Morgunblaðið - 15.08.1969, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.08.1969, Blaðsíða 11
MORCUNiBLAÐtÐ, FÖSTUDAOUR 1)5. ÁGÚST 1©09 11 Ur Færeyja- ferð EFTIR ÁRNA JOHNSEN Myndin var tekin á Ólafsvökudag, 29. júlí sl. Til vinstri er íslenzk stúlka i upphlut og við hlið hennar fær- eysk stúlka i færeyskum þjóðbúningi. en segja má að hver einasta stúlka i Færeyjum eigi slíkan búning. (Ljósmynd Mbl.: Ami Johnsen). Sauðfé var á beit í hlíðinoni norður af kleítinum. Svart fé var ríkjandi. Skammt frá ferju staðnum var bóndabær, eina byggðin á standlengjunni þarna megin Vestmannasunds. Þar var fólk við annir á hlað- inu rjátlaði við kálgarð í varp- anum. Það fór sér að engu óðs- lega, ekki fremur en reykur- inn, seim liðaðist makindalega upp frá múrsitteinaftilöðlnjuim sltirompiniuim.. Ánaibáltiuir lá við ból sitieinsmar frá fjöriu. Ég fylgdist stundarkorn með stórum svörtum brekkusnigli sem skreið um á útsýnisklett- inum. Hann var í svo fínum feldi að hver sæmdarfrú hefði verið stolt af slí'kum möttli. Veðrabreytingar eru jafn tíðar í Færeyjum og á íslandi, enda Færeyjar ef til vill brot af fslandi eða ísland brot af Færeyjum, og það hafði þykkn að upp. Þokubakkar læddust inn yfir Reynsatind eins og ó- stimdvís áætlunarbíll. Maðcur veit að hann kermir, en komu- tíminm er eftir dyntum bílstjór- anis. „Þetta er allt í lagi“, er orð- tak í Færeyjum eins og á fs- landi og líklega er það spak- leg heimspekileg afstaða sem hefur leitt það af sér. Rigningarskúr skvetti úr sér og sólbrot byggðu snarlega regnboga sem myndaði hvelf- ingu yfir bænum og fólkinu undir Reynsatindi og innst í hvelfingunni var Vestmannia. Háhvelfingin í Bláu moskunni í Istanbul myndar einnig skrautramma um listrænt út- flúr trúarlegra mynda. En nú var ekki til setunnar boðið, bílaruna var að nálgast ferjustaðinn og ég tók á rás niður fjallshlíðina í kapp við lækjarsytrurnar. ÞANKABROT Á LEIÐINNI TIL ÞÓRSHAFNAR Á bryggjiiihausmum þar siem ferjan lagðist að var hópurinn saman kominn og tveir Færey- ingar tóku þar á móti hópnum, þeir Knut Wanig ritstjóri Dag- blaðsins og Ólafur Michelsen ritstjóri 14. september. Þeir gengu rólega á milli aðkomu- manna og heilsuðu, en þegar þeir heilsuðu okkur íslending- unium urðu þeir hnessau'i í fasi, eins og þegar landar heilsast og það átti eftir að koma á dag- inn að íslendingar eru ekki út- lendingar í Færeyjum, þeir falla ósjálfrátt inn í fas þjóð- arinraar. Rnútur heilsaði okkur fyrst og þegar hann heyrði ís- lenzkuna kallaði hann óðar í ólaf og sagði: „Komdu Ólafur, það eru íslendingar hér, við verðum að tala við þá“. Það var nærri því eins að koma til Fæneyja oig að tooma á ein- hvern stað heima á Fróni, sem maður hafði ekki komið til áð- ur. í Vestmannahöfn biðu okkar bílar sem áttu að aka með okk- ur til Þórshafnar. Vestmanna dlneigiuir niaifn sitt aif Vestmlönin- um sem fyrstir tóku sér bústað þar. Ekki er þó vitað nákvæm lega hvenær það var, en talið er að fyrstu íbúar Færeyja hafi verið írskir einsetumenn, pap- air, sem haifli toaméð tiil eyjiaminia um árið 725 og haldið þar til í eina öld, eða þar til víkingar stökktu þeim brott. Saga Fær- eyja er á margan hátt lík sögu íslands, enda verða bæði þessi lönd um svipað leyti hluti af sjónarspili sögunnar, þegar dulri hulú norðursins var lyft af sæförum með miklar hug- sjónir. Saga Færeyja er þó all slitrótt af heimildum langt um- fram sögu íslands og reyndar hangir hún á all veikum þræðli þar til Færeyingasaga hefur að segja tíðindi og fer svo fram allt til 11. aldar, en þar fram taka við bréf og gerningar. Þá má noktouð marka af söguleg- um minjum, uppgreftri og með- al anmars fornu-m húsaminjum í Kirkjubæ. Talið er að nafnið Færeyjar hafi komið til vegna þess að skjótt eftir að menr. settust þar að til búskapar hafi orðið krökkt af kindum, en nafnið þýðir „Fjáreyjar. Fyrsti land- námsmaður Færeyja, Grímur Kamban, nam land líklega um 825 og eftir það byggðust eyj- arnar nonrænum mönnnm bæði úr Vesturvegi og Noregi. Þjóð- veldi þeirra kom sér upp al- þingi nokkru á undan íslend- ingum og var það á Þingnesi í Þórsfhölfin. En fiæineysltoa þjlóð- veldið stóð etoki lengi. Noregs- konungur tók skjótt að seilast til valda á eyjunum og boða kristna trú. í móti stóð Þránd- ur í Götu með fornan átrúnað og sjálfræði höfðingjavaldsins að leiðarljósi, en Sigmundur Brestisson studdi konungser- indi. Segir frá deilum þeirra í Færeyingasögu. Næstu aldirnar áttu Færeyingar síðan við sömu drauga að glíma og við íslendingar í hversdagsbarátt- unni fyrir rétti og tilveru. Þar komu til yfirráð eflendna, siða- skiptin og jarðraslk þar af lút- andi, einotounarverzlun. En aldrei bugaðist undir- tónn þjóðarinnar og fullhugar eins og Nolseyjar-Páll, Ras- mus Effersöe og Jóhannes Pat- ursson urðu hvatning ungum mörmum og leystu úr læðingi byrgða orku. Þjóðfrelsisbaiátit an tók á sig ákveðið form 1888, en þá um nokkurt árabil höfðu miklar framfarir átt sér stað í landinu eftir að verzlun var gefin frjáls í ársbyrjun 1856 og athafnasamir kaupmenn og framkvæmdiamenn hófu að setja á stofn fyrirtæki og útgerðar- félög. 1849 urðu Færeyjar amt í Darnslkia rítoin/u og 'hafa vier- ið það síð'am mieð fiuflilitrúa á dianiika rikisþiirngiiiniu. Sam- kvæmt heimastjórnarlögunum frá 1948 eru Færeyingar sjálf- stæð þjóð innan danska rikis- ins með sjálfstjórn í vissum málum. Stendur það næst okk ur íslendingum að skilja bar- áttu Færeyinga fyrir sjálí- stæði sínu og vaxamdi áhugi virðist vera fyrir fullu sjálf- stæði landsirns. Mum ég síðar í grein ræða frekar í stuttu máli stjórnmálabaráttuna í Færeyj- um. Færeyjar eru 18 talsins og allar byggðar utan ein, Litli- Diimon, en stærstu eyjarnar eru Straumey, Austurey, Vogar og Suðurey. Nær alls staðar búa Færeyingar í torflum eða hverf um sem þeir kalla byggðir og undantekningarlaust liggja þær að sjó. Byggðir í Færeyj- um að stærstu kaupstöðum með töldum eru um 120, en alls eru Sbúiar eyjiarnnia uim 40 þúsunid. Byggðarlögin skiptast í sveitar félög og sýslur svo sem á fs- landi. Frá Vestmianna ókum við sem leið lá upp að Mýrunum í upp- fjöllun'um frá bænum en þar eru vatnsvirkjanir Færeyinga, sem eru átoaflega mi'kil mann- virki haganlega nýtt. Það eru eiginlega engir fossar í Fær- eyjurn, aðeins ársprænur og lækjarsytrur, sem skipta rennsl isskapi eftir dögum, en með á- kaflega viðamikl'um greftri hafa eyjaskeggjar gert ótal neð anjarðargöng um fjallahlíðar Mýranna og í þau er vatninu safnað og það leitt í aðalgöng- in, sem liggja niður snarbratt- ar hlíðarntar og í aflstöðvarn- ar sem eru knúnar vatnsafli iflrá þessiuim kradkflóttu nieiðain- jarðaræðum af mannavöldum. Einnig er safnað vatni í stíflur með sama hætti. Á leiðinni ofan af Mýxunum var hægt um vik að virða fyr- ir sér jarðmyndun þes&ara tug milljón ára görnlu eyja, sem Ihalfla hfliaðizit uipip í ðflall möngluim- um eldgosum þar sem basalt- lögin ná samanlagt um 3000 m. þykkt. Síðan hafa jöklar ísald ar núið landið, vindar og vatn og straumharðar öldur í brim- uxðum. Á leiðinni til Þórshafnar of- an frá Mýrunum komum við til Kvívíkur þar sem var land- námsbær í upphafi byggðar og má greinilega sjá rústir bæjar- húsanna og húsaskipan. Um svipað leyti og sólin blik aði við hafsbrún seig bifreiðin okkar niður Húsareyn og við blasti Þórshöfn, hjarta þjóðlifs Færeyja og þar skyldi verða aðsetur okkar næsta hálfa mán uðinn með ýmsum frávikum þó og kynnisferðum urm æða- toerfi mannlífs og athafna- lífs Fæneyja. Þar sem við er- um búin að koma okkur þæigi- lega fyrir á Hótel Hafnia, glæsi legu hóteli nálægt Þingnesi og við aðaltorg bæjarins ljúkum við þessari fyrstu grein úr Fær eyjaför. Úti fyrir hótelglogg- anum dansa stór birkitré í kráng um gamalt timburhús, svart og rauðmálað. * Gömlu landnámsbæjarrústimar í Kvívík. Langeldastæðið sést greinilega á miðri mynd. IMaustið er lengst til vinstri. I Myndin er tekin frá Skúvey og t fjarska eru Stóri-Dímon og Litli-Dímon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.