Morgunblaðið - 17.06.1969, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.06.1969, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 19«® 9 STEINGRÍMUR THORSTEINSSON: 'Egr elska þig, minnar þjóðarmál, með þrótt og snilld í orða hljómi, svo mjúkt sem blómstur og sterkt sem stál, er strengja kveður þú með hljómi; eg elska þig, mitt hjarta er við þig hnýtt, ið hýra vor þér boðar sumar nýtt; við bergið kalt þú blómgast skalt á fomum stöðvum söngs og sögu. Svo traust við ísland mig tengja bönd, ei trúrri binda son við móður. Og þó að færi eg um fegurst lönd og fagnað yrði mér sem bróður, mér yrði gleðin aðeins veitt til bálfs, á ættjörð minni nýt eg fyrst mín sjálfs, þar elska eg flest, þar uni eg bezt við land og fólk og feðra tungu. MATTHÍAS JOCHUMSSON: Sturla kvað yfir styrjar-hjarli, Snorri sjálfur á feigðarþorra; ljóð frá auði lyfti Lofti, Uilja spratt i villikyljum. Arason mót exi sneri andans sterka vígabrandi; Hallgrimur kvað í heljar nauðum beilaga glóð í freðnar þjóðir. Hvað er tungan? Ætli enginn orðin tóm séu lífsins forði, — hún er list, sem logar af hreysti, lifandi sál í greyptu stáli, andans form i mjúkum myndum, minnissaga farinna daga, flaumar lifs i farveg komnir fleygrar aldar, er striki halda. Tungan geymir í timans straumi trú og vonir landsins sona, dauðastunur og dýpstu raunir, darraðarljóð frá elztu þjóðum; heiftareim og ástarbríma, örlagahljóm og refsidóma, land og stund í lifandi myndum ljóði vigðum — geymir i sjóði. Veikur maður, hræðstu eigi, hlýddu, hreyk þér eigi, þoldu stríddu. Þú ert strá, en stórt er drottins vald. Hel og fár þér finnst á þinum vegi, fávis maður, vittu að svo er eigi, haltu fast í herrans klæðafald. Lát svo geisa lögmál f jörs og nauða, lífið hvorki skilur þú né hel: trú þú: — upp úr djúpi dauða drottins rennur fagrahvel. Sælu njótandi, sverðin brjótandi faðmist fjarlægir lýðir. Guðsriki drottni, dauðans vald þrotni. Komi kærleikans tíðir. Faðir ljósanna, lífsins rósanna, lýstu landinu kalda, vertu oss fáum, fátækum smáum Ijós í lífsstríði alda. KRISTJAN JÓNSSON: Feðra vorra fósturláð faldið jökli köldum, sem hið forna girðir gráð grimmum sollið öldum, í faðmi þínum fyrstu stund ▼ér fengum lífs að þreyja; þar viljum sofna siðsta blund og síðsta striðið heyja ... Meðan sveimar bliður blær um bláa himingeima, meðan sól í heiði hlær og hafsins öldur streyma, meðan svanur sætt við kvak svanna gleður þjóðir — okkar sérhvert andartak er þér helgað, móðir. Við skulum ekki víla hót, það varla léttir trega; það er þó alltaf búningsbót að bera sig karlmannlega. JÓN ÓLAFSSON: Vér skulum ei æðrast, þótt inn komi sjór, þó að endur og sinn gefi á bátinn. Nei, að halda sitt strik, vera í hættunni stór og horfa ekki nm öxl — það er mátinn. STEPHAN G STEPHANSSON: Til framandi landa ég bróðurhug ber, þar brestur á viðkvæmnin ein, en ættjarðarböndum mig grípur hver grunð, sem grær kringum íslendings bein. Ég skil, hvi vort heimaland hjartfólgnast er: öll höppin og ólánið það, sem ætthvísl þín beið, rifjar upp fyrir þér hver árhvammur fjallströnd og vað. Og það er sem holtin sjálf hleypi í mann þrótt þar sem hreystiraun einhver var drýgð, og svo er sem mold sú sé manni þó skyld, sem mæðrum og feðrum er vígð. Og villunótt mannkyns um veglausa jörð svo voðalöng orðin mér finnst sem framfaraskíman sé skröksaga ein og skuggarnir enn hafi ei þynnzt, því jafnvel í fomöld sveif hugur eins hátt. Og hvar er þá nokkuð, sem vinnst. Jú, þannig, að menningin út á við eykst, hver öld þó að beri hana skammt. Hún dýpkar ei, hækkar ei, lengir þó leið sem langdegissólskinið jafnt. En augnabliksvísirinn, ævin manns stutt, veit ekkert um muninn þann samt. ÓLÖF SIGURÐARDÓTTIR: Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð, þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. PÁLL JÓNSSON ÁRDAL: Meira fjör, ef mannast viljum, meira táp í hverri þraut, meiri vilja margt að reyna, meiri festu á sannleiksbraut, meiri trú á mátt hins góða, meiri von og andans bál, meiri kærleik, mannúð hreinni, meira ljós í hverja sál. ÞORSTEINN ERLINGSSON: Oft skauzt ég í rökkranum skemmtun að fá og skáldin þó tíðast að beyra, og nærri því tregastur fór ég þar frá þeim föllnu, sem iéku ekki meira; þeir sváfu þar þögnuðum hörpunum hjá, en hvergi var ljúfar að eira, og ótaldar kvöldstundir knúði ég þá að koma og syngja okkur fleira. Ég sagði við Jónas: þig fala ég fyrst, því Frón er þín grátandi að leita, og náðugri ritstjóm, því næst sem í vist í nafni þíns lands má ég heita, og sex hundruð krónum svo leikandi list mun landssjóður tæplega neita. Eg bauð honum allt, sem hún móðir gat misst, en meistarinn kaus ekki að breyta. Eins fannst mér á Breiðfjörð hann bresta nú þor og biluð í strengjunum hljóðin; þó sagði ég: komdu, hver vísan er vor, nú viljum við borga þér óðinn; hann léttir oss heiman og heima vort spor, ég beýri hvert bara kunna ljóðin, — og ef að við fellum þig aftur úr hor, í annað sinn grætur þig þjóðin. DR JÓN ÞORKELSSON (Fornólfur): Hér skal þjóðin þrifa leita og þroska fulls, en ei til hálfs, hér vér allrar orku neyta i eigin hag og landsins sjálfs. Okkar skulu eigin hendur yrkja landið, græða skóg, sjálfir verja strauma og strendur, stjórna á vorum eigin sjó. Hér eru vorar heimagættir, hér skal geymast þjóðernið, hér skulu vorar allar ættir eiga ból í hinzta lið; hér skal allar aldaraðir islenzk tunga hafa skjól, mögum kenna móðir og faðir málið það, unz slokknar sól. Standi fyrr í einum eldi allur barmur þessa lands en það lúti annars veldi eða kúgun harðstjórans, Framhald á Ms. 13 ff I I I I I I I I I I II I I I I I I I I I I Þarsem allra leið liggur... ... hafa Almennar tryggingar haslað sér völl. Félagið hefur starfað ó annan aldarfjórðung og jafnan leitast við að uppfylla þarfir íslenzk’ra tryggingartaka. Hvers konar tryggingu þurfið þér? Líftryggingu, slysatryggingu, heimilis- tryggingu, húsatryggingu, bifreiðatryggingu og tryggingar ó atvinnu- rekstri? Öflugt tryggingafélag f hjarta borgarinnar veitir yður alla nauðsynlega fyrirgreiðslu og óbyrgð. Almennar trygginjar, sími 17700. Trygging er nauðsyn. ENNAR TRYGGINGAR 2 PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SlMI 17700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.