Morgunblaðið - 27.03.1969, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 27.03.1969, Qupperneq 27
MORG-UNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ H960 27 1 tilefni af 50 ára afmæli Póst mannafélagsins í gær var kaffi- stofa póstmanna í Pósthúsinu í Reykjavík skreytt með fánum og blómum, eins og sjá má á þessari mynd, sem Ijósmyndari M bl. tók í gær. Líf Pakistana að fær- ast í eðlilegt horf Herlög, sem gera ráð fyrir húðstrýkingum og attökum, þurfti til að koma á kyrrð KARACHI 26. marz — AP. Yaya Khan, hershöfðingi, hinn nýi þjóðarleiðtogi Pakistana, hélt landinu í viðjirm herlaga í dajg — og var það fyrsti rólegi dagurinn hér eftir nærfellt fjög- urra mánaða óeirðir og deillur. Hörðum refsingum er hótað brjóti menn herlögin, þar á meðal löngum fangelisisdómum, húðstrýkingum og aftökum ef ekki dugi minna til þess að 'koma á friði með þessari 120 milljón manna þjóð. Um gjörvaHt landið virtist sem ástandið væri loks að fær- a®t i eðlilegt borf á ný. Reykur- inn liðaðist upp af verksmiðj- uim, sem áður voru stöðvaðar vegna verkíalla. Tilkynnt var í mörgum borg- um að skólar yrðu opnaðir á ný í riæstu viku, en þeir haifa verið lokaðir allar götur frá því í nóvermber í fyrra, er stúdentar gegnu út úr þeim í mótrmæla- skyni við stjórn Ayub Khans. Ayub Khan fól Yaya Khan hershöfðingja öll völd í landlinu í gær. og hefur nú hafið þriggja mánaða hvíldarleyfi að heimili sínu í Rawalpindi, höfuðborg landsinjs. Yaya Khan hershöfðingi flutti útvarpsávarp til þjóðarinnar 16 klst. etftir valdatöku sína, og sagðist hann þá persónulega ekki sækjast eftir neinskonar SpUakeppni hjd Vörn d Akureyri HINN 16. marz sl. hófst þriggja kvölda spilakeppni á vegum Sjálfstæðiskvennafélagsins Varn- ar á Akureyri. Annað spilakvöld ið í röðinni verður 'haldið í Litla sal Sjálfstæðishússins sunnudag- inn 30. marz og hefst kl. 8.30. Er allt sjálfstæðisfólk og gestir þeirra velkomnir á spilakeppn- HLJMSVEITIN Júdas frá Kefla- vík efnir á laugardag til hljóm- leika í Nýja bíói í Keflavík og rennur allur ágóði til styrktar aðstandendum sjómannanna, sem fórust nú nýverið. Mun hljóm- sveitin afhenda biskupsskrifstof- unni upphæðina sem safnast, til úthlutunar. Hljómleikamir hefj- ast kl. 17. Auík hljómsveitarinnar Júdas- ar munu Ikoma fram á tónleik- stjórnmálalegum metorðum. — Ekki gaf hershöfðinginn þess hve lengi herlögin myndu gilda í landinu, en hann lét í ljós þá von, að völdlin í landinu myndu brátt verða flutt í hendur þeirra, gem fólkið ákvæði í frjálsum kosningum. I>að vekur athygli að hinn nýi ráðamaður í Pakistan hefur ekki bannað starfsemi stjórnmála- flokka, en það gerði Ayub Khan 1'958, er herlög voru sett, sem giltu í 44 mánuði. Atlanta, Georgia, 26. marz (AP) — FARÞEGAÞOTU frá bandaríska flugfélaginu Delta Air Lines var rænt í dag og áhöfnin neydd til að fijúga þotunni til Kúbu. Með þotunni voru 114 manns, þeirra á meðal 26 ungir menn á leið til San Diego í Kalifomíu, þar sem þeir eiga að hefja herþjálf- un. Einn farþeganna, sem talinn er vera frá Venezuela, dró upp skammbyssu stundarfjórðungi eftir flugtak frá Dallas í Texas og neyddi eina flugfreyjuna til að hleypa sér inn í stjórnklefa þotunnar. Þegar þangað kom skipaði hann flugstjóranum að fljúga til Havana. í Havana beið þotan í átta klukkustundir, en fékk síðan að fara þaðan. Var þá flogið til alþjóða flugvallarins við Miami á Florida-skaga til eldsneytistöku, en síðan flogið áfram til San Diego og Los Angeles. Flugvélarræninginn varð að sjálfsögðu eftir í Havana. Er þetta fjórtánda bandaríska unum Hljómár frá Keflavik, Keflavíkurkvartettinn, Pónik og Einar, María Baldursdóttir, þrír dremgir úr Drengjalúðrasvedt Keflavíkur og nýstöfmuð hljóm- sveit, sem nefnir sig Bólu Hjáím- ar. Kynnir á skemmltun þessari verður Þorsteinn Eggertsson. Tekið er á móti miðapöntun- rim í IIIj óðfæ ra verz lu n Siigríðar Helgadóttur í Reykjavík, Kyndli í Keflavík og Fólksbílastöðinni. - 18 FÖRUST Framhald af bls. 1. vörubílár óbreyttra borgara, einn leigubíll og bíll í eigu hins opin- bera. Hussein Jórdaníukonungur er sagður hafa þegar haldið á stað- inn til þess að stjórna þar hjálp arstarfinu. Með honum voru einn ig heilbrigðismálaráðherrann og innanríkisráðherrann. Virtist þetta benda til þess að venuleg- ar skemmdir hafi orðið í árás- inni. SÍÐUSTU FRÉTTIR í kvöld lagði Jórdaníustjórn fram formlega kæru á hendur Israelsmönnum fyrir að hafa valdið dauða og sært óbreytta borgara í árásinni í dag, og ósk- aði Jórdaníustjórn þes'S, að Ör- yggisráðið yrði kvatt .saman til skyrudifundar þegar í stað. Sér- stakur fundur um málið hefur verið boðaður í ráðinu kl. 15.30 að ísl. tíma í dag. - FLOTINN Framhald af bls. 1. að fara fyrir suðurodda Afríku og leiðin frá Mur- mansk til Vladivostok er 16.000 sjómílur. Með í hópn- um er olíu- og vistaskip, og er talið, að vistaskipin geti eim- að vatn úr sjó. Síðustu fregn- ir frá aðalstöðvum NATO hermdu, að skipin væru nú skammt sunnan Færeyja. Flotadeild þessi er hin stærsta, sem Rússar hafa sent fyrir Afríku til Kyrraihafs frá því á keisaratímanum, er rússrieskur floti var sjö mán- uði á leiðinni austur aðeins til þess að tapa fyrir Japönum 1905. — ★ — Mbl. hafði samband við Commandér Rush, blaðafull- trúa Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli. Sagði hann, að varnarliðið hefði fárþegaflugvélin, sem neydd hef- ur verið til að fljúga til Kúbu frá áramótum. Flugstjórinn, William Wood, segir, að ræning- inn hafi tjáð áhöfninni að hann væri á heimleið til Venezuela. Rétt eftir flugtak frá Dallas átti flugfreyjan, Donna Oheatham, leið fram hjá sæti ræningjans, og dró hann þá upp skammbyssu sína og neyddi flugfreyjuna til að fara með sér að hurðinni inn í stjórnklefann. „Það var um 15 mínútum eftir flugtak frá Dallas, að við heyrð- um að barið var fast að dyrum hjá okkur“, segir Wood flug- stjóri. „Flugvélstjórinn opnaði dyrnar, og þá ýtti þessi maður Donnu flugfreyju á undan sér inn í stjórnklefann og hélt skammbyssunni við bak henn- ar“. Flugfreyjan hafði fátt til mál- anna að leggja. Það eina sem hún gat sagt lögreglumönnum á Miami-flugvellinum var: „Ég vissi það eitt að maðurinn vildi fara eitthvað“. Ekið ú brunahana ÉKIÐ var á brunahana við hús- grunn Eimskipafélagsins á aust- urbakka Reykjavíkurhafnar um klukkan 07:30 að morgni mið- vikuðagsins 19. marz sl. Bruna- haninn brotnaði. Rannsóknarlögreglan skorar á ökumanninn, sem þarna vár að verki, svo og vitni að gefa sig f ram. ... orðið vart við þessa rússnesku flotadeild fyrir 3 dögum og fylgdist með herini . síðan. Þetta væru 1.9 skip, 8 kafb.át- ar og 11 önnur herskip, og stefndu þáu í suðvestur. Kl. 3 í gær hefðu þau verið um 250 sjómílur suður af íslandi, og aldrei komið nær íslandi en 150 mílur. Er haldið áfram að fylgjast með rússnesku flotadeildinni. Skyggni er slæmt, en skipin sjást í radar, ef ekki með berum augum. - ÖLI ÞÖRÐARSON Framhald af bls. 2S að upphæð 10 þúsund krónui hver. Fyrstu innkaup hlaut til- laga Björns Ólafs, arkitekts, önn ur innkaup hlaut tillaga Garð- ars Halldórssonar, arkitekts, og Einars Þ. Ásgeirssonair, cand. arch. og þriðju innkaup hlaut tillaga Sigurðar Thoroddsens, arkitekts. í alimennri greinargerð um samkeppnina segir dómnefnd: „Það er samróma álit dóm- netfndar, að árangur samkeppni þessarar sé í heild góður. Fram hafa komið margar snjallar hug- myndir um aðstöðu fyrir fjöl- þætt æskulýðsstörf. Innbyrðis eru tillögurnar skemmtilega ólík ar, en þó eru hér margar sjálf- ■stæðar og góðar lausnir, sem grundvallast á skýrum og ákveðnum hugmyndum og er staðið með reisn að baki þeim“ Aðdragandi að samkeppni þess ari er nokkuð langur. Borgarráð tók ákvörðun um að efna til hennar í september 1965 og hef- ur síðan verið unnið að undir- búningi hennar, en undirbúnings störf lögðust að mestu leýti nið- ur árið 1967 af sérstökum ástæð- um. Samkeppnin var auglýst í maí 1908 og skilafrestur var 'hinn 7. janúar sl. Hefur dómnefndin síðan unnið að athugunum á til- lögunum. í æskulýðsheimilinu við Tjarn argötu er ætlunin að verði aðal- miðstöðvar fyrir starfsemi Æsku lýðsráðs Reykjavíkur. Það verð- ur annað æskulýðsheimilið, sem Æskulýðsráð fær til umráða, en svo sem kunnugt er starfrækir Æskúlýðsráð nú æskulýðsheimili í Tónabæ og hefur einnig starfs- aðstöðu að Fríkirkjuvegi 11. Sýning á tillögunum, sem bár- ust verður opnuð í dag og verð- ur opið frá kl. 2—10 í dag og á morgun, en frá laugardegi til miðvikudags í næstu viku veTð- ur opið frá klukkan 1—6. - ALÞINGI Framhald af bls. 12 ar til heilbrigðismálaá íslandi að undanförnu, heldur miklu frem- ur stjórn á skipulagsmálunum. Einar Ágústsson sagði að bréf er þingmönnum hefði borist frá bandalagi kvenna hefði heldur betur ýtt við þeim, þar sem nú lægju fyrir þrjú þingmál um málefni Fæðingardeildarinnar. Kvaðst þingmaðurinn vera flutn ingsmaður eins þeirra. Sagði Ein ar að ekki væri unnt annað en að viðurkenna að mikið hefði ver ið gert í heilbrigðismálum undan farin ár, en samt væri mikið ó- gert. Taldi hann að farið væri í öfugan enda á byggingarmálum Landsspítalans og sagði að nauð synlegt væri að hraða mjög upp- byggingu geislalækningardeildar byggingu geislalækningardeild- ar. Jóhann Hafstein heilbrigðis- málaráðherra kvaðst vera kon- um þakklátur fyrir að hafa vak- ið þingmenn til umhugsunar um þessi máL Væri áhugi þeirra nú lofsverður, þótt hann bæri reynd ar merki um leikaraskap, og væri að því sniðinn að falla í geð áíheyranda. Kvaðst ráðherra ekki muna e ftir því að þingmenn irnir hefðu fyrr sýnt slíkan áhuga um þessi mád. Varðandi bréf það frá starfsfólki Landsspítalans er lagt var fram á lestrarsal sagði ráðherra’ að þar væru nok'krar missagnir og mundi hann koma athugasemdum á framfæri við það. (Hér urðu mistök við umræð- urnar, sem ráðherra bað blaðið að leiðrétta. Hann hefði því mið- ur talað um missagnir í bréfi og greinargerð Bandalags kvenna, en þær heifðu engar verið, held- ur í tilýitnuðu bréfi starfsfóilka Landspitalans, sem 6. þingmað- ur Reýkvílkinga hefði lesið upp). Ráðherra kvaðst fagna þeirri viðurkenningu sem komið hetfði fram hjá þingmönnum að heil- brigðismálunum hefði verið séð fyrir nægilegu fjármagni á und- anförnum árum. Mjög kappsam- lega hefði verið unnið að skipu- lagsmálunum á undanförnum ár um. en þau væru erfið viðureign ar s ökum þess hvernig þau voru upphaflega úr garði gerð. Hefði verið lögð á það rík áherzla að úrlausn á þessum málum fengj- ust sem allra fyrst. Þá vék ráðherra einnig að bráðabirgðabyggingunni fyrir kobalt-tækið. Sagði hann að ef beðið hefði verið eftir endanlegu húsnæði geislalækningadeildar, hefði það getað tekið fleiri ár, og hefði hann því tekið þá ákvörð- un að láta byggja húsnæði þetta, því þótt sú bygging kæmi ef til vill að engum notum síðar meir væri ekki forsvaranlegt annað en að reyna að koma tækjum þessum í notkun hið allra fyrsta. Þessi bygging mundi á engan hátt tefja framkvæmdir við stækkun Fæðingardeildarinnar né annarra framkvæmda við stækkun Lands spítalans. Hannibal Valdimarsson sagði að lýsingar þær sem þingmönn- um .efðu verið gefnar á ástand- inu í þessum málum væru ófagr ar, og ef sannar væru yrði að grípa til ráðstafana nú þegar til þess að bæta hér úr. Einar Ágústsson sagði að vel gæti verið að hann væri hressi- legri í málflutningi nú, þar sem svo margir áheyrendur væru á þingpöllum. ftrekaði hann síðan fyrri ummæli sín, að hefja ætti framkvæmdir við fullnaðarhús- næði geislalækningardeildarinn- ar án tafar, og sagði að fyrir lægi að aðeins einni konu af hverri þremiur, sem tælkju ill- kynjaða æxlasjúkdóma væru bjargað hér, en tveimur af hverj um þremur í Svíþjóð, þar sem kobalt tækin væru í notkun. Jóhann Hafstein sagði að m.a. með þessa staðreynd í huga, hetfði hann tekið ákvörðun um að reisa bráðabirgðahúsnæðið fyrir tækin. Hins vegar hetfði verið talið útilokað að leyfa byggingu geislalæ'kningardeildarinnar fyrr en gengið hefði verið frá skipu- lagsmálunum. Um skipulagsmálin hefðu staðið töluverðar deilur, og gæti það dregist í tímann að ná samkomulagi og samningum við borgaryfirvöldin, en sú töf hefði getið kostað mannslíf sem hægt væri að bjarga ef tækin væru tekin til notkunar hið fyrsta. Hannibal Valdimarsson sagði að vitanlega væri það óumdeil- anleg staðreynd að Alþingi hefði ekki veitt fé til þess að ráðast í umræddar framkvæmdir. En það breytti því ekki að nauðsynlegt væri að ráðast í umræddar bygg ingar og að láta bílastæði fyrir Landsspítalann sitja á hakanum fyrir þeim. Lúðrasveitor- hijómleihar LTJÐRASVEITIN Svanur mun efna til sinna árlegu tónleika 1 Austurbæjarbíói laugardaginn 29. þessa mánaðar og hefjast þeir kl. 2 siðdegis. Efnisskráin mun verða hin fjöibreyttasta og við flestra haefi, þar á meðal lög úr söngleikjum, léttir marzar, einleiksverk og sí- gild tónilist. Lúðrasveitin Svanur er skipuð 28 áhugahljóðfæraleikurum og er stjórandi hennar Jón Sigúrðs- son, trompetleikarí. 1 ■■■■-■*.- ína. Tónleikor í Keílavík til styrktar ekkjum sjómonna „Bariö var að dyrum" — og flugstjórinn neyddur til að lenda á Kúbu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.