Morgunblaðið - 10.04.1969, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.04.1969, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1969 — Meira en dálítið. Klukkan var orðin fjögur, þegsir þú komst heim. Ég heyrði til þín. — Hvað varstu að gera með að vera vakandi á þeim tíma? — Satt að segja var það nú af áhyggjum af þér. — Og hversvegna í hamingjunn ar bænum? - Ég var hrædd um, þegar nóttin leið og þú komst ekki, að þú hefðir lent í slysi. Ég veit, að John ekur mjög hratt. — Það sprakk hjá okkur og það tafði okkur. Einhvernveginn fannst mér hún ekki vera að segja mér satt. Enda þótt ég hefði lengst af tal- ið hana sannorða, þá hafði ég einu sinni eða tvisvar grip- ið hana í ósannindum, síðan hún fór að vera úti með John. Ég hat- aði sjá'lfa mig fyrir að vera að tortryggja hana, en þó hataði ég John enn meira, fyrir að hafa orðið valdur að þessum breyt- ingum, sem á henni voru orðn- ar. — Mér finnst hann John ætti ekki að vera svona lengi úti með þér, sagði ég, enda þótt mér væri það mjög á móti skapi að vera eins og nöldursöm móðir. En mér datt bara í hug, hvernig mömmu hefði liðið ef Kay hefði verið svona lengi úti, hefði hún verið lifandi, — og pabbi reynd- ar líka. Enda þótt foreldrar okk ar væru alltaf góð við okkur, hafði uppeldið hjá þeim verið all strangt. — Æ, í guðs bænum hættu þessu, Melissa sagði Kay og var nú orðin vond. — Hausinn á mér er alveg að klofna og ég er varla vöknuð. Ég þoli ekki neinar á- minningarræður. Og til hvers ætti ég líka að vera að hlusta á þær? Ég er enginn krakki ieng ur. Ég er átján ára. — Afsakaðu, Kay, það var nú ekki ætlun mín að fara neitt að lesa yfir þér, en þú ert farin að brenna kertinu í báða enda, finnst þér ekki? í fyrsta lagi trúi ég ekki, að Stourton verði neitt hrifinn af þessu, ef þú ferð allt af að koma ofseint á morgnana. eins og þú hefur gert undanfar- ið. — Ef hann er ekki hrifinn af því, þá hann um það. Og hvað sem öðru líður er ég orðin hund leið á þessari vinnu hjá Stourt- on. Ég var að segja honum John í gær, að mig langaði til að verða sýndngarstúlka. Hann seg- is-t skuli með ánægju kosta mig á námskeið, og svo geti ég end- urgreitt það, þegar ég fer að vinna mér eitthvað inn. Hann segir, að þetta geti verið góð fjár festing. Ég gápti á hana. — Er þér avara, Kay? — Já, sannarlega. — Já, en þú getur ekki iátið hann John fara að kosta þig. — Hversvegna ekki? 18 Verzlunarstjóri Bókaverzlun óskar eftir verzlunarstjóra, karlmanni eða kven- manni Góð málakunnátta æskileg. Umsóknir með upplýsingum um menntun, fyrri störf og aldur sendist Mbl. merktar: „Verzlunarstjóri—bækur — 2872". Tilkynning til bifreiðastjóra Þeir viðskiptamenn sem enn eiga ósótta sólaða hjólbarða frá árinu 1968 vinsamlega vitji þeirra sem allra fyrst, annars verða þeir seldir fyrir kostnaði. BARÐINN H.F, Ármúla 7 — Sími 30501. Afþví ... afþví, þú getur það beinlínis ekki, sagði ég mátt- leysislega. Ég vildi, að ég gæti komið réttum orðum að því, til að sýna hewni fram á, að þetta kæmi ekki til nokkurra mála. En einmitt þegar ég hafði svo mkla þörf á réttu orðunum, vildu þau ekki koima. Ég vissi, að ég varð að fara varlega. Kay var svo erfið um þessar mundir. Og ég þráði mömmu mína meir en ég hafði nokkurntíma gert síðan hún dó, með svo sorglegum at- vikum. Til skamms tíma hafði ég vel treyst mér til að stjórna systkinum mínum. Sjá um þau, ráðleggja þeim og stjórna þeim, ef þörf gerðist. En nú ekki leng- ur. Nú var ég að missa stjórn- ina á þeim. Ég vissi, að ég var á einhvern hátt að bregðast þeim. Fyrst hafði Nick stolið frá John. Nú var komið að Kay. Ég lof- aði Guð fyrir, að Lucy og Mark NATHAN & OLSEN HF. skyldu ekki valda mér neinum vandræðum, og mundu sennilega aldrei gera. Að minnsta kosti ekki Lucy. En líklega yrði Mark erfiður, þegar hann elt- ist. — Ég sá ekki, hversvegna ég ætti ekki að taka þessu tilboði hans Johns, sagði Kay ögrandi. — Mér finnst það fjandans fal- Iega gert af honum. Og hann er nógu ríkur. Hversvegna ætti ég ekki að lofa honum að hjálpa mér til frægðar og frama? — Afþví, góða mín, að ung stúlka lætur ekki karlmann kosta sig, nema ... nema ... — Haltu áfram, sagði Kay. — Við skúlum hafa þetta skellt og fellt. Þú átt við, að karlmaður kosti ekki stúlku nema hún sofi hjá honum. Var það ekki það, sem þú ætlaðir að segja? Svona bein spurning krafðist beins svars. nú endurtekur þetta tilboð sitt, ætla ég að taka hann á orðinu og þá þýðir þér ekkert að segja neitt. Mér líkaði ekki þessi ein beittni í rödd hennar og heldur ekki augnaráðið. Ég þóttist þekkja Kay. Hún eygði þarna von um að sleppa frá þess- ari leiðinlegu atvinnu sinni, sem henni fannst vera. En hún hafði bara ekki athugað málið til hlít- ar. Það var meira en námsskeið- ið sem um var að ræða, því að ef hún færi út í þetta, þyrfti hún að búa í London og því hefði hún að minnsta kosti ekki efni á. — Vertu nú skynsöm, Kay. Hverndg geturðu tekið sýningar- námskeið í London úr sextíu mílna fjarlægð? — Ég gæti verið í borginni frá mánudegi til föstudags og komið heim um helgar. — Jú. — Ég fullvissa þig um, að ég sef ekki hjá John. — Nei, það ætla ég að vona. Kay leit á mig spyrjandi. — Væri það nú svo alveg hræðilegt, ef ég gerði það? — Já, það mundi mér finnast. — Jæja þú getur verið alveg róleg — ég sef ekki hjá honum. Ég vissi, að hún sagði þetta satt. Og mér létti feikilega. Og samt hafði mér verið að detta í hug, að hugsanlegt væri nú þetta. Ég hafði ekkert traust á John. Siðferðisreglur hans voru gjöró'líkar mínum, þóttist ég viss um. Kay hélt ófram: En ef John — Og hvað um kostnaðinn? — John mundi sjá um það. Námskeiðið tekur ekki nema sex vikur, og eftir þann tíma, gæti ég, ef allt fer vel, farið að vinna mér eitthvað inn. Góða vertu ekki með þennan svip, ein.s og ég stefni beint í glötunina, því að ég Jullvissa þig um, að það geri ég ekki. Ég er alveg með fullu viti. Ég veit alveg, að John mundi gjarna vilja sofa hjá mér. Hann hefur sama sem sagt það, e-n hafi hann nokkurt vit í koll- inum má hann vita, að ég ætla ekki að lofa hon-um það, svo að þú þarft engar áhyggjur að hafa bess vegna. Ég veit það, Mel- issa, að þú ert því algjörlega Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl Víðsýni er nauðsynleg í dag. Nautið, 20. apríl — 20. maí LeyfSu öðrum að láta ljós sitt skína. Reyndu eitthvað nýtt. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní Ef þú getur setið á þér að finna að öllu í fari annarra getur þetta orðið eóður dagur. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí Viðskiptasamböndin verða þér auðveldari í dag. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst Ef þú lítur til baka, geturðu e.t.v. fundið leið út úr vandræðum þínum. Meyjan, 23. ágúst — 22. sept. Það er gott að vinna jafnt og þétt, og bjargar þér frá illindum. Vogin, 23. sept. — 22. okt. Það er heilmikið að ske, og vertu því þolinmóður. Sporðdrekinn, 23. okt. — 21. nóv. Settu einkamálin til hliðar, þá gengur samvinnan betur. Bogmaðurinn, 22. nóv. — 21. des. Gleymdu ekki skyldum þínum og Guði, þótt eitthvað bjáti á. Steingeitin, 22. des. — 19. jan. Einkamálin og starfið kunna að togast á einu sinni enn, vegna skipulagsins. Gleymdu ekki tilfinningum annarra. Vatnsberinn, 20. jan. — 18. febr. Forðastu þá vini þína, sem setja markið of hátt, en hugsaðu um fjölskyldu þína í staðinn. Fiskarnir, 19. febr. — 20. marz Ef þú athugar málið dálítið betur, skilurðu vlðskiptin betur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.