Morgunblaðið - 13.08.1969, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 106»
Hvrrf isfötu 103.
Simi eftir lokun 31169.
BÍLALEIGAN FALIIRhf
car rental service ©
22 0-22
RAUÐARÁRSTÍG 31
LITLA
BÍLALEIGAN
Bergstaðastræti 13.
Sími 14970
Eftir iokun 81748 eða 14370.
GUSTAF A. SVEINSSON
hæstaréttarlögmaður
Laufásvegi 8. — Sím: 11171.
BILAR
Rambtor American 440 '68,
ekirun 15 þús. km.
Ford Farrlane '66.
Rambler American 440 '66.
Rambter Markin '66, 2ja dyra.
Rambler American 440 '65.
Rambter Arrvbassador '65.
Buick Special '66.
Toyota Crown '66.
P. M. C. Gioria '67.
OWsmobile '63.
Zephyr 4 '66.
Landrover '66 og '67, bensín.
Scaut '66 og '67.
Austin Gipsy, dísil, '67.
Austin Gipsy, bensín, '65,
Rússajeppi '67 m/sætum f.
13 manns.
Unimog yfirbyggður, verð
130 þús. kr.
Farmobite '66, verð 80 þ. kr.
Wrtiys '67 m/biæjum, skipti
óskast á 5—6 m. brt.
B. M. W. '65.
Hihmann Minx '66.
HiHmann Imp '66.
Moskwitch station '69, ekinn
12 þús. km.
Moskwitch '66.
Skoda 1202 '68.
Skoda 1000 M B '65.
Taunus 20 M station '66.
Taunos 20 M '65.
Consol Cortina '65.
DAF '65, verð 55 þúsund kr.
Prinz 1000 '65.
Vofvo Amazon '66.
Votkswagen 1500 '68.
Voikswagen 1300 '67.
Fiat 850 cope '66.
Brlar við ailra hæfi.
Kjör víð allra hæfi.
Opið til kl. 8 alla daga.
BÍLAkAIJP
Skúlagötu 55 við Rauðará.
Sfani 15 812.
0 Vinna 23 tveggja
manna verk?
„Kæri Velvakandi!
Tilefni bréfs míns er auðvitað
nöldur og rex, eins og hjá svo
mörgum öðrum.
í vor, þegar skólanum lauk
hjá mér, var ég svo heppinn að
fá vinnu við gangstéttasteypu
hjá Reykjavíkurborg. Einu sinni
um daginn var ég svo tekinn úr
því og settur í aS jafna til í
skurði á eftir gröfu ásamt öðr-
um manni. Ef satt skal segja, þá
ofbauð mér nú eiginlega, að við
skyldum vera settir tveir í
þetta. En það var nú ekki mik-
ið, eins og síðar mun koma í
ljós. í skurðiim átti svo að leggja
tvo kapla, annan fyrir síma og
hinn fyrir rafmagn. Þeir höfðu
verið lagðir niður áður en við
hófum gröftinn, þannig að ekki
var annað eftir en renna þeim
niður í skurðinn Þetta var í
mesta lagi tveggja manna verk.
Rétt um það leyti sem við vor-
um að ljúka greftrinum, komu
svo 12 menn frá Símanum og 11
frá Rafveitunni, eða samtals 23
menn, til að vinna verk, sem 2
menn hefðu auðveldlega getað
unnið.
Finnst ykkur, háttvirtu borgar
ar, ekki ástæða til að rafmagn
og sími sé dýrt?
DaIIi“.
0 Lyfjaneyzla
„Ein mcð opin au„u" skrifar:
Fyrir nokkrum dögum leit ég
í dagbl. Vísi, og rákust augu mín
á fyrirspum til lækna, varðandi
spjaldskrár þeirra yíir samlags-
sjúklinga.
Að mínu áliti eru þessi orð í
tíma skrifuð og nauðsynlegt að
fjalla um þetta efni.
Hvemig stendur á því, að
borgarbúar geta fengið lyfseðla
hjá fleiri læknum en heimilis-
lækni?
Tapazt hefur hestur
Tapazt hefur jarpur hestur úr girðingu Fáks í Geldinganesi
fyrir 1i mánuði. Mark blaðstýft aftan-hægra og gagnfjaðrað
vinstra, einmg merktur F 57 á hægri hiið og A 1 á vinstri hlið.
Vinsamlegast hringið í síma 40093 eða 50635.
Keflavíkurvöllur
ÍBK - FRAM
í kvökl kl. 19.30 í Keflavík.
MÓTANEFND.
ÚTSALA - ÚTSALA
hefst í dag. Nærföt, náttföt og sokkar á alla fjölskylduna,
barnapeysur, stretchbuxur, drengjaskyrtur, gallabuxur og
margt fleira.
KOMIÐ MEÐAN ÚRVALIÐ ER MEST.
GB
GUÐRUN BERGMANN
v/AUSTURBRÚN - SÍMI 30540
Til sölu er
raðhús við Álftamýri
Á efri hæð hússins eru 4 svefnherbergi og
baðherbergi, á neðri hæð eru tvær samliggj-
andi stofur, eldhús, vinnuherbergi, salerni
og viðbyggður bílskúr. Kjallari er undir öllu
húsinu.
Upplýsingar ekki gefnar í síma.
FASTEIGNAÞJÓNUSTAN
Austurstræti 17, 3. hæð.
Hvað veldur því, að maður eða
kona leitar ekki til heimilislækn
is síns, ef þörf er á svefntöflum
eða róandi lyfjum?
Segir það ekki lækni eitthvað,
ef honum óviðkomandi sjúkling-
ur biður um ofangreind lyf, og
er lausnin þá sú að skrifa lyl-
seðil?
Orðið lyfjaneytandi hefur
stundum borizt í eyru mér og
sagt er, að þeir séu nokkuð marg
ir.
Er. ekki kominn tími til, að
taka höndum saman og gera þeim
erfiðara fyrir að nálgast töflurn
ar?
Ein með opin augu“.
0 Meðferð barna
á köttum og dúfum
Kona ein skriíar:
„Heiðraði Velvakandi!
Hún var góð og þörf hugvekj
an hans Helga Sæmundssonar í út
varpinu fyrir skömmu, þar sem
hann birti okkur viðhorf tveggja
rithöfunda um hundahald í bæn-
um af þvílíkri rögg og snilli, að
unun var á að hlýða. Sitt eigið
álit lét hann ekki í ljós, og það
var það eina, sem ekki var gott.
En þessi upplestur hans leiddi
hug minn að því, að það eru
ekki hundar einir hinna mál-
lausu dýra, sem umbera mega
ástúð manna í þessari borg og
koma mér þá fyrst í hug kett-
ir og dúfur, sem þráfaldlega
verða fyrir þeirri reynslu, að
þeim er varnað eðlilegs uppeld-
is. Kettlingarnir eru tæpast orðn-
ir þurrir eftir íæðinguna, þegar
blessuð börnin fara að hnoða
þeim og umfaðma þá. Ekki segi
ég þau misþyrmi þeim beinlín-
is, en hvílík fangbrögð og rófu-
tog og fáránlegar kúnstir. Kött-
urinn er að vísu langræktað hús-
dýr, svo að ekki er ólíklegt, að
mikið megi bjóða honum, fyrr
en hann bíður tjón á sálu sinni,
en um dúfuna verður ekki hið
sama sagt.
Dúfan er í eðli sínu villtur
fugl, hversu mjög sem hún hæn-
ist að bústöðum manna. Því ætti
það í raun og veru að heyra
undir dýraverndina, þegar börn-
um er leyft að taka hana ófleyg
an unga, parraka hana inni í búr
um og leika sér að henni eins og
tuskubrúðu. Ég hef þráfaldlega
orðið áhorfandi þess, að þessi
óskaböm krakka, eftir að þeim
eru þó vaxnir vængir, hafa verið
svo taugaveikluð, að þau hafa
týnt flugi sínu, begar þeim var
kastað í loft upp, en dottið niður
á jörðina, eins og slytti, rétt eins
og þetta væri maðkur en ekki
fugL Ég nef tekið slíkan fugl í
hendur mínar og fundið, hve
hjarta hans hefur barizt ofsalega,
og sjaldan het ég orðið fyrir
ömurlegri revnslu. Foreldrar
þessara barna með hina rang-
snúnu elskusemi, ekki veit ég
hvað þeir hugsa, eða eru þeir
máske sofandi? — Getur þú sagt
mér það kæri Velvakandi?
Virðingarfyllst.
Kona, sem aiizt hefur npp
i návist villtra fngla.“
Fóstrur
Mýrarhúsaskóli óskar eftir fóstru til starfa við 6 ára deild
skólans. Upplýsingar í síma 14791.
SKÓLASTJÓRI.
Vantar Skoda
Höfum kaupanda að Skoda 1000 MB 1967 með góðri útborgun.
Óskum eftir nýlegum og góðum bifreiðum í umboðssölu.
Rúmgóður sýningasalur.
Tékkneska bifreiðaumboðið á islandi h.f.,
Auðbrekku 44—46, Kópavogi. Sími 42600.
Söluskattur
Dráttarvextir falla á söluskatt fyrir 2. ársfjórðung 1969, svo
og nýálagðar hækkanir á söluskatti eldri tímabila, hafi gjöld
þessi ekki verið greidd í síðasta lagi fyrir 16. þ. m.
Dráttarvextir eru 1ý% fyrir hvern byrjaðan mánuð frá gjald-
daga, sem var 15. júlí s.l. Eru því iægstu vextir 3% og verða
innheimtir frá og með 16. þ. m.
Hinp 16. þ. m. hefst án frekari fyrirvara stöðvun atvinnu-
rekstrar þeirra, sem eigi hafa þá skilað skattinum.
Reykjavík, 11. ágúst 1969.
T ollstjóraskrif stofan,
Arnarhvoli.
ÍBÚÐ ÓSKAST
4ta—5 herbergja íbúð óskast til kaups. Kjörstaðir Vesturborgin,
einkum Melarnir, Háaleitis- eða Hlíðahverfi. Mikil útborgun
möguleg Upplýsingar hjá
LÓGMENN
Eyjólfur Konráð Jónsson
Jón Magnússon
Hjörtur Torfason
Sigurður Sigurðsson
Tryggvagötu 8, R.,
símar 11164 — 22801.