Morgunblaðið - 17.07.1969, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.07.1969, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 196>9 SÍM' 1-44-44 Hverfisgötu 103. Simi eftir lokun 31160. MAGNUSAR íkiph5iti2T símar21190 eHír lokw»n simi 4.0381 BÍLALIIGANFALURhf carrentalservice ® 22*0*22* RAUDARÁRSTÍG 31 LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðarstræti 13. Sími 14970 Eftir Jokun 81748 eða 14970. Máiflutningsskrifsiofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs ÞorJáltssonar. Guðmundar Péturssonar. Axels Einarssonar. Aðalstræti 6, - III. hæð. Símar 12002.-13202. 13602. Smurstöð okkar er sérhœfð VOLKSWAGEN og LAND-ROVER Q Þriðja himnabréfið frá „álfameym»i“ til „Ólafs liljurósar" „Álfamaerin" svarar bréfi „Ól- afs liljurósar“ en þau hafa áður átzt við í þessum dálkum: „Það gleður mig, Ólafur minn liljurós, ef þú ert nú orðinn nýr maður, eins og þú sjálfur vitnar í grein þinni í dálkum Velvak- anda. Batnandi manni er bezt að lifa. Fyrir um það bil þremur ár- um ritaði ég þér bréfkom til að sýna þér fram á, hvað engl- unum á himnum þættu kreddur þínar leiðinlegar. Nú ert þú enn að amast við Múhameðstrúar- mönnum og spíritistum, heldur samt að Guð meti mennina ekki eftir uppruna þeirra eða efnahag. Hvers vegna heldurðu þá að hon- um sé illa við Múhameðstrúar- menn? Ég segi þér það alveg satt: Guð gerir sér ekki eins mikla rellu út af þeim eins og þú. Það er fullt af Múhameðs- trúarmönnum hér, jafnvel spítit- istum. Guð fer ekki í manngrein arálit. komnar, enda verður enginn lif andi maður sáluhólpinn fyrir ein- hverja utanaðlærða skoðun. Hér er það sem skilningi þin- um er einna mest áfátt. Um þvera og endilanga mannkynssöguna hafa menn barizt og drepið hver annan út af sundurleitum kredd- um sínum um það, sem þeir hafa engan skilning á. „Trúin“ i þeim skilningi, sem þú leggur í orðið, það er að segja: trúin sem guð- fræði, er eitt hveimleiðasta ill- indaefni á jörðu og ekkert mark tekið á henni á himni. Ég efast sannast að segja mikið um, að þú vitir nokkum skapaðan hlut um Guð, enda þótt þú hafir þína Heilögu ritning, sem þú þykist geta sannað ýmislegt með. Hversu oft er ég búinn að segja þér, að enda þótt ritningin væri nú skrif- uð með fingri Guðs, sem er útaf fyrir sig bamaleg hugmynd, þá er hætt við að mannlegur skiln- ingur eins og þinn kunni samt að fara villur vegar. Það þarf tals- verða greind til að fylgjast með ráðsályktunum Guðs út í yztu æs ar. Ef þú heldur að þú getir það er það ekki svo lítið sjálfsálit. • Siðferðið Ég hjó eftir öðru merkilegu at riði hjá þér: >ú segir, að guð meti mennina ekki einu sinni eft ir siðferði. Það er svoiítill punkt ur í þessu hjá þér: Guð lítur á hjartalagið, viljann en ekki verk in. Svo hefur Guð dálítið öðru- vísi mælikvarða á siðferði en þú og þínir líkar. Þið dæmið menn harðast fyrir breyskleikasyndir. Honum er minnst gefið um hat- ur og smásálarskap. Pétur lykla- vörður hefur strangar fyrirskip- anir um að hleypa engum manni inn um hliðið, fyrr en hann er farinn að elska meðbræður sína. Þangað til verða þeir að flakka í útborgum ríkis hans eins og t.d. jörðinni, þar sem þeir útsvína allt og eyðileggja með heimsku sinni, þangað til augu þeirra opnast fyr ir því, að elskan er uppfylling lögmálsins. 0 Kreddan Úr því þú ert nú kominn svona langt í skilningnum, þá er það undarlegt, að þú skulir ekki líka vera farinn að skilja, að Guð met ur menn heldur ekki eftir skoð- unum og guðfræði. Hans vegir eru ofar vorum vegum. Honum er ná kvæmlega sama um, hvort menn irnir eru gamalguðfræðingar, ný- guðfræðingar, spíritistar eða guð- spekingar, eins lengi og þeir eru almennilegir menn og fara ekki að hatast út af bamaskap sinum. Gera má ráð fyrir, að allar skoð- anir séu meira eða minna ófull- 0 Blóðfórnir, eldur og brennisteinn Viilimenn slátmðu dýrum, stundum mönnum, til að sefa bræði guða sinna, nú kostar þetta ekki minna en guð láti misþyrma og slátra sínum eigin syni tU þess að syndararnir geti baðað sig í blóði hans og pvegið þann veg af sér misgerðimar. 1 um það bil fimmtíu ára gömlum bæklingi eftir einhvem Elíasarkirkjuprest í Kaupmanna höfn, sem nú er verið að lauma inn í hús i Reykjavík er talið að heyja verði „stríð upp á líf og dauða" gegn þeim. sem ógeð hafa á svona kenningum og er riti þessu einkum beint gegn spírit- istum. Ekki er dregin nein dul á, að þeir og allir, sem eitthvað hugsa öðruvísi en þessi ruglaði prestur fari í eldinn og brenni- steininn og lendir þá samkvæmt kenningum hans, allt mannkyn, sem fæðzt hefur fyrir kristindóm í þeim eiHfa eldi, því næst ung- böm, sem ekki hljóta skím og loks allir sem ekki trúa nákvæm- lega sömu kreddu og þessi EH- asarkirkjuspámaður. Sem betur fer er nú flestum greindari mönn um á jörðu farið að hrylla við fyrirganginum í þessum trúar- hetjum við að koma sem flest- um í eUífa glötun, enda gerir þetta fólk guði sinum mikla skömm, að halda að hann sé alveg eins grimmur og þeir, og standi i stríði gegn öllum þeim, sem ekki eru sömu skoðunar og þessir vesalingar. Sannar þetta Kjötiðnaðarmciður Kjötiðnaðarmaður óskast um n.k. mánaðarmót til starfa við Smurstöö kjötvinnslu og afgreiðslu í einni af kjötbúðum borgarinnar. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Kaupmanna- samtakanna, Marargötu 2. það eitt, sem viturt skáld kvað um trúarskoðanir og guðshug- myndir manna: Drottinn sxnu fólki líkur heimtar sömu sætt og það. Q Mjóaf jarðarskessan Fyrir framan Fjörð í Mjóa- firði er gU eitt, sem kaUað hefur verið Prestagil. Þar hafðist við fyrrum skessa, sem vön var að seiða til sín prestana í Firði. Þeg- ar þeir komu upp í stólinn brá hún annarri hendi fyrir stólsglugg ann utanverðan, svo að dimmt varð í kirkjunni, en prestamir trylltust og fóru að tala óráð: Takið úr mér svangann og langann, nú vil ég að gilinu ganga. Takið úr mér svilin og vilín, fram ætla ég í Mjóafjarðargilið Síðan hlupu þeir út xir kirkj- xinni og í gilið og sagði ekki af þeim eftir það. Eitt sinn fór ferðamaður um gilið og sá fyrir ofan sig skess- una, þar sem hún sat á kletta- snös og hélt á einhverju í hend- inni. Hann spyr: „Á hverju held- urðu þama, kerla mín?“ „Ég er nú að kroppa seinast um haxiskúpuna af séra Snjóka" mælti skessan. Sagði maðurinn tíðincH þessi og þóttu þau hin verstu. Þetta er táknræn saga. Mjóa- fjarðarskessan er þröngtriinaður- inn, sem í gamla daga gerði dimmt í kirkjxmum og ærði prest -ana suma hverja, unz þeir tóku að ofsækja söfnuðina með hótun um og galdrabi-ennum. AHt of- stæki stafar af skorti á dóm- greind. Strangtrxinaður 1 hvaða mynd, sem er hefur ævinlega leitt til fólskuverka og má finna þeim orðum nógan stað í hátt- emi þjóða enn í dag. Þegar prestar fóru að vitkast á ísland, hvarf loppa hjátrxiarinn- ar og hræðslunnar af stólsglugg- anum og bixrti til í kirkjunum. Þá komu riddarar Mjóafjarðar- skessunnar, eins og t.d. þú. Ólafur minn Uljurós, til að reyna að við halda valdi hennar, en á þeim taka sárafáir nokkurt markfram ar. Jú, einhver séra Snjóki var ný lega að leggja skessxmni lið x blaðagrein. Ekki var hann alveg eins grunnfær og embættisbróðir hans í Kaupmannahöfn sem ekk- ert sá annað en vélabrögð djöf ulsins í spíritismanum. Hann skildi og viðurkenndi, að fyrirbæri hans væru mikið og merkilegt rann- sóknarefni. Hins vegar taldi hann ekki neina ástæðu fyrir kirkjuna að trxía á framhald Hfsins eftir hugmyndum spíritista, þar sem engin reynsla né sálvísindi hafi talið sönnun þeirra fyrir fram- haldsUfi gilda. Látum þetta nú vera. En hvar er þá presturinn staddur með sína ómenguðu kristnu trú? Hófst hún ekki með upprisu Krists fyr ir nær því tveimur áraþúsundum? Mundi nokkur raunvísindamaður eða sálfræðingur telja upprisu Krists betur sannaða en sams konar fyrirbrigði nútímans? Spíritistar efa það ekki, að Jes ús hafi risið upp til að leiða í ljós lxfið og ódauðleikann og þeir trúa því líka, sem posturinn seg ir, að þeir muni rísa upp eins og hann, og telja fyrirbæri spírit- ismans styrkja sig í þeirri tx-xí. Hvað er þá hættulegt við þessa skoðun spíritista? Jú, presti finnst hún varpa rýrð á fórnardauða Jesú Krists, með öðrum orðum hxín hefur að einhverju leyti aðra guðfræði en Mjóafjarðarskessan.1 Hið spaugilegasta við þessa guð- fræði prestsins er þó það, að sjálf ur finnur hann ekkert vit út úr guðfræði sinni. Hann segir orð- rétt: „Rétt er það, að þetta er óskilj anlegt heila og hugsun og var aldrei ætlað að vera annað. Þess vegna er það nefnt trúarsann- indi. Þau eru ekki reist á því, sem mér eða þér finnst skiljanlegt, heldur af því sem ritningarnar geyma og kunngera." Þetta er það sem kallað er að fara hring í röksemdaleiðslu og nákvæmlega það sama, sem gerð ist í kirkjunni í Fhði, þegar skessan kom á stólsgluggann og prestarnh ærðust. Kannski sálvísindamenn gætu svo eitthvað útskýrt það, hvernig nokkrum lifandi manni er unnt að trúa því, sem þeim sjálfum finnst heimskulegt og óskiljan- legt? 0 Endurfæðingin Ólafs Þá á ég bara eftir að gera mér lítils háttar grein fyrir því, með hverjum hætti þú hefur endur- fæðzt, Ólafur minn liljurós, og hvort sú endurfæðing er nokkuð nema sjálfsblekking. Það mundi gleðja englar.a á himnum, ef hér væri um raunverulega betrun að ræða, sem ég vona að sé. Mér skilst, að þetta hafi orð- ið „gegnum Jesú“ eins og þú kemst að orði. Þýðir þetta það, að kenningar Jcsú, eins og þú skilur þær, hafi gert þig að þess- um fína manni, eða að þú hafir komizt í eitthvert dulrænt sam- band við Krist, sem haft hafi þessi áhrif á þig? Þú segist hafa „reynt þann veruleika að Jesxis lifh“ og mætti af því ráða. að þú hafir orðið fyrh svipaðri reynslu og PáU post uli forðum á leiðinni til Dama- skus. En ef þú ert farinn að tala við Frelsarann exns og Páll, ertu þá ekki kominn nokkuð nærri þess- xim bráðhættulega spíritisma, sem Elíasarkirkjuprestur taldi með vélabrögðum Djöfulsins? Allt gætu þetta verið brellur úr þeim gamla, sem sagt er að stundum taki á sig íjósengils- mynd? Ég bendi þér bara á þetta 1 allri vinsemd, ekki til að hrella þig, heldur til að kenna þér að hugsa. Til þess tók ég þig að mér, þegar ég stakk sverði efans 1 síðu þína fyrir langalöngu. „Álfamærin". Stór vinnustofa (Stúdíó) á jarðhæð óskast í haust. Sími 21080 fyrir hádegi. G LE R Tvöfalt „SECURE" einangrunargler A-gœðaflokkur Samverk h.f., glerverksmiðja, Hellu, sími 99-5888. Opið til kl. 19.oo nema föstudaga til kl. 21.oo Laugard. kl. 8-12 Sími 10585 og 21240 HEKLA hf. Laugavegi 170—172

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.