Morgunblaðið - 10.04.1969, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.04.1969, Blaðsíða 4
* 4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1969 BÍLAIEI6ANFALUR car rental service 22-0-22- LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðaotræti 13. Sími 14970 Sveinbjöm Dagfinnsson, hrl. og Einar Viðar, hrl. Hafnarstræti 11. - Sími 19406. SKAUTA HÖUUN SKEIFUNN117 Verð: Kl. 10—13 kr. 25. V Ki. 13—19,30 kr. 35. Kl. 19,30—23 kr. 40. Skautaleiga kr. 30. I dag verður afmarkað svæði til æfinga fyrir fullorðna kl. 17—23. 0 Sigtún „Kæri Velvakandi! Frá Akureyri skrifar „Hót- fyndinn": Miklar þakkir fyrir margt í dálkum þínum. Mikið þykir mér dapurlegt, þegar þið fyrir sunn- an eruð að tala um þetta og þetta i Sigtúni. Mér finnst fal- legra að segja í Sigtúnum eða að Sigtúnum, og ég held, að það standi í gamalli bók, að Óðinn hafi búið að Sigtúnum. >að þykir betra mál að segja á ingvöll- um, heldur en á Þingvelli. 0 Brotið á Lesbók Svo er það annað mál: Þvi var verið að breyta broti á Les- bók Morgunblaðsins fyrir nokkr- um árum? Það þótti mér afar leitt, og þykir minna vænt um hana síSan. Hótfyndinn." — Það mun rétt vera, að Sig- tún hafi verið fleirtöluorð, sbr. það, sem Arnórr kvað: Báru brimlogs rýri brún veðr at Sigtúnum. — Einnig segir Snorri í Eddu, að Óðinn hafi kosið sér „þar borg stað, er nú heita Sigtún". — Brot Lesbókarinnar mun hafa verið fært í nýtízkulegt horf vegna þess að það veitir mun fleiri tækifæri en hið gamla, sem var óneitanlega all-þröngur stakkur skorinn. 0 Lítt notað lækninga- tæki Steinar Guðmundsson, Bólstað arhlíð 32, skrifar: Velvakandi góður! Þegar ég í forustugrein Mbl. í Einangrunargler íslenzk framleiðsla — jafngóð því bezta. Hagstæðasta verðið 10 ára ábyrgð 100% brotatrygging. Gleriðja Suðurnesjo hí. Strandgötu 18, Sandgerði — Simi 7625, 81876. MERKJASALA Ljósmæðrafélags Reykjavíkur verður næstkomandi sunnudag 13. apríl. Tuttugu og fimm þúsund kr. af ágóða hennar verða látnar renna til væntanlegrar kvensjúkdómadeildar, sem fyrir- hugað er að reisa við Fæðingardeild Landspítalans. Ljósmæður og aðrir velunnarar félagsins, sem vilja selja merki tilkynni þátttöku sína til Helgu M. Níelsdóttur Miklubraut 1 simi 11877, eða til Guðrúnar Halldórsdóttur Rauðarárstíg 40 sími 12944. Merkin verða afhent á eftirtöldum stöðum á sunnudagsmorgun frá kl. 10: Hallgrímskirkju norðurálmu, Breiðagerðisskóla, Langholts- skóla, Vogaskóla, Álftamýrarskóla. Mæður, leyfið bömum ykkar að selja merkin. (Klæðið bömin vel). STJÓRNIN. • VERZLANIR • HÁRGREIÐSLUSTOFUR • IÐNFYRIRTÆKI Hef milligöngu um kaup og sölu á hvers konar fyrirtækjum. Hef verið beðinn að annast um sölu á neðangreindum fyrir- tækjum: Ein helzta fataverzlunin við Laugaveginn. Góðkunn kvenfataverzlun við Miðbæinn. Nýleg hárgreiðslustofa í fjölbýlu hverfi í Austurborginni. Prjónastofa útbúin afkastamiklum vél- um og góðu úrvali frágangsvéla. Upplýsingar ekki gefnar ! síma. RAGNAR TÓMASSON, HDL., Austurstræti 17. 3. hæð (hús Silla og Valda). morgun las um þá framtakssemi dómsmálaráðherra, að láta strax hefjast handa við byggingu bráða birgðahúsnæðis yfir kóbalttækin sem Krabbameinsfélagið gaf til geislalækninga, svo ekki þyrfti að bíða eðlilegrar þróunar í bygg- ingarmálum Landspítalans, datt mér strax í hug annað fyrir- bæri — annað krabbamein og ann að tæki. Við íslendingar eigum lækn- ingartæki, sem fengið hefir við- urkenningu allra er til þekkja um heim allan, vegna hins ótrú- lega árangurs sem með því næst sé þvi réttilega beitt þegar við á. Þetta tæki er hinn stóri hóp- uir fullnuma sjálfboðaliða sem A. A.-hreyfingin hefir ungað út á undanförnum árum — og sem heilbrigðisþjónustan hefir senni- lega enin ekki komið auga á. Til að ánangur náist verður sjúklingur og sjálfboðaliði að snertast á einhvern hátt, — enda hygg ég, að svo sé um flest önn- ur lækningafæki. í dag standa málin þannig, að sjúklingurinn eigrar einangraður í sínu um- hverfi og nær ekki til hjálpar- innar, en læknirinn, sem vera á tengiliður sjúklingsins og heil- brigði, stendur ráðþrota álengd- ar vegna aðstöðuleysis. Og tækið liggur ónotað. Ef hægt er að slá upp bráða- birgðaskúr við Landspítalann í von um að með því megi bjarga nokkrum mannslífum, sem ella færu í súginn, hvað mælir þá í móti því að vi ðBorgarspitalann væri reft yfir nokkra fermetra, svo að heimilislækninum yrði sköpuð aðstaða til að koma drukknum sjúklingum sínum i snertingu við „kóbalttæki" alko- holismans. 0 Alvöru-aðgerðir Með lofsverðri ráðstöfun ráð- herra til nýtingar hinnar dýr- mætu aðstöðu er kóbalttæknin skapar, er áætlað að þó nokkrum mannslífum verði bjargað. En þau mannslíf mundu fljótlega skipta tugum á ári, er bjarga mætti með alvöru-aðgerðum, er miðuðu að því að samræma tæki og tækni þjóðfélagsins til hjálp- ar þeim fjölda alkóhólista sem oft á tíðum ekki einu sinni gera sér grein fyrir því, að þeir eru sjúklingar. Framlagður kostnað- ur þess opinbera væri fljótur að skila sé aftur vegna stórbættrar afkomu þeirra fjölmörgu heim- ila sem nú rétt skrimta — en yrðu aflögufær á mairgan máta ef sjúkdómsokinu yrði af þeim létt. 0 Sá fimmti FóUti — já, jafnvel frammá- mönnum okkar á ýmsum svið- um — hættir svo til að álykta, að afvötnunarstöð hljóti að vera einhvers konar þjónustumiðstöð útskúfaðra. Fólk gleymir því, að í öllum stéttum og á öllum stigum þjóðfélagsins berjast menn við að ná sér út úr fylliríi. Fimm menn lyfta glösum, fjórir hátta ófuilir að kvöldi--en sá fimmti afklæðist varla hjálparlaust fyrr en að viku Uðinni. Þetta er eng- inn leikur, og því síður uppgerð. Enginn viU vera í sporum fimmta mannsins. Alkoholismi er sjúkdómur. Með beztu kveðju — en hjúferunarstöðin verður að komast á laggimar. Steinar Guðmundsson. HEILDVERZLUN með gott dreifingarkerfi getur fengið sölu-umboð fyrir iðnaðar- fyrirtæki í Reykjavik, sem hefur framleiðsluréttindi heims- frægra vörumerkja á hreinlætis- og snyrtivörum, sem þegar hafa margra ára haldgóða sölu á islenzkum markaði. Umsóknir með upplýsingum óskast sendar afgreiðslu Morg- unblaðsins fyrir 15. apríl n.k. merktar: „Snyrting — 2876". RAÐHÚS—SÉRHÆB Höfum kaupanda að 5—7 herbergja sérhæð við t. d. Safamýri, Stóragerði, Stigahlíð og nágrenni eða raðhúsi við Hvassaleiti, Háa- leitisbraut, Álftamýri og nágrenni. Útborgun 1500 þús, Vinsamlegast hafið samband við okkur sem fyrst. FASTEIGNAÞJÓNUSTAN Austurstræti 17 símar 16870 & 24645. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.