Morgunblaðið - 29.07.1969, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.07.1969, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1969 Margháttaður fróðleikur úr árbók SÞ EFNAHAGSSTARFSEMI í veröldinni náði nýju hámar(ki áratuginn 1958-67, en vaxtar hraðinn var ákaflega misjafn í hinum ýmsu heimshlutum, segir í nýútkominni Hagfræði árbók Sameinuðu þjóðanna, |,,Unáted Nations Statistical Yearbook, 1969“. 217 töflur bókarinnar eru flokkaðar undir 25 höfuðefni, eins og t.d. samanlögð fram leiðsla, iðnaðarframleiðsla, verzlun, mannfjöldi, vinnu- afl, orkuframleiðsla, flutning ar, samgöngur, fjármagnstil- færsla, menntun og húsnæðis mál. Það kemur meðal annars fram í árbókinni, að brúttó- þjóðarframleiðslan í heimin- um öllum jókst um 62 prósent á fyrrgreindum tíu árum. Þar sem fólksfjölgunin nam 18 próisentum á sama árabili, merkir það, að hagvöxturinn á hvern jarðarbúa nam 36 pró sentum. Samanlagður útflutningur heimsins náði nýju hámarki árið 1968 og nam 238.000 mill jónum dollara (20.944.000. i 000.000,00 ísl. kr). Aukningin nam 11 prósentum miðað við árið 1967 og var þannig mesta aukning sem orðið hefur á undanförnum 15 árum. Iðnað arlönd með markaðshagkerfi júku hlut sinn í samanlagðri heimsverzluninni úr 67 pró— sentum árið 1960 í 70 prósent árið 1967, á sama tíma og hlutur vanþróuðu landanna minnikaði úr 21 prósenti niður í 18 prósent, en lönd með mið stjórnarhagkerfi héldu sín- um hlut óbreyttum í 12 pró- ) sentum. 1 Hér enu nokkrar fleiri stað reyndir, tíndar úr hinum mikla talnasæg árbókarinn- ar:, Á miðju ári 1967 var tala jarðarbúa 3.420 milljónir. Er það 516 milljónum meira en á miðju ári 1958. Þrír fjórðu hlutar jarðarbúa eiga heima í vanþróuðu löndunum. Á árabilinu 1958-67 jókst matvælaframleiðslan á hvern íbúa í Afríku einungis um 1 prósent og í Suð-Austur-Asíu um 3,1 prósent, en í Norður- Ameríku nam aukningin 6.1 prósenti, í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu 15.5 prósent- um og í Vestur-Evrópu 18.9 prósentum. Á miðju ári 1967 skiptust jarðarbúar þannig niður á svæði (nýrri tölur eru ekki fyrir hendi um alla heims- byggðina): Árleg Fólksf jöldi í aukning milljónum (1960-67) Heimurinn allur 3,420 1,9 % Afríka 328 2,4 - N-Ameríka 220 1,4 — R.-Ameríka 259 2,9 — A-Asía 877 1,4 — S-Asía 1,030 2,5 - Evrópa 452 0.9 — Kyrrah.s. 18.1 2,0 — Sovétr. 236 1,4 — Tvö fjölanennustu ríki heims, Kínvergka alþýðulýð- veldið og Indland, voru talin hafa 720 milljónir og 511 milljónir íbúa. Sé litið á þéttbýlið, er Evr ópa enn efst á blaði með 92 íbúa á hvern ferkílómetra að meðaltali. Samsvarandi tölur fyrir Asíu er 69. Þéttbýlasta einstakt svæði er Monaco, sem er einungis hálfur annar ferkílómetri. Þar er íbúatal- an „á hvern ferkílómetra" 16.107. Næst kemur Vestur- Berlín með 4.518 íbúa á fer- kílómetra, síðan Gíbraltar með 4.161 og Hong Kong með 3.708 íbúa á ferkílómetra. Meðal þeirra landa sem mest hafa svigrúmið eru ísland og Ástralía efst á blaði, hvort um sig með 2 íbúa á ferkíló- metra. Samsvarandi tölur fyr ir Danmörku 112, Noreg 12, Finnlandi 14 og Svíþjóð 17. Notkun stáls á hvern íbúa nam á árinu 1967 634 kg. í Bandaríkj'unum. Næst kom Svíþjóð með 589 kg. og þar næst Kanada með 446 kg. Til samanburðar nam stálnotkun á hvern íbúa 327 kg. í Dan- mörku, 270 kg. í Finnlandi, 373 k)g. í Noregi og 186 kg. á íslandi. Frá þessum tölum er stórt stökk til stálnotkunar vanþróuðu landanna. í Ghana og Zambíu nemur hún 6 kg. á íbúa í hvoru landi, í Indó- nesíu og Malawi 2 kg. á íbúa. Samanlögð raforkufram- leiðsla heimsins meir en t»ö- faldaðisf á áratugnum 1958- 67 og var áætluð 3.844.000 milljónir kílówattstunda ár- ið 1967. Af þessu magni voru 40 prósent framleidd í Norð ur-Ameríku, 29 prósent í Evr ópu, 15 prósent í Sovéríikjun um, 10 prósent í Asíu og hin 6 prósentin í Rómönsiku Am- eríku, Afriku og á Kyrrahafs svæðiruu. Reiknaðar í milljón um kílówattstunda eru tölurn ar fyrir einstök lönd sem hér segir: Bandaríkin 1.316.914, Sov- étríkin 587.699, Japan 244.800, Bretland 209.368. Til saman- burðar voru samsvarandi töfl ur fyrir Norðurlönd þessar: Danimörk 9.480, Finnland 16.760, fsland 700, Noregur 52,814 og Svíþjóð 50.628. I fiskveiðayfirliti árbókar- innar eru eftirtalin lönd nefnd með yfir milljón smá- lesta fiskafla árið 1967: Perú 10.110.200, Japan 7.814.000, Noregur 3,214.300, Bandarík- in 2.384.100, Spánn 1.430.600, Indland 1,400.400, Kanada 1.289.800, Danmörk 1.070.400, Chile 1.052.900 og Bretland 1.026.100. Figkafli annarra Norðurlanda árið 1967 var hér segir: Finnland 73.700 smálestir, Færeyjar 173.300, ísland 896.300 og Svíþjóð 338.300 smálestir. Það hitaeiningarmagn, sem jarðarbúar áttu kost á upp- skeruárið 1966-67 var ákaf- lega misjafnt, allt frá 3.470 á íbúa daglega í Nýja Sjálandi og 3.440 í írlandi niður í 1.800 eða minna á hvern íbúa í nokkrum vanþróuðum lönd- um í Asíu, Afríku og Róm- önsku Ameríku. Samsvarandi daglegt hitaeiningamagn á Norðurlöndum var sem hér segir: Danmörk 3.300, Finn- land 2.950, Noregur 2,960 og Svíþjóð 2,900. Árið 1967 voru akráðir 160 milljón fólksbílar í heimin- um. Helmingur þeirra var í Bandaríkjunum, en 34 pró- sent í Evrópu. Þegar litið er á veröldina í heild nernur aukningin frá 1958 86 pró- sentum. Tölurnar frá Norður löndum voru sem hér segir: Danmörk 887.000, Finnland 551.000, ísland 35.500, Noreg- \ ur 569.000 og Svíþjóð 1.967.000. Samanlagður kaupskipa- floti heimsins stækkaði um 64 prósent á árunum 1958 til 1967. Þá var hann kominn upp í samtals 194 milljón akráðar brúttóamálestir. Af þeim voru 25.7 milljónir akráðar í Líberíu, 21.9 milljón ir í Bretlandi, en Noregur og Bandaríkin voru nálega jöfn með 19.668.000 smálestir Skráðar í Bandaríkjunum og 19.667.000 smálestir í Noregi. Á öðrum Norðurlöndum voru tölurnar sem hér segir: Dan- mörk 3.200.00, Finnland 1.100.000, ísland 133.000 og Svíþjóð 4.865.000 smál. Árið 1967 voru 222.400.000 símar i notkun um heim all- an. Af þessum talsímium voru 104.000.000 í Bandarílkjunum, 18.200.000 í Japan, 12.000.000 í Bretlandi og 10.300.000 í Vestur-Þýzkalandi. Á Norður löndum var talsímafjöldinn sem hér segir: Danmörk 1.469.185, Finnland 949.976, fsland 62.698, Noregur 987,264 og Svíþjóð 3.757.495. Á árinu 1967 voru 78 mill- jón sjónvarpstæki í notkun í Bandaríkjunum, 22.7 milljón ir í Sovétrikjunum, 14.4 mill- jónir í Bretlandi, 13.8 milljón ir í Vestur-Þýzkalandi og 8,3 milljónir í Frakklandi. Töl- urnar fyrir Norðurlönd voru sem hér sfegir: Danmörk 1.182.000, Finnland 899,000, Noregur 662.000 og Svíþjóð 2.268.000. Mesta útbreiðsla dagblaða árið 1967 var í Svíþjóð, þar sem út komu 514 eintök á hverja 1000 íbúa. Næst kom Bretland með 488 eintök, síð an Luxemborg með 477, Jap- an með 465 og ísland með 435. Tölurnar fyrir önnur Norðurlönd voru: Danmörk 354 og Noregur 382. Hagfræðiárbók Sameinuðu þjóðanna er 796 blaðsíður að stærð og gefin út bæði á ensiku og frönsku. RACNAR JÓNSSON Lögfræðistörf og eignaumsýsla Hverfisgata 14. - Sími 17752. Útgerðarmenn Vegna verðlækkunar á þorskanetum, er nýútsendur verðlisti úr gildi fallinn. Vinsamlegast hafið samband við okkur um nýtt verð. MARCO HF„ Aðalstræti 6, símar 15953 og 13480. Athugasemd í MORGUNBLAÐINU laugard. 19. júlí er á baksíðu lítil frétt, sem heitir. „Verðjöfnunargjald á rafmagni tvöfaldað“. Er þar sagt frá bráðabirgðalögum, sem nýlega voru sett um þetta efni. Og svo kemur akýringin: „Vetrð jöfnunargjald þetta rennur í Orkusjóð, sem hjálpa á til með rekstur rafveitna í dreifbýli.“. Þesisi fáu orð eru líkleg til að skapa rangar hugmyndir um or- sök þessa verðjöfnunargjalds. Flestir vita að tvær gengislækk anir eru nýafstaðnar, sem höfðu í för með sér hæ'kkun skulda hjá Rafmagnsveitum ríkisins um ca. 400 millj. króna, vegna þess hve mikið af þeim lánum voru erlend. Hækkun verðjöfn- unargjaldsins svarar því ekki til þess að mæta þeim auknu greiðslum í ísl. krónum, sem leiða af gengislækkuninni. Ég spurðist fyrir um það í vetur hjá Samb. ísl. rafveitna hvort eitt- hvað hliðstætt hefði gerzt hjá öðrum rafveitum, eins og t.d. Rafveitu Reykjavíkur, Laxár- virkjun o.fl. (Landsvirkjun und anskilin), en fékk þær upplýs- ingar að erlendar skuldir ann- arra raforkufyrirtækja væru til- tölulega litlar og gegnislæfckun- in hefði þess vegna ekki valdið þeim verulegum rekstrarútgjöld um, hliðstæðum skuldahæikkun- arafleiðingunum hjá RARIK. Það má hver meta sem vill að RARIK Skuldaði mikið í er- lendum lánum. Ég dreg í efa réttmæti þess að það fyrirtæki færi mikið verr út úr gengis- lækkun, en t.d. önnur fyrirtæki í raforkuiðnaði. En úr því að það hefir gert það, er a.m.k. nauð- synlegt að alimenningur viti hin ar réttu orsakir fyrr tvöföldun verðjöfnunargjaldsins. Ég deili manna harðast á Rafmagnsveit- ur ríkisins, en ekki fyrir það, sem mér finnst þær raunveru- lega ekki eiga sök á. Ég tel höfuðsynd Morgun- blaðsfrásagnarinnar þá að gefið er í skyn að þéttbýlisifólkið sé með þessu að borga fyrir strjál- býlið. Það má finna þeim orð- um stað hjá þeim, sem hafa þá réttlætiskennd að strjálbýlis- fólk eigi að gjalda gengislæfck- ana í raforkuverði, en þéttbýlið þá að vissu leyti að njóta. En hve lengi á að vera hægt að vefja fyrir sér þessi rafmagns mál áður en það rennur upp fyrir sem flestum að skapa á sjálfstæð raforkufyrirtæki í landshlutunum, — t.d. kjördæm- unum og skipta Rafmagnsveit- um ríkisins upp. Þá yrði rí'kið að taka á sig baggann af mis- tökum þeim sem orðið hafa i framvindu þessarra mála. Mín þolinmæði er raunveru- lega löngu þrotin að búa undir þeirri útbreiddu skoðun í þétt- býlinu að við strjálbýlismenn- irnir séum þiggendur þeirra, sem þéttast búa — í raforkuverði og víst á mörgum öðrum sviðum. Nei. Tökum raforkumálin i eigin hendur, — Austurlands- virkjun þarf að verða veruleiki, — Norðvesturlandsvirkjun, >— já, hver af annarri. Jónas Pétursson. Ungur norskur rafeinda - tæknifræðingur óskar eftir viðunandi vinnu. Einnig með þekkingu í- venjulegri raffræði. — Reynsla í hvoru tveggja. ARILD HASSEL, Korvaldveien, N-3050 Mjöndalen, Norway. ARATUGA REYNSLA SANNAR Afi ÚTI-SPRED ER serlega endingargóð utanhússmXlning Amúr FEGRIÐ VERNDIÐ VEL HIRT EIGN ER VERÐMÆTARI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.