Morgunblaðið - 10.04.1969, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.04.1969, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1!>69 21 Frá síðasita klúbbfundi Heimdallar. Bjarni Benediktsson for sætisráðth. ávarpar fundargesti. Opið hús flest kvöld í Félagsheimili Heimdallar Nýbreytni i félagsstarfinu NÝLEGA tókum við tali þá Jón Grímsson, formann Félagsheim- ilisnefndar Heimdallar og- Pál Stefánsson, framkvæmdastjóra félagsins og inntum þá eftir því hvernig félagsstarfið hefði geng- ið í vetur og hvað væri fram- undan. Fyrstur varð fyrir svörum Páll Stefánsson og rakti hann helztu viðburði í félagsstarfinu, það sem af er vetrar. Haldnir hafa verið 5 klúbbfundir og hafa frummælendur verið Magnús Jónsson, fjármálaráðherra, Hannibal Valdimarsson, forseti A.S.Í., Aron Guðbrandsson, kaup sýslumaður, Sigurður Bjarna- son, ritstjóri og Bjarni Bene- diktsson, forssetisrá'ðherra. Einn ig hafa verið 5 stærri innanfé- lagsifundir um ýmsa þætti stjórn málanna. Kynningar- og fræðslu fundir, þar sem fengnir hafa verið fyrirlesarar í sambandi við hvert efni, sem til umræðu get ég láti'ð hjá líða, að nú um þessar mundir er verið að inn- um félagsins í vetur, en ekki heimta félagsgjöld og vil ég hefur verið, hafa alltaf farið fram vikulega í vetur. Ekki hef- ur verið gleymt, að ungt fólik þarf að skemmta sér í dagsins önn og hafa því verið haldin nokkur skemimtikvöld, sem fé- lagsfólk hefur undirbúið sjálft. Stærstu og fjölmennustu fund- irnir voru kappræðufundirnir tveir milli Heimdallar og F.U.F., ásamt hinum margumtalaða borgarafundi um mjólkurmál og ekki má gleyma hinum velheppn aða fundi um íþróttamál. Allir þessir fundir voru haldnir á tímabilinu frá 2. febrúar til 2. marz. „Reynt hefur verið að halda úti reglulegu Heimdallar- og S.U.S.-síðum í Morgunblaðinu og Vísi og verður því haldið áfram. Gefið var út allstórt Við skiptablað, sem margir Heim- dallarfélagar aðstoðuðu við dreif ingu á. Hafa tekjur af því blaði staðið að mestu undir fjármál- hvetja félagsfólk til þess að inna greiðslu af hendi hið fyrsta. Held ég, að nú hafi ég rakið að- alþætti starfsins, en að sjálf- sögðu eru ýmsar nefndir starf- andi um allt milli himins og jarðar, ef svo má að orði kom- ast.“ Nú snerum við máli okkar til Jóns Grímssonax og báðum hann að lýsa því, sem Félags- heimilisnefnd hefði á prjónun- um. Kvað hann helzt að nefna þá nýbreytni að hafa félagsheim ilið opið fjögur kvöld vikunnar, þ.e.a.s. mánudags-j þriðjudags-, fimmtudags- og föstudagskvöld. Fyrst verður opið fimmtudag- inn 10. apríl og verður húsið opnað kl. 20,30 eins og reyndar öll kvöldin. Hér gefst félags- mönnum frekara tækifæri til þess að kynnast innbyrðis og mun verða stefnt að því, að sem flestir ungir Sjálfsitæ'ðismenn, sem sæti eiga í stjórnum, nefnd um og ráðum innan Sjálfstæðis- flokksins munu líta inn ogbyggja upp umræður um landsins gagn og nauðsynjar. Félagsheimilis- nefnd hefur og ákveðið að beita sér fyrir fjölþættri starfsemi, það sem eftir lifir vetrar og munu m.a. verða kvikmynda- sýningar, umræðufundir og al- menn stjórnmálastarfsemi. Jón sagði, að einnig hefði komið til tals, að í sumar verði efnt til fer'ðalaga, en það væri enn í mótun. Páll Steíánsson vildi að lok- um hvetja Hekndallarfélaga til þess að láta þessa nýbreytni ekki, fara fram hjá sér og að koma í félagsheimilið sem oft- ast til skrafs og ráðagerða. - BÆNIN Framhald af bls 10 og ekkjur, og úthellið ekki saklausu blóði á þessum stað, og eltið ekki aðra guði — yður til tjóns, þá vil ég láta yður búa á þessum stað, í landinu, sem ég gaf feðrum yðar, fra eilífð til eilífðar". Og síðar segir í sama kapí- tula: „Er þá hús þetta, sem kennt er við nafn mitt, orðið að ræningjabæli í augum yð- ar?“ Þessi orð hefði Kristur haft í huga að sínu áliti og reiði hans hefði verið sprott- in af því, að menn hefðu hald ið að allt fengist með fórn og varaibjónustu, en hann hefði viljað leggja áherzlu á ein- læga tilbeiðslu, er kæmi frá lifandi hjörtum. Musterið, sem hann talaði um, væru þessi lifandi hjörtu. Kristur hefði átt við líf mannikynsins, en ekki húsið, sem hann stóð í, er hann talaði þessi orð. Siffurbjörn Einarsson, bisk- up, talaði síðastur og svaraði spurningunni: Teljið þér, að sá maður, sem er illa haldinn af ofurþunga hversdagslífsins í fjáhhagserfiðleikum, veiikind um eða af öðrum ástæðum, megi skilyrðislaust byggja á orðunum: Biðjið og yður mun gefast? Þessari spurningu kvaðst biskup skilyrðislaust svara játandi. Bf orð og fyrir- heit Drottins væru ekki gild, þegar öll sund væru lokuð, hvenær væru þau þá gild? Ef menn treystu á heilsu og hagsæld eingöngu gerðu menn það að guði sínuim. Tilvitnuðu orðin væru úr Fjallræðunni og í niðurlagi hennar væri minnzt á húsin, sem byggð væru á bjargi og á sandi. Sú líking ætti einnig við þessi orð. Orð Krists væru bjargið, sem ekki bifaðist og á þeim mætti byggja þegar allt annað væri hrunið og aldrei fremur en þá. Þegar allt er misst á ég guð eftir. Við hann get ég talað þegar hvergi er hjálp að fá. Bænin væri lykill að Drottins náð, enda þótt óskir bænarinnar væru ekki upp- fylltar; hún tengdi menn guði von og trausti. Ræðumaður vitnaði til útlends geðlæknis, er hefði skrifað á þá leið, að af öllum heilþrigðisráðstöfum- um, sem ynnu á móti sálræn- um truflunum, teldi hann þá bezta að temja sér að biðjast fyrir. Fjödi lækna mundi taka undir þessi ummæli. Spurn- ingin væri hins vegar sú, hvort biðjandi maður gæti haldið guði sínum föstum í ítrustu neyð. Það ætti maður undir náð guðs, en þegar verulega syrti að yrði bænin að vera sú, að guð sjái til þess að biðjandi maður sleppi honum ekki. Maðurinn yrði að hal'da buga sínum föstum við þetta: Ég sleppi þér ekki. Bæn Jesú á krossinum væri vitnisburður um þann sigur, sem unnizt hefði í ítrustu neyð. Guð væri andvígur þjóningu og böli, en gæti þó sigrað í þjáningu og með hana að verkfæri. Bólu- Hjálmar hefði svarað spurn- ingunnd flestum betur i sálm- inum: Ég á þig eftir, Jesú minn.... ★ í lok kirkjukvöldsins flutti séra Óskar J. Þorláksson huig- leiðinigu og bæn. Á milli at- riða og á eftir hugleiðingu séra Óskars var almennur kirkjusöngur við undirleik Ragnars Björnssonar. HVERS VEGNA BRIDGESTONE VÖRUBÍLADE Það lcetur nœrri að 7 af hverjum 10 vörubílstjórum, sem við höfum haft samband við hafi á undantörnum árum ekið meira eða minna á BRIDGESTONE dekkjum, og ber þeim saman um að jafnbetri endingu hafi þeir ekki fengið á öðrum hjólbörðum Þess vegna eru BR/DGESTONE mest seldu dekk á íslandi BRIDGESTONE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.