-
legt skógarvarðarnám í Dan-
mörku frá 1936 til 1937. Þá v>ar
hann hér heima settur skógar-
vörður á Vöglum 1937 og sumar-
ið 193‘8. Þá fór hann alftur til námis
í Noregi, en kom heim rétt áður
en stríðið skall á og var skip-
aður skógarvörður á Vöglum 1.
mars 1940. Því starfi gegndi
hann til ársloka 1947. er hann
var skipaður skógarvörður á Suð
vesturlandi 1. janúar 1948. Jafn
fram þessu réðst hann sem
framlkvæmdastjóri Skórækt-
arfélags Reykjavíkur. Frá 1947
átti Einar sæti í stjórn Skóg-
ræktarfélags fslands og sá ávallt
um fjárreiður þess. Gegndi hann
öllum þessum störfum til dauða-
dags.
Bæði Einar og faðir hans voru
hestamenn ágætir og valdist Ein
ar snemma til forystu meðal
hestamanna. Hafði hann verið
formaður Landssambands þeirra
fr'á 1963. Ýms önnur trúnaðar-
störf voru honum falin.
Einar kvæntist 23. jú'lí 1940,
Sigríði Vilhjálmsdóttur. Þau áttu
4 börn: Einar, sem er að læra
til skrúðgarðaarkitekts, Ólafur
Guðmundur, sem lokið hefur
skógarvarðarnámi. Vilhjálmur
'h'úsasmíðanemi og Jónína Guð-
rún, ógift í heimahúsum.
f BIRGIR ÍSL. GUNNARSSON1
HÆSTARETTARLÖGMAÐUR
LÆKJARGÖTU 6B SÍMI22120
Bátur
Óska eftir félagsútgerð á neta
vertíð við Faxaflóa með reglu
sömum manni sem hefur 10—
15 tonna bát í góðu standi.
Hef þors'kanetaútbúnað. Tilb.
ásamt uppl. sendist afgr. Mbl.
merkt: „Bátur 6636“