Morgunblaðið - 17.07.1969, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.07.1969, Blaðsíða 20
I 20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1069 S Kenneth Royce að Pont hafði á sér vasaljós, en ekki kom til mála að nota það ennþá. Þeir drógu netið hægt og hægt undan dýnunni og fóru sér varlega, enn þetta tók langa tíma, þar eð ekki mátti gera neinn hávaða. Meðan þeir voru að toga net- ið, varð Tucker þess var, að enginn andardráttur heyrðist úr rúminu. Hann hélt áfram að toga og vissi, að hann gat hafa verið að heyra sinn eigin hjartslátt, sem dundi í eyrum hans, og eins vissi hann, að sumir menn anda í svefni, án þess að til þeirra heyrist. En samt var hann eitt- hvað tortrygginn gagnvart þess- ari djúpu þögn. Nú var netið orðið laust hans megin og hann gat séð Pont kinka kolli, án þess þó að sjá framan í hann. Þeir gripu báðir netið við höfðalagið og rykktu því frá. Báðir gripu þar sem and lit mannsins hefði átt að vera, en þar var ekkert fyrir nema koddinn. Þeir struku höndum eftir öllu rúminu, en það var tómt. Þeir stóðu þarna sinn hvor um megin við rúmið, en gátu ekki séð vonbrigðasvipinn hvor á annars andliti. Þeir yrðu að endurtaka þessa taugaspenn- andi tilraun í öðru herbergi til. Þeir komu netinu fyrir aftur, en í sama bili birti þarna inni og einhver rödd sagði: — Merci! Hvorugur reyndi að hreyfa sig, en þótt þessi snögga birta væri blindandi, gat Tucker samt séð ógreinilega, arabiskan skotmann að baki Pont og bjóst við, að annar stæði bak við sig. —Það er víst óvenjulegt, að glæpamenn lagi til eftir sig. Lágvaxinn maður í skrautlit- um, útsaumuðum sloppi gekk nú að höfðalaginu á rúminu. Hann var einhver einkennilegasti mað- ur, sem Tucker hafði nokkurn tíma séð. Litla andlitið var mag- urt, beinamikið og greinilega arabiskt — það var grimmdar- legt, sterklegt andlit með hör- undslit Berúína. En augun voru samt blá, glettin og fullkomlega evrópsk útlits. Hárið var hrokk- J V GOÐUR DAGUR BYRJAR MEÐ ÁRBÍT Á ASKI Ncstið fáiðþérlí'k/t hjá ok.kur! Opnum kl.6 árdegis! KSKUR suðurlandsbraut 14 simi 88550 ið, svart og flókið, og ómögu- legt hefði verið að láta neina skiptingu tolla í því. Líklega var maðurinn svo sem hálf-fimmtug- ur. Það var einkennilegt að sjá svona mann hafa gaman af á- standinu, og grimmilega reiðileg- an á svipinn, en stilla sig samt, af því að hann væri sjálfur var þessara andstæðna í svip sínum. Jafnvel talsmáti hans var til- gerðarlegur og fransk-arabisk- an, sem hann talaði, var snögg. Hann stóð þarna, lágvaxinn. en alls óhræddur við þá og hefði verið það, jafnvel þótt þessir tveir lífverðir hans hefðu ekki verið þarna. Hendurnar í vös- unum á sloppnum, og svo leit hann á þá á víxl. — Ég ætla að afhenda ykkur lögreglunni, en fyrst vil ég fá að vita erindi ykkar hingað. Hann hló og allt þunna andlitið varð að einum tanngarði. Þið hafið e.t.v. ætlað að myrða mig? Pont flýtti sér að segja: — Hringið þér bara í lögregluna. Bláeygði Arabinn lagði undir flatt, eins og fugl, og svipurinn á honum varð forvitnikenndur en þó var eins og honum væri skemmt. — Ykkur langar þá í fangels- ið? — Við erum engir glæpamenn. Gerið svo vel að hringja á lög- regluna. — Ég kem að ykkur í her- bergjum mínum og samt eruð þið ekki glæpamenn. Hann hneigði sig ofurlítið. — Vitanlega tek ég ykkur trúanlega. En þar sem þið viljið sýnilega ekki tala við mig, ætla ég að gera eins og þér seg- ið. Síminn var í krók á veggnum og um leið og beinasmá hönd greip heyrnartólið, sem var úr fílabeini, sneri maðurinn bakinu í vegginn og einkennilegu augun voru eins og honum væri skemmt. Þegar Tucker leit á Pont, sá hann,að hann var í einhverjum vafa. Auk þess að vera þannig gripn- ir, þá hafði þetta ekki gengið eins og ætlað hafði verið. — Vitið þið, hver ég er? And- litið horfði á þá frá símanum. — Cheriff Gass? Tucker eftir- lét Pont allar viðræður. Mjóar augnabrúnir, sem hefðu eins vel getað verið málaðar, lyftust sem snöggvast til sam- þykkis, en svo tafsaði Gass eitt hvað á arabisku í símann. Tucker botnaði ekkert í því, sem hann sagði, en Pont virtist skilja það að einhverju leyti og var sýni- lega órólegur. — Jæja þá. Þeir koma fljót- lega. Gass brosti til Ponts — Líð ur ykkur þá betur? — Já, við verðum að minnsta kosti ánægðari, herra. — Eruð þið vopnaðir? — Nei. Gass kinkaði kolli, svo að það sást varla og annar dólgurinn gekk að þeim til þess að leita á þeim. Hann fann vasaljósið og lykilinn. Nú kom að Gass að skilja ekki neitt í neinu. — Þið hljótið að hafa vitað, að ég mundi verja eign mína. Og ég hef haft tíma til undirbúnings, síðan þið klifruðuð yfir hliðið. Þið eruð viðvaningar. Tucker leit snöggt til Ponts, en hann leit undan. — Þið verðið nú samt, áður en lýkur, að segja lögreglunni er- indið ykkar, og hún segir mér 34 það aftur, svo að þið getið vel sagt það strax. Augun litu á þá á víxl. Pont sagði: — Kannski hefur okkur orðið á skyssa. Við hefð- um ekki átt að koma hingað. — Já, það liggur nokkurn veg- inn í augum uppi. En hvað um þennan meidda vin yðar? Segir hann ekki neitt? Tucker vildi ekki eiga á hættu að hlaupa neitt á sig. Hann vissi að Pont var að reyna að finna út, hvernig hann ætti að snúa sér í málinu, en hann gat ekki séð, hvernig honum gengi það. — Ég ber bara verkfærin fyrir hann. — Nú! Ernglendinigur? Þér talið sæmilega frönsku. Allt í einu sagði Pont: — Okk- ur skildist, að þér hefðuð keypt frímerkjasafn, sem nú er talið hafa týnzt í flugvélarslysi, fyrir nokkrum dögum. Bláu augun urðu ísköld. — Haldið þér áfram! — Við höldum, að frímerkin hafi raunverulega ekki verið í vélinni. Gass, sem hafði nokkuð brugð- ið, var fljótur að róast. - Ég sé ekkert samband milli þess og heimsóknar ykkar hing- að. — Við töldum, að þér væruð flæktur í tryggingasvik. — Þér eruð að minmsta kosti hreinskilinn, vinur sæll . Gass tók þessu enn með rósemi. — Og hvað hef ég gert fyrir mér? — Það vitum við ekki, en við ætluðum að pína sannleikann út úr yður. Nú brosti Gass, án þess að reyna til að leyna því. — Já, þið til kl. 10 í kvöld Flestar vörur undir búðarverði © Vörumarkaðurinnhf. ÁRMÚLA 1 A - REYKJAVÍK - SÍMI 81680 FUAVERJIÐ MEÐ KJÖRVARA Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Smárifrildi getur oröið að stórdeiluin, ef þú ferð ekki varlega. Krabbinn, 21. júní — 22. júli Eitthvað, sem þér hefur láðzt að ákveða, getur staðið þér fyrir þrif- um. Farðu varlega með véiar og bitjárn. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Óþolinmæði og óþarfa stærilæti getur orðið þér þrándur í götu, jafn- vel skaðað þig fjárhagslega. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Þér þýðir lítið að vera með óhemjuskap. Allt annað cr haldbetra. Vogin, 23. september — 22. október. Fólk, sem þú vinnur með og nánir ættingjar geta gert þér lifið leitt í dag, ef þú bregður ekki kænskunni fvrir þig. Sporðdrekinn, 23. október. — 21. nóvember. Vertu viss um, að þú vitir, hver hefur töglin og hagldirnar áður en lcngra er haldið. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Þú ert að þvælast fyrir og setur það fyrir þig, að einhver hafði orð á því. Reyndu samt að stilla þig. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. í Reyndu að vera einn og haida friðinn í dag, því að vinir leiða þig afvcga í ógöngum sínum, og það fer jafnvel ennþá verr, ef þú leggur land undir fót. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Gættu að því, að ráðleggingar geta afvegaleitt þig, svo hrapalega, að langt líður, áður en þú færð úr þvi bætt. Fólk er uppstökkt. Reyndu að fara milliveginn þar til er eir.hver gengur fram af þér. Þá skaltu segja honum til syndanna. Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Það vilja fáir hlusta á þig f dag, og þá er að taka því. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Það verður lítið úr samvinnu í dag. i.ærðu að taka mótlætinu. eruð sannarlega nógu sterkir til þess. Að vísu eru þeir hérna Hocine og Rashid . . . Hann benti á lífverðina. — En ég ger- ist forvitinn. Frímerkin eru týnd, hvort sem þau eru raunveruleg eða fölsuð, og hverju breytir það fyrir mér, þar sem ég hef hvorug? — Þér hefðuð getað gefið yð- ur út sem kaupanda, vitandi, að þau voru fölsuð og hluti af stærra fyrirtæki. Hér er um að ræða stórfé. Gass hló snöggt. — Ég á eitt- hvað af frímerkjum — eitthvað talsvert. — Þér safnið kannski, hérra? — Mér finnst þetta nú allt svo dularfullt og skemmtilegt, að ég get varla orðið vondur. Ef þér segið þetta satt, eruð þér hér sem fulltrúi réttvísinnar. — Já, svo má það heita. — Bíðið þið hérna. Kannski get ég sannfært ykkur. Ég er hrifimn af samvizkusemi ykk- ar. Gass gekk út. Án þess að hreyfa sig, hvæsti Tucker: — Nú ertu að stinga höfðinu í snöruna, er það ekki? — Ekki eins og þú heldur. Pont virtist orðinn rólegri. — Ef hann er í slagtogi með Capelli, þá veit hanin þegar um okkur. — Jæja, hann er nú samt að reyna að láta eins og svo sé ekki. Hann hefði vel getað skot- ið okkur og sloppið með það. Pont sagði: — Ég þóttist nú viss um, að það mundi hann ekki gera. Svona kallar bíta ekki of nærri greninu. Þeir töluðu ensku saman og báru óðan á, til þess að blekkja lífverðina. Gass kom inn aftur og leið yfir tíglagólfið, líkastur fjöður, sem stendur upp á endann. f annarri beinasmárri hendi hans voru einhver skjöl. — Er yður sama þó að við setjumst? — Já, setjizt þið hérna megin á rúmið — báðir. Gass settist sjálfur á skraut- stól, sem gleypti hann gersam- lega, en litlu fæturnir í inni- skónum voru á gólfinu. — Þetta, sem þið eruð að segja, vekur at- hygli mína. Það er ekki nema satt, að ég keypti frímerki hjá verzlun í París. Hér er pöntunin, ásamt sölureikningi og skrá yfir frímerkin. Eins og þið sjáið, var þetta geysiverðmætt safn — stór kostlegt! Hann rétti skjölin að Pont, sem gaf sér góðan tíma til að athuga þau. — Já, þetta er stórkostlegt, eins og þér segið. Pont rétti hon- um þau aftur. Ég er þegar bú- inn að sjá afrit af skránni, þar eð ég er fulltrúi fyrir félagið, sem tryggði þau. Gass var farinn að blaða í skjölunum, rétt eins og hann væri niðursokkinn í eimhverjar endurminningar. Augun leiftr- uðu, rétt eins og honum dytti eitthvað nýtt í hug. Helzt varð af þessu ráðið, að ef frímerkin væru týnd, þá orkaði það á hann eins og að missa kæran vin. En kannski var aurahyggjan efst í huga hans? — Já, þetta var mikið reiðar- slag fyrir mig, sagði hann loks- ins. — Mikið reiðarslag! Mér datt aldrei í hug, að frímerkin væru ekki með flugvélinmi. En svo glaðnaði yfir honum, rétt eins og hann eygði einhvern nýjan mögu leika. En ef þau eru ekki týnd, get ég haft von um að fá þau, þrátt fyrir allt. — Hafið þér frétt nokkuð frá París? Svipurinn breyttist og aftilr varð hann vingjarnlegur. — Já, í dag. Hann rétti Pont ávísun. — Enn ekki innborguð, skiljið þér. En þetfca er full end- urgreiðsla á skilatryggingunni, sem ég setti, eins og ég líka vissi fyrirfram. Pont rétti hana til baka, með uppgjafarsvip. — Afsakið, herra minn. En við urðum að vita vissu okkar, eins og þér skiljið. — Svo að þér haldið, að frí- merkin hafi ekki týnzt? Getið þér fundið þau? Pont yppti öxlum. — Við erum að reyna það, en ekki komnir langt áleiðis enn. — Ég skal borga yður vel fyr- ir að vísa mér á þau. Ef samn- ingnum hefur verið riftað á sviksamlegan hátt, skal ég ná í þau. — Ef við komumst að ein- hverju, skulum við láta yður vita. — Hvar búið þér? — f Palace. Gass gekk að símanum og tafs- aði eitthvað á arabisku, en sneri sér síðan við, brosandi. — Þeir urðu að ná í lögreglubíl, sem var hinum megin í borginni, þess vegna gek'k þetta svona seint. Það «

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.