Morgunblaðið - 10.04.1969, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1909
11
ÚR hófi Norðuriandafélagsins í Leecls til heiðurs fsiandi. fs-
lenzk-sænsk stúlka, Nanna H ermannsson afhendir borgar-1
stjóranum í Leeds blómvönd. Lengkst tii hægri er forseti fé- (
lagsins, frú Glenn-Smith.
Skyr og ísL súkkuloði
— í veizlu í Leeds
NOKKRAR ís’lenzkar konur,
búsettar í Leeds á Englandi,
hafa skrifað Mbl. frásögn af
vel heppnaðri árshátíð Norð-
urlandafélagsins „Yorkshire
Anglo Scandinavian Society",
sem að þessu sinni var helg-
uð íslandi. Því- miður gat
sendiherra íslands í London
ekki komið og voru fslend-
ingarnjr vonsviknir yfir að
hafa ekki heiðursgest. Árs-
hátíðina sóttu 160 manns og
skemmtu sér vel. Ræðu fyrir
minni íslands flutti frú Dor-
othy Glenn-Smith, forseti fé-
lagsins.
Suniginn var íslenzki þjóð-
söngurinn. Og á borðum voru
íslenzkir réttir, matseðillinn
á íslenzku. í forrétt var ís-
lenzkur raekjukokteill. Mat-
seðillinn var að því leyti sér-
kennilegur, að tvisvar var
borinn fram eftirréttur. ,Þan.n
ig stóð á því, að þar sem ekki
var víst að skyrið kæmi frá
íslandi í tæka tið, var gert
ráð fyrir ís í eftirmat. En
skyrið kom kvöldið fyrir
veiziuna og var borið fram
aukalega. Þótti veizlugestum
það ágætt. Flugfélag íslands
útvegaði skyrið, Hótel Saga
sendi munnþurrkur og Linda
á Akureyri sendi súkkulaði
með kaffinu.
Rúm 100 tonn
ni þrem bótnm
SKÖMMU fyrir páska átti Mbl.
stutt símtal við Albert Kemp á
Fáskrúðsfirði. Þann dag var mik
ið um að vera þar eystra, enda
þrjú gkip þá nýlega komin að
með fisk til vinnslu, en bátárn-
ir voru Jón Kjartansson með 50.
tonn, Hoffell 30 og Anna jafn-
mikið. Höfðu bátarnir verið 3
daga að veiðum austur í Meðál-
landsbugt.
Kringum vinnslu aflans var
mikil vinna, og sagði Albért að
almenningur þar hefði ekki haft
svo mikið að starfa um lengri
tíma, en allveruiega hefur borið
þar á atvinnuleysi í vetur. Au'k
þess var þá verið að vinna að
loðniu-, bræðslu í síldarbræðsl-
unni.
Brezkir hermenn
æfn d íslnndi
RÍKISSTJÓRNIN hefur veitt
leyfi til þess, að brezkir her-
flokkar úr Third Battalion, The
Royai Anglican Regiment, stundi
æfingar hér á landi dagana 17.—
30. þessa mánaðar.
Búnaður hermannanna verður
sendur til landsins með íslenzk-
um skipum, en sjálfir koma þeir
með herflugvélum. Munu Bret-
arnir hafa aðsetur á Keflavíkur-
flugvelli og stunda æfiingar það-
an á svipuðum slóðum norðan
Búrfell.s og í fyrra. íslenzkir að-
ilar munu sjá um að flytja her-
flokkana austur til æfingasvæðis
ins. Menn úr varnarliðinu á
Keflavikurflugvelli munu einnig
taka þátt í æfingum þessum.
MIKID SPURT UM ÍSLAND
Loftleiðir taka þátt í ferðakynningu í Vesfur-Berlín
SUNNUDAGINN 23. marz lauk
í Vestur-Berlín allþjóðlegri ferða
kynningu. Þetta var í 3. skipti,
sem slík kynning er haldin
hérna. Að dómi forráðamanna
kynningarinnar tókst hún með
afbrigðum vel, og hefur þegar
hlotið alþjóða viðurkenningu.
Eini íslenzki aðilinn, sem tók
þátt í kynningunni, var Loft-
leiðir. Kynningarstúka félagsins
var bráðsnotur, íslenzkt lands-
lag leiftra^i af veggjum og
gamlir íslenzkir munir létu fara
vel um sig í glerkassa fyrir allra
augum. Líkan af risafugli fé-
lagsins trónaði upp á borðs-
horni og auglýsing um lág far-
gjöld á bakvið. Spurulir gestir
létu þetta ekki heldur fram hjá
sér fara.
'
; ' -
1 Smá - • • . . "l ■■ •• y v ff., 4-.V •• '< u'i’i 1 ‘Íififf! n lAiriinii.. 11 i fÍÉinrnifif'.'niiniÉ
Hluti af stúku Loftleiða á kynn ngunni.
Þegar við höfðum olnbogað
okkur að borðinu og kvatt kon-
una, sem fyrir innan stóð, kurt-
eislega, og beðið um msmáviðtal,
bað hún guð að hjálpa sér og
sagði okkur blessuðum að koma
rétt eftir lokun. Sem stæði hefði
hún nóg að stússa.
Við vorum varla setztir að
rjúkandi kaffibollunum, þegar
við veittumsd að konunni með
spurningum. Hún kvaðst heita
Björg Eysteinsdóttir og starfa í
skrifstofu Loftleiða í Frankfurt.
„Er þetta í fyrsta skrpti, sem
Laftleiðir taka þátt í þessari
kynningu?“
„Jú, reyndar, en ég gæti trú-
að, að þetta yrði ekki í það síð-
asta“.
,.Hver sá um undirbúning
þessarar kynningar?"
„Það var aðallega Herr Reese,
forstöðumaður skrifstofu Loft-
Björg Eysteinsdóttir gefur holl ráð og veitir upplýsingar.
leiða í Hamborg. Hann hefur
einnig tögl og hagldir hér.“
„Hvort var nú meira spurt um
ferðir til íslands og landið sjálft,
eða ferðir allar götur til Banda-
ríkjanna?"
„Það var rmikið innt eftir vest-
urferðum, en tvimælalaust meira
spurt um ísland. Áhugi á ís-
landsferðum er mikill og virðist
fara vaxandi“.
„Gerðu Loftleiðir eitthvað
meira til að kynna landið en það
sem blasir við okkur hérna“.
„Sei,sei, jú. Hérna í salnum er
kvikmyndahúskríli, þar sem
sýndar eru landkynningamyndir
allan guðslangan daginn. Þar
eru sýndar tvær kvikmyndlr um
ísland, minnst einu sinni á dag
— fyrir fullu hiúsi, enda aðgang-
ur ókeypis“.
„Hefurðu nokkra hugmynd
um, hve margir hafa dokað við,
spurt eða tekiið með sér pésa?“
„Nákvæma tölu veit ég ekki,
en það eru vafalaust nokkrar
þúsundir".
„Að lokum ein bráðsnjöll
spurning: Hver voru viðbrögð
fagmanna, þegar spurðist, að
Loftleiðir hefðu tekið við
rekstri Áir Bahama?“
„Stór augu og undrun“.
— Þórður Vigfússon.
Dr. Thorláksson kansl-
ari Manitobaháskóla
Hefur varpað Ijómaá íslenzka þjóðarbrotið
með afrekum sínum í lœkna- og félagsmálum
BLAÐIÐ Lögbeng Heims-1
kringla í Winnipeg segir frá því |
að hinn merki sikurðlæiknir og
vísindamaður, dr. P. H. T. Thor-
láksson hafi verið kjörinn kanzl-
ari — æðsti maður í stjórn Winni-
pegháskóla. Dr. Thorláksson er
af íslenzkum ættum, en fæddur
vestanhafs. Hann á að baiki langt
stanf í þágu læknavísinda og
hefur staðið framarlega í kana-
Dr. Thorlákson
dískum heilbriigðismálum. Dr.
Thoriáksson var yfirskurðiæknir
Winnipeg General Hospital og
prófessor í skurðlækmnigu'm við
Manitobaháskóla, þar sem hann
er nú 'heiðursdoktor. Hefur oít
verið til hans leitað í Kanada,
þegar koma þurfti miikilvægu.m
máluim fram. T. d. var hann
fyrsti forseti þróunarstofnunar
fyrir læknismennitun og lækna-
vísindi í Manitoba. Einnig hefir
hann verið forseli menntamála-
ráðs Manitoba, 1952' var hann
forseti krabbameinssitofnunar
Kanada og hann hefur átt sæti
í Sjúkraihúsnafnd Manitoba frá
frá upphafi.
í tilefni af kanzlaraíkjöri dr.
Thorlákson víkur blaðið sérstak-
Lega að þei.m málum, sem snerta
íslendinga vestanihafs og dr.
Thorlákson heifur veitt forustu
og leitt til lykta. Segir blaðið
m.a.: Það fer vel á því að hann
var kjörinn .kanzlari þeirrar
stofnunar, sem fyrrum nefndist
Wesiey Colege, því ísiendingar
komu þar mikið við sögu bæði
sem afburða námsmenn og kenn-
axar og er dr. Thorlákson nú
leiðsögumaður við stækkun og
endurnýjun þeirrar gömlu og
virðulegu menntastofnunar. Þá
hafði dr. Thorlákson forustu
uim að sameina íslendinga til
að stofnuð yrði kennsludeild í
íslenzku við Manitobaháskóla og
lagði þar á ráðin. Sama er að
segja um Betel-elliheimilið, þar
hefux dx. Thorláksson lagt fram
sína skipu'lagningarhæfileika og
hleypt lífi í mannskapinn, sem
að því vinnur. Enn var til hans
leitað á aldarafmæli Kanada til
að sikipa forsæti í nefnd til að
safna fé fyrir afmælisgjöf Vest-
ur-íslendinga, bronzskildi með
frásögninni af landnámi íslend-
inga á vesturstönd Kanada í
fornöld og er sá skjöldur á vegg
Þj<3ðsikjalabyggingar Kanada. Þá
var hann í 20 ár í útgáfunefnd
Lögbergs, lengst af formaður
nefndarinnar og átti hann meg-
inþáttinn í að blöðin voru sam-
einuð.
Þegar blaðaimaður Mbl. var á
ferð í Winnipeg á fyrra ári og
spurði dr. Thorlákson hvernig
hann færi að því að hafa tíma
til alls þessa, fyrir utan starf
sitt á rannsöknarstofnun sinni,
svaraði hann eitthvað á þá leið,
að hann væri svo heppinh að
hafa aldrei þurft að sofa nema
fáa 'kluikkutíma á sólarhring.
Dr. P.H.T. Thorlákson er
mikill íslendinigur, segir Lögberg
— Heimskrin.gla,
Þau hjónin haifa komið til
íslands þrisvar sinnuim, fyrst
1930. Hann var sæmdur riddara-
krossi Fátkaorðunnar 1951. Árið
1961 var hann gerður heiðurs-
doktor við Háskóla íslands á 50
ára afmæli þeirrar stofnunar.
Hann er heiðursfélagi í Þjóð-
ræknisfélagi íslendinga í Vest-
urheimi, Dr. P.H.T. Thorléikson
hefir varpað ljóma á íslenzka
þjóðarbrotið með afrefcum sín-
um á læknissviðinu og í félags-
málum.
Laust starl
Kópavogskaupstaður óskar að árða forstöðukonu að dag-
heimili Kópavogs frá 1. júní n.k.
Upplýsingar um startið veitir formaður leikvallanefndar frú
Svandís Skúladóttir, sími 41833.
Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 1. maí n.k. ásamt upp-
lýsingum um fyrri störf og meðmælum.
10. apríl 1969.
BÆJARSTJÓRINN I KÓPAVOGI.
VINYL-VEGGFÓÐUR
Þ0LIR ALLAN ÞV0TT
UTAVER Grensásvegi 22-24
Simi 30280-32262