Morgunblaðið - 15.08.1969, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.08.1969, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1>909 — Það er ómögulegt að segja. Ef til vill á lengra fseri en þó ekki miklu lengra. — Gott og vel. Setjum svo, að við getum fengið að vita, hvenær Capelli leggur úr höfn. Við bíðum reiðubúin með ferj- aldið, án þess að elta hann, em þegar hamn ætlar að fjarlægjast of mikið, sleppum við Rufus laus um. Og þá eltum við hanm og not um ferj aldið. — Hvernig greinum við hljóð- ið í honum frá hinum höfr- ungunum og fiskunum? — Það getum við vegna þess, að hann verður með hljóðsvaxa og við getum greint höggin frá honum. Þá verður okkur óbætt í sex mílna fjarlægð. Við getum ekki komið of nærri þeim, því að þá gætu þeir séð til okkar í ratsjánni. Við getum elt þá í talsverðri fjarlægð. Heldurðu, að þetta gæti gengið? — Já, ef Rufus verður þægur, þá er það hugsanlegt. En hvað skeður svo? — Það vil ég ekki segja þér fyrr en við höfum öll smáatriði í lagi. — Þú átt við, að ef þú segðir mér frá því, mundi ég reyna að halda aftur af þér? —Þú mátt ekki vinna á móti mér, Denise. Þú hefur gengið það langt, að héðan af geturðu eins vel gengið alla leið. — Þú veizt nú orðið, að þú getur ekki ráðið við þá alla. — Jú, á þennan hátt get ég það. Hafðu engar áhyggjur. —Og hvernig fer fyrir vesl- ings Rufusi? Og svo verður próf essorinn að gefa sitt leyfi til þess arna. Hann sneri sér að henni, hissa. — Heldurðu kannski, að ég mundi nokkurn tíma taka Rufus frá þér? Ég veit, hvers virði hann er þér. Hann kemur aftur, vertu viss. — Þú ert svo viss í þinni sök, að ég er hrædd við það. Gerðu þetta ekki, Keith. Þegar ég hugsa til René Robert og vesl- ings Timothys og svo allra þeirra, sem fórust með flugvél- inni, þá veit ég, að svona glæpa- hyski verður að útrýma. Þeir sleppa frá réttvísinni og ef í ein hverja þeirra næst, þá eru það bara peðin í taflinu. Það skil ég allt saman. Og ég skil líka, að þér verður aldrei óhætt með- an þeir eru ofan moldar. En þú getur samt ekki gert þetta. Þú getur ekki lagt að þeim aftur, því að í þetta sinn tekst þeim að koma þér fyrir. Hann var næstum búinn að láta undan, er hamn sá örvænt- ingu henmar, og hræðslu um hann. En hvernig áttu þau hins vegar að geta lifað og þurfa sífellt að vera að líta um blomkAlsuppe A matseðli dacjsins öxl. Það væri betra, að hún tæki sorg sína út í einu lagi, en þurfa að lifa í sífelldum ótta. —Ég skal vera varkár, en ég vil ekki stofna þér í meiri hættu en þegar er orðið. Og ég skal ekki gera neina vitleysu af mér, vertu viss. Það er nógu margt til að minna mig á, hvað verða mundi, ef ég gerði það. Hann leit á veggklukkuna og sagðl — Ég hef í mörgu að snú ast. Nú er klukkan orðin sjö. Ef Capelli fer út á sjó, þá verð- ur það um hádegi. Þá höfum við fimm klukkustundir til stefnu. Hvernig geturðu flutt Rufus og áhöldin hingað í tæka tíð? — Við höfum sjógeymi og dráttarvagn. Ég get hringt í stöðina og sagt þeim að leggja af stað undireins. — Viltu þá hringja héðan, og strax, áður en við ofbjóðum gest risni Khayars um of? Meðan Denise var að hringja, læddist Tucker út. Hún sá til hans og flýtti sér að gefa hon- um merki, en í sama bili var hún að fá sambandið og Tucker gætti þess að líta ekki um öxl. Hann stóð óþolinmóður og beið eftir leigubíl. Þótt lítið væri liðið á morg- uninn, var þegar orðið heitt. Mikið vatn hafði til sjávar runn ið á þessum fáu klukkustundum. Aftur hafði hann misst svefn, en nú var hann kominn yfir það, og svefnleysið næstum farið að örva hann. Ákvörðunarstaður hans var í útjaðri Túnisborgar. Meðal annars var þarna fengizt við sprengiefni og skotfæri og var þetta einn af viðkomustöðum hans, þó svo fliugvélin hefði ekki farizt. Þessi verksmiðja hafði þeg ar samið um að útvega honum það, sem hann þurfti til spreng- inga sinna í Atlasfjöllunum. Hann hafði haft lauslegar fregn ir af því, að verksmiðjan hefði líka alls konar vopn af léttara taginu, þar á meðal sjósprengj- ur. Hann hafði sambandið og bjóst því ekki við neinum hindr- unum. Þegar hann fór frá verksmiðj- unni, var það í einum litl- Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Þú verður var við áhuga hjá íólki, sem kemur þér á óvart. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Bjóddu vinum og ættingjum heim, og njóttu gestanna reglulega. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Ungt fólk lætur vel að stjórn i svipinn. Gerðu gott úr deilu. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí Komdu þér undan öliu, sem þú getur mögulega losnað við. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Þú færð ný tæki, og kynntu þér vel notkunarrcglur. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Farðu meðalveginn, og hugsaðu máiið. Vogin, 23. sept-ember — 22. október. Nú skaltu taka afstöðu, og halda þér við cfnið. Byrjaðu ekki deilurnar, en reyndu að hafa síðasta orðið. Sporðdrekinn, 23. október. — 21. nóvember. Láttu ringulreiðína þig engu skipta, en haltu þinni vinnu sér og hreinni. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Reyndu að breyta til, og farðu á nýjan stað, og sjáðu hvað sam- keppnin getur verið skemmtileg. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Það getur verið gaman að ferðast á fornar slóðir. Þú kemst í ný sambönd, sem geta komið sér vel seinna. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Byrjaðu snemma að undirbúa eitthvað, sem á að gerast. Fiskamir, 19. febrúar — 20. marz. Nú er gott að hafa félagsskap, sem verður eftirminnilegur. uim flutninigatoíl frá henni. Ek- illinn var svo greiðvikinn að fara fyrst með hann í skipaveirzl unina þar sem hann hafði leigt sér kafarabúninginn. Hér þurfti hann að birgja sig upp með ým islegt sitt af hverju. Úr búð- inni hringdi hann í lögreglustöð ina og náði sambandi við Den- ise. Hún hafði þegar leigt bát- inn og ákveðið stefnumót við bílinn frá rannsóknastöðinni, en þeirra var ekki von fyrr en eftir nokkurn tíma. Hún sagði TuCker í hvaða kví báturinn mundi verða og aftalaði að hitta hann þar. En hann hringdi af áður en hún fengi spurt hann spjörunum úr. Nú var aðalerfiðið að drepa tímann. Ekillinn setti hann út í skipakvínni og hjálpaði honum til að losa vörurnar úr bílnum. Hann gaf eklinum drjúgan NESCAFÉ ii) er nútímakaffi skilding fyrir hjálpina og nú var hann orðinn eftir einn, á- samt farangri sínum, sem var varinn olíudúk, en loksins fann hann stað, þar sem hann gat set- ið. Það var steinn, sem litlir bát- ar voru bundnir við, skammt frá skemmtiskipakvínni. En þarna sást óþarflega vel til hans. Sjálf var bryggjan manntóm í bili, en samt var verið að starfa við sum Skipin. Sólin hækkaði á lofti og hann fór að finna til óþæginda undir umbúðunum. Hann batt vasa- klút um hnakkann á sér. Denise kom á bátnum hálftíma seinna. Hún veifaði þegar hún sá hann, og beygði liðlega að bryggjunni. Þetta var kraftmák- ill bátur og Tucker var ánægð- ur með hann. Hann hjálpaði henni í land og hún skoðaði olíudúksbögglana á bryggjunni. — Má ég sjá? Hún sagði þetta í léttum tón, en Tucker lét ekki blekkjast. — Þú færð að vita það seinna, hvort sem er, svo að það er eins gott, að þú sjáir það strax, um leið og þú hjálpar mér að koma þeim um borð. — Þú hefðir ekki átt að taka þennan plástur af þér. Kinnin á þér er alveg blóðrisa. — Já, og ég finn það líkia. Komdu nú! Hann reif olíudúk- inn af, og hún sá, hvað var inn- an í honum. — Hvað er þessi stóri geymir, sem er festur við kafarabrús- ann? Hann hélt, að hún vissi það Neskaffi er ilmandi drykkur. í önn og hraða nútimans örvar og lífgar Neskaffl. Óvenju ferskt og hressandi bragð af Neskaffi. Ungt fólk velur helst Neskaffi. Neskaffl er nútímakafff. MAGGI- blómkálssúpa, gómsætur réttur sem öll fjölskyldan fagnar MAGGI-súpur frá Sviss eru beztar MAGGI I LITEB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.