Morgunblaðið - 29.07.1969, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1969
un, og að Fortunu hafði verið
saknað úr kví sinni um svipað
leyti. En bæði skipin voru kom-
in í hðfnina aftur síðdegis. Þeir
höfðu ekki trúað Khayar fyrir fyr
irætlunum sínum, endá'hefði það
sennilega komið honum í vand-
ræði.
Að minnsta kosti gerði myrkr
ið Tucker kleift að leggja af
stað miklu nær Ustica, og hann
ákvað að vera ekki með kúta
og köfunarbúnað, vegna þess, að
ef hann skildi hann eftir á sama
stað og áður mundi verða tekið
eftir honum þegar skipið legði
frá, og heldur ekki gagn í hon-
um nema í birtu. Hann stóð nú
fremst á bakkanum og Pont við
hliðina á honum. Hann bar við
belti sér þykka peysu í plast-
poka, ef svo færi að honum yrði
kalt á þessari löngu bið, en á
bakinu bar hann segulband í
vatnsheldum umbúðum. Annars
var hann í sundbuxum, en engu
öðru.
Það var þýðingarlaust að
draga þetta meir á langinn.
Mennirnir tókust í hendur. Þeir
ætluðu aldrei að geta sleppt
hvor annars hendi, því að þetta
gat vel orðið í síðasta sinn, sem
þeir kveddust. Tucker renndi
sér niður í hlýjan sjóinn. Hann
fór sér að engu óðslega — ekk-
ert lá á og um að gera að láta
Hlæið
bara!
ekki heyra til sín. Hann synti
hægt að kvínni og fann nú fyrir
alvöru til einmanaleikans, sem
greip hann. Hann sá ekki
nein kenmimerki fyrir myrkrinu
sem lagðist allt kring um hann,
líkast þoku og villti fyrir hon-
um, hvað vegalengdir snerti. En
hann vissi vel, hvað hann var
að gera og vanmat ekki áhætt-
una. í þetta sinn var Capelli og
óaldarflokkur hans um borð í
skipinu. Vonandi voru þeir allir
sofandi. Tucker einbeitti hugan-
um að Denise og það veitti hon
um nokkra fró, en nú var hann
íarinn að verða hræddur um hana
Væri hún ekki þegar í hættu,
var hættan að minnsta kosti te
kin að nálgast hana og sjálfur
gat hann ekki meira gert en
raun var á. Hann herti sundtök-
ifi. Það var merkilegt, að tvær
manneskjur, sem hann var nýbú
inn að kynnast gætu haft svona
mikil áhrif á líf hans. Þau voru
bæði góðar manneskjur og hann
hafði athugað sjálfan sig vand-
lega og ekki orðið hrifinn af.
Einmitt núna þarfnaðist hann
þeirra sárlega, en líklega höfðu
þau enga hugmynd um það. En
svo fór hann að hugsa um á-
höldin sín, sem hann hafði 3vo
lengi verið með allan hugann
við, en nú lágu á mararbotni,
einmitt í sjónum, sem hann var
nú að synda í. Hann herti upp
hugann.
Ustica lá enn á sama
stað og þegar Tucker nálgaðist
hana, fór hann sér að öllu var-
lega. Myrkrið hlífði honum, en
það krafðist líka fullkominnar
þagnar. Minnsta hreyfing á sjón-
um mundi ná eyrum varðmann-
ins.
Kaðallinn hékk þarna ennþá,
enda hafði skipið ekki hreyfzt
síðan hann var þar í fyrra skipt-
ið. Þarna voru engin aukahljóð
til þess að leyna honum, er hauin
lyfti sér upp úr sjónum og lét
leka varlega af sér vatnið. Nú
var heldur engin sól til að hrað-
þurrka hann. Hann yrði að bíða.
Þegar hann gægðist upp á þil-
GÓÐUR
DAGUR
BYRJAR MEÐ
ÁRBÍT Á
ASKI
NestiðfáiSþérh'k/t hjá okfur!
Opnum
kl.6
árdegis!
ASKUR
suðurlandsbraut 1
^ sími 88550 g
en þetta eru þægileg-
ustu sokkabuxur sem
þér getið fengið.
með styrktum hæl og
tá, ein stærð sem pass-
ar öllum, reynið nýj-
ungar og sannfærizt.
VOC UE-búðirnar
Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl.
Þér verður þetta góður dagur, ef l>ú hefur nóg fyrir stafni.
Nautið, 20. apríl — 20. maí.
Einkamál þín stangast á við atvinnu þína. Gerðu það nauðsynleg-
asta í vinnunni, en farðu svo heim og semdu frið.
Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní.
I»ú hefur fengið ófullkomnar upplýsingar, og reyndu því að vera
dálítið hagsýnn. Bíddu með að taka ákvarðanir, en sinntu því nauð-
syniegasta.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí
Nú verður einhver breyting á högum þinum. Það er einhver
endurskipulagning í vændum. Hugsaðu og gefðu hugmyndafluginu
lausan tauminn.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Láttu búið vera búið. Losaðu þig við það, sem þú ekki þarft að
nota.
Meyjan, 23. ágúst — 22. september.
Nú kemur að góðum notum að hafa verið hirðu- og reglusamur.
Haltu ókunnugum í fjarlægð, og forðastu alla smithættu. Slepptu
skyldunni, svona einu sinni, og láttu einhvern annan um hana.
Vogin, 23. sept-ember — 22. október.
Ef þú hyggur á ástabrall eða gróðafyrirtæki, kemur þér það f
koll. Reyndu að vcra hreinn og beinn, án þess að lcsa alltaf á milli
linanna.
Sporðdrekinn, 23. október. — 21. nóvember.
Ljúktu við máfefnin, sem þú hefur fengizt við. Láttu eigur þín-
ar í púkk, og haltu síðan ótrauður áfram, eins og þú hefur ailtaf viij-
að gera.
Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember.
Engin ástæða til breytinga.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Reyndu að fá ráðleggingar sérfróðra manna, og hugsaðu sfðan
um þær áður en þú hefst eitthvað að f Hármáium. Áform þín verða
sett á hakann. Borðaðu létt og hreyfðu þig mikið.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
Skrifaðu ekki undir neitt, sem má bíða bctri tíma. Þú hefur
hvort sem er allt of mikið að starfa til að sinna einkamálum. Þú lend
ir f erjum eða nágrannakrit, en kipptu þér ekki upp við það.
Fiskamir, 19. febrúar — 20. marz.
í stað þess að deila við yfirmenn þina, skaltu gæta þess, að eigur
þínar séu nægilega tryggðar. Láttu þér f iéttu rúmi liggja, þótt ætt-
ingjar og vinir deili á þig. Það verður nægur tíma til að leiðrétta svo
leiðis misskilning, er fram 1 sækir.
farið, gat hann' rétt komið auga
á varðmanninn og síðan eld í
vindlingi. Nú komst hann heldur
enga styttri leið, hann varð að
fara sömu erfiðu leiðina og áður.
Þegar upp á þilfarið kom, hall-
aðist hann upp að riðinu og
strauk af sér vætuna með hönd-
unum. Hann velti því fyrir sér,
hve lengi hann yrði að þorna,
því að skildi hann eftir vatns-
polla, gat það komið upp um
hann. Hann píndi sig til þess að
standa þarna í nokkrar mínútur
og reyndi að þerra af umbúðun-
um á vatnsheldu bögglunum, en
þó einkum af iljum sér. Þegar
hann þóttist viss um, að hann
skildi ekki eftir nein fótspor,
píndi hann sig samt til að bíða
stundarkorn enn, til þess að
vera alveg viss. Honum leið ein-
kennilega á þessu þögla skipi, er
hann vissi, að hinum megin við
yfirbygginguna var harðhentur
varðmaður, sem var einmitt að
bíða eftir einhverjum hans líkum.
Fyrri rannsóknaferðin hans
kom nú að góðu haldi, er hann
gekk áleiðis að stiganum, sem
hann háfði áður notað. Hann
‘ 44 ‘
opnaði hurðina ofur varlega og
hélt í hana meðan hún var að
lokast. Framhaldið var miklu
auðveldara en honum hafði dott-
ið í hug — þarna voru allir sof-
andi og jafnvel suðið í skipinu
sjálfu yfirgnæfði öll hljóð, sem
hann kynni sjálfur að gefa frá
sér. Hann gekk beint eftir litla
ganginum, sem lá að stjórnar-
herbergi Capellis. Bæði ytri og
innri hurðin voru ólæstar og
enn renndi Tucker sér inn í
stóru káetuna.
Þegar inn kom, stóð hann
stundakorn og sneri baki í hurð-
ina, meðan hann var að venjast
myrkrinu. Smám saman sá hann
móta fyrir stólbökunum og borð-
inu, og nú rakti hann sig varlega
áfram. Þegar hann kom að
veggnum, lyfti hann lokinu á
setkistunni og gægðist niður í
hana. Þar reyndist vera nægi-
legt rúm. Hann settist niður, fór
í peysuna sína, og tók síðan að
ganga frá segulbandinu, sem var
með ofurlitlum vasahljóðnema.
Þegar hann hafði fært bjarg-
beltin til, fór þarna sæmilega um
hann, þegar hann hafði komið
sér fyrir í kistunni.
Loftræstingin var aðalvanda-
málið, því að loft yrði þarna af
skornum skammti, ef kistan væri
lokuð. En hann hafði haft með
sér mjóa spýtu, og kom henni nú
fyrir undir lokinu. Þarna var
ekki nema lítil rifa, en nóg til
þess að hleypa lofti inn. Með því
að leggja augað að rifunni, hafði
hann furðanlega gott útsýni yf-
ir káetuna. Þá klifraði hann upp
aftur og leit á kistuna, til þess
að sjá, hvernig hún liti út utan
frá.
Það mátti sjá missmíði á henni,
ef vel og rækilega væri að gáð,
en annars ekki. Alls voru þarna
fimm sætislok og hann valdi það,
sem var í miðjunni og brúnirnar
á því komu eitthvað ofurlítið
upp fyrir hin. Hann vissi, að
þetta var ekki nema sáralítið, en
mundu mennirnir taka eftir því?
Hann fór niður í kistuna aftur
og lokaði sætinu. Síðan kom
hann hljóðnemanum þannig fyrir
að hann rétt komst í rifuna.
Hann horfði á sjálflýsandi úrið
sitt. Klukkan var næstum fjög-
ur. Það gat ekki verið langt til
birtingar, en hann gerði sér ljósa
þessa hræðilegu bið, sem fram-
undan var, og hættuna á að fá
sinadrátt í þessu þrönga rúmi.
Þá heyrði Tucker mikla hrotu
og vaknaði og hann varð dauð-
hræddur vegna hinnar slæmu að
stöðu sinnar. Hann hafði sofnað
og það gæti kostað hann lífið.
Það var engin afsökun, að harnn
Knútur Bruun hdl
Lögmannsskrifstofa
Grettisgötu 8 II. h.
Sími 24940.
var búiÁn að missa svefn undan
farið, þegar svona mikið var í
húfi. Skútan var að hreyfast.
Hann hreyfði sig og rak þá höf-
uðið í lokið. Hann var þegar far
inn að líða við þessi þrengsli.
Hann gægðist gegnum rifuna og
lofaði guð fyrir að káetan skyldi
enn vera manntóm. En það var
ofurlítil birta, og borðið sást
næstum greinilega og allt í einu
datt honum í hug, að úr því að
guð hefði leyft honum að kom-
ast svona langt, mundi hann
vernda hann það sem eftir væri
þessa leiðangurs. Þessi hugdetta
kom honum algjörlega á óvart,
því að árum saman hafði hann
aldrei hugsað um guð, en samt
fannst honum það nú ekkert
undarlegt, og hann vissi sjálfur,
að hann var dauðhræddur.
Dyrnar opnuðust meðan hann
var í þessum hugleiðingum, nak-
inn og einmana. Hann næstum
tók ekki eftir því strax, vegna
þess, hve þetta var eðlilegt at-
vik. En svo snöggkólnaði hann
og fékk ákafan hjartslátt, og
munnurinn á honum varð þurr
um leið. Nú gat hann séð efri
hlutann af manninum, niður að
mitti og síðan niður að hnjám.
Hann var í grófri sjómanns-
peysu og víðum, blíium nankins-
buxum. Þessir þrír fjórðu hlutar
af manninium færðust hægt yfir
káetugólfið, rétt eins og hann
væri að leita þar. Svo lagaði
hann til stólana og atlhugaði borð
plötuna. Síðan fór hann eitthvað
að þreifa undir borðið og höf-
uðið kom í Ijós. Þetta var Lazio.
Tucker gerði sér allt í einu ljóst,
að nú var úti um hann. Þeir
Pont hefðu báðir átt að vita, að
menn eins og Capelli lögðu ekki
neitt í hættu — ekki einu sinni,
þegar þeirra eigin menn voru
annars vegar. Ekki einu sinni úti
á sjó, á eigin skipi. En þannig
tókst svona manntegund að
sleppa lifandi.
Það kæmist óumflýjanlega upp
um hann. Tucker var gripinn
skelfingu, en tókst samt að hafa
hemil á henni. Fingurnir á hon-
um hreyfðust eins og af sjálfs-
dáðum og losuðu iímbandið, en
síðan faldi hann bæði hljóðnem-
ann og segulbandið undir sér.
Svo ringlaður sem hann var, þá
var hann samt hissa á því, hve
öruggir fingur hans voru.
Nú gægðist hann gegnum rif-
una og sá, að Lazio gekk út í
snyrtiherbergið, en skildi dyrn-
ar eftir opnar. Með ótrúlegu
snarræði lyfti Tucker lokinu og
kippti burt spýtunni í snatri.
Lokið lagðist niður og nú var
hann y í loftlausu niðamyrkri.
Hann lá og beið og vonaði, að
þetta tæki fljótt af.
Hann heyrði einhvern dynk,
rétt við höfuðið á sér og þóttist
vita, að eitthvert hinna lokanna
hefði lyfzt og lokazt aftur. Enda
þótt hann hefði mátt eiga von á
þessu varð honum bilt við. Svo
opnaðist lokið og hann hafði
ekki nema augnablik til að átta
sig. Hann leit fast á bletti í loft-
inu, og stillti sig eins og hann
gat um að depla augum. Munn-
urinn á honum hékk opinn, með
an hann reyndi að ná andanum.
Armarnir voru krosslagðir á
brjóstinu, eins og á dauðum
manni, og þannig leit hann líka
út. Hann vissi, að hann gat
sloppið með þetta, en þó ekki
nema eitt andartak, en nú treysti
hann aðeins á að geta komið hin
um manninum á óvart.
Hann heyrði eitthvert snöggt,
ítalskt blótsyrði, en hélt áfram
að glápa með uppglennt augu
og eins og stirðnaður, og sá að-
eins þokukennt andlitið á mann
inum uppi yfir sér. Lazio bölv-
aði aftur og dró snöggt að sér
andann. Allt í einu beygði hann
sig niður til þess að gripa í ann-
an handlegginn á Tucker, senni-
lega til að taka á slagæðinni og
vita hvort hann væri dauður.
Þetta var eini möguleikinn, sem
Tucker hafði: hann greip um úln
liðinn á ftalanum með báðum
höndum og togaði hann til sín
af öllum kröftum og rak hnéð
beint framan í hann.
Það var ekki hægt að fylgja
högginu fullkomlega eftir, en
það nægði til þess að gefa hon-
um blóðnasir og nú rann blóðið
ofan á Tucker, áður en hann gat
risið upp. ítalinn var ekki með
vitundarlaus, en talsvert dasað-