Morgunblaðið - 17.06.1969, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.06.1969, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 1960 11 — segir Björn Ólatsson, fyrrv. ráðherra MORGUNBLAÐIÐ sneri sér til Björns Ólafssonar, fjármála- ráðherra í lýðveldisstjórninni, og lagði fyrir hann tvær spurningar í tilefni 25 ára afmælis lýðveldisins í dag. Fara spurningarnar og svör Björns Ólafssonar hér á eftir: „Hvað er yður efst í huga, þegar þér minnizt 17. júní 1944?“ „Líklega er ekki viðeigandi svar við þessari spurningu, að minnast á veðrið þennan dag. Það var suðaustan slagveður og man ég ekki eftir að hafa verið á Þingvöllum í slíkum veðraham að sumarlagi. Það var eins og forsjónin ætlaði að koma í veg fyrir þennan einstæða þingfund í sögu þjóðar- innar að Lögbergi hinu forna. Ég efast þó um að nokkur þjóð hafi lýst yfir sjálfstæði sínu á jafn eindreginn og virðuleg- an hátt og gert var á Þingvöllum 17. júní 1944. Þjóðin var einhuga um að stíga þetta spor. Ekkert gat haggað því. Þegar athöfninni var lokið, var þó eins og þungu fargi væri létt af öllum, líkast því að menn hefðu búizt við að eittlivað kynni að koma fyrir á síðustu stundu, sem hindr- aði lýðveldisyfirlýsinguna. Þegar skrúðgangan hélt frá Lög- bergi til baka til Valhallar, fóru þar alvörugefnir, frjálsir menn, sem gerðu sér ljóst, að nú hafði verið brotið blað í sögu þjóðarinnar. í hugum margra skyggði aðeins eitt á, að ísland gat ekki, þennan örlagaríka dag, skilið við Dana- konung í fullri sátt. Símskeyti konungs, sem kom síðar um daginn með heillaóskum til hins nýja lýðveldis, var tekið með almennum fögnuði. Þennan dag var haldinn ríkisráðsfundur, sá fyrsti og að líkindum hinn síðasti á Þingvöllum.“ „Hvað viljið þér segja um framtíðina, Björn?“ ,,Sá aldarfjórðungur, sem liðinn er síðan þjóðin öðlaðist fullkomið frelsi til að ráða sjálf örlögum sínum, markast af meiri framförum, meiri bjartsýni og meiri trú á eigin mátt en nokkru sinni fyrr í sögu landsins. Þessi tuttugu og fimm lýðveldisár eru upphaf nýrrar sögu og hafa leyst úr læðingi kraft, sem þjóðin býr yfir, kraft sem ófrelsi og kúgun lið- inna alda hafði ekki megnað að drepa. En þrátt fyrir þessa opinberun á lífskrafti þjóðarinnar og hæfni til að lifa í hrjóstrugu landi, kveður nú hvarvetna við kreppu-væl og vantrú á framtíðina, ef eitthvað ber út af í atvinnurekstrinum um skeið, og ekki drýpur smjör af hverju strái. Sú kynslóð, sem ég telst til, hefir orðið að mæta mörgum kreppum um ævina, kreppum, sem voru erfiðari og þyngri en sú, sem nú stendur yfir. Þá var ekki möglað eins og nú, heldur reynt að komast út úr erfiðleikunum með seiglu og trú á landið. Nú fórna fávísir höndum og flýja land, ef eitt- hvað gefur á bátinn. Ég hef óbifanlega trú á hæfni þjóðarinnar til að sjá sér farborða, — ekki sízt ef stjórnmálamennirnir tækju upp þann farsæla sið, að viðurkenna það, sem andstæðingarnir gera vel“, sagði Björn Ólafsson að lokum. CATERPILLAR ÞEKKJA ALLIR, SEM ÞEKKJA VINNUVÉLAR Caterpillar jarðýta D4D, 65 hö — 8 tonn. BR EKKI CATERPILLAR RÉTTA VINNUVÉLIN FYRIR YDUR? Kynnið yður viðgerðaþjónustu á CATERPILLAR-vélum. ★ Sérþjálfaðir viðgerða- menn hjá Heklu h.f. ★ C.ilei|*r, Cal eg tn eru slrásell vörunrerlii S'imi 21240 HEKLA hf 1 Laugavegi | 170-172 BIFREIÐAEIGENDUR LIQUI-MOLY AFTUR FYRIRLICCJANDI - HVAÐA ÞÝÐINCU HEFUR LIQUI MOLY SMURHÚÐUN FYRIR BIFREIÐAEICANDANN ? Ein dós af LIQUI MOLY sem kostar innan við kr. 150,00 myndar slitlag á núnings- fleti vélarinnar sem endist 4800 kílómetra. Á þessu timabili er rétt að skipta um olíu eins og venjulega, en eiginleikar LIQUI MOLY slitlagsins breytast ekki við það. Þetta gífurlega sterka slitlag, sem er 50— 60% hólla en olía, smyr því betur sem leguþrýstingurinn er meiri og engin hætta er á að það þrýstist burt úr legunum eða renni af og niður í pönnuna eins og olía þó vélin kólni að næturlagi eða í löng- um kyrrstöðum og útilokar því þurra (ósmurða) gangsetningu sem talin er valda 90% af öllu vélasliti. LIQUI MOLY auðveldar gangsetningu og eykur endingu rafgeymisins, jafnvel í 20° frosti snýst vélin liðugt. UQUI MOLY slitlagið minnkar núningsmótstöðuna, við það eykst snúningshraðinn og vélin gengur kaldari, afleiðng verður benzín- og otíusparriaður. 9 Minnkar sótun vélarinnar. 9 Veitir öryggi gegn úrbræðslu. 9 Eykur tvimælalaust endingu vélarinnar. LIQUI MOLY fæst ó benzínafgreiðslum og smurstöðvum. Nánari upplýsingar veittar hjá LIQUI MOLY-umboðinu á Islandi. ÍSLENZKA VERZLUNARFÉLAGIÐ H.F. Laugavegi 23. — Sími 19943.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.