Morgunblaðið - 15.08.1969, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.08.1969, Blaðsíða 10
JL MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST H9fl9 r.. 'I '10 Allar byc,aðir í Færeyjum eru við sjóinn. Lífsspor í'. á demöntum í silfurhring — þankahröngl og staðreyndir d leiðinni til Þórshafnar. ÞETTA ER ALLT í LAGI Brimið sviarraði við suður- strörwi íslands og háfjöllin og jöklairnir voru með gráleitar kolihúfur úr þykkuim gkýja- hnoðirum. Við vorum í einni af flugvéium Flíugfelags íslands á leið til Færeyja til þess að kynnast Færeyingum, landi og þjóð, einu þjóðinni utan ís- lands seim skilur og talar ís- lenzku. Eftir því sem við nálguðanmst Færeyjar varð hafflöturinn kyrrari að sjá. Veður varð stilltara og sólin teygði sig nið- ur á milli skýjabólstTa. Það sló á hafið og það varð mýkra, eins og þegar sól bræðir hrannaís. Allt í einu spnuttu hamraeyj - ar upp úr silfurrákuðu hafinu, haimraeyjar með hntarreistum björgum og ávölum grasi vöxn um hlíðum. Færeyjar risu úr hafi eins og demantar greypt- ir í silfunhring. Flugvélin hnit aði hrinigi eins og fýUinn við hamraveggina og innan stund- ar voruim við lent á fluigveilláin- um á Vágar. Þaðan var ekið þvert yfir eyjuna að Vest- mannasundi þar sem ferjan skyldi flytja okkur áleiðis til Þórshafnar. Við blaðamenindmir frá ís- landi þurftum að bíða á ferju- stað eftir blaðlamönnum frá öðr um Norðurlöndum sem voru væntanlegir með flugvél til Færeyja innan tíðar. Á meðan fór ég í gönguferð áleiðis upp á Reynsatind sem er liðtega 600 irnetra hár. FjaUs hlíðdn var með slökikum og hamrabeltum, alrök því vatn seitlaði víða hljóðlega niður þessar bylgjóttu hlíðar. Ár- sprænur voru margar og þaar liðu í rólegheitum niður hlíð- arnar. Það var eins og lækjar- taumarnir hugsuðu sig um við hverja snös hvart þeir ættu að halda áfram eða ekki. Ef til vill eru þessir lækir að u/ndir- strika lífsfas þessarar hæglátu en skemimtilegu þjóðar sem Fær eyjar býr. Ég stiklaði upp hlíðarnar og fékk mér tyUing aniniað veifið. Víða spratt vatn í sporum á grasi og allavega höfðu blóm- Skrúðugar brekkurnar nægan raka. Geldingarhnappur, tún- gras, blóðberg og ljónslöpp gkreyttu feld fjiallsins og í smá vöxnum gljúfrum þar sem Mtl- iir lækir dönsuðu voirdane spruttu burknar, geithvönn og burnirót auk fteird jurta. Ég hafðd valið mér klett noklkuð hátt uppi í hlíðinni að leiðar- Myndin er tekin upp gamla þorpið í Kvívík, þar sem rústir landnámsbæjarins eru. mairki í þessari ganguferð, þvi mér virtist að þaðan sæist vítt yfir. Þar sem ég sat á klettinum og horfði austur yfir Straum- ey var fagurt um að litast. Skyggni var inn yfir Egilsfjial. á Stnaumey og allt austur á Mýnarnar þar sem hin miklu vatnsviirkjunairkerfii Færeyinga eru byggð. Unddr austurfjöDunium á Straumey dormaðl bærinn Vest mannaihöfn inni í þröngum vogi með ágætri höfn. Lítill bær og faUegur með skrautmáluðum húsuim. Þar voru strax komin tónbrigðin í húsaMtum Færey- inga, svart, hvítt og rautt. Út- sýnið frá klettinum inn til Vest miammia minntá mág á innságMng una um Bosporus frá Svarta- hafi inn til Istanbul. Stórfeng leg sjón. En skyldi ekki vera stór munur á mannMfinu í Fær eyjum og Istanbul. Það er til ríkidæmi í Istanbul. en það er til meira af fátækt, algjörri fá- tæfct í þeinrí fogru borg tveggja álfa. Úr sjónarhug virt ist mér ekki fátækt í Vest- manna. Þar var aUt snyirtillegt, allt á sínum stað, traust, þó að þærinn sé ekfci byggður eftir nýjasta niðurröðunarskipulagi. Það var eins og Guð hefði dreift húsuruum niður með saima hug og margMtum blóm- um. Þau voru á tvist og bast en í samfelldri beiid. Vestmianna- höfn dregur nafn sitt af Vest- mönnum sem settust þar fyrst- ir að. Það kom í ljós við frekari kynni mín af Færeyingum að grunur minn um mannlíf þeirna var réttur. Það er stórt mann- líf á þessum smáu hamraeyjum og það eru margir höfðinglund aðir rnenn í Færeyjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.