Morgunblaðið - 27.03.1969, Side 24

Morgunblaðið - 27.03.1969, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FTMMTUDAGUR 27. MARZ 1969 Kay og hvarf inn í hópinn, sem var að horfa á dansinn. Ég laut niður til að tala við Lucy, svo að Don sæi ekki, að ég hafði heyrt þessi orðaskipti. og ég vonaði, að Lucy hefði ekki heyrt þau. Hélt ekki, að hún hefði gert það. Hún var svo upptekin að horfa ,á dansinn. Ó, Kay, hugsaði ég, hvernig get- urðu verið svona vitlaus? Því að svona átti hún ekki að haga sér. Og það mundi henni verða ljóst, þegar hún yrði svolítið STUNDID HÚSMIBRWKIÍIMM í Danmörku, 3ja eða 5 mánaða námskeið fyrir ungar stúlkur með góðum skilmálum. Frá m-aí, ágúst, okt. eða jan. Skrifið og við sendum skólaskýrslu. ALS, Husholdningsskole, Vollerup St. v. Sönderborg, 6471 Johanne Hausen. Mjðlkurfélag Reykjavíkur 'm ÁLFTAMÝBI 7 rLÓMAHUSIÐ} simi 83070 Opið alla daga, öll kvöld pg um helgar. Skrautinnpökkun á fermingar- 1 gjöfum. Fermingarnellik ur. eldri, og reyndari. Og mér fannst að enda þótt hún væri að þykj- ast vera fullorðin, þá væri hún raunar ekki annað en krakki enn. Þegar hún kom aftur, skömmu seinna, stakk ég upp á því, að við færum heim. Ég vissi, að Lucy var orðin þreytt. Hvað sjálfa mig snerti, þá óskaði ég þess eins, að þessi dagur væri á enda, og ég gæti farið í rúmið og sofið og gleymt ö'llu, sem gerzt hafði um daginn. Nei, þó ekki ölTU. Ég vildi ekki gleyma því, að Bob hafði haldið mér í faðmi sér og kysst mig. En hinu öllu langaði mig til að gleyma. - Ég er þreytt, sagði ég við Kay, — og ég er viss um, að Lucy er það líka. — Mér hefur þótt gaman, sagði Lucy, en ég vil nú gjarna fara heim samt. Við skiluðum hj^lastólnum aftur í Rauða Kross-tjaldið, og Lucy háltraði að bílnum og studdist við hand- legginn á mér. — Hvernig er með hann Mark? spurði hún. — Já, vitan- lega fór hann á hjólinu sínu, því var ég alveg búin að gleyma. Hann er sjálfsagt farinn heim fyrir löngu. Ég held hann hafi ekkert sérlega gaman af svona samkomum. Líklega er hann eitt hvað að fást við búverkin með honum Bob. Það þótti mér trúlegt. Mark leið aldrei betur en þegar hann var að vinna með Bob, oft 'langt fram á kvöld. Að minnsta kosti hafði ég aldrei neinar áhyggjur af Mark. Hann var að öllu leyti vel sjálfbjarga sextán ára ungl- ingur. — Nick er sjálfsagt með henni Debóru, sagði Kay, er við stig- um upp í bílinn. — Já, ætli ekki það. Hann fór heim til hennar og átti víst að aka henni á skemmtunina í litla sportbílnum, sem pabbi hennar gaf henni á afmælisdaginn henn ar. Mér var il'la við, að Nick væri að aka bílnum hennar De- bóru, en það þýddi nú víst ekki mikið að nefna það. Þegar Nick fór út með Debóru, var það venj an að hann ók heim til hennar í Ford-skriflinu sínu en síðan í sportbílnum, sem mér fannst alls ekki viðeigandi fyrir átján ára stúlku og var illa við að Nick æki honum. Nick hafði komið til mín um daginn, þegar ég kom frá John og spurt, hvernig mér hefði geng ið. Og gleði hans, þegar hann hafði heyrt um þennan gálga- frest, sem John hafði gefið, var ólýsanleg. — Þú heldur þá ekki, að hann muni kæra mig? hafði hann spurt með skjálfandi röddu. Ég sagði honum, að ég héldi ekki hann mundi gera það, og að John yrði burtu í hálfan mánuð og á meðan skyldi Nick halda áfrma vinnu sinni, eins og ekkert hefði í skorizt. Ég þrýsti á ræsinn og það kom ofurlítið hljóð, rétt eins og vélin gerði sitt bezta til þess að fara í gang, en þvínæst gafst hún upp. — Æ, guð minn góður, stundi Kay. — Þú ætlar þó ekki að fara að segja mér, að bölvaður skrjóðurinn ætli ekki að fara í gang? — Hann ætti að minnsta kosti að gera það. Ég reyndi aftur, en árangurs laust. — Það er eins og hann sé orð- inn rafmagnslaus, sagði Lucy. — Það er hann likast til. Og þannig virtist það líka vera. — Hvað eigum við þá til bragðs að taka? sagði Kay. ® Notaðir bílar til sölu Volkswagen árg. '63 og '67. Volkswagen 1200 árg. '68. Volkswagen 1300 árg. '68 og '69. Volkswagen Fastback árg. '66. Volkswagen sendibifreiðar árg. '64 og '65. Land-Rover árg. '62 og '63, bensín og dísil. S'imi 21240 HEKLA 1 íL Laugavegi 170-17 2 Maðurinn minn er sjaldan heima. Hann hefur ekki neinar tilfinningar eða skilning á notalegu heimili. — Eruð þið eitthvað í vandræð um? sagði John og leit inn um framgluggann hjá mér. John hafði komið seint á há- tíðina. Hann hafði boðið mér upp í dans en ég neitað. Ég óskaði þess heitast, að litli bíllinn okk- ar, sem venjulega mátti treysta hefði ekki valið einmitt þessa stund til að svíkja okkur. — Það er líkast því, að við verðum að vera hér í nótt, sagði Kay. — Nei, vitánlega þurfið þið þess ekki, sagði John. Ég skal aka ykkur heim og svo bið ég hann Bert Draycott að setja ann an geymi í bílinn ykkar og koma með hann til ykkar meðan hann hleður geyminn. Bert Draycott hafði bílaverk- stæðið á staðnum en nú var hann á hátíðinni og verkstæðið því lokað. Kay brosti ánægð í fyrsta sinn það kvöld. Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl Keyndu aö vinna aftur fyrir J)ig, og Ijíika því, sem þú átt ógert. Nautið, 20. apríl — 20. maí Reyndu að sjá þér út þá sem minna liafa, <>g deila bróðurlega. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní Ef þú lánar eitthvað í dag er bezt aö afskrifa það aiveg. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí Allt er hversdagslegt, en reyndu að vinna vel. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst Bíddu með nýjar framkvæmdir, og reyndu að ræða máiin. Meyjan, 23. ágúst — 22. sept. Reyndu að hlusta á aðra. i'ú ert í undarlegum hópi fólks. Vogin, 23. sept. — 22. okt. Taktu öllu eins létt og kostur er, það er auðveldara en þú heldur. Sporðdrekinn, 23. okt. — 21. nóv. Bezt er að vera heima atburðanna vegna, þótt þig langi út. Bogamaðurinn, 22. nóv. — 21. des. Eitthvað árar illa í bili, því er bezt að hafa hægl um sig. Steingeitin, 22. des. — 19. jan. Erfiður dagur, og allt á eina bók lært. Vertu þolinmóður þar til þessu linnir. Vatnsberinn, 20. jan. — 18. febr. Einhver þarfnast þín, en láttu þá hafa dálítið fyrir lífinu. Hugsaðu fyrst um sjálfan þig, þá geturðu betur aðstoðað aðra. Fiskarnir, 19. febr. — 20. marz Ef þú hefur fé handbært, geturðu gert það sem með þarf. I»ú hefur nóg ímyndunarafl til að finna réttu leiðina. Borðskreytingar á fermingar- borðið. — Pantið tímanlega. HÁTÍÐARMATUR VEIZLUM ATUR HEITUR VEIZLUMATUR SMURT BRAUÐ KALT BORÐ - KALDIR RÉTTIR KAFFISNITTUR GRILLRÉTTIR COCTAILSNITTUR J/r Utvegum veizlusal fyrir 30-80 manns SENDUM HEIM E F OSKAÐ ER HALLARMULA SÍMI 37737

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.