Morgunblaðið - 15.07.1969, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.07.1969, Blaðsíða 16
16 MOBGUNBiLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1S. JÚLÍ 1960 „ÉG ER að fara heim; á Sumarvökuna“, svara ég kunningja mínum, sem ég hitti í afgreiðslu Flugfélags ins. — „Það er undarlegur fjandi með ykkur Siglfirð- inga“, segir þá hann. „I>ið flytjið burt en fram í rauð- an dauðann eruð þið að tönnlast á að fara „heim“, vera „heima“ og svo eruð þið líka nýkomnir að „heiman““. Við erum á ferli frammi í Skútudal fyrir hádegi. Bæjarstjóm Siglufjarðar er í þann veginn að taka á- kvörðun, hvort gera eigi frekari kannanir á jarð- varmasvæðinu og hún hef- ur fengið til liðs við sig þá Jón Jónsson, jarðfræðing, og ísleif Jónssson, verkfræð- ing. Fyrst er haldið að borhol- unni, sem gerð var fyrir nokkrum árum. Þama fellur smálækur fram um klöpp en upp úr henni bunar heitt vatn. Mér finnst nokkuð koma til þessa samspils nátt úrunnar en bæjarstjómar- menn láta sér fátt run. — Þessi ferð er farin í hag- nýtum tilgangi en ekki til þess að standa sem glópur frammi fyrir því, þó svo æxlist til að heita vatnið buni upp í gegn um lækinn. Enda hafa sérfræðdngamir tveir frætt þá bæjarstjóm- armenn á því, að svona nokkuð megi víðar sjá en í Skútudal. En sem við nú skrefum þama hlíðina í kjölfar þeirra Jóns og ísleifs, berst lambsjarmur skyndilega undan fótum okkar. Og nú þykist ég engra vitnia þurfa við. Þetta getur ekki talizt eðhlegt, jafnvel þó hér sé heitt vatn í jörð. En bæjar stjómarmenn beinia hauk- fránum sjónum sínum inn- ar í hlíðina, þar sem þeir Jón og Isleifur hafa sagt þeim, að borhola númer tvö eigi að koma upp. — Á með- an bjarga ég lambinu upp. Þetta er ekki stór hola, sem lambið hefur fallið í; knappt að það geti snúið sér við í henni og lenigdin er líklega innan við tvo metra. En hún er djúp. — Myndarlegur sparðahaugur er í öðrum endanum og og holubarmamir erfl rót- nagaðir, þar sem lambið hefur náð til. Þegar ég hef sleppt lamb- inu, stendur það smástund gleiðfætt við holuna. Svo tekur það viðbragð; jarmar og hleypur burt. Það er farið að grípa niður, þegar ég held í humátt á eftir bæj arstjóminni. Göngu okkar um jarð- varmasvæðið er nú komið á lágan mel, þar sem Jón segir, að borhola númer tvö eigi að koma. Bæjarstjóm- armenn bera að grjót og hlaða vörðu. Hverjum steini fylgir heitstreniging ber- andans um vasklegan fram gang til heilla hitaveitu- málum Siglfirðiniga. (Það er ekki fyrr en við erum aftur komndr í bæ- inn að ég minnist þesis, þeg- við strákamir fórum í sjó- inn innundan rústum Ev- an'gerverksmiðjuninar. Þá fundum við heita bletti í botninum og leituðum á þá, þegar kuldinn var að gegn- taka okkur.) Júlíus Júlíusson, kaup- maður, setur Sumarvök- una. í fyrra stjórnaði hann hátíðarhöldum í tilefni 150 ára afmælis Siglufjarðar sem verzlunarstaðar og 50 ára kaupstaðarfmælis. í raun og veru er Sumarvak an beint framhald af þeim hátíðahöldum. Og nú sem fyrr kann Júlí us tökin á Siglfirðingum. Hann segir þeim gjaman stuttar sögur og með dulitl um blæbrigðum í frásögn- inmi hleypir hann lífi í mann skapinn. — „Ó, hann Júlli Júll“, segir fólkið. Svo hlær það. Ég vissi fyrir, að Geir- harður Valtýsson er snilling ur á trompet og ég hafði líka heyrt því fleygt, að hann handléki fleiri hljóð- færi með sömu smdlldinni. Þó kemur hann mér nú á óvart í hlutverki æðstabít- ils Siglufjarðar; rífandi í strengi bassagítarsins með sama logandi fjörinu og þróttinum, sem blósi hann í trompetinn sinn. — Þá sögu heyrði ég heima, að þangað hefðu komið spila- snillinigar til að halda Sigl- firðingum tónleika. Þeir bönkuðu að sjálfsögðu upp á hjá Geirharði og tal þeirra barst að efnisskrá tónleik- enna. Sem Gðirharður heyrði eitt lagið nefnt, spratt hann upp og tjáði sig um leiðinlegheit útsetninig- ingarinnar. Eitthvað fór hann að dunda sér svona meðfram samtalinu og þeg- ar spilasmillimgarnir kvöddu rétti hann þeim nýja út- setningu á laginu! Leikfélag Siglufjarðar var stofnað 4. apríl 1951. Framlag þess til Sumarvök unnar er gamansamur saka- leikur; „Slettirekan“. Þar segir frá hreingjörningakon unni, sem er með nefið niðri í hvers manns koppi, og hvemdg henni tekst að koma upp um morðingjann innan fyrirtækisdns, þó henni haldist í fyrstu illa bæði á líkum og sönmunar- gögnum. — Leikstjóri er Júlíus Júlíusson, sem lemgst Kvöldstund á Unaðseyju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.