Morgunblaðið - 15.08.1969, Síða 4

Morgunblaðið - 15.08.1969, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAOUR 15. ÁGÚST 1969 SÍM' H4-44 mm/m /Bó&eiÆec&ct. Hvérfisgötu 103. Simi cftir lokun 3J1H. BílAUIGANfALUB% car rental service © 22-0-22- RAUDARÁRSTÍG 31 LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13. Símí 14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. bilaleigan AKBRA UT car rental serrice /* 8-23-47 WS sendum ■H?jW6Æ- Kristján Jóhannesson heildverzlun Laugarnesveg 114.S. 32399 spray net krystal- tært hárlakk GÆÐI - GOTT VERÐ 0 Heilsuhæli Náttúrulækningafélags íslands í Hveragerði Hrimkell skrifar: „Kæri Velvakandi! í dálkum þinum 31. júlí síðastl. ritar Margrét Jónsdóttir pist- il um Heilsuhæli N.L.F.Í. og læt- ur í ljós þá skoðun, að fyrir- komulag um inngöngu sjúklinga á hælið sé breytt frá því, sem var, og hælið eða réttara sagt stjórn þess hafi hvikað frá því hlutverki, sem því var í önd- verðu ætlað. Og svo spyr hún: Hvernig er þessu varið nú? Forstjóri hælisins svarar þessu svo í dálkum Velvakanda hinn 8. ágúst sl. .kurteislega, eins og hans var von og vísa, en fer þó undan í flæmingi að gefa svar, sem ég og aðrir, sem brennur þessi spurning á vörum, geta tal- íð viðhlítandi. Og skal ég nú gera grein fyrír, hvers vegna. Eins og Árni tekur fram í svari sínu, greiddu sjúkrasamlög- in fljótlega, eftir að hælið hóf starfsemi sína, nokkurn hluta dvalarkostnaðar vistmanna, í fyrstu lægra yfir tvo sumarmán- uðina, en síðan sama dvalar- kostnað allt árið. Þó var greiðsla frá samlögunum tak- mörkuð við 5 vikna dvöl á ári. Til þess að fá þessi hlunnindi, varð viðkomandi að fá bæði til- vísun heimilislæknis og trúnað- arlæknis sj úkrasamlaganna, en hann var sérfræðingur í gigtar- sjúkdómum og ágætur læknir. Nú greiða tryggingamar allan dval- arkostnað, og það án ákvörðunar um lengd dvalartíma, eftir því sem mér skildist á viðíali við Árna Ásbjörnsson. Og inntaka sjúklinga byggist, að því er virð- ist, á tilvísun sjúkrahúsa eða samlagslækna, án staðfestingar nokkurs trúnaðarlæknis, og sama gildir um lengd dvalartíma. Þetta skapar, ef rétt er, mögu- leika á, að þeir sjúklingar ,sem aðgang fá að hælinu, geti dval- izt þar mánuðum saman, meðan sjúklingar, sem brýnni þörf hefðu fyrir hælisvist, mega bíða í algerri óvissu um það, hvenær eða hvort þeir komist þar að og þeir sjúklingar skipta nú tugum, ef ekki tugum tuga. Ámi segir orðrétt í grein sinni: — Auk þess þarfnast flestir þessir sjúkl- ingar sjúkraþjálfunar og annarr ar meðferðar , sem hælið hefir upp á að bjóða. Hér viðurkenn- ir hann, að ekki þurfi allir þeirrar meðferðar með ,og sann- ar með því, að ekki eru allar sögurnar, sem um þetta ganga rakalausar, þvi miður. 0 Mismunur dvalarkostnaðar Ámi viðurkennir einnig, óbeint þó, að sjúklingar, sem koma eft- ir tilvísun sjúkrahúsa, gangi fyr ir þeim, sem heimilislæknar eða réttara sagt samlagslæknar biðja um vist fyrir á hælinu. Hvers vegna er tilvísunum læknanna gert mishátt undir höfði? Sam- lagslæknarnir eru þó engu síður trúnaðarmenn samlaganna, óg þvi á úrskurður þeirra að vera jaíngildur úrskurði ninna .Eða hver er ástæðan? — Jú hún er mismunur dvalarkostnaðar. Góð og gild ástæða, en ekki algild. Nú eru daggjöld í Landsspital anum 1850 kr. í Borgarspltalan- um eru þau kr .1750, í Landakoti 1150 og í Akureyrarspítala kr. 900. En i hæli N.L.F.Í. aðeins kr. 500. Það þarf hvorki tölvu né tölvitring til að finna muninn, En höldum áfram. Sjúklingur, sem þarfnast hælisvistar, en fær ekki, og liggur eða hefst við heima, án annarrar hjálpar en þeirrar-, er samlagslæknirinn get- ur veitt honum, kostar víst trygg ingarnar enga dagpeninga? Það er ódýrast fyrir samlögin. En dæmið getur tekið óþægilega stefnu og snúizt við. Sjúklingur, sem þarfnast hælisvistar, en fær hana ekki í tæka tíð, getur síðan þarfnast sj úkrahúsvistar um lang an eða skamman tíma og þar á eft ir hælisvistar. Hver verður þá gróði Trygginganna? Og varla hef ir það verið gert til þess að létta á Tryggingunum ,þegar horfið var Snœfellsnes Þjónustufyrirtæki óskar eftir sölumanni. Starfið getur hentað vel sem aukastarf. Umsóknir ásamt upplýsingum óskast sendar til Mbl. merktar „Þjónusta 3731" fyrir 25. þ. m. að því ráði að láta þær greiða allan kostnað fyrir sjúklinga Heilsuhæli N.L.F.f. ^ SamkruII ríkis og sjálfseignastofnana = skipulagsleysi Ég er einn þeirra, sem geng- ið hefi mánuðum saman með til vísun samlagslæknis míns í vas- anum. Orð min má þó ekki taka svo, að ég kenni forstjóra hælis- ins um það öngþveiti, sem mér finnst ríkja þar nú í þessum mál- um . Ég hefi haft persónuleg kynni af Áma og tel hann mæt- an mann og hið sama gildir um það starfsfólk hælisins, sem ég þekki .Ég hefi dvalizt þar nokkr um sinnum og fallið vistin vel. En það fer oft svo, þegar það opinbera og sj álfseignarstofnanir lenda í samkrulli, þá verður út úr því skipulagsleysi, eins og ég fæ ekki betur séð en nú ríki í þessum málum. En nú ætla ég að lokum að setja upp smádæmi: í hælinu var áður lengsti dvalartími 5 vikur á ári, en , margir dvöldust ekki svo lengi. Segjum, að meðaldval artími yrði 4 vikur. Tökum sum artímann, þ.e. bezta tímann til dvalar þama, frá 1. júní til 20. sept. Það verða 112 dagar, eða fjórum sinnum fjórar vikur. Ef vistmenn hælisins eru 130, sem mun láta nærri, geta 520 manns fengið þar dvöl yfir þennan tíma. Auðvitað má reikna dæmið öðm vísi og fá hvort sem er hærri eða lægri útkomu eftir því, hvar tak mörkin eru sett. Það er því mín skoðun, að með föstu skipu lagi hefði það öngþveiti sem nú virðist ríkja um aðgang að hæl- inu aldrei orðið til. Forgöngumenn þeir, er komu þessu hæli á fót, ejga skilið þjóð- arþökk fyrir stofnun þess, eins og aðrir sem unnið hafa og vinna að menningar og mannúð- armálum af fórnfýsi og óeigin- gimi. Og ég óska þess af heilum hug, að núverandi forráðamenn þess finni leið út úr þeim ógöng- um, sem þeir nú virðast komnir í um rekstur þess, svo að fólk sé ekki misrétti beitt og látið verða fyrir vonbrigðum, en að hælið verði áfram heilsulind gigtveik- um og þreyttum. Með þökk fyrir birtinguna, Hrimkell". Q Hvers á hundurinn að gjalda? Þannig spyr Jón Vigfússon i Kópavogi og skrifar síðan: „Má ég ekki byrja á að lag- færa vísuhelming sem svonefnt skrif í Morgunblaöinu þ. 30. júlí byrjar á? En visan er svona: Hani .krummi, hundur, svín, hestur, mús, titlingur. Og framhaldið er: Galar, krunkar, geltir, hrín, gneggjar, tístir, syngur. — En máske hefir það verið hugmynd höfundar að skapa eitthvað nýtt og skal ég þá láta það afskipta- laust .En það er ýmislegt annað í nefndu skrifi sem mig langar til að athuga, þó það sé dálítið erfitt að skilja hvers vegna höf- undur hefir verið að eyða bleki og tíma í þetta. Það er þá fyrst, „að lagðar séu hömlur á athafnafrelsi þeirra" þ.e. hundanna. Það eru engar hömlur lagðar á þá, því þeir eru aldir upp við þetta frá upphafi, frá því fyrsta þeir fara að labba og þekkja ekki annað. En hvað er gert við stóðhrossin, sem aldrei hafa komið undir fyrr en þau eru alt í einu snör- uð, beizluð og bundin, og svo að lokum tamin til að bera mann eða klyfjar, eða þá veslings kým ar sem eru tjóðraðar inni allan veturinn, — þó ekki „uppi á altani" eða grísirnir sem ekki koma einu sinni í „stofuhornið“ heldur bara í stíuna og lifa þar allt sitt lif. Ég efast mjög um að Greinarhöfundur hafi nokk- urn tíma séð hund elta bíl á 50— 60 km. hraða. Ætli þeir séu ekki oftast inni í bílnum, og svo hefi ég aldrei séð krakka eða full- orðna sparka, toga í eyru eða rófu á heimilishundi sem þau hafa alizt upp með, heldur þvert á móti gælt við þá ,nema máske einstaka óknytta hnokki. Ég hefi þekkt fjölda hunda um æfina, og aldrei neinn sem hefir ráðist á börn, nema þeir glefsi til að verj ast áleitni og striðni þeirra. Erlendis er töluvert um varð- hunda sem eru aldir upp til þess að gæta húsa og annarra eigna, og eru þá bundnir nema kannske á næturnar lausir innan girðinga, en hér á landi þekkist ekki mér vitanlega slíkt og væri þeirra þó viða þörf ef til vill yrði þá minna um innbrot og þh.. En sleppum því. Ég ætla að gamni mínu að taka orðrétt sýnishom af nefndu skrifi: „f sveltandi þjóðfélagi, eins og kveinað er undan að sé hér á íslandi þessa síðustu tíma —þar sem enginn hefur pening til þess að kaupa fíkjublað til þess að hylja sárustu nekt sína — þar sem enginn hefur efni á því að ferðast með „strætó" og því síð- ur að kaupa hollan mat — þar sem allir þegnar eru að hrynja niður úr hor og vesöld og að deyja úr leiðindum vegna kyrr- setu og hreyfingarleysis, án skemmtana og tilbreytinga — sár píndir á allan hátt, hangandi á barmi grafar og glötunar, fullir angistar yfir þvi að hin tálguðu bein þeirra falli ekki nógu lag- lega í hina hinztu hvílu.“ Og svo nokkru síðar: „Borgarbúar heimta kjöt og meira kjöt, — allar tegundir af kjöti til að geta svalað matar- gleði sinni og haft það á borðum hverju sinni sem þeir óska,“ o.s. frv. Hver skilur nú elskulegur? Eitt mætti banna, og það er inn flutningur á hundum. Við höfum nóg af góðum og skemmtilegum hundategundum og hundaæði er óþekkt hér á landi. Ég nenni ekki að eltast við meira í þessu einstaka skrif- finnsku fyrirbrigði, en vil benda höfundi á að Akureyringar hafa leyft hundahald og Garðahrepp- ur mun vera á sömu leið, og mætti það vera öðrum til fyrir- myndar, — eins og fleira. Jón Vigfússon." íerðaskrifstofa bankastræti 7 simar 16400 12070 Einstaklingsferðir Höfum ó boðstólumog skipuleggjum einstaklingsferðir um allan heim. Reynið Telex ferðaþjónustu okkar.örugg ferðaþjónusta: Aldrei dýrari enoftódýrari en annars staðar. ferðirnar sem fólkið velnr

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.