Morgunblaðið - 27.03.1969, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 27.03.1969, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 106» tJltgelaindl H.f. Árvafcur, Reyfcjaivifc. FnamlavíBmdjaisfcj órt Hiaraldur Sveinsaon. ‘RitBtgórai' Sigurður Bjamiasoon frá VigutP. MaiífM:as Joteuiesslen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritsitjómarfullbrúi Þorbjöm GuÖmundsson. Firéttaistjóri Björn Jóhannsson!. AuglýsingaHtjóri Árni Garðar Kristinsson. Eitstjórn oig afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími KMflO. Auiglýsdngao? Aðalstræti 0. Sími 22-4-80. ÁsfcrMtargj'ald fcr. ISO.Oð á nránuði innanilainds. í lausasoiu: fcr. 10.00 eintafcið. FRJÁLSLEGRI SAM- SKIPTI HINS OPIN- BERA OG AL- MENNINGS ¥ áratugi hefur sú venja ríkt *■ hér meðal stjórnmála- manna og embættismanna að vera mjög sparir á upplýsing- ar um opinber málefni gagn- vart fréttastofnunum og raun ar öllum almenningi. Vafa- laust hefur þessi venja, að einhverju leyti skapast vegna þess, að fyrr á árum gátu em- bættismenn og stjórnmála- menn búist við því að snúið væri út úr ummælum þeirra og upplýsingar þeirra rang- túlkaðar í andstæðingablöð- um. Nú er þetta breytt. Stjórn málamenn og embættismenn geta yfirleitt treyst því að um mæli þeirra séu rétt eftir höfð í fréttum blaða, þótt þau leggi að sjálfsögðu mismun- andi mat á slík ummæli eða sjónarmið, sem fram koma, í ritstjórnargreinum sínum. En þótt blöðin hafi tekiðupp ný og betri vinnubrögð er hið gamla viðhorf furðu lífseigt, að bezt sé að gefa sem allra minnstar upplýsingar um opinber málefni. Þessi gamli hugsunarháttur kom glögg- lega fram á fundi borgar- stjórnar Reykjavíkur í síð- ustu viku. Einn af borgarfull trúum Framsóknarflokksins gerði athugasemd við það að borgarstjóri hefði á blaða- mannafundi gefið upplýsing- ar um mál, sem var og er á umræðustigi hjá borginni. Taldi borgarfulltrúinn að borgarstjóra væri ekki heim- ilt að gefa upplýsingar um slík mál fyrr en þau hefðu verið rædd í borgarráði eða öðrum stofnunum borgarinn- ar. Hér er komið að algjöru grundvallaratriði í samskipt- um hins opinbera við almenn ing. Geir Hallgrímsson, borg- arstjóri, svaraði þessari at- hugasemd á þann veg, að hann teldi sér heimilt að gefa upplýsingar á blaðamanna- fundi um mál, sem eru á um- ræðustigi hjá borginni og skýra jafnframt frá þeim val- kostum, sem fyrir hendi væru til þess að leysa tiltekin verk- efni, þannig að borgararnir geti fylgzt betur með því á hverju ákvarðanir borgaryfir valda byggjast. Borgarful’trúi Framsóknar- flokksins var á þessum borgar stjórnarfundi málsvari hinna gömlu úreltu viðhorfa að al- menningi komi ekki við hvernig um hans málefni er fjallað. í gær bregður svo við að dagblaðið Tíminn tekur undir þessi gamaldagsviðhorf borgarfulltrúans og er það einkennileg afstaða af hálfu fréttablaðs. Geir Hallgrímsson hefur hins vegar með sinni afstöðu til þessa máls markað nýja stefnu í samskiptum hins opinbera við almenning. Með því að veita fréttastofnunum upplýsingar um mál, sem eru til meðferðar hjá opinberum aðilum, jafnvel þótt ákvörð- un hafi ekki verið tekin, stuðla stjórnmálamenn og embættismenn að opnara stjórnmálastarfi en krafa æskunnar um breytingar í stjórnmálum hefur einmitt beinzt að því að opna stjórn- málastarfsemina meir én nú er. Vissulega er ástæða til að harma það, að annar stærsti stjórnmálaflokkur landsins og málgagn hans skuli enn hafa svo úrelt og stöðnuð viðhorf til þessara þýðingarmiklu mála. Það sýnir að við ramm- an reip er að draga. Hin gömlu sjónarmið eru furðu lífseig. En þrátt fyrir það, að Framsónarflokkurinn hafi tekið upp baráttu fyrir því að halda í gamlar venjur, sem ekki eru í neinu samræmi við hugsunarhátt manna nú á tímum er enginn vafi á því, að samskipti hins opinbera við almenning munu í fram- tíðinni í vaxandi mæli verða opnari og frjálslegri. EFTIRTEKTAR- VERÐUR ÁRANGUR ¥Tm þessar mundir stendur yfir fatakaupstefna í Kaupmaniiahöfn og taka ís- lenzk fyrirtæki þátt í henni. Tilgangur þeirrar þátttöku er að kanna möguleika á útflutn ingi þeirra framleiðsluvara, sem þar eru sýndar. í gær skýrði Mbl. frá því að borizt hefði pöntun til ís- lenzks aðila frá Hollandi en fyrirtæki þar í landi vill kaupa 500 pelsa að verðmæti um 7 milljónir króna. Þetta litla dæmi sýnir glögglega hvílík tækifæri eru fyrir hendi í þessum efnum. Hitt er svo annað mál, að pöntun- in er svo stór að hið íslenzka fyrirtæki getur ekki annað SÉRFRÆÐINGAR telja að á næstu 35 árum þurfi heimurinn að nota jafn mikið magn af alls konar málmum, og notað hefur verið síðastliðinn 2000 ár. — Orkuþörfin á næstu 20 árum verður þreföld á við það sem hún hefur verið síðastliðin 100 ár. Matvælaframleiðslan verður að aukast um helming á næstu 20 árum. Dr. Julius Stratton, tæknifræðingur, telur að við höf um nægilegt vatn og annað, sem þarf til að draga fram lif- ið, fram til ársins 2000. En það eru aðeins 31 ár þangað til. Framsýnir menn í Bandarfkj- unum leggja nú hart að ríkis- stjórninni að veita fé til haf- rannsókna, því hafið er það ein- asta sem getur bjargað okkur þegar auðlindir á landi þrjóta. Þeir vilja fá 20 milljarða dollara á næstu tíu árum, til að undir- búa nýtingu hafsins og hafs- botnsins. Hafið hefur að geyma nægileg matvæli til að forða hungri, nægilega málma til að halda iðnaðinum gangandi og nægilegt vatn (sem breytt yrði í ferskvatn) til að sjá fyrir þörf- um mannkynsins og landbún- aðarins um ókomna framtíð. Það er þegar búið að byggja mikinn fjölda alls konar rann- sóknarkafbáta, og menn hafa búið langtímum saman í sér- stökum húsum á hafsbotni. Þar er verið að finna haldgóða að- ferð til að gera mönnum kleift að nýta hafið eins og bændur nýta akra í dag. Búgarðar á hafsbotni verða orðnir að veru- Nýting auöæva hafsins -leika áður en langt um líður, í Bandaríkjunum eru menn þegar byrjaðir að stunda fiskirækt og skeldýrarækt þótt í smáum stíl sé. Fiskirækt er greinilega nauð- synleg. Heildarafli í heiminum er nú um 50 milljón lestir á ári og innan tíðar mun hann tvö- falda-st og þrefaldast. Vísinda- menn óttast þó ekki fiskþurrð því það er svo auðvellt að koma í veg fyrir hana. Með sérstökum aðferðum er hægt að auka fisk- magnið þannig að aflinn getur vel orðið 500 milijón lestir á ári án þess að stofninn bíði tjón af. Og það eru ekki bara fiskabú sem verða reist á hafsbotni, þ. e. ekki aðeins fyrir algengustu nytjafiska eins og þorsk, ýsu og þar fram eftir götunum. Það verða einnig reistir stórir bú- garðar sem rækta humar, krækl- ing, rækjur, krabba, lax, silung, ostrur og allt sem nöfnum tjáir að nefna. Þá verður Ifka áreið- anlega búið að finna einhverjar leiðir til að nýta ýmis sjávar- dýr sem menn leggja sér ekki til munns í dag, og það verður víðar en í Japan sem menn fussa ekki við loðnu, og víðar en í Biafra sem menn borða skreið. Olfulindir á hafsbotni verða líka nýttar enn betur en í dag. Það eru nú þegar um 12000 olíulindir út af strönd Banda- ríkjanna, og verkfræðingar telja sig vera búnir að finna nýja stórkostlega brunna undan, ströndum Alaska og Kanada. Málmar verða einnig unnir i stórum stíl, og menn eru þegar byrjaðir að sækja gimsteina nið ur á hafsbotninn. Sjórinn sjálf- ur (vatnið) er auðugur af alls konar málmum og efnablöndum sem hægðarleikur er að nýta. Við skulum taka sem dæmi ferskvatmsvinnslustöðvar sem ynnu samtals 7 milljarða gall- óna ferskvatns úr sjónum ár- lega. I hliðarframleiðslu fengj- ust m. a. 100 milljón lestir af pottösku, 250 þúsund lestir af brómi, 50 þúsund lestir af strontium og 3 kíló af skíra gufli. Það er því engin furða þótt vísindamenn vilji óðir og upp- vægir byrja að nýta þessi auð- ævi að einhverju leyti, þau gætu stórlega bætt afkomu heimsins ... og svo eru ekki nema 31 ár fram til ársins 2000. ® UTANÚRHEIMI HGH efnir til hungnrvöku nm bænadngona henni. Það er einnig vísbend- ing um að vandamálin í sam- bandi við útflutning geta orðið önnur en þau að fram- leiðsluvörur okkar seljist ekki. í viðtali við Mbl. í gær benti Úlfur Sigurmundsson, forstöðumaður útflutnings- skrifstofu iðnrekenda á að vegna 20% tolls á flestum iðn áðarvörum væri aðild að EFTA nánast skilyrði fyrir því að söluherferð á erlend- um mörkuðum gæti borið árangur. Ætti sú staðreynd að vera nokkurt íhugunarefni fyrir þá sem nú eru haldnir efasemdum um aðild íslands að EFTA. FRAMKVÆMDANEFND HGH hefur ákveðið að gangast fyriir hungurvöku um bænadaga þá, er í hönd fara 3. og 4. apríl n.k. Tilgangur hennar er að sýna sam hug með hinum hrjáðu þjóðum þróunarlandanna, lýsa samábyrgð á örlögum þeirra og vilja þeirra, að sett verði löggjöf hér á landi um aðstoð af íslands hálfu við þróunarlöndin. Unnið er nú að undirbúniingi hennar. Hún mun standa Skírdag, aðfaranótt föstu dagsins og föstudaginn langa. Verður hún haldin í nýbyggingu Menntaskólans í Reykjaví'k (Casa Nova). Þar verður fastöndum bú in svefnaðstaða. Næring verður aðeins vatn eitt allan tímann. í því sambandi skal þess getið að efnt verður til „Hanastéls í vatni“ og þangað boðið ýmsum forystumönnum þjóðarinnar, svo þeir megi af eig in raun kynna sér hvers vegna efnt sé til hungurvökunnar. Dagskrá hungurvökunnar verð ur margþætt og er nú unnið að undirbúningi hennar. Meðal dag skráratriða verða: umræðuihóp- ar, fræðsluerindi, hugvekja, kvöldvaka, kvikmyndasýningar, lestraraðstaða verður fyrir nem- endur o. fl. Þess er vænzt að skólafólk úr hinum æðri skólum borgarinnar fjolmenni til föstu þessarar. 1 (Fréttatillkynning).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.