Morgunblaðið - 10.04.1969, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.04.1969, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1960 Bænin læknisráð við sálrænum truflunum Frá kirkjukvöldi í Dómkirkjunni Á SKÍRDAGSKVÖLD efndi Bræðrafélag Dómikirkjusafn- aðarins til kirkjulkvölds með nýstárlegu sniði í Dómkirkj- unni. Spumingum um trúar- líf og safnaðarstarf var varp- að fyrir nokkra kunna kirkj- urmar menn og svöruðu þeir hver um sig í stuttu máli. Spurningarnar höfðu þeir fengið með fyrirvara og voru svörin því að sjálfsögðu undir búin. Safnaðarfólki hafði einnig geifizt kostur á að kynna sér spurningarnar fyr- irfram og var sýnilega al- mennur áhugi á að heyra svörin, því að hvert sæti var skipað í Dómkirkjunni í þann mund er kirkjukvöldið hófst. Sigurður Steinsson, formað- ur Bræðrafélags Dómkirkj- unnar, bauð gesti velkomna með stuttu ávarpi, en síðan lék Ragnar Björnsson, dóm- organisti, Jesus a acccepté la suffrance. Þá fluttu þeir mál sitt, er kjörnir höfðu verið til að svara spurningum kvölds- ins. Séra Jóns Auðuns, dóm- prófastur, svaraði spuming- unni: Hverja teljið þér aðal- ástæðu fyrir draémri kirkju- sókn? Teljið þér að prestar geti átt þar einhverja sök? Rakti hann skýrslur um kirkju sókn í Dómkirkjunni og taldi sýnt, að kirkjusókn hefði hnignað á síðustu áratugum. Bæri nauðsyn til að auka kirkjusókn ef kirkjan ætti ekki að losna frekar úr tengsl um við söfnuðina en nú væri. Hefðu augu sumra beinzt að messuforminu, er hugsað væri um eflingu kirkjusóknar og þar hefðu komið fram öfgar til tveggja átta. Að sinni hyggju væru þá hvorki grall- aramessa eða ptopmessa það sem til úrbóta horfði í þessu efni, enda þótt til þeirra væri stofnað af mönnum, sem vildu kirkjunni vel. Kirkjan þyrfti að svara kröfum tím- ans, en það væri staðreynd, að ný kynslóð kirkjunnar þjóna fyndi ekki þann hljóm- grunn nú sem prestar hefðu fundið fyrir fjörutíu árum. Predikunin, sem væri þunga- miðja prestsstarfsins, bæri of sjaldan vitni þess að vera raunverulega unnin, hugsuð. Prestar þessarar aldar þyrftu að bjóða upp á annað og meira en gömul guðraekileg slagorð. Prestar bæru áreið- anlega mjög mikla sök á dræmri kirkjusókn, en kirkju- gestip væru þar einnig undir sök seldir. fessor, svaraði spumingunni: Hefur Gamla testamentið nokkra þýðingu fyrir trúarlíf á atómöld? Vitnaði ræðumað- ur í upphafi máls síns í tíma- rit guðfræðistúdenta, Orðið, þar sem fjallað er um að- stöðu nútímamannsins og mennsku hans. Mennska hans væri í því fólgin að maður- inn væri frjáls. En hvað þá um trúarþörf á 20. öld þar sem maðurinn er markaðs- vara á sölutorgi vinnuafls? Hann vinnur ekki mennsku ir trúarlífi kristins manns, en þær væru einnig uppsprett- urnar, lindirnar. Kristni kynntumst við í trúarreynslu okkar sjálfra, er byggði á þessum grunni. Guðfræði yrði fyrst og fremst að miða við nútíðarlíf, og þar gæti Gamla testamentið verið okk- ur fyrirmynd. Séra Felix Ólafsson svaraði spurningunni: Teljið þér, að grandvar maður án trúar geti með breytni sinni orðið sálu- hólpinn? Kvað hann spurn- Fimm þeirra er svöruðu spurningum í Dómkirkjunni á skírdagskvöld. Frá vinstri: Sigurbjörn Einarsson, biskup, séra Sigurður Haukur Guðjónsson, séra Felix Ólafsson, Þórir Kr. Þórðar- son, prófessor, og séra Jón Auðuns, dómprófastur. Dómorganistinn, Ragnar Björnsson, var í ræðustól, er myndin var tekin. Ragnar Björnsson, dómorg- anisti, svaraði spurningunni: Hverjar eru ástæður fyrir því, að tekinn hefur verið upp einraddaður kirkjusöngur í Dómikirkjunni? Sagði hann, að það væri ekki bylting í safn- aðarsönig að láta syngja sálm- ana einraddaða, en listraenan söng og safnaðarsöng væri ekki hægt að samræma. List- rænn söngur væri til að njóta í þögn.. en ekki til að taka undir. í æfðum kórsöng lægi laglínan of hátt fyrir venju- lega kirkjugesti og hefði hann því lækkað lögin, en léti kórinn synigja einraddað. Þórir Kr. Þórðarson, pró- sína. fyrr en hann skynjar að lífið er honum gefið; skynjar lífið með hliðsjón af dauðan- um andstæðu sinni. Þetta leíddi trúin í ljós og með því fengist innsýn í innsta, dýpsta og hinzta verulei'ka mennsk- urmar. Gamla testamentið fjallaði um mannlif í ófull- komleika og synd, en spá- menn Garnla testamentisins væru menn samtíðar sinnar, er beindu sjónum að mann- inum sem samfélagsveru. Davíðssálmar væru djúp reynsla þjáningar og í Jobs- bók bærist gjöf trúar í sálar- baráttu. Gamla testamentið væri djúpin, undirstaðan und (Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.) ingu þessa afar þýðingar- mikla, því að vandamál henn ar væri vandamál þessa heims. Eitt sinn akyldi hver deyja og eftir það kæmi dóm- urinn. Grandvar maður án trúar væri heiðvirður og sam- vizkusamur borgari, en sinnu- laus uim andleg efni og van- trúaður. En hvernig verð ég hólpinn? Sá sem trúir mun hólpinn verða, sagði Jeaús og við getum ekki leyft ókkur að þegja um orð Jesú. Um tvennt væri að velja: eilífa glötun eða vera með guði alltaf. Við gætum ekkert sagt um tæki- færi annars heims. Grandvar maður væri lí'ka syndugur Formaður Bræðrafélagsins, Sigurður Steinsson, flytur ávarp og býður gesti vel- komna á kirkjukvöldið. maður og maður án trúar hefði sjálfur kveðið upp eigin dóm. Okkar eigin vantrú gæti gert okkur viðskila við guð. Séra Sigurður Haukur Guð- jónsson svaraði spurningunni: Teljið þér, að þegar Jesús talar uim að niðurbrjóta og endurreisa musterið, að þar hafi hann einnig skírskotað til vor mannanina um að hreinsa til í voru eigin must- eri og endurbyggja? Lýsti ræðumaður fyrst aðstæðum, er Jesús talaði þessi orð, en vék síðan að skýringum, sem á þeim hetfðu verið gerðar, hvort Jesús ætti með þessum orðurn við musteri líkama síns eða hvort musteri táknaði í þessu sambandi guðveldis- stofnun Gyðinga. Taldi hann skýringar á þessu hafa mót- azt af sálarástandi skýrand- ans, en það eina sem hann gæti um þetta sagt, væri, að hann teldi að fyrir huga Krists hefði svifið líkingamál spámannsins Jeremía, er hann talaði þessi orð. í riti Jere- mía spámanns segir m. a.: „Reiðið yður ekki á lygatal, er menn segja: Þetta er must- eri Drottins, musteri Drott- ins, musteri Drottins. En ef þér bætið breytni yðar og gjörðir alvarlega, ef þér iðk- ið réttlæti í þrætum manna á milli, undirokið efcki út- lendiniga, munaðarleysingja Framhald á bls. 21 Leitar að gráum íslenzkum hundi — smárabb við Jean Lanning bunda- sérfrœðing frá Hampshire ÐÉR var fyrir hátíðina stödd ungfrú Jean Lanning, hunda- sérfræðingur og alþjóðlegur dómari á ágæti hunda á op- inberum hundasýningum. Kona þessi, sem er brezk, kom hingað vegna áhuga síns á íslenzka hundastofninum, sem nú er því miður að verða æ sjaldséðari í hreinræktaðri útgáfu, eins og raun ber vitni um. Ungfrúin var á leið til Baltimore í Maryland-fylki í Bandaríkjunum til að dæma á hundasýningu, sem ein- göngu hundakyn, er nefnist Great Danes, átti að vera til sýnis á. — Hvað veldur áhuga yð- ar á íslenzka hundastofninum öðrum fremur? — Mér er hann kær og kunnugur, fyrst vegna þess, að meðal fimmtíu—sextíu hunda, sem ég á hundagarði mínum, eru þrír íslenzkir hundar og hefur sá fyrsti, sem ég eignaðist, unni'ð fyrstu verðlaun oftar en einu sinni á sýningum. Eftir að ég eignað- ist hann, sem var fyrir hreina tilviljun, hef ég eignazt þar af íslenzkum hundum, og hef mikinn áhuga á stofninum, og ég álít, að íslendingar ættu bæði að hafa áhuga og áhyggjur af íslenzka hundin- um, bæði vegna fækkunar á hreinræktuðum hunndum, og eins vegna þess, að tími er til kominn að reyna að fjölga hreinræktuðu þessu elzta hundakyni heimsins. Frúin er stödd á heimili Sigríðar Pétursdóttur (for- eldra hennar réttara sagt) við Bjarkargötu. Sigríður býr sjálf á Ólafsvöllum, og hetfur fjöldi íslendinga séð hunda hennar á landbúnað- arsýningunni. Hún fæst við hundarækt, og hefur orðið vel ágengt í starfi sínu, sem er hreint brautryðjendastarf hér. — Maður minn og ég höf- um verið í sambandi við frk. Lanning, og reyndar eru kynni okkar í gegnum Mark Watson, sem fyrir ca. 12 ár- um safnaði hér bæði hund- um og hestum, og tók eina tólf hunda með sér til Cali- forníu, en síðan er hann aft- ur snúinn til Bretlands með hunda sína. Það munu nú vera til um 30 íslenzkir hundar í Bretlandi, eftir því sem ég bezt veiit. Sigríður segir, að hún hafi lengi haft áihuga fyrir því áð fá Breta til liðs við sig í hundarækt, því að þeir fáist svo mikið við slík störf og flytji síðan aftur hundana til heimkynnana. Ungfrú Lanning hefur dálka í blöðum um hundarækt. sem hún skrifar vikulega, og eins hefur hún skrifað bók um „Great Danes“ í bókaflokki Foyle’s handbóka. — Hvaða hundar eru það, sem þér sækist eítir á ís- landi, eða öllu heldur, hvaða litur á hundi? — Það er litur, sem við köllum Ssble, eða safala, en þið mundúð kalla gráan, þ.e. undirhárin gul, en vindhárin svört. — Og án þess að binda mig við nein tilboð myndi ég segja, að fyrir hreinræktaða tík í þessum lit, þ.e.a.s. hvolp, myndi ég sennilega borga upp undir 100 sterlingspund. En það þyrfti auðvitað fyrst og fremst að vera góður hundur. — Það hlýtur að vera gott fyrir ykkur að vernda stofn- inn, og satt að segja, hefur formaðurinn í Kennel Club í Bretlandi, Hundagarða- klúbbnum brezka, áhuga fyr- ir þessu þjóðþrifamáli, og vill e.t.v. reyna að kenna ykkur eitthvað í þessum efn- um. — Það er líka staðreynd, að góður hundur er að hálfu uppeldi og hitt er fóðrið. (Skyldi þetta sjást í hverju þjóðfélagi?) — Hvaða fóður eigið þér við? — Alltaf % kjöt, hrátt, kannski vambir, á móti % fóðurbæti. Og satt áð segja, þá fær maður eins góðan hund með þessu móti og maður á skilið. Það er eins með þetta og allt annað eldi: Maður uppsker eins og mað- ur sáir. — Hvað heitir hundagarð- urinn yðar? — Clausentum Kennels, Chandlers Ford, Hampshire, 503 3 HJ, ef einhver skyldi vilja skrifa mér. — Annars kemur Mark Watson hingað í júní eða júlí, og tekur þá sennilega aftur me'ð sér, það sem hann vill, ef hann sér eitthvað mark- vert. — Eftir hverju dæmið þið hundana á svona sýningum eins og haldnar eru erlendis? — Við dæmum þá eftir einkennum stofnsins, gangi og jafnvægi, tönnum, gangi og fótuim, eyrum og rófu. — Hvað vekur aðallega áhuga yðar hjá íslenzka hundinum? — Það er nú það. Fólk, sem á íslenzka hunda, vill ekki sjá annað. Þeir eru hús- bóndahoilir, vinalegir, skyn- samir og góðir félagar. Þeir eriu líka mátulega stórir. Heima myndum við ekki láta þá vinna neitt, heldur aðeins láta þá á sýningar, og hafa þá til skemmtunar. — Mig langar tij að sikapa áhuga meðal hundaræktarfólks heima fyrir íslenzka hundin- um. — Er ekki ógurlegur fjöldi hunda í Englandi? — Jú, það eru a.m.k. 5000 sheafer hundar og sennilega 30.000.000 hundar af ö'ðrum kynjum, hreinræktaðir og blandaðir. Þó gæti það verið meira.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.