Morgunblaðið - 10.04.1969, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. APRIL 1960
Gunnlaugur H. Sveins
son — kennari
Fæddur 11. sept. 1913
Dáinn 31. man 1969
GUNNLAUGUR Haukur Sveins-
son, kennari, verður til moldar
borinn í dag frá Hafnarfjarðar-
kirkju, en hann varð bráðkvadd-
ur að heimili sínu, Holtsgötu 18
í Hafnarfirði, um miðaftarvsleyti
mánudagsins í dymbilviku, 31.
marz sL
Gunnlagur fæddist í Flatey á
Breiðafirði 11. september 1913.
Atti hann til góðra að telja. For-
eldrar hans voru merkishjónin
Sveinn Gunnlaugsson, skóla-
stjóri. og Sigríður Oddný Bene-
diktsdóttir, en hún andaðist
1957. Voru þau af traustum og
sterkum stofnum og ættir þeirra
kunnar um Breiðafjörð og í
Húnaþingj. Sveinn Breiðfirðing-
ur, fæddur i Flatey 17. maí 1889,
e.n Sigríður Húnvetningur, fædd
12. ágúst 1888 á Bakka í Vatns-
dal. Þeim hjónum varð þriggja
barna auðið, en auk þess ólu þau
upp fósturson, Eggert Ólaf Jó-
hannsson, dr. med. og, yfirlækni
við Rannsóknardeild Borgarspít-
alans í Fossvogi. — Gunnlaugur
heitinn var miðbarn þeirra
hjóna. Tveimur árum eldri var
t
Systir okkar
Ragna Jónsson,
andaðist í Kaupmannahöfn 5.
þ.m. Fyrir hönd systkinanna.
Ingibjörg Gísladóttir.
t
Guðrún Heiðberg,
andaðist þarin 8. apríl í Land-
spitalanum.
Ásdís L. Ámadóttir,
Bjarney Hinriksdóttir.
t
Fósturmóðir okkar og fóstur-
systir
Nikolína Guðmundsdóttir
Steinsholti, Eskifirði
lézt í Landspítalanum 3. apríl.
Svala Auðbjömsdóttir,
Jónas Þórðarson og
Baldur Einarsson.
t
Þökkum innilega auð.-ýnda
samúð og vinarhug við andlát
og jarðarfÖT eiginmanns míns,
föður, tengdaföður og afa
Gests Pálssonar
leikara.
Sérstaklega viljum við þakka
Félagi ísl. leikara og stjóm og
starfsfólki Olíuverzlunar Is-
lands.
Dóra Þórarinsdóttir,
Eva Gestsdóttir,
Sigríður Gestsdóttir,
Guðgeir Þórarinsson,
Svanhildnr Gestsdóttir,
Þórarinn Elmar Jenssen,
Páll Gestsson,
Gunnþóra Jónsdóttir
og bamabörn.
Ragna systir hans, kona Hjartar
Hjálmarssonar skólastjóra á
Flateyri, en yngstur Baldur,
kennari í Reykjavík, kvæntur
Érlu Ásgeirsdóttur Guðnasonar
áður kaupmanns og útgerðar-
manns á Flateyri.
Þeir eru ekki margir í ís-
lenzkri kennarastétt, ef nokknr,
sem starfað hafa lengur við
kennslu og skólastörf en Sveinn
Gunnlaugsson. Frá því hann
lauk kennaraprófi 1909 hefir
hann óslitið unnið á þessum vett
vangi og sjaldan eða aldrei notið
hvíldar frá starfi, utan þau tvö
skipti, sem hann brá sér til
frændþjóða vorra á Norðurlönd-
um, með stuttu millibili, til þess
að kynna sér þar kennslu og
skólamál. Kennarastarf Sveins
hófst í heimabyggð hans, Flatey,
1909-’10. Næstu árin kenndi
hann á Patreksfirði, 1910-’14, en
þá hóf hann að kenna við barna-
skólann í Flatey á ný og starfaði
þar til ársins 1930 að hann gerð-
ist skólastjóri við barna- og ungl
ingaskólann á Flateyri í Önund-
arfirði. Gegndi hann því starfi í
nærfelit 30 ár eða til ársins 1959
er hann varð sjötugur. Var hann
þá gerður að heiðursborgara
Flateyrarhrepps. Almælt var, að
hann væri vel að þessum heiðri
kominn sökum farsælla starfa
við kennslu og félagsmál í
byggðarlaginu. Sama ár var
hann einnig gerður að heiðurs-
félaga í Kennarafélagi Vest-
t
Eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi
Tryggvi Martcinsson
frá Ólafsfirði,
verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju föstudaginn 11.
apríl kl. 1.30.
Rósa Friðfinnsdóttir,
Dýrleif J. Tryggvadóttir,
Baldvin Tryggvason,
tengdabörn og
barnabörn.
t
Hjartans þakkir fyrir auð-
sýnda samúð og vináttu við
andlát og jarðarför
Magnúsar Gíslasonar
skálds og rithöfundar.
Fyrir hönd systkina, barna,
tengdabama og barnabama.
Ólafur Jónsson.
Þökkum auðsýnda samúð og
vináttu við andlát og jarðar-
för mannsins míns
Jóhanns Einarssonar
Asabraut 3, Keflavík.
Sérstakar þakkir til samstarfs
fólks hans á Keflavíkurflug-
velli.
Dagbjörg Sæmundsdóttir,
Jón B. Jóhannsson,
Gunnar G. Jóhannsson,
Helga Jóhannsdóttir,
Egill Jóhannsson,
tengdabörn og bamabörn.
fjarða. Sveinn lagðist ekki á lár-
ber né féllust honum hendur,
þegar farsælum skólastjóraferli
lauk, enda hefir maðurinn aldrei
værugjarn verið. Hann lagði
ekki kennsluna alveg á hiUuna,
en hélt henni áfram að meira eða
minna leyti við skólann á Flat-
eyri. Móðurmálið, hið mjúka og
ríka, var ávallt hans uppálhalds-
kennslugrein. Við þesra kennslu
nutu hæfileikar hans sín bezt.
Fegurð tungunnar lá honum
sjálfum á vörum og gerir enn.
Af öllum, sem til Sveins þekkj.a,
en þeir eru margir um Vestfjörðu
og víðar, hefir hann verið viður-
kenndur sem maður hins snjalla
tungutaks. Hann er hagyrðingur
góður og skáld og hafa nokkur
ljóð hans birzt í blöðum og tíma-
ritum. — Og enn, þegar Sveinn
er nær áttræður, fæst hann við
islenzkukennslu við Barna- og
unglingaskólann á Flateyri. —
Geri aðrir betur.
Heimili Sigríðar og Sveins var
um margt til mikillar fyrirmynd
t
Jariðarför eiginmanns míns
Aðalstcins Bjarnasonar
bifvélavirkja
fer fram í Fossvogskirkju
föstudaginn 11. þ.m. kl. 3.
Herdís Vigfúsdóttir
dætur og tengdasynir.
t
Okkar innilegustu þakkir
fyrir aúðsýnda samúð vfð and
lát og j&rðarför
Einars Th. Maack
Eskihlið 31.
Sérstakar þakkir færum við
læknum, hjúkrunarkonum og
öðru starfsliði deildar A-6
Borgars j úkrahússins.
Vera Maack,
Jón Guðmundsson
og aðrir vandamenn.
Þökkum af alhug öllum þeim
er sýndu okkur samúð og hlut
tekningu við andlát og jarðar
för eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföðux. og afa
Guðmundar Hákonar
Magnússonar
Önundarholti.
Guð blessi ykkur öll.
Kristin Björnsdóttir,
böm, tengdaböm og
barnabörn.
ar. Það barst ekki á. Þar var
hvorki óhófi né munaði til að
dreifa. En það var í hópi þeirra
heimila', þar sem gömul gróin
íslenzk menning átti sér djúpar
rætur og nærðist til þess að ber-
ast frá kynslóð til kynslóðar.
Þar voru íslenZkar bókmenntir,
fornar og nýjar, í hávegum hafð
ar. Þar voru íslenzk fræði, hvers
konar, og sögn og saga leidd til
öndvegis. Þar var gnægð félags-
hyggju og hjartahlýju. Skóla- og
æskulýðsmál áttu þar mikið
rúm. Af starfi húsbóndans leiddi
það, að dags daglega bar þaú mál
á góma. — Úr þessum jarðvegi
var Gunnlaugur heitinn Sveins-
son sprottinn. í þessu andrúms-
lofti ólst hann upp. Var því ekki
að undra þótt hann fetaði í fót-
spor föður síns og hæfi kennara-
nám til þess að gera kennslu sér
að ævistarfi. -Hér sannaðist sém
oftar, að sjaldan fellur eplið
langt frá eikinni.
Gunnlaugur lauk kennaraprófi
frá Kennaraskóla íslands 1936.
Strax um haustið þetta sama ár
hlotnaðist honum kennarastaða
við Barnaskóla Patreksfjarðar.
Var hann kennari þar til ársins
1944. Næstu ár kenndi hann á
ýmsum stöðum, m.a. i Bolungar-
vík, Akureyri og Þórshöfn. Árið
1955 varð hann kennari við
Barna- og unglingaskólann á
Flateyri og kenndi þar til ársins
1959. Voru þetta síðustu árin,
sem Sveinn faðir hans stýrði
þeim skóla. Um haustið 1961 hóf
Gunnlaugur að kenna við Lækj-
arskóla í Hafnarfirði og var þar
fastur kennari, unz hann féll frá,
svo óvænt og skyndilega, 31.
marz sl.
Starf Gunnlauge Sveinssonar í
Lækjarskóla var með ágætum.
Hann átti auðvelt með að um-
gangast börn og unglinga. Hann
var mjög drátthagur og veittist
létt að fara með liti. Þetta kom
Aðalsteinn
Minning
F. 1. marz 1920. D. 1. apríl 1969.
AÐALSTEINN Bjarnason verður
kvaddur hinztu kveðju frá Foss-
t
Þökkum allan sóma og vin-
áttuvott sem minninigu
Guðrúnar Magnúsdóttur
frá Görðum
var sýndur við útför hennar.
Ingihjörg Magnúsdóttir
Jón Magnússon
Eggertina Smith Magnúsdóttir
Einar Magnússon
og bræðurnir Möller.
honum ekki aðeins vel sem
teiknikennara heldur og í hinni
almennu keimslu, sem hann
hafði með höndum í skólanum.
Bftir Gunnlaug liggja tvær
barnabækur: „Sigrún og tröll-
karlinn", sem kom út 194(9 og
„Út við eyjar“, sem kom út sama
ár. Báðar þessar bækur mynd-
skreytti hann sjálfur af smekk-
visi. Af hálfu nemenda sinna,
samlkennara og annars samstarfs-
fólks í Lækjarskóla, átti hann
vináttu að fagna. Við fráfall
Gunnlaugs Sveinssonar er í
Lækjaskóla stórt skarð fyrir
skildi. Nemendur hans sakna
góðs kennara og vinar og sam-
starfsfólkið saknar félagsans,
sem reyndist því hinn bezti
drengur í hvívetna.
En sárastur harmur er þó kveð
inn að eftirlifandi konu Gunn-
laugs, Ingileif Guðmundsdóttur
og börnunum þeirra 5. Þau Ingi-
leif og Gunnlaugur bundust
tryggðum og stofnuðu * til hjú-
skapar 3. september 1937. Börn
þeirra, sem öll eru uppkomin,
eru þessi: Sveinn, f. 17. ág. 1938,
iðnaðarmaður, búsettur íVancou
ver; Ingileif Steinunn, f. 10. ágúst
1940, búsett í Vancouver og gift
þar Jaek Montgomery rafmagns-
verkfræðingi; Guðlaug Sigríður,
f. 20. des. 1943, afgreiðslustúlka;
Guðrún Erla, f. 27. marz 1948,
starfar í Innkaupastofnun ríkis-
ins og Sigriður Oddný f. 26. maí
1951, vinnur víð afgreiðslustörf.
Nemendur og starfsfólk Lækj-
arskóla, Hafnarfirði, sendir eftir
lifandi eiginkonu Gunnlaugs, —
Ingileif Guðmundsdóttur, —
börnum þeirra og ættingjum
samúðarkveðjur.
Öll minnumst við Gunnlaugs
H. Sveinssonar af þakklátum
huga. Þökkum honum samstarf-
ið og samfylgdina og biðjum
honum guðsblessunar.
Þorgeir Ibsen.
Bjarnason
vogskapeliu, föstudaiglnn 11.
apríl.
Aðalsteinn fæddist á Snæfells-
nesi 1. marz 1920, að Miklaiholts-
seli. Foreldrgr hans voru sæmd-
t
Jarðarför eiginkonu minnar
ÞCRUNNAR eyjólfsdóttur kolbeins
sem andaðist hinn 4. þm. að heimili okkar Flókergötu 65, fer
fram frá Fossvogskirkju laugardaginn 12. apríl kl. 10,30 f.h.
Fyrir hönd barna og tengdabarna
Sigurjón Þ. Arnason.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi
EINAR JÓNASSON
frá Borg. Ytri-Njarðvík,
verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju kl. 14,30, laugardaginn
12. þ.m.
Hulda Einarsdóttir,
Jón Ingibergsson,
Sigrún Einarsdóttir,
Friðrik Valdimarsson,
og barnaböm.