Morgunblaðið - 10.04.1969, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.04.1969, Blaðsíða 16
16 MORGUNTBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1969 tíltgiefandi H.f. Árvafcur, ÍReykjavik. Fxiamlcvs&mdastj óri Haraldur Sveinsson. 'Ritstfjórai' Sigurður Bjarrcason írá Vigux*. Mattihías Jafcannesslen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttaistjóri Bjöirn Jóíhannsson'. Auglýsingasitjóri Árni Garðar KristinsBOia. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6. Sími 22-4-BO. ÁsfcriÆtargjaLd kr. 190.00 á miánuði innanlands. 1 lausasöiu íkr. 10.00 eintafcið. SAMÉÍGINLEG SKOÐ- UN VERKALÝÐS OG VINNUVEITENDA ¥ dag og á morgun stendur *■ yfir tveggja daga verk- fall, sem verkalýðssamtökin hafa boðað til í því skyni að leggja áherzlu á kröfur sínar. Verkalýðssamtökin hafa jafn an litið á verkfallsréttinn sem sterkasta vopnið í baráttu fyrir bættum kjörum með- lima sinna. Þar til fyrir 5 árum var þetta vopn óspart notað en frá því í júní 1964 hefur það verið fremur sjald- gæft að komið hafi til víð- tækra og langvinnra verk- falla hér. Sú staðreynd er í sjálfu sér vísbending um það, að verka- lýðssamtökin geri sér gleggri grein fyrir því en áður að verkfallsaðgerðir eru tvíeggj- að vopn. Vera má að takist að knýja fram einhverjar „kjara bætur“ umfram það sem ella hefði náðst, með langvinnum verkfallsaðgerðum, en vegur það upp launatap einstakra félagsmanna verkalýðssam- takanna? í þeirri kjaradeilu, sem nú stendur yfir, virðast skiptar skoðanir innan verkalýðs- hreyfingarinnar um það, með hverjum hætti beita eigi verkfallsvopninu. Sumir virð ast þeirrar skoðunar, að að- stæður komi í veg fyrir að verkalýðssamtökin komi á al- mennum verkföllum en vilja í þess stað beita svonefndum skæruverkföllum. Aðrir halda hins vegar fast við það að boða eigi almenn verkföll. Sjálfsagt ber að líta á verk- fallið í dag og á riiorgun, sem eins konar prófstein á það, hvernig landið liggur. í því sambandi er eftirtekt- arvert, að þótt verkfallið sé allvíðtækt í Reykjavík og ná- grenni svo og á Akureyri og nokkrum smærri stöðum er ekki um að ræða almennt verkfall verkalýðsfélaga um land allt. Unnið er af fullum krafti í langflestum verstöðv- unum og segir það vissulega sína sögu um hug fólks til verkfallsaðgerða nú. Nú sem fyrr er megin- atriðið það, að menn leggist á eitt um að ná samningum án verkfalla. Samningavið- ræðurnar hafa gengið erfið- lega og seint. Hins vegar má telja líklegt að víðtæk sam- staða sé í hópi fulltrúa verka lýðssamtakanna og atvinnu- rekenda um það, að samkomu lag hljóti fyrst og fremst að byggjast á nokkrum kjarabót um til hinna lægstlaunuðu. Þar sem telja verður víst að ágreiningur sé ekki fyrir hendi um þetta höfuðatriði er ástæða til að ætla að samn- ingar geti tekizt án frekari verkfallsaðgerða. Óhætt er að fullyrða, að það er einlæg ósk allra landsmanna, hvar í flokki sem þeir standa, að svo verði. Loks er ástæða til að leggja áherzlu á þá skoðun Mbl. að verkföll eru úrelt baráttu- tæki í nútímaþjóðfélagi, þar sem lífskjörin hafa verið jöfnuð og áherzla lögð á sköpun félagslegs öryggis. TÓNUSTARHÁTÍÐ ASHKENAZYS TTinn heimsfrægi píanósnill- ingur, Vladimir Ashken- azy, vinnur nú ötullega að framkvæmd hugmyndar sinn ar um að koma á fót alþjóð- legri tónlistarhátíð á íslandi. í viðtali við Mbl. í gær, skýrði Ashkenazy frá því að hann hefði þegar fengið lof- orð nokkurra heimsþekktra tónlistarmanna um að koma á slíka tónlistarhátíð á ís- landi 1970. Allt bendir því til þess að hugmynd Ashkenazys um al- þjóðlega tónlistarhátíð nái fram að ganga. Verði af henni mun hún verða ein- hver stórkostlegasti tónlistar- viðburður, sem sögur fara af á íslandi og verða til þess að örva alla menningarstarf- semi í landinu. Er ástæðá til að leggja áherzlu á að við- komandi yfirvöld og aðilar tónlistarmála láti þessi mál til sín taka, þannig að alþjóð- leg tónlistarhátíð, tengd nafni Ashkenazys geti orðið að veruleika á íslandi og árviss menningarviðburður í fram- tíðinni. RANNSÓKNIR Á JARÐHITA Á sgeir Pétursson flutti fyrir nokkru á Alþingi, þings- ályktunartillögu um hagnýt- ingu jarðhita, þar sem skor- að er á ríkisstjórnina að láta fara fram skipulegar rann- sóknir á því hvemig jarðhiti verði bezt hagnýttur m.a. til garðyrkju í landinu. & A r iii Vfíj u 1 FAN UR HEIMI Tito fjarlægir gamla leiötoga Róttœkar breytingar á skipulagi júgóslavneska kommúnistaflokksins JÚGÓSLAVNESiKI kommún- istaflokkurinn hefur alger- lega breytt um svip eftir 9. flokksþing sitt fyrir skömmu. Um það bil 90% þeirra 1100 fulltrúa, sexn. þingið sátu, hafa ekki átt sæti á fyrri flokks- þingum ,og rúmlega 65% for- ustumanna flokksins, bæði í flokksdeildunum og yfir- stjórn hans, hafa verið kosn- ir í emibætti sín á síðastliðn- um fjórum árum. Leiðtogi flokksins, Tito mankálkur, er nú 77 ára gamadl og hverfur senn af sjónarsviðinu. Við taka yngri menn ,og mikilvægasta verk- efni þeirra verður að varð- veita þá þjóðareiningu, sem Tito hefur treyst og eflt, því að eins og greinilega kom í ljós á flokksþinginu, hefur bilið milli hinnar sjállfstæðu stefnu júgóilavneska komm- únistaflokksins og réttlínu- stefnu valdlhafanna i Moskvu breikkað stöðugt. Flokksþingið var á marg- an 'hátt merkilegt. Mikilvæg- asta ákvörðun þess var sú, að dreifa völdunum innan flokks ins þannig ,að honum verði ekki lengur stjórnað úr einni miðstöð. Eftir þetta þing er júgóslavneski kommúnista- flokkurinn gerbreyttur. Hann er nú aðeins lausleg samtök sex kommúnistaflokka. Félög kommiúnista í hinum sex lýð- veldum Júgóslavíu verða ekki lengur deildir frá kommún- istaflokknum í Belgrad held- ur sjálfstæðir flokkar. Sú ákvörðun þingsins að skipa nýja framkvæmdanefnd til þess að samræma stefnuna vakti mikla athygli. í nefnd- inni eiga sæti tveir fulltrúar frá hverju hinna sex lýð- velda. Flokksfélög hafa verið starf andi í lýðveldunum frá lo'k- um 'heimsstyrjaldarinnar, en þrátt fyrir það hafa fulltrú- ar í æðstu stjórn júgóslavn- eska kommúnistaflokksins að- allega verið valdir af flokfcs- leiðtogunum í Belgrad. í fyrsta Skipti hafa nú verið haldin flokksþing í lýðveld- unum sex og tveimur sjálf- stjórnarhéruðurium- á undan hinu sameiginlegia allsherjar- þingi flokksins. Allt að 70% Tito fulltrúa í miðstjórnum komm únistaflokka lýðveldanna hafa nýlega verið kjörnir í embætti sín. RÓTTÆK BREYTING Hið nýja skipulag og nýj- ar reglur flokksins jafngilda róttæku fráviki frá hinum hefðbundnu hugmyndum um skipulag kommúnistaflokka. Allt frá dögum Leníns hef- ur verið gert ráð fyrir fjöl- mennri miðstjórn, sem að- eins getur raunverulega beitt áhrifum sínum á hættu- stundu, og minni undiinefnd- um (stjórnmálaráði eða for- sætisnefnd og framkvæmda- nefnd), sem eru nokkurs kon- ar varðhundar valdaklíkunn- ar í flokknum og venjulega skipaðar gömlum foringjum. í Júgóslavíu verður mið- stjórnin, sem skipuð er 154 mönnum, lögð niður. í stað hennar verður komið á fót nýrri stofnun, svokall- aðri ,,flokksráðstefnu“, sem skipuð verður 280 fulltrúum, kjörnum á 'hinum árlegu flokksþingum. Hún á að ákveða stefnu flokksins og skipa fulltrúa í forsætisnefnd ina, sem skipuð verður 52 mönnum. í sögu kommiúnistahreyf- ingarinnar hafa oft komið fram nýir menn og nýjar regl ur, en venjan hefur verið sú, að allt hefur setið við hið sama. Þannig hefur þessu einnig verið farið í Júgó- slavíu. En nú er greinilegt, að alvara býr á bak við þær umbætur, sem hafa verið boð aðar, og að gömlu leiðtogarn- ir eru á förum. í öllum öðr- um kommúnistalöndum hefur afsögn eða brottvikning valda manna í flokknum jafngilt pólitískum dauða eða niður- lægingu. Júgóslavía verður fyrsta undantekningin. Um það bil helmingur þeirra manna, sem hafa boðið sig fram til „flokksráðstefn- unnar“, hefur aldrei áður gegnt mikilvægum embætt- um. Aðeins þrír þeirra örfáu manna, sem stjórnað ’hafa flokksvélinni og landinu síð- an 1945, verða áfram við völd. Gamalkunnir leiðtogar eins og Gosnak, varnamála- ráðherra um árabil, ög verka lýðsleiðtoginn Vukomanovic, eru ekki á lista framlbjóðenda í kosningunum titt flokksráð- stefnunnar. jþeir halda að vísu stöðum sínum í ýmsum ríkisstofnunum, en gilata áhrif um sínum í hinni endurnýj- uðu æðstu stjórn flokksins. AUKIÐ LÝÐRÆÐI Júgórlavneskir kommúnist- ar gera nú fyrstir allra aust- ur-evrópskra kommúnista rót tækar breytingar á æðstu for ustu sinni og um leið í mörg- um óæðri stofnunum flokks- ins. Eitthvað svipað hafa tékkóslóvakrikir kommúnist- ar haft á prjónunum, en síð- an Rússar gerðu innrásina hafa þeir ekki getað hrundið slíkum áformum í fram- kvæmd. Tito vill með umibótum sín- 'um koma í veg fyrir stöðnun í forystu flokksins og auka só'-íalistískt lýðræði. Koma á í veg fyrir að menn „sem komast til áhrifa í flokknum" ríghaldi í völd sín og fremji iögbrot í skjóli þeirra. Með umbótunum breikkar Tito enn það bil, sem aðskilur júgóslavneska og sovézka kommúnista og einskorða-1 ekki við utanríkismál. í------- ■ ■ Oruggur ukstur ó Akureyri AÐALFUNDUR klúbbsins ör- uggur a'kstur í Eyjafirði var hald inn að Hótel KEA á Akureyri laugardaginn 29. marz aL Formaður klúbbsina, Finn- bogi S. Jónasson, setti fundinn og stjórnaði honum, en fundar- ritari var Aðalsteinn Óakarsson, DalvLk. Bæjarfógetinn á Akureyri, Ófeigur Eiríksson, flutti fróðlegt erindi um umferðarmál, einffcum með tilliti til umferðaraðstöðu á Akureyri. Gaf hann glöggt yfir- lit um helztu þætti vegafcenfis bæjarins ag nýtingu þess nú og í næstu framtíð og ræddi áorðnar breytingar vegna H-uimferðarinn ar og endurskoðun á þeim með tilliti til reynslunnar síðan. Var gerður góður rómur að máli bæj arfógeta. Félagsmálafulltrúi Samvinnu- trygginga, Baldvin Þ. Kristjáns- son, flutti erindi um ýrnsa fé- lagsmálaflokfca á sviði umferðar öryggismála, svo sem hið nýja Umferðanmálaráð o. fl., en hann og Sigmundur Björnsson, sem fer með umboð Samvinnutrygg- inga í Eyjafirði á vegum Vá- tryggingardeildar KEA, aflhentu viðurkenningar- og verðlauna- menki tryggingarfélagsins 1968 til um 100 bifreiðaeigenda — 20 fyrir 10 ára öruggan afcstur og 80 fyrir 5 ára öruggan afcstur. í framsöguræðu sinni fyrir tillögunni benti þingmaður- inn á, að jarðhitinn er ein af náttúruauðlindum okkar, sem enn eru lítið nýttar en hins vegar lífsnauðsynlegt fyrir þjóðina að fjölga árvissum at- vinnugreinum. Jafnframt vakti Ásgeir Pétursson at- hygli á nauðsyn þess að hafin yrði skipuleg leit að jarðhita þar sem hann væri víða fyrir hendi neðanjarðar og þyrfti til þess boranir og mælingar. Ásgeir Pétursson benti í lok framsöguræðu sinnar á Al- þingi á hið félagslega gildi þess að nýjar atvinnugreinar rísi upp í dreifbýlinu í krafti jarðhitans og minnti á að nú þegar hafa slíkar félagslegar heildir byggzt upp í kringum atvinnurekstur sem byggir á jarðhita.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.