Morgunblaðið - 19.09.1969, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.09.1969, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMIBER 1969 19 Sýning og viöhorf - EFTIR BRAGA ÁSGEIRSSON ÞRIÐJI Bienmal Eystrasalts- landanna meS þátttöku Noregs og íalands stendur nú yfir; var opnaður í nýju og veglegu hús- næði 5. júlí, en lokar 29. sept- ember. Altar A-Evrópuþjóðirn- ar eru með opinberar deildir, en V-Evrópuþjóðirnar annaðhvort með opinberar félagssýningar eða samvinnu einstaklinga og félaga. Ég vil í fáum dráttum útskýra þetta nánar varðandi hverja þjóð. Sovézka samveld- ið: Opinber sýning, samvinna menninigarmálaráðuneytisins og sambands myndlistarmanna. Þýzka alþýðulýðveldið: Opinber sýning siambands myndlistar- manna, þverskurður síðuStu 20 ára. Pólland: Opinber sýning pólsika realista. Þýzka sam- bandslýðveldið: Óopinber sýn- ing sett saman af nokkrum póli- tískum einstaklingum, sem vilja með þátttöku sinni styðja að við urkenningu A-Þýzka-lýðveld- isins. Svíþjóð: Óopinber sýning listamannahóps, sem nefnir sig „hina un@u“, „De Unga“; innan hennar eru listamenn á öllum aldri, vilja sýna þverskurð af ýmsu, sem verið er að gera í Svíþjóð í dag. Síðast voru Svíar með opinbera sýningu, er vakti mikla ólgu fyrir það, hve nú- tímaleg hún var, og hlaut jafn- vel nafnið „Gruselkabinett“ (hryllingsstofan) frá hendi eins gagnrýnenda. Noregur: Sam- vinna innan sambands mynd- listarmanna. Danmörk: Ein- Stalklingar í samvinnu við dönsk myndlistarmannafélög. Finnland: Hið opinbera sam- band myndlistarmanna. ísland: Félag íglenzkra myndlistar- manna. Saimta'lis taka þátt í sýn- ingunni 127 listamenn með 679 verk. ÖH Norðurlöndin sýna á ópólitískum grunni, en þó senni- lega misjafnlega óháðum. Finn- ór og Norðmenn koma sterkast út úr sýningunni af Norður- löndum að þessu sinni að mínum dótmi. Norðmenn kynna nafn- fræga myndlistarmenn, svo sem Reidar Aulie, Snorre Andersen, Erling Enger, Ragnar Kraugeir- ud, Örnulf Bast o.fl. Finnana, sem ertu aillir nýlliðar þarna þekki ég lítt, en tvö nöfn koma mér þó kunnuglega fyrir sjónir, Eva Cederströtm og Fekka Ma kinen. Virðist vera mikil breidd í finnskri list í dag, því að þeir koma jafnan með úrvalsverk á sýningar erlendis. Sýningar þess ara landa virðast mér mjög svip aðar að gæðum og á Biennalin- um 1967, en Norðmenn þó í sókn. Danir eru aftur á móti veikari og sundurlausari en síðast. Sænsku listamennina þekki ég ekki, en sýning þeirra var mjög í anda sænskrar listar, þótt ekki risi hún hátt og væri hvergi nærri jafn áhrifarík og síðast. ís- lendingar sýna einungis graflist að þessu sinni og taka sig mjög þekkilega út á sýningunni. Ég hafði búizt við harðnandi póli- tík umhverfis sýninguna, og sú varð líka raunin, þótt ekki gjöld- um við þess Norðurlandabúar í öðru en afskiptaleysi, sem getur þó tekið á sig þá mynd, að áhöld verði á um áframhaldandi þátt- töku af hálfu Norðurlandanna, enda tilgangslítið fyrir þau, ef þjóðirnar í austri sjá ekki ann- að en sjálfar sig, svo sem einn finnski fulltrúinn komst að orði á sýningarnefndarfundi. Sá hinn sami sagði jafnframt, að Bi- ennalinn mætti ekki setja sér svo þröngar skorður, að hann gæti ekki andað. Að lýsa sýningunni ítarlega hefur mjög takmarkaða þýð- ingu, því að hún var um margt lík sýningunni 1967, og þótt sýn ingin sé að þessu sinni stæorri en þá, er mér fyrri sýningin minnisstæðari, einkum fyrir hina framúrskarandi graflist. Hús- næðið er vissulega ekki aðal- atriðið varðandi sýningar, held ur myndirnar, sem til sýnis eru. Ég býst við, að mikið yrði um Biennalinn í Rostock 1969 Austur-þýzkur realismi. Fritz Cremer, Berlín: Andlitsmynd af Bertholt Brecht (brons). Fram- úrskarandi vel mótuð mynd og lifandi. endurtekningar að ræða frá frá sögn minni um fyrri Biennal, ef ég færi út í nákvæmair lýsing- ar, og tel því vænlegra að ræða um fyrirtækið sjálft eðli sínu samkvæmt, afstöðu einstakra full'trúa tál þessarar sýningar, rammann umhverfis hana, svo og persónulegt mat mitt á sýning- unni. Áberandi þótti mér, hve pólitísk sýning V-Þjóðverj- anna var, og hve gæði mynda þeirra virtust oft vafasöm á slíkri sýningu. Auk þess höfðu þeir með sér pólitíska yfirlýs- ingu, sem lesin var upp á sýn- ingunni og birtist með feitu Fyrrí hluti letri í dagblöðum. Þá var for- máli sá, er þeir rituðu í sýn- ingarskrá, vægast sagt annar- leg samsetning. Engum gat dul- izt, að Biennalinn er í auknum mæli notaður til áróðurs m.a. Finnskur realismi í nútímabúningi. Pekka Mákinen: Máninn kem- fyrir viðurkenningu A-Þýzka- ur upp, 1969. lands, en til lausnar þess vanda máls vorum við íslenzku full- trúarnir hvorki kalláðir né bún- ir umboði að heiman. Við viljum sýna þýzku þjóðinni í heild vin seimd ag virðimgu, báðuim megiin múra, og þó að við sendum sýn- ishorn af list okkar þangað, vilj um við ógjarnan verða flæktir í pólitískar yfirlýsingar, enda höfðum við ekki umboð lista- manna okkar til að meðhöndla llist þeirra í slíkum ti'lgangi. List er tvímælalaust bezti Ambassa- dor þjóða í dag, mikilsvert afl til að tengja þjóðir vináttu- böndum, í austri og vestri, þar eð hún talar alþjóðamál, sem fólk með listrænan þroska alls staðar í heiminum getur tileink- að sér. Hið opinbera í austrinu við- urkennir aðeins sózíal-realisma, sem það álítur mikilvægustu uppfinningu í myndlist 20. ald- arinnar. Okkur er tjáð, að við megum sýna það, sem við vilj- um, og við okkur er sagt: Við hyggjumst ekki varðandi þessa Pólitískur realismi, Guido Zingerl, Miinchen: Regensburg 1000 sýningu halda fram ákveðnu ára fortíð. Mynd, sem frekar á he'ima í áróðursriti en á listsýn- formi, heldur leitumst við með ingu. hinium ólíiku fonmuim, sem sýnd erU, að sýna fram á, hvernig hin innri ósk listamanna mótast á margvíslegan hátt. Þetta er sagt um leið og stöðugt er ver- ið að lá'ba í ljós óbeinar óskir um enn meiri realisma sbr. eftir- farandi túllkun. „'Einungis sózíalískur realismi er fær um að framkvæma hið mikla hlutverk sózíalískrar list- ar. Um það voru menn sammála á þriggja daga þýzk-sóvézkri ráðstefnu, sem haldin var í A- Berlín í iok marz sl. í tilefni af undirbúningi hátíðahalda vegna 20 ára afmælis þýzka alþýðulýð- veldisins og 100 ára fæðingar- dags Lenins. Hugmyndaauðgi, flokkshollusta, sózíalískur húm- anismi og listrænn sannleikur — listræn sannindi var álykt- að, að væru hinar miklu dyggð- ir sózial-realismgns — jafnframt skyldi baráttunni gegn módem- ismanum (nútímalistinni) og .annarri afturhaldssamri list (!) í hinum kapítalíska heimi haldið áfram af endumýjuðum krafti." Það er íhugumarefni í þessu sambandi, er við getum tekið til okkar í vestrinu, að í Róm var Framhald á bls. 18 Austur-þýzkur sósíal-realismi. Kurt Robbel: Rauðir varðliðar 1917, (1967).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.