Morgunblaðið - 17.06.1969, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.06.1969, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 1968 Og allt, sem bjó mér innst í sál, og allt, sem bezt ég sá og glæddi mér í brjósti bál ég breiddi veg þinn á ... . IMitt eigið Iand, minn innsta hljóm þú átt í sæld og raun. Ö, land, sem getur gefið blóm og gröf í skáldalaun. STEFAN FRA HVÍTADAL: Og sjálfur ég lifi þá sælu, er sál yðar töfraði m-est, og stjörnubjört hvolþekja aldanna yfir þeim ársal, er hýsir mig þreyttan gest. í frama lifðuð þið fæstir og félluð móðir úr seti. Þér ættuð að rísa og sjá yður sjálfa í sóldýrð á Hofmannafleti. Þér eruð dýrðlingar dagsins, nú dá yður menn og víf. Með andlátsfregninni orðstírinn hófst, með útfararsálminum jarðneskt líf. DAVÍÐ STEFANSSON: Fullliuga, sem fremstur stóð fylgdi djörf og stórlát þjóð, skeytti lítt um hríð og hregg, hreystilega f jendum varðist. Með viljans stáli, orðsins egg íslenzk þjóð til sigurs barðist. Kjarkur hennar, kraftur, hreysti, knútinn hjó og viðjar leysti, íslenzkt frelsi endurleysti. Lítil reyndust guma geð, sem gerðust erlend konungspeð. Þér skáld frá útsævi alda við upprás töfrandi ljóma, þér hlustandi sáuð, er himnarnir skópust og hafdjúp leystust úr dróma. Og hjörtu yðar vér heyrum, því harpan var jarðríki geymd. í hofskálum aldanna heyrast þau slá, •en hinna þögnuð og nafnlaus geymd. Þér eruð varðsveit á vegum og vökull minninga andi. í aldanna hákviðum afrekin vitna um ættbálksins dvöl í landi. Því skáldið er tímans skapgerð og skáldið er fólksins æð, og kynslóðum aldanna sálnanna sál, þar samtíðin rís i fullri hæð. hin blessaða angan streymir. ... Frá gulnuðum bókarblöðum Sem meyjunnar vangi er mýktin í hætti, er minningar yðar geymir. GUÐMUNDUR KAMBAN: Ef þú velur þér vorið til fylgdar og vorið er sál þinni skylt, og vitirðu, hvað þú vilt, þér treginn lækkar og trúin stækkar og himinninn hækkar. JAKOB JÓH. SMARI: Vinnum með prýði, — verksins skal njóta vorið, sem kemur — hin óborna þjóð. Styrkir í stríði stöndum, því móta starfið skal líf vort með heilagri glóð. Fram, fram! Fósturjörð vinnum! Fram ,fram! Ræktum nú vom hug! Allir eitt að verki! Orkuviljinn sterki kveiki í oss dáð og dug! NÝIR LITIR - NÝ MYNSTUR DECORENE VÍNYL - VEGGFÓÐUR Ný sérstaklega falleg mynsfur og fjöl- breytt litaval af DECORENE nýkomið. Vinsamlegast sœkið pantanir strax. Fegrið gömlu og nýju íbúðina með DECORENE. Fæsí hjá MÁLNING & JÁRNVÖRUR H.F., Laugavegi 23 — Sími 11295 og 12876. LITAVER S.F., Grensásvegi 22 — Sími 30280 og 32262. Hvert gat fólk í fjötmm sótt frelsishug og nýjan þrótt. Sjáið fjöll í hæðir hefjast, himinljósum jökla vefjast. Geymir spor í mold og mjöll minninganna stjörauhöll. Ilminn finn ég upp úr snjónum yl í frosnum tónum ... Ennþá tala tindafjöllin tungumálið, sem við skiljum: Bjóða landsins börnum frið, benda sálum — upp á við, þekkja hverja þrá og fögnuð þjáningum og gleði mögnuð, þekkja hverja þjóðarsorg. Þau eru Islands höfuðborg. Fólk mitt hefur alltaf átt eðliskosti vits og dáða. Látið þeirra milda mátt marka sporin, lögum ráða. Gælið ei við gálgafrestinn, gerviblómin, Trjóuhestinn. Vopnadýrkun, falskri fremd fylgir alltaf réttlát hefnd. Fólksins mesti ástareiður er að vernda landsins heiður. Þegar loforð þrýtur efnd, þá er andi fjallsins reiður. Verði frelsið hætt og hatað, hefur þjóðin öllu glatað. Nýja kynslóð eggja enn íslands fyrstu landnámsmenn. JÓN MAGNÚSSON: Ef að þjóð til þrautar berst, þá er bölið öllu verst: Hér er sigað lýð mót lýði, landið herjað grimmu striði. Heill og æra fyrirferst. Illar nornir eldinn kynda, öllu góðu af stöpum hrinda, grimmd og heimska saman sverst. Tak þú kross með þreki, þjóð. Þerrðu af enni svita og blóð. Hræðstu ei, þótt hörð sé raunin, hver sem verða sigurlaunin. Fellur hver, sem missir móð. Jafnt í mannraun, heill og harmi hlýddu rödd í eigin barmi. Mundu, hvernig stofninn stóð. JÓHANNES <IR KÖTLUM: ... Og þrjátíu og níu, er váin í annað sinn veittist að vesalings Jóa í Seli í Kerlingarfjöllum, þá varð ég svo hræddur, að sólin varð svört eins og tjara — ég sat þar við læk og bað guð að hjálpa okkur öllum. Og ég segi það rétt eins og er, mínir elskanlegu, að þá öfundaði ég smalana á BetlehemsvöUum. Og ég, sem hefði átt að duga til þess að drepa og drepast rétt eins og aðrir mannanna synir, biðst forláts á því, að ég fékk ekki kúlu í brjóstið og fúnaði niður i moldina eins og hinir. — Því kannski eru þessir, sem þraukuðu, fjendur mínir, en þeir, sem féllu, mínir einustu vinir. JÓN HELGASON: Ég kom þar sem höfundar lásu Ijóð sín í höllum við lófaklapp fólksins og hrifningu (vonandi sanna), á fremstu bekkjum sat úrvalslið merkustu manna og marmaralíkneskjur þjóðskálda hátt uppi á stöllum. GARÐAR GÍSLASON HF. U 5 00 BYGGINGAVÖRUR HVERFISGATA 4-6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.