Morgunblaðið - 03.09.1969, Page 7
MOHGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. SEPT. 196©
7
Nytsöm kynningarbók um ísland
Island í hnotskurn
Mikiö hefur veriö rætt um
feröamál hérlendis 1 sumar og
nauðsynina á að auka ferða-
mannastrauminn til íslands, og
hafa margir aðilar lagt fram
mikið starf i þvi skyni, og sann
( ast sagna er þarna verðugt
verkefni framtakssömum mönn
l um, sem árciðanlega á eftir að
verða til hagsbóta islenzku efna
hagslifi.
En ekki er nóg að reisa hótel
og setja á stofn góða veitinga-
staði. Ekki má gleyma þvi atr-
iðinu, se-n er hvað mikilvæg-
ast, en það er kynning á landi
og þjóð fyrir erlenda ferða-
menn. *
Okkur barst nýlega í hend-
urnar eitt slíkt kynningarrit,
sem alltof lítið hefur verið á
lofti haldið. >að er bókin: „Ice-
land in a nutshell" (Island í
hnotuskurn).
Þetta er 216 blaðsíðna bók í
hentugu broti, og er þetta önnur
útgáfa bókarinnar, en Ferða-
hanidbækur s.f. gefa bókina út,
en það er sama fyrirtaekið og
gefur út Ferðahandbókina, sem
i mörgum ferðamanninum hefur
að gagni komið á ferðalögum
innanlands, en útgefendur hafa
alltaf sagt, að vænlegast sé að
hafa svarið jafnan með í ferða-
lagið við öllu þvi, sem koma
kann fyrir á ferðalagi í byggð-
um jafnt sem óbyggðum. Bók-
ina skrifar Peter Kidson, en rit-
stjórar og útgefendur eru þeir
örlygur Hálfdánarson og örn
Marínósson. Teikningar hafa
gert þeir Riagnar Lárusson og
Gísli B. Björnsson, en kortin af
lálendinu hefur Sigurjón Rist gert.
Bókin er prentuð i prentsmiðj
unni Eddu. Bókin er prentuð á
ensku, og kom í fyrstu útgáfu í
6000 eintökum, en seinni útgáf-
an í 25000 eintökum. Fremst í
bókinni eru 16 gullfallegar lit-
myndasíður, og eru þar myndir
víðsvegar að af landinu.
I bókinni er kort af hálendi
fslands, sérkort af Kaldadal,
kort af Reykjavík og Akureyri.
Bókin skiptist í fjölmarga
kafla og er í þeim hægt að
finna flestar upplýsingar, sem
útlendingar þurfa á að halda,
og sannast sagna veitir íslend
ingum sjálfum ekkert af þess-
um upplýsingum líka.
Fjallar einn kaflinn um sögu
þjóðarinnar, landafræði, dýra-
og plöntulíf og jarðfræði, upp
lýsingar um, hvemig bezt er að
komast hingað, og sagt er frá
ýmsu viðvíkjandi komunni til
íslands. Sagt er frá listum og
vísindum, trúarbrögðum, kvik-
mynda- og leikhúsum, íþrótt-
um, veiðum og fjallgöngum. Um
Reykjavik og Akureyri eru sér
kaflar. Yfirleitt má segja, að
fátt eitt sé ótalið, sem að gagni
má verða.
Ég sýndi bókina erlendum
manni, sem hjá mér dvaldist, og
honum varð að orði, eftir stutt-
an yfirlestur: „Þessa bók ætti
eiginlega að afhenda öllum er-
lendum ferðamönnum við kom
una til íslands. Hún er gull
náma fyrir þá. Kynnir landið
og þjóðina og auðveldar þeim
dvölina."
Á baksíðu bókarinnar eru
ennfremur tilfærð ýmis vinsam-
leg ummæli kunnra útlendinga,
SUIBE AND REFERENOE BOSK
cOMnm PtAcrtcAL uf-ro-OATt pactoál JÉ&l
Forsíðan af bókinni: ísland i
hnotsknrn, en hún er prentuð i
litnm.
sem bókina hafa lesið, og eru
þau öll á einn veg, — þeir lofa
hana allir.
Útgáfa slíkra kynningarbóka
um Island, er einn liður í því
starfi að auka ferðamanna-
straum hingað, og sannarlega
ekki sá sízti. — Fr.S.
MNN 06
- MAŒFN!=
65 ára er í dag J ónia Guðirún
Þórúardóttir, Fellsmúla 15. Hún
verWur að heirrran.
Alltaf brunar lægð í lægð
ljót er þessi bleyta,
og þarf mikla slægð við slægð
slíku fargi að breyta.
En að kæmi engin lægð
allir þrá nú heitast,
og sólin birtist helzt með hægð
heyin mundu breytast.
Sigríður Jónsdóttir frá Stöpum.
Minningarspjöld kvenfélags Nes-
kirkju fást í verzlun Hjartar Niel-
sen, Templarasundi 3, Búðinni, Víði
mel 35 og hjá kirkjuverðinum Nes
kirkju.
Minningarkort Krabbameinsfélags
íslands fást á eftirtöldum stöðum:
Úti á Iandi á pósthúsum, auk þess
í Skagafirði hjá Valgarði Björns-
syni héraðslækni, Hofsósi: Þóru
Þorkelsdóttur, Fjalli Seyluhr., og
Verzl. Þóm Jóhannsdóttur Sauðár-
króki. í Rangárvallasýslu hjá Krist
ínu Filippusdóttur, Ægissíðu og
Jóni Hjörleifssyni, Skarðshlíð, A-
Eyjafjöllum.
í Reykjavík Reykjavíkur-Apóteki,
Ingólfs-, Laugarnes-, Garðs-, Vest-
urbæjar-, Austurbæjar-Apóteki: Af
greiðslu Tímans, Bankastræti, Verzl.
Gjafir og Ritföng, Starmýri 2, Póst
húsinu — ábyrgðarbréf, Skrifstofu
DAS, Hrafnistu, og hjá skrifst.
krabbameinsfélaganna Suðurgötu
22 — sími 16947.
f Hafnarflrði: Hafnarfjarðar-Apó-
teki og Pósthúsinu.
í Kópavogi: Kópavogs-Apóteki
og Blómaskálanum.
SVEITARSTJÓRNARMÁL, nýút-
komið hefti, flytur m.a. yfirlits-
grein um Vestfjarðaáætlun og fram
kvæmdir samkvæmt henni. Bjami
Einarsson, bæjarstjóri á Akureyri,
skrifar um atvinnumál af sjónar-
hóli sveitarstjóma og Hjálmar Vil
hjálmsson, ráðuneytisstjóri í íélags
málaráðuneytinu, um atvinnuleysis
tryggingar. Jóhann Klausen, odd-
viti Eskifjarðarhrepps, skrifar
greinina „Heimastjóm í kjördæm-
in“, og birtur er kafli úr ræðu Páls
Líndals, formanns Sambands ís-
lenzkra sveitarfélaga og kafli úr
ávarpi dr. Bjama Benediktssonar,
forsætisráðherra, á ráðstefnu sam-
bandsins um atvinnumál síðast liðið
vor. Grein er um unglingavinnu á
vegum sveitarfélaga og birtar eru
fréttir frá sveitarstjórnum og ný-
stofnuðu Sambandi sveitarfélaga á
Suðurlandi.
1 forustugrein tímaritsins ræðir
Páll Líndal um stækkun sveitarfé-
laga. Sem fylgirit með tímaritinu
er birt skýrsla um störf Sameining
arnefndar sveitarfé.laga. Er það 7.
ritið, sem gefið er út í flokki
Handbóka sveitarstjórna, sem gefn
ar eru út sem fylgirit með Sveitar
stjórnarmálum.
Nr. 115 — 26. ágúst 1969
Kaup Sala
1 Bandar. dollar 87,90 88,10
1 Sterlingspund 209,70 210,20
1 Kanadadollar 81,50 81,70
100 Danskar krónur 1.168,00 1.170,68
100 Norskar krónur 1.231,10 1.233,90
100 Sænskar kr 1.700,44 1.704,30
100 Finnsk mörk 2.092,85 2.097,63
100 Franskir fr. 1 585,70 1.589,30
100 Belg. frankar 175,00 175,40
100 Svissn. frankar 2.044,44 2.049,10
100 Gyllini 2.429,85 2.435,35
100 Tékkn. krónur 1.220,70 1.223,70
100 V-þýzk mörk 2.207,40 2.212,44
100 Lírur 13.97 14,01
100 Austurr. sch. 340,40 341,18
100 Pesetar 126,27 126,55
100 Reikningskrónur —
Vöruskiptalönd 99,86 100,14
1 Reikningsdollar —
Vöruskiptalönd 87,90 88,10
1 Reikningspund —
Vöruskiptalönd 210.95 211,45
IBÚÐ ÓSKAST 2ja herb. fbúð óskast tW leigiu. Húsihjálp gætá komið tW greina. V irvsam legast hriingið í s»ma 30935. REGLUSÖM STÚLKA óskar eftir herbergi með fæði eða aðgangi að eldhúsi í nánd við háskótan'n. Uppt. í síma 32638.
INNRÉTTINGAR Smíða eldhús- og svefrvher- bergisskápa. Sérsm'íðii, pamk- et- og v iða rþitjulagoing. Guðb j öm G uðbe rgsson, sími 50418. IBÚÐ ÓSKAST Ung hjón með 1 bam óska eftir að ta'ka á teigu 2ja herb. íbúð sem næst Miðb. fró 1. okt. nk. (Vinna bæði úti). tifb. til Mbl. merkt ,,8508".
NOTUD GOLFSETT E8 til £50. Skrifið eftir uppl. og lista yfir ódýr byrjenda sett og gæði dýrari setta. Sih/erdate Co. 1142/1146 Argyte St. Glasgow, Scotl. ÚTVARPSVIRKI Útvarpsvipk'i, helzt vanur sjónverpsviðgerðum óskast. Uppl. um aldur og fyrri störf. Titeoð merkt „Starfs- fétagi 3639" sendist Mbl.
KENNARI PLASS
óskar að taka á teigu 2ja herb. íbúð til áramóta. — Uppl. í síma 32394 í kvötd við Vesturgötu ti'l teigu, var áður starfrækt sem rakara- stofa. Uppl. í síma 14749.
VANTAR ÓDÝRT
3ja—4ra herbergja íbúð tiil teigu strex. Upplýsingatr í síma 20625 - 32042. Til sölu Mobylette Cady skellinaðra '67. Lrtið ök'in. Upplýsingar í síma 38969.
MÁLMAR Kaupi allan brota'málm nema jám atl'ra haesta verði. Staðgr. Arinco, Skúlagötu 55. (Eystra portið). SímaT 12806 og 33821. NJARÐVÍK Ti'l sölu eintoýMs'hús í smíð- um í Ytri-Njarðvík. Hagst. greiðslus'kilm á lar. Fasteignasalan Hafnarg. 27, Keflavík, s. 1420 og 1477.
BEZTA SALTKJÖTIÐ Bjóðuim eitt bezta saltkjöt borga'rin'nair, söltum niður ■ la'm'ba'S'kirok'ka fyrir kir. 25. Kjötb. Laugav. 32, s. 12222. Kjötmiðst. Laugateek, s 35020 HEILIR LAMBASKROKKAR Úrvals kjöt 1. og 2. verðfl. 1. fl. 100.90 kr. kg, 2. fi. 90,90 kr. kg. Kjötmiðstöðin, sími 35020. Kjötb. Laugav. 32, s. 12222.
ÓDÝR MATARKAUP Nýtt hvatkjöt 55 kr. kg, iaimbasvið 56,40 kr. kg og 51 kr. í kössum, nautahakk 140 kr. kg. Kjötbúðin Laugeveg 32. Kjötmiðstöðin Laugatæk. FRlMERKJASKIPTI Safna emkum ísl. frímeTkj- um. Læt í staðinn frémerki frá ftestum töndum heims. Lt. Knudsen, Per M LLA/BTT Brig.n. 9200 Bairdufoss, Norge.
Einbýlishús til leigu
Einbýlishús í Heiðargerði á tveim hæðum um 55 ferm. hvor
hæð til leigu frá 1. október i 1 ár til að byrja með.
Einhver fyrirframgreiðsla æskileg. Upplýsingar í síma 36707.
VIÐARÞILJUR
Ný óvenju falleg viðartegund nýkomin.
ENNFREMUR
HARÐPLAST og PALISANDERSPÓNN
Allt 1. flokks vörur á hagstæðu verði.
Páll Þorgeirsson & Co.
Sími 16412.
ÚTSALA - ÚTSALA
ÚTSALA Á KJÓLUM
MIKIL VERDLÆKKUN
VEFNAÐARVÖRUDEILD.