Morgunblaðið - 29.07.1969, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.07.1969, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUÍDAGUR 29. JÚlJ 1(960 3 Stjórnmálaferfi hans þó ekki talið lokið — Sviptur ökuskírteini í gœr Hyanmis Pont, Waisíhtagitoin og Lomidtm ,26. júillí AP-NTB MEIRI hluti fólks í Massa- chusettsríki, heimaríki Ed- wards Kennedys öldunga- deildarþingmanns, virðist eftir öllu að dsema styðja hann eftir þá tilfinninga- ríku sjónvarpsræðu, sem hann hélt á föstudagskvöld um 9lys það, sem átti sér stað 18. júlí sl. í Washington eru stjórn- málafréttaritarar hins veg- ar þeirrar skoðunar, að kringumstæður slyssins og atferli Kennedys fyrstu klukkustundirnar eftir það hafi gert að engu þær von- ir, sem hann kunni að hafa gert sér um, að verða út- nefndur forsetaefni demó- krataflokksins 1972. Flestir stjórnmálafréttaritarar telja þó, að þetta slys hafi ekki orðið til þess að binda enda á stjórnmálaferil Ed- wards Kennedys. Álíta þeir, að sú hreinskilni, sem öldungadeildarþingmaður- inn hafi sýnt í sjónvarps- ræðu sinni, þar sem hann játaði sekt sána og skírskot aði til kjósenda í Massa-, chusetts, hafi haft það í för með sér, að þingsæti hans í öldungadeildinni sé ekki í hættu. Talsmaður Kennedys sagði á laugardagskvöld, að Kennedy væri mjög hrærður vegna allrar þeirr ar samúðar, sem hann hefði orðið aðnjótandi frá því hann játaði í sjónvarps ræðunni, að hann hefði ekki farið að á ábyrgan hátt eftir bílslysið. Sagði talsmaðurinn, að bréf og símskeyti hefðu streymt Þessí mynti frétiamenn, um að hafa L____ var tekin af Kennedy og eiginkonu hans, Joan, er Kennedy ræddi stuttlega við eftir að hann hafði komið fyrir rétt í Edgartown, þar sem hann játaði sig sekan farið af slysstað, án þcss að tilkynna það lögreglunni fyrr en um 9 klst. síðar. Edward Kennedy flytur sjónvarpsávarp sitt sl. föstudags- kvöld, þar sem hann neitaði því, að hann hefði verið undir || áhrifum áfengis, er bifreið hans fór út af brú einni og féll - ofan í vatn. Með Kennedy var 28 ára gömul stúlka, Mary Jo Kopechne og beið hún bana. þúsundum saman til Kennedyfjolskyldunnar og langflest þeirra hefðu lát- ið í Ijós samhryggð með öldungadeildarþingmannin um. Ennþá hefði Kennedy hins vegar ekki tekið end- anlega ákvörðun um póli- tískar framtíðaráætlanir sínar. Um 'hielgtaa dvail'ddst Kenme- dy á ha'kniilli stau í Hyamm is Port ásaimit koniu sinmli, Joam, miági sitauim, Stephiam Smiitlh, og syistnuim stauim Jeam Smiitlh, Pait Lawfbrd og Eumiice Shriv- er. Vair skýmt frá iþví á liauigair- diaig, að koma Kenmiedys ætti von á f j órða bamnii þeimra hjórna. SVIPTUR ÖKUSKÍRTEINI Y fiirvöl'd í Maissachiuisetts sviptu Edwaird Kemmiedy öikiu- Sklíi teimá í diaig vetgiraa bílslyss- tas 18. júií sL og nær öikiullieyf- iissviptimgiin til eiins áns. Vair þetita tiillkymmit aif uimifeiriðairyf- irvöilidiuim Masisacihuisiettsiníikis, og tekáð friam, að slíik ölkiu- leytfáissviptimig væmi fyrir lögð Framhald á bls. 23 THE NATURE TINT LÖ0K“ HEFUR FARIÐ SIGURFÖR UM SNYRTIVORUMARKAÐINN. MARY QUANT HEFUR HELGAÐ SNILLi .síivn RAMLEIÐSLU OG UPP- FYNDINGU Á SNYRTIVÖRUM. HÚN HEFUR LAGT NIÐUR ÖLL ÖNNUR VIÐ- SKIPTI OG SNÝR SÉR NÚ EINUNGIS AÐ SNYRTIVÖRUM. ★ NATURE TINT MAKE UP ER EKKI „MAKE" EN ER SAMT NOTAÐ SEM „MAKE". ÞÚ SÝNIST EKKI FÖRÐUÐ EN NATUR TINT HYLUR ALLT SEM HYLJA ÞARF. ★ NATURE TINT VARALITIR. ★ NATURE TINT NAGLALÖKK. ★ TOPP SPEED TAN SÓLKREM. ★ EYE GLOSS — TEAR PROOF MASCARA. ALLT NÝKOMIÐ TIL UMBOÐA OKKAR UM LAND ALLT. HEILDSÖLUBIRÐIR: BJÖRN PÉTURSSON & CO. H/F. 18g?0 8TAKSTEIIVAR Reynsla Finna í nýlegu hefti brezka blaðsins Economist er rætt um efnahags- ástandið i Finnlandi og gerð grein fyrir könnun á því, sem framkvæmd var af starfsmönn- um OECD, en Finnland gerðist aðiii þess í byrjun ársins. I skýrslu OECD fær Finnland góðan vitnisburð og þar er talið, að gengisfellingin þar, sem fram kvæmd var árið 1967, þegar finnska markið var fellt um meira en 30% hafi heppnazt. f Economist segir, að eftir mikinn samdrátt lífskjara á síð- asta ári, þegar þjóðarframleiðsl- an minnkaði um 214%, verðlag hækkaði um 8 til 9% og at- vinnuleysi jókst og nam 4% þeirra, sem vinnu stunda, þá séu horfurnar á þessu ári næstum of góðar til að vera sannar. Út- flutningurinn stendur enn styrk- um fótum, og honum er spáð 10% aukningu á árinu eftir 11% aukningu sl. ár. Innflutn- ingur ætti að aukast eftir lægð síðasta árs. Talið er, að atvinnu- leysi muni nema minna en 3% í árslok. Stefna ríkisstjórnarinn ar í kaupgjalds- og verðlagsmál- um, sem hefur verið kjarni velgengninnar eftir gengisfell- inguna, hefur haldið kaupgjaldi og verðlagi í skorðum og ólíklegt er talið, að þær raskist. í árslok renna samningar samkvæmt þessari stefnu út og er talið lík- legt, að kaup hækki þá um 6% og verðlag aðeins um 214%. Einhæfir atvinnuvegir Finna ollu því, að þeir urðu að grípa til gengisfellingar efnahag sín- um til bjargar. í OECD skýrsl- unni er lögð megináherzla á nauðsyn tilfærsiu á vinnumark- aðnum, þannig að ekki sé í jafn ríkum mæli byggt á trjávinnslu og landbúnaði, jafnframt þvi sem nýrra erl-endra markaða verði að afia. Félagsheimili stúdenta Cm þessar mundir er að hefj- ast við Háskóla fslands bygging Félagsheimilis stúdenta. Með því er hrint í framkvæmd ára- löngu baráttumáli stúdenta, en segja má, að samtök þeirra hafi fjallað um þetta mál í tvo ára- tugi. Þegar Alþingi samþykkti á sl. vori lög um stofnun Félags- stofnunar stúdenta skapaðist nýtt viðhorf í félagsheimilsmál- inu. Stofnunin, sem annast rekst ur fyrirtækja stúdenta og upp- byggingu þeirra, tók málið föst- um tökum og hóf ítarlega rann- sókn á því, hvemig fjármagns yrði aflað til Félagsheimilisins. Fyrir rúmu ári tilkynnti há- skólar-ektor, Ármann Snævarr, að 5 milljónir króna yrðu veittar af fé Háskólahappdrættisins til byggingarinnar og hleypti það einnig skriði á málið. En áður hafði ríkissjóður veitt fé til hennar á fjárlögum. Áætlaður kostnaður við bygginguna er 31 milljón króna. Fjárins verður aflað með framlögum úr rikis- sjóði, af happdrættisfé og lánsfé, auk þess sem stúd-entar munu leggja fram fé og vinnu. Endanleg ákvörðun um, að hafizt skyldi handa við bygg- inguna, var tekin, þegar ríkis- stjórnin samþykkti áætlanir Félagsstofnunarinnar um fjár- öflun og féllst á þátt ríkissjóðs í þeim. Félagsheimili stúdenta mun breyta allri aðstöðu stú- denta til félagsstarfs, en mörg félaga þeirra em á hrakhólum v-egna húsnæðisskorts. Mötu- neytið, sem verður í félagsheim- ilinu, bætir út brýnni þörf Garð- anna á veturna og auðveldar hótelrekstur þar á sumrin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.