Morgunblaðið - 21.08.1969, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 21.08.1969, Qupperneq 10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1'969 10 Allt illt ANNA JÓNSDÓTTIR „Ég býst við öllu illu frá kommúnistum, svo ég verð að játa að innrásin kom mér alls ekki á óvart“. Næst? GUÐRÚN GARÐARSDÓTTIR „Óhugnaður er mér efstur i huga, þcgar ég rif ja upp þessa atburði. Og sú spurning vakn- ar, hvað kcmur næst“? Dropi SIGURLÍN SCHEVING nemandi: „Mér er efst i huga, að innrásin sé aðeins einn dropi úr hafi alls hins illa sem kemur frá kommúnistum“. Að standa sig GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON „Ja, — ég vii nú sem minnst segja um þessi mál, en ég er þó sann- færður um það að Tékkar eiga aidrei eft- ir að sætta sig við kommúnisma. Manni heyrist að ástandið sé ekkert björgulegt þarna ,en ég vona að Tékkamir standi sig“. Raunveruleiki? SIGURLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR „Innrásin fyrir ári kom mér fyrst og fremst á óvart. Svo mjög brá mér við fréttirnar, að mér fannst einhvern veginn útilokað, að atburðira- ir væru að gerast nú á tímum. En auðvitað ætluðu Rússar sér allt af að kúga Tékkana niður og þegar önnur ráð dugðu ekki, var ekki að sökum að spyrja". Vonsvikið fólk VILBORG KRISTBJÖRNS- DÓTTIR: „Innrásin dundi yfir mann eins og reiðar- slag. Rússarnir hafa setið sem fastast i land inu siðan og eftir frétt um að dæma virðist fólkið orðið vonsvikið um að geta komið þcim i burtu með góðu móti. Þegar fólk er bú ið að missa vonina þá er bka oftast úti um kjarkinn". í DAG er rétt ár liftið frá innrás Rússa og taglhnýtinga þeirra í Tékkóslóvakíu. Hver voru viðbrögð Islendinga við innrásinni og hvað finnst þeim um þróunina í Tékkó- slóvakíu undir rússnesku hemámi. Blaðamenn Mbl. spurðu fólk á förnum vegi um viðbrögð þess og hvað þeim væri efst í huga á þessum degi, og fara svörin hér á eftir: ...megi sá dagur upp renna. Skynsemi BERGÞÓR JÓHANNSSON , grasaf ræðingur: ,JWér er efst i huga, hversu skynsamlega Tékkar hafa brugðizt við. Þeir hafa sýnt fulla mótstöðu án þess þó að gefa Rússum tækifæri til að ganga milli bols og höfuðs á tékknesku þjóðinni". Framtíðin SIGRÚN VALBERGSDÓTTIR leiklistaraemi: „Ég var stödd utan- bæjar fyrir réttu ári og las fréttina um inn- rásina 1 Morgunblað- inu. Mér fannst ég hverfa aftur i timann. Ég trúði ekki, að þetta væri blaðið frá 21. ágúst á þvi herrans ári 1968, og atburður- inn hefði gerzt þá um nóttina. Ég brást við eins og flestir, fylltist réttlátri reiði. Alvar- legast finnst mér, ef Rússar trúa þvl i raun og veru að þeir séu að hjálpa Tékkum með innrásinni og að þetta sé framtíðin". Upphaf ÞORGEIR ÞORGEIRSSON kvikmyndagerðar- maður „Þó eitt ár sé liðið frá innrásinni, er ég þeirrar skoðunar að þetta mál sé rétt að byrja og stórir hlutir eigi eftir að gerast. Þvi er bezt að hafa ekkert 1 flimtingum um þessi mál“. Vilji fólksins ODDUR SIGURDSSON, viðskiptafræðingur: „Innrásin i Tékkó- sióvakíu var enn eitt dæmið um hrörnun heimskommúnismans. Auðvitað á vilji fólks ins að ráða, en ekki eitthvað steinrunnið kerfi, sem þarf að nota valdbeitingu tii að knýja fram kennisetn ingar sínar. Nú er mér efst i huga að vestrænar þjóðir svarl þessum yfirgangi með þvi að efla samtök sln, NATO“. Fyrirlitning GUÐMUNDUR JÓHANNESSON, fyrrv. gjaidkeri: „Hvað mér er efst i huga? Því er fljótsvar að: Fyririitning og við bjóður. — Og ég sem hélt að kommúnisminn væri að mennskast svo iitið en þá gefur hann mér enn tækifæri til að rifja upp þessar til- finningar". Megi sá dagur koma VALDIMAR ÖRNÓLFSSON, leikfimikennari: „Nú, ári eftir innrás ina, er mér frelsi og ó- frelsi efst i huga. Ég hef dvalizt i Tékkósió vakiu og orðið áþreif anlega var við að fólk þorir ekki að segja það. sem þvi býr i brjósti. — Ég óska þess af al- hug að sá dagur megi upp renn, að Tékkar losni undan yfirráðum stórþjóðar, sem ákveð- ur hvað þeir megi segja og gera“. Vorkunn KRISTÍN BERGSVEINS: „Mér varð fyrst hugs að til fólksins i Tékkó- slóvakiu, þegar ég heyrði um innrásina og fylitist vorkunn. Ég vona bara að Tékkarn- ir gefi sig ekki fyrir árásarmönnunum, en sannarlega er útlitið þó ekki gott“. Hið rétta andlit SVERRIR SVERRISSON, skólastjóri: „f innrásinni i Tékkó slóvakiu birtist okkur hið rétta andlit komm únismans — ofbeldi gagnvart þeim, sem halda vilja uppi merki frelsisins. Og síðan hafa innrásaraðilarnir sífellt verið að herða tökin. Þessi austræna hörm ung ætti að geta kennt okkur íslendingum, að við megum aldrei slaka á vökunni um freisi okkar og sjálf- stæði". Svífast einskis HAUKUR JÓNSSON, verkamaður: „Afmælið ætti að minna okkur enn einu sinni á, að stórveldin svifast einskis til að halda i það, sem þau telja sig einu sinni eiga“. Á ógæfuhliðina KRISTÍN KRISTINSDÓTTIR „Ég las innrásarfrétt ina i blöðunum að morgni og óhætt er að segja, að viðbrögð min voru undrun. Það er hörmulegt, að enginn gat komið Tékkum til hjálpar og ekkert þýddi fyrir þá að veita mótspyrnu. Mér finnst að sifellt hafi sigið á ógæfuhlið- ina fyrir Tékkum síð- an innrásin var gerð. Þcim haldið i járn- greipum þannig að að þeir fá ekki mikið gert, en maður sér, að þeir láta andstöðu gegn Innrásarmönnun- um i Ijós þegar þeir geta“. Svarti dauði PÉTUR BJÖRNS- SON, fyrrv. nætur- vörður. „Innrásin 1 Tékkó- slóvakíu var og er ó- gæfa, verri en svarti dauði. f svarta dauða fékk fólkið að deyja, en i Tékkóslóvakíu neyðist það til að búa við kúgun og ófrelsi sem er miklu verri ör- Iög en dauðinn". Frelsið Arni árnason, nemandi: „Ég var erlendis inn rásardaginn og á innrásardeginum og bjó hjá manni, sem tvisvar hafði flúið Tékkóslóvakiu. Gest- gjafi minn hafði heim- sótt landið skömmu áð ur og eftir að hafa rætt við hann fannst mér innrásin aðeins eðlileg afleiðing af þvi, sem undan var gengið. Leiðtogarnir i Aust- ur-Evrópu fundu stól- ana riða undir sér, þeg ar frelsisaldan tók að flæða yfir Tékkósló- vakiu. Innrásin var þvi nauðsyn. Kommúnism- inn þolir ekki frelsið, það er hans versti ó- vinur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.