Morgunblaðið - 19.09.1969, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1969
— Alveg rétt, samþykkti Jak-
ob. — Betra að lofa þeim að
vera eins og þeir eru.
— Þú ert nú hálfþræll, Jakob.
gleymdu því ekki, sagði Her-
mine.
— En hann er frjáls, flýtti
Dirk sér að hreyta út úr sér.
Pabbi útvegaði frediskjöl-
in handa horaum fyrir mörgum
árum, og það veiztu.
— Við skulum fara að læra.
Dirk, sagði Jakob, 1 álf-vand-
ræðalegur. En Dirk svaraði:
— Nei, við skulum heidur líta á
þessi bréf í járnkassanum. Pabbi
lofaði mér lyklinum að geymsl-
unni. Ég talaði við hann um það
í morgun, og hann sagði, að ég
mætti fá hann í kvöld. Við skui-
um fara og ná í hann, Jakub,
og lofa þeaaum tveimur þræla-
vinum að eiga sig.
— Þú finnur lykilinn, sagði
Graham kuldalega, í vinstri
skúffunni í skrifborðinu í her-
berginu hans pabba. Og ég v:l
ráðlegga þér að fara varlega
með þessi bréf. Sum þeirra eru
mjög stökk.
Það var einn sunnudag í des-
ember, þetta ár, 1806, sunnudag-
inn næstan fyrir jól og þetta veir
síðdegis, og himinninn úti fyrir
rétt eins og ábreiða af dimm-
gráu efni, og úr honum drupu
strjálir úðadropar, enda þótt sól
in gægðisit gegnum skýin, ofur-
dauft. Þetta var ekkert óvenjuleg
ur desemberdagur, þessi dag-
ur, er Dirk opnaði járnkassann
í fyrsta sinn, til þess að fara
gegn um bréfin frá forfeðrum
sínum.
Svo vildi til, að fyrsta bréfið,
sem hann tók upp var dagsett
11. desember 1709 og l.ófst þann
ig: „Kæri Jabez, nú koma jólin
bráðum, en ég hlakka ekki sé:-
lega til þeirra. Og ég skal segja
þér, hvers vegna .. .“
Jakob snuggaði, er hanr,
horfði yfir öxlina á Dirk, til þess
að lesa bréfið. — Hver er þessi
Jabez?
— Einn af forfeðrum mínum.
Hann sneri við blaðinu og er
hann hafði hleypt brúnum að
þvi, sagði hann: — Það er undir-
ritað af einhverjum, sem heitir
Adrian. Sjáðu, hvort þú getur
ekki lesið það. Er þetta ekki
Adrian?
Jakob tók líka að hleypa
brúnum, en loksins kinkaði
hann kolli og sagði: — Jú, þetta
sýnist eiga að vera Adrian. Það
hlýtur að vera einhver af gamia
fólkinu þínu.
— Já. Seztu niður, Jakob. Opn
aðu gluggann þarna. Við verð-
um að fá betri birtu. Þetta er
merkilegt. Ég vil lesa um for-
feður mína. Við erum mikil ætt,
mundu það. Hann leit snögrt
við. — Heyrirðu það, Jakob þú
mátt ekki gleyma því.
7
Eiran dag síðdegis, tæpum
tveimuir árum seinina — í ágúst-
márauði 1808 — sátu Graham,
Hermine og Rósa úti í forskál-
anum og voru að horfa á himin-
inn dökikna uppi yfir sapódilla-
trjánum í austri. Húsagarðuriiin
var þurr og rykugur, því að
ekkert hafði rignt í nokkia
daga, og þetta var þurrkatím-
inn, þegar sólin var hvað alira
heitust, og þegar óvænt þrumu-
veður komu drynjandi ofan frá
Corentyne-ströndinni, og stóðu
stundum alla nóttina.
20
Kanraski var það eitt þessara
langvinnu, sem nú var að nálg-
ast hugsaði Graham. Hann hélt
að sér höndum, ekki svo mjög
hræddur, miklu fremur spennt-
ur. Hann var hræddur við
þrumuveður, en þau vöktu samt
í honum einhvern hetjuhug
Hann hugsaði sér sjalfan sig
bjóða þrumunum byrginn, og eld
ingunum og regninu, og þjóta út
úr húsinu til að bjarga einhverri
þrælastúlku , sem var í hættu
stödd, eða stúlku að nafni Susan
Lafferty, eldri systur Jims Lafi-
erty, sem var nítján ára og því
ekki nema tveimur árum eldri
en hann sjálfur. Eitthvert villi-
dýr var að elta hana gegnum
runnana á gilbarminum, og hún
var á heimleið og vissi ekki um
hættuna. En fyrir eitthvert
kraftaverk hafði Graham getið
SÓLO-HUSGÖGN
STERK OG STÍLHREIN
Seljum beint frá verkstæði stálhúsgögn í borðkrókinn, kaffi-
stofuna og félagsheirnilið. Margar gerðir af borðum og stólum.
Mikið úrval af áklæði og harðplasti. Kynnið yður verð og gæði.
SÓLÓ-HÚSGÖGN HF.
Hringbraut 121, sími 21832.
TAUS
Kaupmenn og innkaupastjórar
CHER
Framleiðsla á sokkabuxum og
sokkum er mikið vanda- og ná-
kvæmnisverk.
TAUSCHER verksmiðjurn-
ar nota eingöngu nýjar mjög
hraðvirkar og nákvæmar vélar
við framleiðsluna samhliða
fullkominni tækni og ströngu
gæðaeftirliti.
Þessvegna eru TAUSCHER
vörur í sérflokki varðandi gæði,
fallega áferð, rétt snið og vöru-
vöndun.
Nýjar sendingar af hinum vin-
sælu T A U S C H E R sokka-
buxum og sokkum eru væntan-
legar.
eru vinsamlegast beðnir að hafa
samband við okkur sem fyrst viðvíkjandi nýjum og eldri pöntunum.
UMBOÐSMENN:
ÁGÚST ÁRMANN HF. - SÍMI 22100
— Nei, maðurinn minn drekkur ekki kaffi á morgnana, því þá
getur hann ekki sofið þegir hann kemur á skrifstofuna.
sér til um ástand hennar, og svo
þotið út úr húsinu, til að bjarga
henni. Þegar hann þau't gegnum
storminn, sagði hann við sjálfan
sig, að það væri Susan, sem
hann væiri að bjarga, en svo sá
hann sig um hönd og hugsaði
sér, að það væri Melia,
stúlkan, sem átti heima í kof-
anum rétt hjá vatnsgeyminum.
Hann hafði séð hana nakta og
hafði skolfið af girnd til henn-
ar. Þegar hann væri búinn að
bjarga henni, gæti ýmislegt
skeð.
Hermine og Rósa voru að tala
um niðursoðnu appelsínurnar,
sem frú Clarke, kjörmóðir Rósu,
vair svo lagin að búa til. Rósa
sem var átta ára var tölug lítil
hnáta, og fallegri en Hermine
gæti nökkurn tíman búizt við að
verða, fannst Graham. Einhvern
tíma mundi hann sjá hana
— efins og Meliu — vel vaxna og
girnilega . . . Hann bylti sér og
stóð upp.
— Hvar er Dirk? Veiztu það,
Hermine? spurði hann.
— Hann fór með Jakob
niður að gilinu, sagði Hermine.
Hún var nú orðin sextán ára,
og hávaxin, en ekki þroskuð í
vaxtarlagi, og enda þótt hún
hefði fallegt hár, eins og móðir
hennar var hún ekki lagleg í
andliti. Nefið var of stutt, og
kjálkasvipurinn of hvass. En
hún hafði vingjarnlegt augnaráð
fannst Graham, og honum þótti
vænt um hana. Hún var góð við
Rósu — og þrælan a.
Graham þótti vænt um þræl-
ana og mat hvern mann mikils,
sem var þeim góður. Haran brosti
mieð sjálfum sér og hugsaði: Ég
held ég viti, hvers vegna mér
þykir svona vænt um þrælana.
Það er vegna Nibiu. Ég
gleymi aldrei þessum kvöldum
þegar ég var lítill snáði og hún
lofaði mér að þukla á brjóstun-
um á sér, áður en ég fór að
sofa. Og hún hefur verið góð
við mig um fleira. Hefði hún
ekki verið, hefði ég verið hrædd
ur við allt mögulegt. Fyrir mér
er ekkert nema gott bundið. við
minninguna um dökkt hörund.
Nú drundu við þrumur í
fjarska, og Rósa veiraaði og
sagði: — Hermine, ég ætti að
fara heim, finnst þér ekki? Það
ætlar að fara að rigna og mamma
verður hrædd.
— Það gerir ekkert til, sagði
Hermine. — Þú gætir sofið hjá
mér.
— Já, mér þykir gott að
sofa hjá þér. Þá vildi ég, að
rigndi.
Graham, sem var að sjúga á
sér þumalfingurinn, skipti sér
ekki af þeim og hélt áfram að
horfa hugsi út í myrkrið, sem
var að detta á, Þessi him-
inn minnir mig á allt, sem hefur
komið fyrir okkur hérna i ný-
lendunni, hugsaði hann. Svart
siký virðist hafa dreigið yfir
alla nýlenduna undanfarna
mánuði. Allir bændurnir ei u
orðnir áhyggjufullir út af þess-
Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl.
Helgin verður löng, hvað sem þú hafðir annars ákveðið.
Nautið, 20. apríl — 20. maí.
Ferðalög og rómantík eru ofarlega á baugi.
Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní.
Þú mátt ekki skemmta þér á kostnað vinnu þinnar.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí
Eitthvað fer úr skorðum, án þess, að þú eigir beint von á því.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Ef þú ekki skipuleggur daginn og kvöldið vel, hleypur tíminn frá
þér í vitleysu.
Meyjan, 23. ágúst — 22. september.
Þú færð langþráð tækifæri, og þú eygir möguleika, sem gleðja þig.
Vogin, 23. september — 22. október.
Nú er röðin komin að þér að vera vinum þínum til hvatningar.
Sporðdrekinn, 23. október. — 21. nóvember.
Allir samningar, sem þú gerir við sjúkrahús, skóla, eða aðrar stofn-
anir, verða þér í hag.
Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desemKer.
Dagurinn byrjar hægt, en verður fjörlegri er á líður.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Þér verður svarað, ef þú lætur einfaldlega skoðanir þínar í ljós í
dag. Sýndu vinum þínum rækt. Ferðir þínar hindrast af einhverju svo
að þú skalt gefa þér góðan tíma.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
Byrjaðu langferð í dag, ef markmið þitt er að ná þér í upplýsingar
eða menntun. Upplýsingar eru nákvæmari en þú heldur.
Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz.
Eirðarleysi þitt skaltu beizla með því að heimsæja vini þína.