Morgunblaðið - 27.03.1969, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.03.1969, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1969 Orðsending til for- manns stúdentaráðs 1 GREIN sem þú birtir i Morgun- blaðinu 8. þ.m., segist þú vilja benda á nokkur atriði, sem varp- að gætu ljósi á sumt af því, sem ctendur í grein minni „Heila- flótti“, sem birtist í Morgunblað- inu 1. þ.m. Sem formaður stúdentaráðs ber þér eflaust að bregða skildi fyrir þína félaga, ef ómaklega er að ykkur vegið. En í þessari grein minni nefni ég aðeins nokkrar staðreyndir, sem flestum eru kunnar, en margir kveinka sér þó við að ræða, og því síður að nefna rétt- um nöfnum. Og mér þykir trú- legt, að það sé vegna þeirrar ein- urðar, sem þú -snýst svo óburðug- lega við með þína ljóstýru, sem frekar er ætlað að varpa skugg- um en birtu. Mér gekk aðeins gott til að benda á það sem betur mætti fara, og á þær hættur, sem blasa við. Mér er ekkert síður annt um Háskóla íslands en þér og öðrum nemendum skólans, enda hef ég lagt honum til, lengur en þú og aðrir á þínum aldri. Há- skóli íslands er þjóðfélagsstofn- un, en ekkert einkafyrirtæki þeirra stúdenta, sem njóta þar tilsagnar og handleiðslu hverju sinni. En það er slæmt fyrir þá stofn- un Höskuldur, ef þú og aðrir stúdentar gefið tilefni til, að þjóð in fái sama álit á háskólastúdent um, og bóndi, sem ég þekki fyrir vestan, hafði á Þingeyingum. Bóndi þessi hafði vinnumann, sem talinn var fremur fávís. Stundum fannst bónda að hann þyrfti að afsaka fávizku vinnu- mannsins og sagði þá gjarnan: „Hann er úr Þingeyjarsýslunni, skinnið, og þekkir því lítið til á íslandi". En það er einmitt þetta, sem einkennir þessa grein þína, og alltof margt annað, sem stúdent- ar láta frá sér heyra. Þið virðist ekki, eða viljið ekki sjá, hve mörg eru verkefnin, sem þarf að sinna samtímis, í okkar stóra og góða landi. Það er kannski ósann gjarnt að ætlast til þess, að fólk um tvítugt geri sér grein fyrir því helzta, sem gerzt hefur á ís- landi síðastliðin 30 ár, því þar er í mörg horn að líta. Ég vil aðeins benda þér á, að í áratugi hafa skólamenn sent frá sér til- lögur, og lagt fram kröfur um lagfæringar og endurbætur á skólakerfinu, bætta starfsað- stöðu, launakröfur o.fl. Mörgum hefur fundizt sá róður ganga seint, en þó hefur framlag til menntamála verið aukið frá ári til árs, og nú á síðasta ári var varið 1400 millj. króna til menntamála. En nú viljið þið há- skólastúdentar innleiða nýja siði, sem mörgum hrýs hugur við. Sú kynslóð stúdenta, sem er að vaxa úr grasi og nýtur meiri og betri menntunarskilyrða en nokkur önnur kynslóð hefur áður fengið, kann svo engin önnur ráð til að fá málum sínum framgengt en hóta því að grípa til líkamsmeið- inga og eyðileggingarstarfsemi. Ég er svo mikið nátttröll, að mér finnst eitthvað bogið við, ef slík- ur er árangur af aukinni og bættri menntun. Þú segir: „Stefnt er að því að tryggja með fjárhagslegum stuðn ingi, að efnilegir menn geti ekk- ert siður átt þeas kost að stunda framhaldsnám, þótt faðir þeirra sé fátækur verkamaður en þótt hann væri einhver nýríkur njóli“.“. (Hugguleg nafngift fyr- ir þá, sem eiga yfir höfði sér stóru vinningana í H.H.Í.) Fræðslulöggjöfin frá 1946 átti að stuðla að jafnrétti til náms, og ákvæðin um landspróf mið- skóla, í þeim lögum, átti að greina hafrana frá sauðunum. Um jafnréttið er ekki lengur deilt, en um landsprófið verða sennilega alltaf deilur. Á það hefur verið bent, að auð velt sé að auka stúdentafjöldann með því að draga ur námskröf- um. Bandaríkjamenn útskrifuðu 73% stúdenta af fæðingarárgangi 1963 og ætla sér að ná 80% mark inu 1970. Samskonar tölur: 1963 og 1970 Grikkland 18 % ” 25% Svíþjóð 14 % ” 30% ísland 8,8% ” 14% Danir, Englendingar og Vest- ur-Þjóðverjar hafa einnig verið taldir til menningarþjóða, þar líta tölurnar þannig út: 1963 og 1970 Danmörk 7% ” 9% England 7% ” 9% V-Þýzkaland 8% ” 8% Þess má geta í sambandi við 80% hjá Bandaríkjamönnum, að þar sem ólæsi þekkist ekki, þar er talið að 15—20% af hverjum fæðingarárgang hrökklist út af eðlilegri námsbraut á skyldu- námsstiginu. Það þýðir, að í Bandaríkjunum er verið að af- nema stúdentspróf í venjulegri merkingu. 80% markið er aðeins viðurkenning á því, að sá hundr- aðshluti nemenda sitji einhvern ákveðinn árafjölda í skólabekk. Rannsóknir dr. Matttiíasar Jón assonar hafa leitt í lójs, að það er nokkuð stór hópur nemenda með lága greindarvísitölu, allt niður í 85 grv. sem getur sloppið í gegn um landspróf og stúdents- próf, að vísu með lágar einkunn- ir ,en þó með fullan rétt til inn- göngu í háskóla. Einnig sýna skýrslur Háskóla íslands, svo ekki verður um deilt, að óeðlilega stór hópur þeirra, sem byrja háskólanám gefst þar upp á miðri leið. Ekki hefur þó enn verið rannsakað hverj- ar eru orsakir þess, að allt þetta fólk dagar uppi á námsbrautinni, en vafalaust yrði það viðkvæmt mál hjá mörgum, ef það yrði með tölum talið, hve mikið þessi mistök kosta þjóðfélagið. Ummæli ungu hjónanna í Morgunblaðinu 8. þ.m., Jóns G. Stefánssonar og frú, sem bæði hafa lokið læknanámi við H.Í., sýna heldur leiðinlega mynd af starfsdegi stúdenta. Jón segir: „Námið verður líklega stytt, þannig að meðalnámstími verði 6 ár í stað 6% ár, og ég býst við að í framtíðinni verði stefnt að því að stytta námið enn meir, niður i fimm ár“. „Af hverju verður þá skorið?“ spyr blaðamaðurinn. Jón svarar: „Fyrst og fremst þeim tíma, sem hefur farið í ekki neitt“. Þegar við tölum um efnilega menn til framhaldsnáms, þá meinum við að það sé fólk með háa greindarvísitölu (1Q). Nú er það sannað að árangur í námi sé fyrst og fremst háður greind nemandans, þó fleira geti komið þar til. Áðurnefndar rann sóknir dr. Matthíasar benda til að greindarvísitala 120 og hærri sé nauðsynlegt til menntaskóla- náms á íslandi, með núgildandi prófkröfum. Þessi atriði eru sá kjarní málsins, sem ekki verð- ur komizt framhjá, og því ástæðu laust fyrir okkur að jagast um. í okkar fátæka þjóðfélagi verð ur alltaf takmarkað fjármagn, sem hægt er að leggja til fræðslu mála og þá er um það að velja, að háskólanemar séu takmarkað- ur úrvalshópur, sem þjóðfélagið hefur að verulegu leyti á sínu framfæri, og reynir að gera vel við, gegn ákveðnum skilyrðum. Hinn kosturinn er sá, að halda áfram eins Og horfir, og þynna enn frekar þann efnivið, sem þið segið að eigi að ve'ða burðarás- inn í iílenzku þjóðfélagi. í niðurlagi greinar þinnar seg- ir þú: „Hvað eiga íslenzkir stúdentar að taka til bragðs, er þeir hafa um margra ára skeið farið á frið- samlegan hátt fram á það t.d., að þegar í stað verði hafizt handa um að skapa tannlæknadeild há- íkólans einhverja aðstöðu, ennþá bólar ekki á neinni lausn. Samt vita allir um geigvænlegan tann- læknaskort á íslandi". Kannski getur K.H. bent á „friðsamleg úrræði og leyst mál- ið“. Það er guðvelkomið. En fyrst verður að athuga hvort læknanemar stefni að því, að vinna samfélaginu verulegt gagn, eða sjálfum sér eingöngu. Ef fégræðgi ræður því hvort ungir menn vilja gerast tann- læknar að iðn, þá er auðvelt að stofna hlutafélag eða samvinnu- félag, t.d. af starfandi tannlækn- um, sem skilaði góðum arði. Slíku félagi væri leikur einn, að kosta allt nám og námsaðstöðu tannlæknanema, gegn endur- greiðslu og vöxtum, sem báðir aðilar gætu vel unað. Ef hagsmunir samfélagsins eru látnir ráða að nokkru, væri eðli- legt að byrja á því að athuga, hvort námstími tannlækna sé ekki alltof langur, og hvort til námsins veljist nemendur með þá handlægni, sem nauðsynleg er. Svo mætti skapa tannlækna- deild háskólans betri aðstöðu með því að afla fjár með því að semja við verkalýðsfélögin, þann ig að félögin legðu tannlækna- deildinni fé, gegn því að fjöl- skyldum verkamanna væri 'hlíft við hinu taumlausa okri tann- læknanna, þessara ungu og efnilegu sona fátæku verka- mannanna og nýríku njólanna", okri sem útilokar að verkamenn geti notið þeirrar þjónustu, sem eðlilegt væri að tannlæknar veittu. Ég læt þetta nægja. Og í þeirri von, að þér og þínum félögum lærist sem fyrst, að það er þraut- reyndur gæfuvegur að elska sjálf an sig í hófi, þá veit ég að þið eigið eftir að vinna íslandi mikið gagn. í guðs friði. Kristján Haildórsson, kennari. GfM.DS'UlVE OPAL SOKKABUXUR eru framleiddar úr úrvals crepegarni. OPAL SOKKABUXUR eru framleiddar af stærstu sokkaverk- smiðju Vestur-Þýzkalands. OPAL SOKKABUXUR eru fallegar og fara sérlega vel á fæti. OPAL SOKKABUXUR eru á mjög hagstæðu verði. OPAL SOKKABUXUR seljast þess vegna bezt. Kaupið aðeins það bezta Kaupið OPAL 80KKA og SOKKABIJXUR Einkaumboðsmenn: Kr. Þorvaldsson & Co. heildverzl. Grettisgötu 6, símar 24730 og 24478. HÆTTA Á NÆSTA LEITI eftir John Saunders og Alden McWilliams Því miður höfum við enga fanga- geymslu, svo að ég verð að biðja ykkur að dvelja smástund i lestinni, sem er tóm { augnablikinu. Og ég sem bjóst við að fá fína dagstofu til umráða. (2. mynd). Hættu að segja brandara, Danny, þessi vitleysingur ætlar að fleygja okkur fyr- ir borð. Við erum ekki drukknaðir ennþá Troy. (3. mynd). En við verðum að finna einhverja leið til að jafna lcikinn. Ég er ósköp lítið fyrir að ráðast gegn vél- byssukjöftum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.