Morgunblaðið - 17.07.1969, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1969
13
A NÆSTUNNI munu borg-arfulltrúar Sjálfstæðlsmanna í Reykja-
vík rita vikulegar greinar um þá málaflokka, sem þeir láta sig
mestu varða í borgarstjóminni.
Hér birtist fyrsta greinin í þessum greinaflokki, en í næstu
viku birtist önnur eftir Braga Hannesson, bankastjóra. Nefnist
hún: „Innkaupasitofnun Reykjavíkurborgar vinnur þýðingarmikið
starf“.
Birgir Isl.
Gunnarsson
Frá þenslu
til skorts
I VETUR sem leið og allt til
þessa tíma hafa atvinnumálin
verið ofarlega í hugum margra
vegna þess atvinnuleysis, sem
nú hefur gert vart við sig. Borg-
arstjórn Reykjavíkur hefur haft
atvinnumálin mjög á dagskrá, m.
a. með því að kjósa á sl. hausti
sérstaika atvinnumálanefnd.
Atvinnuástandið á si. vetri er
eitt gleggsta dæmi þess, hve
vandamál þeirra, sem við stjóm
unarmál fást, geta breytzt ört.
Fyrir 2—3 árum var það eitt
aðalvanda'málið, að því er borg-
arframikvæmdir snerti, hve þensl-
an á viin'numarkaðnum var mikil.
Erfiðlega gekk að fá menn til
vinnu við ýmsa þætti í verkefn-
um borgarinnar og ýmsar venk-
legar framkvæmdir gengu hægar
en æsikilegt var taliið vegna
skorts á vinn'uafli. Tiiiboð í út-
boðsverk voru mjög há og eru
jafnvefl. dæmi þess að útboð,
sem fram hafa farið á þessu ári,
hafa að krónutölu, miðað við ein
ingarverð, verið iægri en útboð,
sem fram fóru þá, þrátt fyrir
tvær gengislækkanir og verð-
hækkaniir á tímaibiliinu. Þá var
því haldið fram sem aðalrök-
semd gegn byggingu ál'bræðslu
og stórvirkjun við Búrfell að
vinnumarkaðurinn þyldl ekkl slík
stórverkefni. Sem betur fer réð
í því máli stefna forsjálla
manna, sem sáu að grundvölfur
atvinnuiífsins var ótraustur og
að undir hann þurfti að skjgta
fleiri styrkum stoðum. Sú for-
sjálni reyndist ómetanleg í at-
vinouleyaiou í vetur og er reynd-
ar erfitt að ímynda sér annað
en að hér hefði ríkt n'eyðar-
ástand í atvininumálum, ef þess-
ar tvær stórframkvæmdir hefðu
ekki verið í gangi.
Atvinnuleysið
Veruleg breyting varð á þessu
sl. vetur. Þegar í október-mán-
uði fóru menn að láta skrá sig
atvionulausa og hæst komst
tala atvinnuleysingja um miðjan
febrúar, en þ. 17. febrúar var
heildartala þeirra í Reykjavík
1405.
Stærstu hópar atvinnulausra
hafa verið verkamenn, verzlunar-
fólk, vörubifreiðastjórar, bygg-
ingaiðnaðarmenn og iðnverka-
fól'k svo og sjómenn á tímabi'll
í vetur auk skóla fól'ks eftir að
skólum lauk.
Orsök þessa erfiða ástands í
atvinoumálum var að sjálfsögðu
sú efnahagslega lægð, sem við
Tslendingar höfum verið í og oft
hefur verið rædd að undanförnu
og verður ekki gerð sérstaklega
að umtal'sefni hér. Margt gefur
nú ti'lefnl til aukinnar bjartsýnl í
atvinnumálum, og er greinitegt
að aodrúmsloftið hefur mjög
breytzt eftir efnahagsráðstafa'n-
irnar á sl. vetri og þá kjara'samn
inga, sem fylgdu f kjölfarið. Þó
er l'íklegt að ástandið verði erfitt
næsta vetur, nema við hreppum
stóra vinning'inn í happdrætti'niu,
t. d. með mikill'i síldveiði í som-
ar og í haust.
Þó að ástand í atvinoumál'um
sé þannig mjög háð efnaihags-
ástandinu í landinu á hverjum
tíma, eru þó ýmis staðbundin
vandamál, sem Reykvíkingar
geta dregið lærdóm af og Reykja
vík þarf í framtíðinni að huga
að til að tryggja atvininuástand í
borginni.
* Lánamál
og jafnvœgi
Þeirri skoðun er oft fleygt að
Reykjavík hafi dregið til sín
svo mikla þjónustustarfsem'i,
bæði opinbera og á sviði at-
vin'nuveganna, að atvinnuöryggi
og tekjumöguilei'kair séu mun
meiri i Reykjavík og nágrenni
en annars staðar á landinu. Það
er að vísu rétt að Faxaflóasvæð-
ið hefur dregið til sín mikiinn
fólksfjölda á undanförnum ára-
tugum — og það meira en æski-
tegt hefur verið. Hvort þar ráða
tekjuöflunarsjónarmið eða ýmis
félagsleg aðstaða er óvíst. Hitt
er alveg Ijóst, að ef framleiðslu-
greinarnar, iðnaður og sjávarút-
vegur, bresta í Reykjavík, þá er
hætta á ferðom í atvinnumálum
og slfkt fjölda-atvionuteysi getur
skapazt að ástandið verði erfið-
ara en víðast annars staðar á
landinu. Af þessum ástæðum
m. a. hafa Reykvíkiogar fundið
að því, að sú stefna hefur ríkt í
lánamálum atvinnujöfunarsjóðs
að atvinnutæki á sviði fiskveiða
hafa sogazt úr Reykjavík. Marg-
iir stórir bátar hafa verið seldir
úr Reykjavík á þessum vetri, þar
sem útgerðarmenn í Reykjavík
áttu ekki kost á sömu fyrir-
greiðslu og útgerðaraðiilar úti á
landi og dæmi eru þess að út-
gerðarmenn í Reykjavík, sem
hafa viljað kaupa hingað eldri
báta, hafa orðið að lúta í lægra
haldi fyrlr mönnum, sem í skjól'i
loforða frá atvinnujöfnunarsjóði
hafa boðið hærra verð og betri
greiðsluski'lmála en Reykvíkingar
gátu. Hér þarf að verða breyting
á. Enginn skilji þó orð mín svo
að efckl eigi að styðja þá stefnu,
sem felst ! orðunum „jafnvægi
í byggð landsins". Byggðastefna
sú, sem verið er að marka, til að
mynda með Vestfjarðaáætlun og
nú Norðurlandsáætlun, á að
stuðla að betri lífskjörum fólks úti
um land og umfram allt verður að
stemma stigu við frekari fólks-
flutniingum til Faxaflóasvæðisins.
En það á ekki að gera það með
því að taka brauðið frá fólki,
sem 'býr hér sunnainlan'ds. Bezta
ráðið hlýtuir að vera að stuðla
að nýsköpun atvinnutækja, sem
myndu auka heildarframleiðslu
þjóða'riinnar jafnframt því að auka
atvinnu og framleiðslu í viðkom-
andi byggðariagi.
Útgerðin
Fjölbreytni
ATVIN
3RENNID
Undanfarna mánuði hefur það
mjög komið til orða að auka
þyrfti línuveiðar frá Reykjavík.
Ber þar margt til. Slíkar veiðar
krefjast mikils mannafla og veiði-
aðferðin tryggir betra hráefni.
Útgerðarstaðir í nágrenninu, t. d.:
Akranes, hafa stundað slíkar
veiðar með góðum árangri und-
anfarna vetur. Margt bendir og
til þess að útgerðarmenn hafi
. nú meiri áhuga á slíkum veið-
um en oft áður, enda hafa þær
veiðar, sem byggjast á mok-
afla, t. d. síldveiðar, brugðizt
undanfarin ár. Staðreyndin er
hins vegar sú að Reykjavík
stendur nokkuð höllum fæti
vegna fjarlægðar frá miðum og
því hafa færri bátar landað hér
að undanförnu en oft áður. Fisk-
urinn hefur þá veríð keyrður í
bílum frá öðrum höfnum sunn-
anlands, þannig að tölur um
aiflamagn sem landað hefur verið
í Reykjavík segja efcki al'lt um það
magn, sem raunverulega fer hér í
vinnslu. Mögulegt er að Reykja-
vík geti með sérstökum aðgerð-
um laðað fleiri báta til að hafa
Reykjavik sem útgerðarstöð og
er nú i athugun að Reykja-
víkurhöfn skapi útgerðaraðilum
hér sérstaka aðstöðu, m. a. til
beitingar og ætti það að hafa
örvandi áhrif.
• Togarar
Reynslan í vetur kennir Reyk-
vikingum áð sú margháttaða
þjónustustarfsemi, sem er í
Reykjavik og mjög margir hafa
atvinnu af, er fljót að dragast
saman, ef samdráttur verður í
aðalframleiðslugreinunum, sjáv-
arútvegi og iðnaði. Sama máli
gegnir um byggingariðnaðinn,
sem veitir fjölda manns atvinnu,
hann er einnig fljótur að
dragast saman. Þess vegna er
sú stefna rétt að treysta grund-
völl atvinn'uiiifsins með fleiri
framleiðslugreinum til að draga
úr þeim sveiflum, sem eru sam-
fara of einhliða atvinnulífi. Sú
þróun tekur hins vegar langan
tíma og á meðan þarf að hlúa
að og efla það, sem hingað til
hefur verið grundvöllur atvinnu-
lífs okkar.
í Reykjavík þarf nú að
huga að ýmsum fleiri greinum
fiskiðnaðar. I samvinnu við Haf-
ran'nisóknastofnuni'na þarf að
hefja hér skipulega leit humar-
miða, sem nýta mætti af bátum
úr Reykjavík, auk þess, sem
leita þarf að rækju- og skel-
fiskmiðum i Faxaflóa. Atvinnu-
mál'aniefnd Reykjavíkwr hefur
óskað samvinnu um þetta við
Hafrann'sófcnastofnuni'na og feng-
ið góðar undirtektir, en aukin
framleiðsla á þessu sviði hér í
Reykjavík myndi mjög auka at-
vinnu auk þess, sem hér er um
verðmikla útflutningsvöru að
ræða.
Flestum ber saman um að til
að nýta til fulls þær fiskvinnslu-
stöðvar, sem hér eru, séu tog-
ararnir liklegastir til árangurs.
Togarafloti landsmanna, bæði
sunnanlands og norðan, er nú
mjög að úreldast og sú ákvörð-
un hlýtur að vera á næsta leiti,
hverja stefnu eigi að taka í tog-
aramálum. Sérstök nefnd um
Bæjarútgerð Reykjavíkur svo og
útgerðarráð eru sammála um
nauðsyn vaxandi togaraútgerðar
frá Reykjavík. Hér er hins vegar
um svo mikið átak að ræða að
einstök sveitarfélög, jafnvel þótt
fjársterk séu, eins og Reykja-
vík, geta ekki staðið þar ein að.
Því síður er það á færi þeirra
togaraútgerðarfyrirtækja, sem
starfandi eru, og eru öll fjár-
vana. Hér verður að koma til
öflugt framfak rikisvaldsins, sem
örvi útgerðaraðila til að endur-
nýja togaraflotann. Togaraút-
gerð er og verður svo mikilvæg-
ur þáttur í atvinnulífi Reykjavík-
ur og Akureyrar um næstu
framtíð að framhjá þessu vanda-
máli verður ekki gengið öllu
lengur.
Margt fleira kemur til greina,
þegar hugleidd eru atvinnumál,
sem ekki er rúm fyrir í greinar-
korni eins og þessu. Ljóst er að
atvi'nn'umálin hljóta að verða of-
arlega á baugi hjá ýmsum sveit-
arstjórnum næstu misseri og þá
ekki sízt hér í Reykjavík. Til úr-
bóta í þeim efnum vérður að
laða til samstarfs auk fulltrúa
opinberra aðila, fulltrúa hinna
mörgu, sem við atvi'nnurefcstur
fást. Borgaryfirvöld Reykjavíkur
hafa fullan hug á að gera allt,
sem i þeirra valdi stendur, til að
hér megi dafna fjölþætt og blóm-
legt atvinnulíf.
Birgir Isl. Gunnarsson.