Morgunblaðið - 25.02.1969, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 25.02.1969, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1969. GÓð þjón usta sækjum gamla svefnbekk- inn að morgni — skilum sem nýjum að kvöldi. BSRB og nýgerðir kjarasamningar Klæðum einnig önnur bólstruð húsgögn. Komum með áklæðissýnis- horn og gerum verðtilboð. SVEFNBEKKJA Laufásveg 4. Sími 13492 „KJARARAÐ B.S.R.B.“ birti furðulega yfirlýsingu í Morgun- blaðimi 13/2 1969. Furðulegt við þessa yfirlýsingu er meðal ann- ars að hvergi er raunverulega komið að kjarna málsins, að B.S.R.B. hindraði launahækkun til háskólamenntaðra framhalds- skólakennara. Aukiö viðskiptin — Auglýsið — Bezta auglýsingablaðið Verzlunarhús Til sölu verzlunarhús við Ármúla. Þrjár hæðir, hver hæð 500 ferm. Tilboð merkt: „Ármúla — 2981“ sendist blaðinu fyrir 28. febrúar 1969. Kópovogur Aðalfundur byggingarsamvinnufélags Kópavogs verð- ur haldinn í félagsheimilinu þriðjudaginn 4. marz næstkomandi kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. Tíl sölu Lister diselbátavél, 16 hestöfl, með gír og skrúfu. Varahlutir í Dodge Weapon nýrri, gerð súrþurrkunar- blásari S 11, einnig GMC spil. Selt allt á tækifæris- verði. Nánari upplýsingar næstu daga hjá Matthíasi Jóns- syni, Fossi Bíldudal. VARAHLUTIR [anw [EfeTfii "JJlí iíPfflN IHII&II JElrlJU iillLlJ mU lKI JMII NOTIÐ AÐEINS FORD FRAM- LEIDDA VARAHLUTI TIL END- URNÝJUNAR í FORD BÍLA — « HB. HRI5TJÁNSS0N H.F. ö M B 0 t) Ifl SUDURLAND$BRAUT 2 • SÍMi 3 53 00 1. Tveir menn, annar fulltrúi B.S.R.B. hinn fulltrúi fjármála- ráðuneytisins, hafa um tíma unn- ið að ákveðnu starfsmati, sem skyldi vera grundvöllur fyrir skiptingu opinberra starfsmanna í launaflokka. Þeir gerðu nýlega tillögu um launahækkanir nokk- urra opinberra starfsmanna í samræm; við starfsmatið. Þessar launahækkanir áttu að gilda frá 1. janúgr 1968, og var því stund- um um drjúgar upphæðir að ræða. Að sjálfsögðu var þetta ekki nein lokaniðurstaða starfs- mats um laun opinberra starfs- manna, heldur aðeins tímabund- in leiðrétting á augljósu órétt- læti. 2. Kjararáð B.S.R.B. féllst ekki á allar niðurstöður starfsmatsins, en veigamesta athugasemd þess var vegna háskólamenntaðra framhaldsskólakennara, sem fyr- ir voru í 18. launaflokki, skyldu einnig færast í 19. launaflokk. Allt á sama stað. BIFREIÐASALA EGILS TIL SÖLU Moskwitch 67. Willy’s 47 í góðu lagi. Renault R4 65, fallegur bíll Renault R 10, 68, lítið ek- inn. Renault R 10 63. Ford Bronco 66, klæddur. Simca 1000, 63, nýupptekin vél. Citroen DS 19, 67, tilb. ósk- ast. Volkswagen, rúgbrauð, 63, útb. samkomulag. Opel Caravan station 64, 65 Benz 300, 55. Hillman IMP 66. Ford Zephyr 4, 62, góður bíll. Fiat 850, cupé 67. Humber super snipe 60. Fiat 1100 s-aloon. Landrover 51. Hihnan Super Minx 66. Chevrolet Corvair 61. Cortina árg. 65, 67. Willy’s 55. Willy's 64 með Egilshúsi. Landrover 62, benzín. Saab 66. Tökum vel með farnar bif reiðir í umboðssölu. Úti og innisýningarsvæði. Egili Vilhjálmsson hf. Laugav. 116. Sími 22240. Hér er um að ræða 150—200 manna hóp, sem var við kennslu fyrir 1952 (margir við barna- skóla) og sem vegna „starfsald- urs“ voru færðir í 18. launa- flokk með sérstöku ráðherrabréfi 1964. Samkvæmt þessari kröfu B.S.R.B. skyldu þessir „gömlu og rótgrónu“ kennarar verða þrem- ur launafl. hærra en barna- kennarar með hliðstæða mennt- un en þeir eru í 16. launaflokki, og 2. launaflokkum hærri en þ e i r framhaldsskólakennarar, sem eru án háskólaprófs og hófu kennslu eftir 1952, en þeir eru í 17. launaflokki. B.S.R.B. gerði eingöngu kröfu fyrir hönd þeirra „gömlu og rótgrónu síðan fyrir 1952“, samtökin kröfðust þess að þeir skyldu ávallt vera í sama launaflokki og flestir háskóla- menntaðir framhaldsskólakenn- arar. 3. Fjármálaráðuneytið v i 1 d i ekki fallast á þessa kröfu B.S.R.B., þar sem hún brytl í bága við sjálfan grundvöll s'tarfs- matsins (sem fulltrúi B.S.R.B. var annar aðalhöfundur að). Rík isvaldið taldi rangt að sanngjörn launahækkun 40—50 háskóla- menntaðra kennara hlyti ávallt að orsaka sjálfkrafa launahækk- un 150—200 mann hóps, sem ekki hafði kostnaðarsama há- s'kólamenntun að baki. En B.S.R.B. sat fast við sinn keip, sú regla skyldj gilda að hver háskólamenntaður fram- haldsskólakennari skyldi ávallt þurfa að bera 4—5 „gamla og rótgróna" kennara upp launa- stigann. Svo langt gekk „Kjara- ráð B.S.R.B." að þessi krafa var gerð að skilyrði fyrir undirritun launas'amnings við ríkisvaldið. Að lokum lét fjármálaráðuneytið J0HHI8 - MAÍILIE glerullareinangranin Fleiri og fleiri nota Johns- Manville glerullareinangrun- ina með álpappírnum, enda eitt bezta einangrunar- efnið og jafnframt paS langódýrasta. Þér greiðið álíka fyrir 4” J-M glerull og 214” frauð- plasteinangrun og fáið auk þess álpappír með! Jafnvel flugfragt borgar sig Sendum um land allt — Jón Loftsson hi. Hringbraut 121. - Sími 10600. undan, og eina verulega breyt- ingin á launatillögum starfsmats- ins var, að felld var niður tillaga um launahækkun flestra há- skólamenntaðra framhaldsskóla- kennara, þeir skyldu vera áfram í 18. launaflokki. Þegar þessu af- reki var náð undirritaði „Kjara- ráð B.S.R.B.“ launasamninginn við ríkisstjórnina. 4. Þetta er nær einsdæmi í sögu íslenzkra stéttarsamtaka. B.S.R.B. beitir sér fýrir því að ákveðinn hópur, sem samtökin eiga að semja fyrir landslögum samkvæmt, fái ekki launahækk- un, sem atvinnurekandinn hefur boðið. Þetta er kjarni málsins, vilji forysta B.S.R.B. mótmæla þessu ætti hún að reyna að hrekja eitthvað af því, sem að framan er ritað. Þýðingarlaust er að halda áfram að réttlæta sig „með iðnaðarmönnunum frá 1945“, sem er meginatriði allra röksemdafærslu B.S.R.B. eins og glöggt má sjá í furðulegri yfir- lýsingu samtakanna. Hvorki iðn- aðarmönnum 1945 né háskóla- menntuðum mönnum 1969 er gerður greiði með því að telja mál þeirra algerar hliðstæður, hér er um gjörólíka hluti að ræða. Má hér t. d. nefna eitt atriði: háskólamenntunar er afl- að eftir að einstaklingurinn hef- ur náð tvítugsaldri, og vægi slíkrar menntunar til starfsmats er allmiklu meira en vægi mennt unar, sem aflað er fyrir tvítugt. 5. Auk stéttarníðslunnar hefur forysta B.S.R.B. sýnt í máli þessu sérstakt ábyrgðarleysi gagnvart almenningi. Frumforsenda allra framfara í skólamálum eru vel- menntaðir kennarar, og öllum ætti að vera ljós nauðsyn þess að á framhaldsskólastiginu starfi ávallt stór hópur háskólamennt- aðra kennara með próf í upp- eldis- og kennslufræðum. Hvern- ig er hægt að búast við því að slíkir menn fáist til þessara starfa í framtíðinni, meðan B.S.R.B. vill búa þeim núver- andi launakjör. Hás'kólamenntað- ur framhaldsskólakennari með 4—5 ára háskólanám að baki hef- ur rúmlega 400 kr. meira í mán- aðarlaun en framhaldsskólakenn ari, sem hefur enga háskóla- menntun, en á sama tíma er menntaskólakennari, sem hefur hliðstæða menntun og háskóla- menntaði framhaldsskólakennar- inn um 3000 kr. hærri mánaðar- laun en sá síðarnefndi. Og er „gömlu og rótgrónu" kennurun- um frá því „fyrir 1952“ gerður greiði með því að stilla þeim upp sem erfiðum og viðkvæmum for- tíðarfyrirbærum í greinilegri andstöðu við augljósar mennt- unarkröfur framtíðarinnar? Svarí hver fyrir sig. Ekki sízt meðlimir B.S.R.B. sem valið hafa núverandi forystu þeirra sam- taka. 18. febrúar 1969. Gísli Gunnarsson BAHCO HITABLÁSARAR HÆTTA Á NÆSTA LEITI eftir John Saunders og Alden McWilliams SO FAR,TROX CAN WRITE THE. STORy OFAXTEL ATHOS ON THE. BACK OF A jC stamp/ >PU CAN ALSO INCLUDE yOUR , EXPERT OPINION : THAT MISS ATHOS IS A BITOFA. DINS-A-LINS/ OON'T LAUSH, FRIEND / NORMAL FOLKS DON'T WALK AROUND IN A STUPOR. FALLINQ OFF BOATS .' X STILL sAySHE'S ONE. Enn sem komið er Troy, kemst það efni sem við höfum aflað okkur um At- hos, aftan á frímerki. Ég veit ekki Danny . . . við höfum uppgötvað að Athos á glæsilega snekkju, leiðindakarl fyrir son og mjög fallega dóttur. 2. mynd) Þú get- ur líka bætt við þínu sérfræðingsáliti og sagt að ungfrú Alhos sé eitthvað rugluð í kollinum. Hlæðu ekki gamli minn . . . heilbrigt fólk gengur ekki um í leiðslu og dettur fyrir borð . . . ég er sannfærð- ur um að hún er eitthvað veik. 3. mynd) Ég ætla að spyrja þig einu sinni enn, kæra systir og ég krefst þess að þú svarir. Hvað sagðir þú þeim? Ékkert, ég sagði þeim ekkert . . . æ, leyfðu mér að vera í friði . . . leyfðu mér að sofa. í vinnusali, vöru- geymslur o.fl. Margar gerðirog stærðir. Leiðbeiningar og verkfræði- þjónusta. FYRSTA FLOKKS FRÁ____ SÍMI 244 20 - SUÐURG. 10 - RVfK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.